Morgunblaðið - 21.07.2012, Síða 18

Morgunblaðið - 21.07.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Sérsmíðaðar állausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir í álprófílum. Við bjóðum upp á sérsmíðaðar skápahurðir, rennihurðir, borð, skápa o.m.fl. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 SYSTEM STANDEX® Álprófílar Glerslípun & Speglagerð ehf. Sunnudaginn 22. júlí mun sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dóm- kirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, leiða gesti um eyjuna og segja sögu hennar. Fornleifauppgröftur í Viðey hef- ur leitt í ljós merki um mannvistir allt frá 10. öld. Í Viðey var reist klaustur árið 1.225 og stóð það með miklum blóma fram á miðja 16. öld. „Faðir Reykjavíkur“, Skúli Magn- ússon, fyrsti íslenski landfógetinn, lét byggja Viðeyjarstofu sem emb- ættisbústað sinn. Skúli stóð einnig að smíði Viðeyjarkirkju sem var tekin í notkun árið 1774 og er næst- elsta kirkja landsins á eftir Hóla- dómkirkju. Ferjan fer frá Skarfa- bakka kl. 13.15 og 14.15 en gangan hefst kl. 14.30 við Viðeyjarstofu og tekur eina til eina og hálfa klukku- stund. Leiðsögnin er ókeypis. Morgunblaðið/Arnaldur Viðeyjarstofa Boðið verður upp á leið- sögn og staðarskoðun í Viðey á morgun. Séra Þórir leiðir göngu um Viðey Miðaldadagar á Gásum hófust í gær og standa fram á sunnudag kl. 11- 18. Gásir eru við Eyjafjörð, 11 km fyrir norðan Akureyri. Á Miðaldadögum er reynt að end- urskapa hið litríka mannlíf sem blómstraði á 13. og 14. öld, en þá voru Gásir mesta umskipunarhöfn landsins og heilt þorp reis þar á hverju sumri. Kaupmenn komu siglandi víða að, flytjandi nauðsynj- ar en ekki síður munaðarvöru og tískuvarning. Á Gásum er iðandi markaðstorg og lifandi handverk, vígamenn ganga um og efna til ill- inda, munkar tuldra latínubænir og börnin æfa sig í því að skjóta í mark með boga og örvum. Litríkt mannlíf á Miðaldögum Taílensk-íslenska félagið stendur fyrir komu dans- og tónlistarnema á lokaári úr listadeildum þriggja háskóla í Taílandi. Flokkurinn, sem heldur þrjár sýningar hér á landi, sérhæfir sig í aldagamalli danshefð, svokölluðum Khon-dönsum. Fram kemur í til- kynningu að slíkir dansar voru fram á miðja 18. öld einungis sýndir við konungshirðina. Hópurinn verður með tvær sýn- ingar í Salnum í Kópavogi, á laug- ardag kl. 13 og 19 og eina í Sand- gerði á sunnudag kl. 13. Taílenskir konungs- dansar sýndir hér STUTT STANGVEIÐI Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Rangárnar eru að komast á hefð- bundið flug, nú upp úr miðjum júlí, og sjá má að Ytri-Rangá tyllir sér efst á lista aflahæstu ánna, en þar veiddust um 250 laxar í vikunni. Fyrsti 50 laxa dagurinn var í ánni á miðvikudag og búast má við því að nú bætist aðeins við veiðina, enda stórstreymt um helgina og göngur að styrkjast. Systuráin, sú eystri, kemur í humátt þar á eftir, með rúmlega 200 laxa viku, en á milli þeirra situr Norðurá. Þar veiddust aðeins 65 laxar í vikunni, sem telst lítið á þessum tíma sumars, en að- stæður hafa verið erfiðar og hljóta að batna nú þegar ský hefur dregið fyrir sólu og tekið að rigna. Ytri-Rangá hefur verið að vakna hressilega til lífsins síðustu daga. Í gærmorgun veiddist vel á öllum svæðum í ánni. T.a.m. gaf neðsta veiðisvæðið átta nýrenninga á morgunvaktinni að sögn veiðimanns sem staddur var í ánni. Gæti farið í fullan gang á allra næstu dögum Leirvogsá hefur oft verið á meðal gjöfulustu áa landsins ef miðað er við afla á stöng. Miklir hitar og þurrkar hafa gert veiðimönnum þar lífið leitt í sumar en vonir standa til að ástandið sé að breytast til batn- aðar. „Þetta er rosalega súrt fyrir veiðimenn sem eru búnir að stíla inn á góða daga og fá síðan ekkert