Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Stuðningsmenn sandínista í Níkaragva fagna á La Fe-torgi í Managva að
33 ár eru liðin frá byltingunni sem steypti einræðisherranum Anastasio So-
moza af stóli, en fjölskylda hans hafði drottnað yfir landinu frá árinu 1936.
AFPFögnuður sandínista
33 ár liðin frá byltingunni í Níkaragva
Bandarískum hermönnum verður í
fyrsta skipti leyft að klæðast ein-
kennisbúningum sínum í gleði-
göngu samkynhneigðra sem fer
fram í San Diego í Kaliforníuríki í
dag. Í tilkynningu frá varn-
armálaráðuneytinu kemur fram að
leyfið eigi aðeins við gönguna í ár.
Fjöldi hermanna tók þátt í göng-
unni í fyrra en klæddist þá bolum
sem á var letrað hvaða deild hers-
ins þeir tilheyrðu.
„Í dag er mikill gleðidagur. Bar-
áttunni fyrir jafnrétti er ekki lokið
og hún er ekki auðveld en þetta er
risaskref í rétta átt,“ segir Dwayne
Crenshaw, framkvæmdastjóri
LGBT-samtaka í San Diego.
Allt frá árinu 1993 mátti samkyn-
hneigt fólk aðeins gegna her-
mennsku ef það sagði ekki frá kyn-
hneigð sinni opinberlega. Barack
Obama forseti hvarf hins vegar frá
þessari stefnu í september í fyrra.
Mega klæðast her-
búningi í gleðigöngu
í fyrsta sinn
AFP
Gleði Hermenn hafa ekki mátt vera í
einkennisbúningi í gleðigöngum.
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Grímuklæddur maður vopnaður tára-
gasi, riffli, skammbyssu og hníf, skaut
að minnsta kosti tólf manns til bana
og særði fimmtíu og níu í kvikmynda-
húsi í bænum Aurora, nærri borginni
Denver í Colorado-ríki í Bandaríkj-
unum aðfaranótt föstudags. Börn allt
niður í fjögurra mánaða gömul urðu
fyrir skotum í árásinni.
Miðnæturfrumsýning á nýjustu
myndinni um Leðurblökumanninn
var í gangi þegar maðurinn ruddist
inn í kvikmyndahúsið með gasgrímu
fyrir andlitinu. Vitni segja að hann
hafi kastað táragasi inn í salinn áður
en hann hóf skothríð á bíógestina.
Ótengdur hryðjuverka-
samtökum
Fjöldamorðinginn var handtekinn
á bílastæði í grenndinni skömmu eftir
árásina. Auk þeirra vopna sem hann
hafði á sér fannst skotvopn í kvik-
myndahúsinu. Þá sagðist hann geyma
sprengiefni í íbúð sinni. Íbúðarblokk-
in var rýmd á meðan lögregla leitaði í
íbúðinni. Að sögn lögreglu fannst þar
gildra sem tengd var sprengibúnaði
af einhverju tagi.
Samkvæmt upplýsingum banda-
rísku alríkislögreglunnar, FBI, er
árásarmaðurinn 24 ára gamall banda-
rískur karlmaður að nafni James
Holmes. Hann er doktorsnemi í
taugavísindum en ekkert bendir til
þess að hann hafi tengsl við
hryðjuverkasamtök.
Sumir kvikmyndahúsagestanna
héldu að reykurinn og skothríðin
væru tæknibrellur sem fylgdu
myndinni. „Í fyrsta hasaratriði mynd-
arinnar kom svartklæddur náungi
með svarta grímu inn hægra megin.
Fyrst héldum við að þetta væri hluti
af sýningunni,“ sagði eitt vitni við
bresku fréttastofuna BBC.
Fregnir hafa borist af því að skotin
hafi farið í gegnum veggi og að ein-
hverjir bíógestir hafi særst í næsta
sal við hliðina á þeim þar sem morð-
inginn lét til skarar skríða.
Hætti við framboðsfund
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, stytti ferðalag sitt um Flórída-
ríki þar sem hann var að kynna fram-
boð sitt til endurkjörs vegna árásar-
innar og sneri aftur til Hvíta hússins
fyrr en áætlað var.
Mitt Romney, frambjóðandi repú-
blikana, lýsti einnig yfir hryggð sinni
vegna fjöldamorðsins.
Sérstakri frumsýningu sem átti að
halda á Champs-Élyssés í París í
gærkvöldi var frestað vegna árásar-
innar. Þá var hætt við fjölmiðlaviðtöl
sem stjörnur myndarinnar höfðu
bókað í tengslum við hana.
Blóðbað í kvikmyndahúsi
Árásarmaður lét skotum rigna yfir gesti á frumsýningu Leðurblökumannsins
Að minnsta kosti tólf eru látnir og tugir særðir Frumsýningu í París frestað
AFP
Harmleikur Lögregluborði við Century 16-kvikmyndahúsið í Aurora þar sem ungur maður gekk berserksgang.
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Það eru alltaf
þjálfarar þér
til aðstoðar
… Heilsurækt fyrir konur
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Sumarið er tíminn!
Komið hefur í ljós að arabískur
texti á veggspjöldum með örygg-
isleiðbeiningum fyrir Ólympíu-
leikana sem breskt lestarfyrirtæki
lét setja í lestir sínar er ólesandi.
Stafirnir eru ekki tengdir saman,
eins og venja er, og þeir snúa öfugt.
Hefur lestarfyrirtækið sætt gagn-
rýni fyrir klúðrið sem gefi ekki
góða mynd af London.
Fyrirtækið bendir hins vegar á
framleiðanda spjaldanna sem hafi
valið rangt letur fyrir textann sem
hafi gert hann merkingarlausan.
Birtu merkingarleysu á arabísku
Peter Doyle,
hagfræðingur
sem starfaði hjá
Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum í ára-
raðir en hefur nú
sagt starfi sínu
lausu, gagnrýnir
stofnunina og
forsvarsmenn
hennar harka-
lega í bréfi sem hann ritar til að
skýra uppsögnina.
Hann segir illa hafi verið staðið
að ráðningu framkvæmdastjóra
sjóðsins undanfarinn áratug og
Christine Lagarde, núverandi
framkvæmdastjóri, sé ekki hæf. Þá
gagnrýnir hann harðlega að stofn-
unin hafi ekki varað nógu vel við
þeim vandamálum sem voru undir-
rót efnahagskreppunnar.
„Eftir tuttugu ára starf skamm-
ast ég mín á allan máta fyrir að
hafa verið bendlaður við sjóðinn,“
skrifar Doyle.
BANDARÍKIN
Skammast sín nú
fyrir að hafa starfað
fyrir AGS
Christine Lagarde
Hisham Ikhtiar,
þjóðarörygg-
isstjóri Sýrlands,
lést af sárum sín-
um eftir
sprengjuárás í
miðborg Damas-
kus á miðviku-
dag. Sýrlenska
ríkissjónvarpið
greindi frá þessu
í gær. Auk Ikhti-
ar létust þrír háttsettir meðlimir
stjórnar Bashar al-Assads, forseta,
í árásinni
Flóttamannastofnun SÞ greindi
frá því í gær að allt að 30.000 Sýr-
lendingar hefðu flúið yfir landa-
mærin til Líbanons á síðustu tveim-
ur sólahringunum á undan vegna
aukinnar hörku í átökunum. Ör-
yggisráð SÞ ákvað að framlengja
umboð sendinefndar sinnar í Sýr-
landi um þrjátíu daga í gær.
SÝRLAND
Tugir þúsunda hafa
flúið land á tveimur
sólarhringum
Hisham Ikhtiar