Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Í kjölfar kreppunnar árið 2008 var gjald- þrotalögunum breytt í því skyni að gera skuldurum kleift að sækja um nauðasamn- ing greiðsluaðlögunar. Þá féllu kröfur Lána- sjóðs íslenskra náms- manna og Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga inn í samninginn og ríkti þá jafnræði á milli kröfuhafa, og naut skuldarinn sömu stöðu gagnvart öll- um kröfuhöfum. Þegar lög um greiðsluaðlögun einstaklinga voru samin var hins vegar ákveðið að láta kröfur Lánasjóðsins og Inn- heimtustofnunar falla utan við samning greiðsluaðlögunar, og voru þau rök færð fram að heimildir til ívilnunar til handa skuldurum væru bæði í lögum um Lánasjóðinn sem og í lögum um Innheimtustofnun. Samtök meðlagsgreiðenda vilja árétta að ekki er samræmi á milli viðmiða eða vinnu- bragða Lánasjóðsins og Innheimtustofnunar annars vegar og Um- boðsmanns skuldara hins vegar. Mikil leynd ríkir yfir þeim við- miðum sem Inn- heimtustofnun styðst við þegar hún ákveður hverjir fá greiðsluíviln- un og hverjir fá nið- urfelldar skuldir fyrir tilstilli svokallaðra þriggja ára samninga. Hins vegar er ljóst að vanskil meðlagsgreiðenda við Inn- heimtustofnun eru mikil, en Samtök meðlagsgreiðenda hafa heimildir fyrir því að mun fleiri séu í alvar- legum vanskilum við lánastofnanir og að þrír af hverjum fjórum ein- stæðum meðlagsgreiðendum séu á vanskilaskrá. Allt bendir til þess að fjárhagslegir og félagslegir hagir einstæðra meðlagsgreiðenda séu skelfilegir. Samt sem áður fá aðeins 0,7% allra meðlagsgreiðenda nið- urfelldar skuldir á hverju ári fyrir tilstilli þeirrar heimildar í lögum um Innheimtustofnun sem flaggað var sem réttlætingu fyrir því að kröfur meðlagsskulda skyldu falla utan samning greiðsluaðlögunar. Markmið Innheimtustofnunar er fyrst og fremst að innheimta með- lög. Lög um Innheimtustofnun standa því fyrst og fremst vörð um hagsmuni stofnunarinnar frekar en meðlagsgreiðendanna sjálfra. Þrátt fyrir að í lögum séu heimildir gefnar til ívilnunar er stofnuninni ekki gert skylt að taka tillit til félagslegra eða fjárhagslegra þátta er varða meðlagsgreiðendur. Ef til vill helg- ast það að hluta af þeirri staðreynd að hið opinbera veit ekkert um fé- lagslega eða fjárhagslega hagi þjóð- félagshópsins enda hefur hann aldr- ei verið rannsakaður af hinu opinbera ólíkt öllum öðrum þjóðfélagshópum. Vegna algengs misskilnings, er hér mikilvægt að árétta hið augljósa, að jafnan greinir ekkert að einstæða meðlagsgreið- endur/umgengnisforeldra frá ein- stæðum foreldrum/lögheimilisfor- eldra annað en kynferðið. Þrátt fyrir það liggja rannsóknir og tölfræði um einstæða foreldra um allar koppa- grundir, á meðan hið opinbera veit ekki einu sinni hve einstæðir með- lagsgreiðendur eru margir, hvað þá um aðra tölfræði er varða félagslega hagi þeirra. Ástæðan fyrir þessu öllu er sú að meðlagsgreiðendur eru aldrei færðir til bókar sem foreldrar, og er litið svo á að þeir séu aldrei hluti af barnafjölskyldu nema upp að því marki sem önnur börn eiga lög- heimili hjá þeim. Vegna þessa hefur löggjafinn samið blindandi lög um meðlags- greiðendur og Innheimtustofnun nýtir innheimtuheimildir sínar, án þess að styðjast við nokkra þekk- ingu á þeim hóp sem hún gerir kröf- ur til. Þannig eru dæmi um að Inn- heimtustofnun hafi dregið öll útborguð laun af meðlagsskuldara og skilið hann eftir framfærslu- lausan þótt hann hafi umgengni með fjórum börnum. Til að bæta gráu of- an á svart fá þeir enga fjárhags- aðstoð hjá félagsþjónustu sveitar- félaganna. Miskunnarleysið og