Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 11

Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 11
Bóndi Hér er Benjamín með Gullbrá sem týndist í sólarhring. minnst tuttugu sinnum á dag, að eig- in sögn. „Svo þarf auðvitað að gefa þeim að borða og drekka, en ég er líka með fjóra vinnumenn sem að- stoða mig við búskapinn. Þó Daníel bróðir minn sé ekkert fyrir hænur þá vill hann alveg vera aðstoðar- maður minn. Og svo eru tveir frænd- ur mínir Hilmar Starri og Þórhallur Orri líka vinnumenn hjá mér. Viktor Orri vinur minn kemur oft í heim- sókn til mín en hann er fjórði vinnu- maðurinn,“ segir Benni kotroskinn og nokkuð ánægður með manna- forráðin og óneitanlega góða þjón- ustu fyrir hænurnar, því það er jú einn vinnumaður fyrir hverja hænu. Minkur át hænur á næsta bæ Eins og nöfn hænsnanna gefa til kynna þá er hún Mjallhvít hvít, Svarthildur er svört, Gullbrá er gul og brún og Eva er grá. „Þetta eru frábærar hænur en þær eru ekki all- ar eins, sumar eru styggar og sumar spakar, sumar eru óhræddar en aðr- ar frekar óttaslegnar,“ segir Benni sem hleypir hænunum út á daginn, því hann vill að þeim líði sem best og að þær séu sem frjálsastar. Þetta eru því alvöru haughænsn en vissu- lega er líf frjálsra hænsna ekki laust við hættur og Benni treystir ekki rebba og minknum alveg nógu vel. „Stundum kemur tófa skokkandi hér niður fjallið, þetta er risastór grár refur og pabbi ætlar að reyna að ná honum næst þegar við sjáum hann, en hann er mikil skytta. Við fréttum líka af mink sem át hænurnar hér á næsta bæ, þannig að það er eins gott að passa sig. Sem betur fer eru mín- ar hænur samt ekkert mikið fyrir það að vera úti, þær halda sig meira inni í kofa.“ Langar til að verða kúabóndi Í æðum Benna rennur ekki að- eins blóð bóndans heldur líka við- skiptamannsins. „Ég sel eggin úr hænunum á 110 krónur stykkið, enda eru þetta mjög góð egg úr al- veg frjálsum hænum. Mamma hefur verið minn helsti viðskiptavinur en ég hef fengið góð ráð hjá Bjarna í Bjarnabúð hér í sveitinni, hann á líka hænur og selur egg. Svo lét ég búa til fyrir mig sérstakt merki á eggjabakkann, frændur mínir sem eru auglýsingateiknarar hjálpuðu mér með að hanna það. Eggin mín heita Begg, af því ég heiti Benjamín. Og á miðanum kemur líka fram hvað hænurnar heita og að ég sé framleið- andinn.“ Dýravinurinn Benni kann vel að meta að stundum koma ókunnug dýr heima á bæ, til dæmis svartur og hvítur köttur og líka hundur. Hann er að hugsa um að skella sér á reiðnámskeið hið fyrsta og segist alveg geta hugsað sér að verða bóndi í framtíðinni. Helst vill hann vera kúabóndi. „Af því kýr framleiða svo mikla mjólk. Ég las á netinu að kýrin Hrafnhetta frá Hólmum sé búin að mjólka 101.206 kílóum af mjólk um ævina. Það er mjög mikið.“ Begg Á eggjabökkunum góðu koma nöfn hænsnanna fram og einnig nafn framleiðandans, Benna. