Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 22

Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýbirtur rík-isreikn-ingur sýn- ir allt aðra og dekkri mynd af ríkisfjármálunum og stöðu efnahags- mála en for- ystumenn ríkisstjórnarinnar hafa dregið upp að und- anförnu. Ríkisstjórnin hefur verið að setja sig í miklar kosningastellingar upp á síð- kastið og fengið ýmsa í lið með sér til að tala upp „ár- angurinn“ sem náðst hafi frá því hún komst til valda í árs- byrjun 2009. Þuldar eru upp hagtölur sem eiga að sýna já- kvæða þróun en eru váleg tíð- indi þegar betur er að gáð. Ríkisfjármálin hafa verið meðal þess sem forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa margí- trekað sagt að tekið hafi verið föstum tökum og sé í góðu horfi. Fyrrverandi fjár- málaráðherra taldi jafnvel að hann hefði fengið starfstilboð um að stýra fjármálum Grikk- lands vegna fágætra hæfileika sinna á þessu sviði. En svo birtast ríkisreikningarnir. Aftur. Fyrst var birtur ríkisreikn- ingur fyrir árið 2010 sem sýndi að ekki stóð steinn yfir steini í áætlunum ríkisstjórn- arinnar og að hún hafði fram á árið 2011 haft miklar rang- hugmyndir um eigin „árang- ur“ árið 2010. Svo var um daginn birtur reikningur fyrir árið í fyrra og þá kom aftur í ljós að for- ystumenn ríkisstjórnarinnar hafa sáralitla hugmynd um stöðu ríkisfjármála og töldu hana miklu betri en hún í raun er. Aftur skeikaði mörg- um tugum milljarða króna. En þegar ekki var hægt lengur að halda því fram að allt gengi eins og í sögu var búin til skýring á ósköpunum: Þetta er allt banka- hruninu árið 2008 að kenna. Sigurður Már Jónsson víkur að þessu í pistli á mbl.is og talar eflaust fyrir munn margra þegar hann seg- ir: „Enn er verið að skrifa reikninga á hrunið – tæplega fjórum árum seinna. Hvenær ætlar núverandi ríkisstjórn að hafa þann manndóm að taka ábyrgð á eigin fjárlögum?“ Sigurður Már heldur áfram og bendir á að „ríkisreksturinn er stjórnlaus“ og „næstu rík- isstjórn væntanlega ætlað að taka við gjaldþrota ríkissjóði. Er þetta efnahagssnilldin sem verið er að hrósa sér yfir?“ Í bréfi sem forystumenn Vinstri grænna rituðu óbreyttum félagsmönnum fyrr í mánuðinum var sami söngur sunginn og fyrr um mikil af- rek ríkisstjórnarinnar. Þar sagði einnig að forystumenn- irnir kviðu ekki dómi kjós- enda á næsta ári „ef umræðan verður málefnaleg og byggð á staðreyndum“. Ætla má að þessir forystumenn Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar telji ríkisreikning til stað- reynda og að það sem þar kemur fram sé málefnalegt innlegg. En hversu lengi get- ur það talist málefnalegt inn- legg í umræðuna að kenna falli bankanna fyrir fjórum ár- um um óstjórn núverandi rík- isstjórnar og þann efnahags- vanda sem hún hefur valdið? Verður ríkisreikningurinn vegna fjárlaganna fyrir árin 2012 og 2013 líka falli bank- anna að kenna og kemur nú- verandi ríkisstjórn ekkert við? Eða skiptir það engu máli af því að þau uppgjör verða birt eftir kosningar? Forystumenn rík- isstjórnarinnar treysta sér ekki til að bera ábyrgð á eigin mistökum} Manndómur óskast Ár er á morgunliðið frá því að hryllingurinn gekk yfir í Útey og Osló. Aldrei fyrr hafði ámóta skelf- ingaratburður átt sér stað á Norðurlöndum og þennan dag í Noregi. Frænd- þjóðirnar voru harmi slegnar við tíðindin og hið sama má segja um heimsbyggðina alla. Hryllingurinn var jafn óskilj- anlegur og aðrir slíkir í augum alls venjulegs fólks. Hvernig gat nokkur maður verið það illmenni að geta látið ofstækið leiða sig út í svo ægilegt voðaverk? Ári síð- ar, eftir löng og ýtarleg rétt- arhöld – ef til vill of löng og of ýt- arleg – eru menn engu nær. Enn er jafn óskiljanlegt að slíkt geti gerst. En eins og með aðrar miklar hörm- ungar verður lífið að halda áfram og þeir sem urðu fyrir árásinni beint eru smám saman að byggja sig upp að nýju, eins og lesa má um í Sunnudagsmogganum. Eftir rúman