nema þessa mollu og stanslausa sól. Ástandið hefur verið allt í lagi en mun vonandi breytast mikið ef þessi blessaða lægð sem er í kort- unum lætur sjá sig. Nú ættum við að vera á besta tíma í ánni en hún hefur verið að gefa 5-6 laxa á dag undanfarið en vanalega ætti áin að vera að gefa 10-30 laxa,“ segir Viðar Jónasson, veiðivörður í Leirvogsá. Mikið er af fiski úti í sjó og hann er að sýna sig í ósnum að sögn Við- ars. „Eins er neðsti hylurinn í ánni, Fitjakotshylur, fullur af laxi, þetta er stór hylur sem minnir helst á stöðuvatn. Þessi lax dembir sér núna upp ána með lægðinni og strax eftir helgi gæti orðið frábært ástand í ánni. Ef rigningin kemur og eykst í ánni gætum við séð rosa- lega daga jafnvel strax um helgina.“ Áin er viku á eftir miðað við eðli- legt árferði og efri hluti hennar er mjög daufur að sögn Viðars. Opnun Leirvogsár var seinkað um viku og var hún því ekki opnuð fyrr en 1. júlí. Veiði fór vel af stað í ánni, 15 laxar veiddust fyrsta daginn, sem er ein besta opnun í manna minnum. „Áin er klárlega á eftir áætlun og því hljóta að vera spennandi tímar framundan. Það er allt útlit fyrir að ágúst verði góður.“ Þess má geta að enn eru töluvert mörg veiðileyfi laus í Leirvogsá í ágúst. Viðar segir ástæður góðrar veiði í ánni undanfarin ár vera marg- víslegar. Hann vísar til þess að að- eins sé veitt á tvær stangir í ánni og nefnir að í öðrum sambærilegum ám sé veitt á þrjár til fjórar stangir. „Við ákváðum að taka þennan pól í hæðina og hækka veiðileyfin aðeins. Fiskurinn fær meiri frið og þetta hefur komið mjög vel út hjá okkur.“ Hölkná leynir á sér Hölkná í Þistilfirði er á sem sjaldan heyrist mikið af. Bræðurnir Baldur og Björn Snorrasynir veiddu í ánni um síðustu helgi og voru ljómandi ánægðir. „Það var lít- ið vatn í ánni í kjölfar þurrkanna en við náðum sex fiskum sem voru á milli 80-90 cm,“ segir Baldur. Hann mælir hiklaust með Hölkná og segir hana leyna á sér. „Hún geldur svolítið fyrir að árnar í kringum hana eins og Svalbarðsá, Sandá og Hafralónsá eru þekktari. Þarna er mjög skemmtilegt að veiða, áin býður upp á ýmislegt eins og lítil og nett gljúfur. Þarna er gaman að vera með minni og liprari græjur.“ Björn segist hafa orðið var við töluverðan fisk og hefur á orði að örugglega verði mikið fjör í ánni í næstu viku í ljósi veðurspárinnar. Ágætisveiði í Eystri-Rangá Ágætisveiði hefur verið í Eystri- Rangá að sögn Einars Lúðvíks- sonar veiðivarðar. Eystri-Rangá er lindá og því koma þurrkarnir und- anfarnar vikur töluvert minna við ána en margar aðrar. „Hér er ágæt- isveiði, svona 30-40 fiskar á dag. Hér rigndi og snjóaði mikið í vetur og grunnvatnsstaðan var há í vor. Vatnsstaðan í ánni þessa stundina er því góð.“ 50 laxa dagurinn í Ytri-Rangá  Aðstæður batna nú þegar skýja tekur og rigning er í kortunum  250 laxar veiddust í Ytri-Rangá í vikunni  Systuráin sú eystri með rúmlega 200 laxa  Spennandi tímar framundan í Leirvogsá Góð veiði Agnes Viggósdóttir hampar 90 cm hrygnu sem hún veiddi á gárutúpu í Efri-Eyrarhyl í Svalbarðsá. „Hrygnan dansaði um allan hyl og lét hafa mikið fyrir sér,“ segir Júlíus Þór Jónsson, eiginmaður Agnesar, og bætir við: „Þetta var æðislegur túr.“ Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma í fyrra 366 1170 288 486 495 826 534 484 739 479 320 141 204 352 261 Staðan 20. júlí 2012 592 543 564 573 490 601 312 291 243 188 185 178 144 143 134 Ytri-Rangá & Hólsá (20) Norðurá (14) Eystri-Rangá (18) Elliðaárnar (6) Haffjarðará (6) Blanda (16) Selá í Vopnafirði (5) Langá (12) Þverá + Kjarará (14) Miðfjarðará (10) Brennan (Í Hvítá) (2) Haukadalsá (5) Hofsá + Sunnudalsá (7) Laxá í Aðaldal (18) Grímsá & Tunguá (8)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.