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 ÚTSALA 50% afsláttur af öllum útsöluskóm Kringlunni - Smáralind ntc.is - erum á s. 512 1760 - s. 512 7700 Nýtt korta tímabil Þau hafa farið víða í sumar og haldið tónleika, þríeykið Björg Þórhalls- dóttir sópran, Elísabet Waage hörpu- leikari og Hilmar Örn Agnarsson sem leikur á harmóníum. Í dag kl. 14 verða þau með tónleika í Sólheimakirkju og á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Guðrúnu Ingi- mundardóttur, Árna Thorsteinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Sigfús Ein- arsson, Markús Kristjánsson, Sigurð Þórðarson og Pál Ísólfsson, bresk þjóðlög útsett af Britten og tón- smíðar eftir Arvo Pärt, Cherubini, Mozart, Händel og Bach. Þau verða svo í Patreksfjarðar- kirkju þriðjudag 31. júlí kl. 20, á sum- artónleikum í Strandarkirkju, Sel- vogi, sunnud. 19. ágúst kl. 14 og í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Rvík fimmtud. 6. september kl. 20. Sumartónar á Íslandi 2012 Söngur Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er ein þeirra þriggja sem koma fram í dag í Sól- heimakirkju. „Í ást sólar“ í Sólheimakirkju Morgunblaðið/ÞÖK Í kvöld verða tónleikar á Café Haiti með tónlistarmanninum Sebastian Storgaard sem spilar undir nafninu Slowsteps. Langt er síðan Slowsteps hélt tónleika og því tilvalið að kíkja og heyra ný lög í bland við eldri. Meginþema kvöldsins er að hafa þetta afslappað og því mun Slow- steps fá gesti og góðkunningja til að spila með sér og ekki verður mikið skeytt um uppröðun né tímaþröng. Tónlistarmaðurinn Egill Halldórsson mun einnig flytja eigið efni, en það gerist einu sinni á fimm ára fresti eða svo, þannig að þeir sem til hans þekkja ættu ekki að láta sig vanta á Café Haiti á þessu ágætis laugar- dagskvöldi. Ókeypis verður inn og um að gera fyrir fólk að kíkja niðrá höfn og hlusta á góða tónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:30 verða fram til 23:30. Slowsteps og Egill Halldórsson á Café Haiti Slowsteps Hann er mjög svo af- slappaður tónlistarmaður og ljúfur. Fær gesti til að spila með Komin er út hjá bókaútgáfunni Sölku skáldsagan Ég læðist framhjá öxi eftir Beate Grimsrud í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvalds- sonar. Í tilkynningu frá forlaginu segir að þetta sé fyrsta skáldsaga Beate Grimsrud sem kemur út á íslensku. Beate Grimsrud er margverðlaun- aður rithöfundur sem vakið hefur athygli á Norðurlöndum fyrir krefj- andi skáldsögur sínar og ljóðrænan stíl. Í sögunni Ég læðist fram hjá öxi, segir frá stúlkunni Lýdíu sem býr ásamt fjölskyldu sinni í smábæ í Noregi á áttunda áratugnum. Sjónarhornið er hennar og lesandi fylgist með þegar hún upplifir ljúf- sár tímamót æsku og unglingsára. Systkinin eru sjö og fjölskyldan þykir „óvenjuleg“, hefur ekki mikið umleikis, faðirinn er atvinnulaus sveimhugi en móðirin píanóleikari með brostnar vonir. Stúlkan hefur frjótt ímyndunarafl – dvelur oft við augnablik og minn- ingar og úr þeim verða sögur, stundum léttar og barnslegar en sumar þeirra eiga sér dekkri hlið. Hér er fjallað um fjölskyldulíf, ást, umhyggju, drauma og metnað, og ýmislegt annað sem tekst á í huga fólks frá degi til dags. Ég læðist fram hjá öxi var til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2000 og einn- ig var Grimsrud tilnefnd til sömu verðlauna árið 2011 fyrir bók sína En dåre fri. Rithöfundurinn Beate Grimsrud fæddist árið 1963 í Bærum í Noregi en fluttist ung að aldri til Svíþjóðar þar sem hún hefur starfað sem rit- höfundur, kvikmyndaleikskáld og leikstjóri. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Skáldsaga Saga um ljúfsár tímamót æsku og unglingsára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.