mánuð verður kveðinn upp dómur yfir illvirkj- anum og þar með setur þjóðfé- lagið sem heild með vissum hætti punkt fyrir aftan at- burðina. Því fer þó fjarri að þeir séu þar með gleymdir. Þó að ill- virkinn mætti að ósekju gleym- ast minnast menn fórnarlamb- anna og leitast við að draga lærdóm af hinum skelfilegu at- burðum. Þrátt fyrir löng rétt- arhöld er hrylling- urinn í Útey enn jafn óskiljanlegur og áður} Útey, ári síðar Í slenskir umræðustjórnmálamenn hafa malað um nærri því allt eftir hið svo- kallaða hrun, nema Evrópusambandið. Þeir hafa þó sótt um aðild að því en forðast að ræða það í von um að ástandið batni innan sambandsins þó ekki sé nema örlítið meðan á aðlögunarferlinu stendur. Meðan engin var eftirspurnin eftir umræðu- stjórnmálamönnum var kvartað sáran undan því að ekki mætti ræða Evrópusambandið. Þá- verandi forsætisráðherra var sagður hafa bannað alla slíka umræðu í landinu þrátt fyrir að hafa ekki fært sjálfum sér allar þær vald- heimildir sem núverandi ráðamenn hafa tekið til sín. Nú hafa hins vegar umræðustjórnmála- mennirnir horn í síðu fyrrum forsætisráð- herrans fyrir það eitt að vera einn af fáum sem voga sér að tjá sig um Evrópusambandið á þessum síðustu og verstu tímum þess. Ekki vantar fjármagnið og bæklingana frá ESB en upp- lýsta umræðan lætur samt standa á sér. Daglegur frétta- flutningur af mögulegu hruni evrunnar, auknu framsali fullveldis eða valds aðildarríkja til sambandsins og hruni nærri allra fiskistofna innan lögsögu sambandsins uppfyllir ekki skilyrði hinna malandi stétta um upplýsta umræðu. Kannski er það ástæðan fyrir því að ríkisfjölmiðlarnir hafa látið kyrrt liggja og segja ekki frá ástandinu í ESB. Evrópusambandssinnar kalla eftir upplýstri umræðu um sambandið og margir þeirra saka þá sem ekki vilja inn í skuldabandalagið um áróður og einangrunarstefnu. Gott og vel, látum þá af háðinu og lítum á örfáar staðreyndir um Evrópusambandið. Verð á matvöru er mismunandi innan ESB, vaxtastig og lántökukostnaður er mismunandi milli svæða og landa, Ísland og Noregur hafa ekki tekið upp nema rúm 6,5% af regluverki ESB samkvæmt athugun beggja ríkja, í dómi Evr- ópudómstólsins sem nefnist Costa gegn Enel voru staðfest forgangsáhrif Evrópulaga yfir landslögum aðildarríkja ESB, í 288. gr. TFEU sáttmálans eða Lissabonsáttmálans er kveðið á um bein lagaáhrif reglugerða ESB þ.e. þær hafa samtímis gildi í öllum aðildarríkjum án aðkomu þjóðþinga sem hreinlega er meinað að taka upp gerðirnar af eigin frumkvæði. Ísland er aðili að fleiri fríverslunarsamningum í gegn- um aðild sína að EFTA en Evrópusambandið, innganga takmarkar því alþjóðlega verslun. Áhrif og völd smáríkja fara minnkandi í sambandinu, yfir 80% fiskistofna ESB eru ofveiddir samkvæmt eigin skýrslu sambandsins. Lissabon 2000 markmið sambands- ins áttu að færa ESB ríkin nær Bandaríkjunum en árið 2000 voru þjóðartekjur á mann 18 árum á eftir Bandaríkj- unum, framleiðni 14 árum og rannsóknir og þróun 23 ár- um á eftir samkvæmt EuroChambres. Í dag eru þjóð- artekjur á mann 22 árum á eftir, framleiðni 20 árum á eftir og rannsóknir og þróun 30 árum á eftir Bandaríkjunum. Gallinn við þess upptalningu er að hún flokkast ekki undir upplýsta umræðu. Hún er nefnilega ekki í glansbækl- ingum ESB. vilhjalmur@mbl.is Vilhjálmur A. Kjartansson Upplýsta umræðan um ESB Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á ður fyrr var algert vín- bann á Hrafnistuheim- ilunum og þá urðum við varir við að menn voru að smygla inn áfengi og þetta var bara til vandræða,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður stjórnar Hrafnistu, en ákveðið hefur verið að hefja fljótlega sölu á bjór og léttvíni í borðsal Hrafnistu í Reykja- vík. Miklar breytingar eiga sér nú jafnframt stað á borðsal heimilisins en stefnt er að því að þeim endurbótum verði að fullu lokið í ágústmánuði næstkomandi. Hefð fyrir neyslu léttvíns Eftir að