Morgunblaðið - 21.07.2012, Qupperneq 14
Styrking krónunnar
» Íslenska krónan hefur
styrkst umtalsvert á síðustu
mánuðum.
» Gengi krónunnar gagnvart
evrunni hefur hækkað mikið á
síðustu dögum.
» Hagfræðingur segir styrk-
inguna meiri en búist var við»
» Hann segir menn sjá mikinn
vöxt í innflutningi á vörum og í
utanlandsferðum Íslendinga.
» Hann býst við því að krónan
fari að veikjast á ný þegar
ferðamannatímabilinu lýkur í
haust.
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Gengi íslensku krónunnar hefur
undanfarna mánuði styrkst þó-
nokkuð gagnvart evrunni. Þannig
var miðgengi evrunnar 166,70 ís-
lenskar krónur 20. apríl síðastlið-
inn en í gær mældist það 152,05
krónur. Þá virðist gengi krón-
unnar gagnvart evrunni hafa
styrkst til muna um miðbik þessa
mánaðar en þann 12. júlí síðastlið-
inn mældist gengið 157,45 krónur.
„Krónan er búin að styrkjast
um 4,5% á rúmum mánuði,“ segir
Davíð Stefánsson, hagfræðingur
hjá greiningardeild Arion banka.
Að sögn Davíðs fellur stór hluti af
viðskiptajöfnuðinum til yfir sum-
armánuðina, fyrst og fremst vegna
ferðamannastraumsins hingað til
lands.
Meiri styrking
en búist var við
„Það ánægjulega í þessu er að
styrkingin er ívið meiri en við
bjuggumst við,“ segir Davíð og
bætir við: „Þessi styrking hefur
verið alveg umtalsverð. Svo
greiddi Landsbankinn fyrirfram
um daginn og það kannski létti
aðeins af þrýstingi og hjálpar við-
skiptajöfnuðinum.“
Hann segir að eftir sem áður sé
viðskiptajöfnuðurinn lítill og fari
minnkandi. Því sé ólíklegt að
krónan haldi sama styrk þegar
tekur að hausta.
„Það má búast við því að krónan
fari að veikjast eitthvað á ný þeg-
ar sumri lýkur, kannski frá og
með lok september,“ segir Davíð.
„Við sjáum það líka að þegar
krónan styrkist um allt að fimm
prósent á svona stuttu tímabili
verður ódýrara að flytja inn vörur
og þjónustu og ódýrara fyrir Ís-
lendinga að fara til útlanda.“
Davíð segir menn sjá mikinn
vöxt í innflutningi á vörum og eins
utanlandsferðum Íslendinga og
hækkun gengis krónunnar ýti enn
meira undir þessa þróun.
Krónan snýst við í haust
„Seðlabankatölurnar staðfesta
að viðskiptaafgangurinn er mjög
lítill og fer hratt minnkandi, sér-
staklega ef krónan styrkist eins
og hún gerir núna því spár um
viðskiptajöfnuð gera í flestum til-
fellum ráð fyrir því að krónan sé
óbreytt,“ segir Davíð og bætir við:
„Núna ætti þetta að kynda undir
innflutningi að einhverju leyti, að
minnsta kosti auka hann eitthvað
og þá minnkar afgangurinn af
vöruskiptum. Þegar við förum inn
í haustið stöðvast allt þetta gjald-
eyrisinnflæði og innflutningurinn
hefur aukist aðeins út af styrkingu
krónunnar. Þá gengur þetta ekki
lengur upp og krónan þarf að
lækka.“
Gengi krónu gagnvart evru styrkist
Hagfræðingur í greiningardeild Arion banka telur líklegt að gengisþróunin snúist við í haust
þegar ferðamannatímabilinu lýkur Segir vöruinnflutning og utanlandsferðir færast í aukana
Morgunblaðið/G.Rúnar
Krónan styrkist Gengi íslensku krónunnar gagnvart evru hefur styrkst
umtalsvert á síðustu þremur mánuðum. Líklegt er að krónan veikist í haust.
