Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þær heita Gullbrá, Eva,Svarthildur og Mjallhvít.Ég var hræddur um að éghefði glatað henni Gullbrá,
við vorum búin að leita að henni út
um allt og við vorum svolítið hrædd
um að refur eða minkur hefði étið
hana. En Daníel bróðir minn fann
hana að lokum þar sem hún leyndist
í hlöðunni,“ segir Benjamín Jónsson
ungur hænsnabóndi um þann erfiða
dag þegar ein af hænunum hans
fjórum hvarf og var týnd í heilan sól-
arhring. Benni er mikið fyrir dýr en
er ekki í góðri aðstöðu til að eiga
þau, því hann er tveggja heima
drengur. Fjölskylda hans býr í
Bandaríkjunum yfir vetrartímann
en þau eyða sumrinu á öðru heimili
sínu í Múla í Biskupstungum. „Afi
minn sagði mér frá því að hægt væri
að leigja hænur yfir sumarið og ég
varð mjög glaður þegar mamma og
pabbi sögðu já þegar ég bað um að fá
nokkrar til að hafa í Múla í sumar.
Bóndinn frá Tjörn á Vatnsnesi kom
svo sjálfur með fjórar hænur til okk-
ar og við þurftum að skrifa undir
leigusamning.“
Athugar með hænurnar
minnst tuttugu sinnum á dag
Svo heppilega vill til að niðri við
hlöðu á bænum hans Benna er lítið
hús sem þeir bræður, hann og Daní-
el eiga og hentar vel sem hænsna-
kofi. „Við þurftum bara að breyta
því aðeins, loka gaflinum, setja
glugga, hænsnaprik, varpkassa og
annað sem hænur þurfa,“ segir
Benni sem er afar natinn við hæn-
urnar sínar og athugar með þær
Benni hænsnabóndi
býður upp á Begg
Þær eru fordekraðar hænurnar hans Benna í Múla og þeim sinna hvorki meira
né minna en fjórir vinnumenn. Þetta eru alvöru haughænsn sem fá að vappa út
um víðan völl. En líf frjálsra hænsna er ekki laust við hættur og Benni treystir
ekki rebba og minknum alveg nógu vel og er því vel á verði með skyttu sér við hlið.
Bræður Vinnumaðurinn Daníel og bóndinn Benjamín með tvær spakar.
Vel haldnar Ekki væsir um Mjallhvíti, Evu, Gullbrá og Svarthildi í kofanum.
Á heimasíðu ræktunarbúsins að
Tjörn á Vatnsnesi, undir slóðinni
landnamshaenan.is, er ekki einasta
hægt að fræðast um ræktunina,
markmiðið, starfið og aðstæðurnar,
heldur er einnig hægt að lesa sig
heilmikið til um landnámshænuna ís-
lensku. Undir lið sem heitir kynning á
stofninum, kemur til dæmis fram að
íslenska hænan eða Landnámshænan
(Haughænan eins og hún var alltaf
kölluð) er talin hafa borist til lands-
ins, ásamt öðrum búsmala með land-
námsmönnum á landnámsöld eða á
10. öldinni og hefur fylgt okkur og
verið okkur til nytja og ánægju allar
götur síðan. Á síðunni má einnig lesa
um uppeldi og fóðrun, egg og út-
ungun, heilsufar og sjúkdóma
hænsnfugla, hvernig hægt er að taka
hænu í fóstur og margt fleira. Einnig
eru þar uppskriftir bæði að eggja-
réttum og kjúklingaréttum.
Vefsíðan www.landnamshaenan.is
Morgunblaðið/BFH
Litfagrar Bæði haninn og hænurnar eru fallegar skepnur og skemmtilegar.
Íslenska landnámshænan góða
Full ástæða er til að hvetja fólk til að
koma við á þeim fjölmörgu mörk-
uðum sem finna má um allt land, þar
sem seld er fersk matvara. Þetta er
sá árstími sem hægt er að rækta úti
og allt er í blóma hjá grænmetis-
bændum. Íslenska sumarið er stutt
og um að gera að nýta vel þann tíma
sem gnótt er af grænum og vænum
matvörum beint úr görðunum. Hvort
sem fólk vill skella á grillið eða mat-
reiða á annan hátt, þá er íslenskt
grænmeti mikið gómsæti á þessum
árstíma. Og ekki aðeins gott heldur
líka alveg meinhollt, bæði sem með-
læti en ekki síður í aðalrétti.
Endilega...
...lítið við á
mörkuðum
Morgunblaðið/Frikki
Grænmeti Gott í munn og maga.
Taílensk-íslenska félagið stendur
fyrir komu þrettán dansnema og
fimm tónlistarnema á lokaári úr
listadeildum þriggja háskóla í Taí-
landi. Flokkurinn, sem heldur þrjár
sýningar hér á landi, sérhæfir sig í
aldagamalli danshefð, svokölluðum
Khon-dönsum. Þar er efniviður
sóttur í Ramayana, þar sem menn
og risar takast á.
Látbragð og handahreyfingar
dansaranna segja sögurnar en
Khon-dansar voru fram á miðja 18.
öld einungis sýndir við konungs-
hirðina.
Þeir þykja enn mjög sérstakir og
krefjast sérkunnáttu, umfram hefð-
bundna taílenska dansa.
Taílensk tónlist er leikin undir
dansinum, á taílensk hljóðfæri.
Taweesak Sriphong, kennari við
Kasetsart háskólann í Bangkok fer
fyrir hópnum. Hópurinn verður með
tvær sýningar í Salnum í Kópavogi,
í dag klukkan 13 og 19 og eina sýn-
ingu í Sandgerði, kl. 13. Miðar
verða seldir við innganginn og allir
eru velkomnir.
Afar litskrúðugir búningar og
grímur í sýningunum
Upphaflega var Ramayana
24.000 erinda ljóð sem ort var á
sanskrít um 1000 f. Kr. og er einn
helsti menningararfur Indverja.
Sagan sem sögð er hefur síðan um
aldir verið sögð mann fram af
manni, endursögð, þýdd og end-
ursköpuð um alla Suður- og Suð-
austur-Asíu. Þar er sagan túlkuð í
dansi, leikhúsi, brúðuleik, söng og
kvikmyndum.
Búningar og grímur í þessum
sýningum eru afar litskrúðugar og
listilega gerðar. Dansararnir eru
beinlínis saumaðir inn í búninginn
og tekur þá um tvo tíma að klæða
sig í þá með aðstoðarmönnum.
Taílensk-íslenska félagið
Tækifæri til að sjá aldagamla
taílenska konungsdansa í dag
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Í hverjum pakka af
Fjólu Lúxus salernispappír
er ein rúlla vafin happamiða.
Innan á miðanum kemur í ljós
hvort heppnin sé með þér.
Meðal vinninga:
Auk fjölda annarra vinninga
Flug og gisting fyrir 2 innanlands
RÚLLU
LEIKURINN