bjórbannið var afnumið á Íslandi árið 1989 tóku Hrafnistuheim- ilin, ásamt öðrum, ákvörðun um að leyfa neyslu á léttu áfengi á ýmsum viðburðum, m.a. á þorrablótunum vin- sælu. Gat heimilisfólk keypt bæði létt- vín og bjór við þessi tækifæri. „Að loknum samkomum höfum við svo yfirleitt skilað léttvíninu en þær bjórbirgðir sem eftir voru hafa oftast verið seldar í versluninni,“ segir Guðmundur og bendir á að fólki hafi fundist það einkar ánægjulegt að geta tekið með sér eins og einn öl inn á her- bergi og átt notalega stund. Það má því í raun segja að sala og neysla á léttu áfengi hafi tíðkast um nokkurt skeið innan veggja dvalarheimila hér á landi. „Lífið á að vera skemmtilegt“ Guðmundur bendir einnig á að starfsmenn ráðuneytis velferðarmála auk starfsmanna á vegum Hrafnistu- heimila hafi kynnt sér rekstur og að- búnað dvalarheimila á hinum Norð- urlöndunum og í Evrópu. Komust þeir m.a. að því að alls staðar var boðið upp á bjór og léttvín. „Ýmist er þetta í borðinu og þeg- ar viðkomandi gengur með bakkann sinn og sækir mat þá getur hann teygt sig eftir flösku af áfengi. Eða þá að þetta er í kæliskáp þar sem viðkom- andi getur fengið vöruna afhenta af starfsmanni,“ segir Guðmundur. Þó áfengir drykkir verði í boði segir hann það ekki þýða að verið sé að ota neinu að fólki. Fremur sé verið að bæta þjónustu við heimilisfólk og íbúa í þjónustuíbúðum á vegum Hrafnistu. Enda hljóti það að teljast hluti af lífinu að geta lyft sér upp stöku sinnum. „Lífið er ekki búið þó fólk sé komið inn á Hrafnistu. Við viljum breyta því við- horfi og sýna fram á það að þetta sé ekki einhver biðsalur eftir því að fara yfir móðuna miklu,“ segir Guðmundur og bætir við: „Lífið á bara að vera skemmtilegt áfram og mikilvægt að halda hinu daglega lífi fólks sem næst því sem áður var.“ Glæsilegar endurbætur Teiknistofa Halldórs Guðmunds- sonar, THG Arkitektar, hefur tekið að sér að endurhanna nýjan og glæsi- legan borðsal fyrir Hrafnistu í Reykjavík og segir Guðmundur fulla þörf hafa verið á endurnýjun enda sal- urinn haldist óbreyttur í 55 ár. Óhætt sé að kalla breytingarnar byltingu í aðbúnaði fyrir heimilisfólk en auk að- stöðu til borðhalds, sem sækir fyr- irmynd sína einkum til borðsala hót- elveitingastaða, verður nú boðið upp á bókakaffi með rólegu og þægilegu andrúmslofti. Að auki verður útbúið sérstakt barnahorn sem nýst getur barnafólki þegar það heimsækir ætt- ingja sína. „Auðvitað verður þetta allt annað líf fyrir fólk að koma og þurfa ekki að vera í íverustað ættingja sinna heldur geta allir farið niður og átt góða stund með sínum nánustu.“ Hluti af lífinu að lyfta sér upp stöku sinnum Teikning/THG Arkitektar Til fyrirmyndar Nýr borðsalur verður að fullu tilbúinn í ágústmánuði nk. „Okkur hefur bara aldrei dott- ið þetta í hug. Auðvitað má fólk hafa áfengi inni hjá sér en mér finnst það ekki vera hlutverk okkar að selja áfengi,“ segir Guðrún Birna Gísladóttir, forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar, en að hennar mati kann sú ákvörðun að hefja sölu á léttvíni að skapa ófyr- irséð vandræði. Guðrún Birna segist ekki sjá rökin fyrir því að hefja sölu á áfengum drykkjum á dvalarheimilum, m.a. vegna þess hve margt fólk sé orðið viðkvæmt þegar inn á heimilin er komið. „Það er ekki áfengisbann hérna og fólki er frjálst að hafa sitt áfengi og drekka það en við ætlum ekki að hvetja til þess,“ segir Guðrún Birna. Brit Bieltvedt, fram- kvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir það vel koma til greina að hefja sölu á létt- víni í náinni framtíð. „Við höf- um haft kráarkvöld í mörg ár og ekkert nema gleði fylgt þeim,“ segir Brit og bætir við að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sem flest innan veggja heimilanna. „Ekki hlut- verk okkar“ MISJAFNAR SKOÐANIR Skannaðu kóðann til að horfa á viðtal við heimilismenn á Hrafnistu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.