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./+
+0/.-1
+,2.21
,3.-12
,3./3,
+4.0-+
+,1.41
+./5-1
+54.24
+/,.,-
+,-.5+
+0/.0-
+,2.4,
,3./,2
,3./1,
+4.00-
+,4.++
+./50,
+54.02
+/,.14
,+2.05-0
+,/.++
+01.-,
+,-.35
,3./52
,3.1,,
+5.3-4
+,4.-1
+./025
+55.-0
+/2.+
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Þjónustum allar
gerðir ferðavagna
Bílaraf
www.bilaraf.is
Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is
Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau.
Gott verð, góð þjónusta!
Umboðsaðilar fyrir
Truma & Alde hitakerfi
á Mover undir hjólhýsi
249.900 kr.
Tilboð
Tilboð áTruma
E-2400 Gasmiðstöð
159.900 kr.
Tilboð
Mikið úrval vara- og aukahluta!
Markísur á frábæru verði
Ísskápur: Gas/12 Volt/
220V – Mikið úrval
Sólarsellur á góðu
verði – Fáið tilboð
með ásetningu
BÆJARLÍFIÐ
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Fyrirtækið Primex hlaut Ný-
sköpunarverðlaun Íslands 2012
sem afhent voru á Nýsköp-
unarþingi 18. apríl síðastliðinn. Það
var stofnað 1997 og er staðsett hér
í bæ.
Á ársfundi Byggðastofnunar
sem haldinn var í Miðgarði í
Skagafirði 1. júní var Örlygi Krist-
finnssyni afhentur Landstólpinn
árið 2012. Taldi dómnefnd að Ör-
lygur hefði með störfum sínum
undanfarin ár vakið athygli á Siglu-
firði á jákvæðan hátt. Hann væri
t.a.m. einn af frumkvöðlunum að
Síldarminjasafni Íslands, sem hefði
hlotið viðurkenningar bæði innan-
lands og erlendis, auk margs fleira.
Um miðjan júní hófust fram-
kvæmdir við byggingu nýs golf-
vallar í Hólsdal, þar sem jafnframt
verður lögð áhersla á að fegra um-
hverfið og gera að alhliða útivist-
arsvæði.
Þjóðlagahátíð tókst vel eins
og jafnan áður. Hún stóð frá 4. til
8. júlí. Hápunkturinn var flutn-
ingur Sinfóníuhljómsveitar unga
fólksins, Háskólakórsins og átta
einsöngvara á óperunni Don Giov-
anni eftir W. A. Mozart, í íslenskri
þýðingu og undir stjórn Gunnsteins
Ólafssonar.
Nikulásarmótið í knattspyrnu
var haldið 13. til 15. júlí í Ólafsfirði.
Þar spiluðu 7. og 6. flokkur
drengja.
Töluverðar framkvæmdir hafa
verið í sumar við þá nú miklu um-
ferðaræð Snorragötu. Vegagerðin
og Fjallabyggð standa á bak við
þær. M.a. er búið að setja grjót-
vegg fjörumegin, malbika þar
gangstétt og laga svæðið og breyta
á ýmsan hátt framan við
Roaldsbrakka, Gránu og Bátahúsið
og gera meira aðlaðandi. Hefur
þetta tekist mjög vel og er til prýði
og sóma.
Mikil hvalagengd er úti fyrir
Siglufirði þessa dagana, sem er
nokkuð óvenjulegt. Mest ber á
hnúfubak. Er hann að vasast í ein-
hverjum uppsjávartorfufiski.
Síldardagar eru framundan.
Þeir verða haldnir frá 26. júlí til 2.
ágúst og í beinu framhaldi af þeim
Síldarævintýrið; það stendur frá 3.
til 5. ágúst. Litlu síðar, 10. til 12.
ágúst, verður Pæjumótið í knatt-
spyrnu, ætlað 7., 6. og 5. flokki
stúlkna.
Hin árlega tónlistarhátíð,
Berjadagar, verður haldin í Ólafs-
firði 17. til 19. ágúst.
Siglufjarðarkirkja á 80 ára
vígsluafmæli 28. ágúst næstkom-
andi.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Framkvæmdir Svona lítur aðkoma að Roaldsbrakka út eftir nýafstaðnar breytingar. Tilkomumikill inngangur.
Miklar framkvæmdir í
sumar í Siglufirði