kaldlyndið er algert. Innheimtuharka Innheimtustofn- unar er gríðarleg og ná kröfur með- lagsskulda jafnan út fyrir gröf og dauða. Sárafáir fá niðurfelldar skuldir hjá stofnuninni og styðst hún ekki við sömu viðmið eða vinnubrögð og Umboðsmaður skuldara. Því gef- ur það auga leið að meðlagsgreið- endur forðast í lengstu lög að lenda í vanskilum við Innheimtustofnun. Hins vegar segja heimildir samtak- anna, að meðlagsgreiðendur kjósi vegna örbirgðar sinnar heldur van- skil við lánastofnanir þar sem þær kröfur falla inn í samning greiðslu- aðlögunar en ekki kröfur meðlaga. Gagnvart fjármálastofnunum eiga meðlagsgreiðendur skjól hjá Um- boðsmanni skuldara, en gagnvart Innheimtustofnun er ekkert skjól að finna og engin opinber viðmið sem meðlagsskuldari getur gengið að vísu. Samtök meðlagsgreiðenda skora á Samtök fjármálafyrirtækja að lýsa yfir stuðningi við markmið samtak- anna og að þau knýi á leiðrétta að- komu meðlagsgreiðenda að bóta- kerfinu. Við viljum fara þess á leit við fjármálafyrirtækin að þau fari fram á samhæfð viðmið og vinnu- brögð Lánasjóðsins, Innheimtu- stofnunar og Umboðsmanns skuld- ara þegar kemur að greiðslu- og skuldavanda meðlagsgreiðenda. Hagsmunir fjármálafyrir- tækja og meðlagsgreiðenda Eftir Gunnar Kristin Þórðarson » Samtök meðlags- greiðenda skora á Samtök fjármálafyr- irtækja að lýsa yfir stuðningi við því að meðlagsgreiðendur fái leiðrétta aðkomu að bótakerfinu. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er stjórnarformaður Sam- taka meðlagsgreiðenda. Sú mikla umræða sem verið hefur um líf- eyrisréttindi á almenn- um markaði að und- anförnu hefur að verulegu leyti snúist um hve mikið réttindi skuli skert. Flestir virðast gera ráð fyrir skerðingu, en skerð- ingar á lífeyri eru hvorki eðlilegar né sjálfsagðar og það er ákaflega brýnt að sjóðsfélagar séu meðvitaðir um uppsöfnun, rekstur og ávöxtun líf- eyrissjóðanna. Til að sjóðsfélagar geti aflað sér upplýsinga um lífeyrismálin þá þurfa sjóðirnir í heild og einstaka sjóðir að vilja og leggja metnað sinn í að hafa allar upplýsingar er sjóðinn varða uppi á borðinu. Lög sem ekki hefur þótt ástæða til að breyta koma í mörgum atriðum í veg fyrir að sjóð- irnir, og Fjármálaeftirlitið, tryggi upplýsingarétt sjóðsfélaganna. Í nokkur misseri hefur sá sem þetta ritar átt í höggi við Gildi lífeyr- issjóð, Fjármálaeftirlitið og ráðu- neyti til að freista þess að geta feng- ið upplýsingar um lífeyrissjóðinn sem ég greiði í og er minn, ásamt þeim sem greiða til sjóðsins. Í einu bréfinu til Fjármálaeftirlitsins er mér bent á það góðlát- lega að lífeyrissjóð- unum sjálfum sé í sjálfsvald sett til dæm- is hvort Gildi þurfi að birta upplýsingar um niðurfærslu verðbréfa sem hlýtur að teljast afskaplega mikilvægt til að geta metið stöðu og rekstur sjóðs vilji menn hafa þær upplýsingar tiltækar . Á það er einnig bent að ef gera á breytingar á lögum til að tryggja gegnsæi og eðlilegt upplýsinga- streymi þá þarf að breyta lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda frá 1997. Í tuttugustu og sjöundu grein þeirra laga kemur fram að sam- þykktir lífeyrissjóðanna skuli við það miðað að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Það er ein- mitt fjármálaráðuneytisins að veita starfsleyfi og Fjármálaeftirlitsins að veita umsögn um starfsleyfi. En hér rekur sig hvað á annað. Í lögum er kveðið á um að upplýs- ingaskylda við sjóðsfélaga sé háð samþykktum lífeyrissjóðanna. Sem sagt fjármálaráðherra veitir til dæmis Gildi starfsleyfi og leggur skyldur á sjóðsfélaga en sjóðurinn getur sjálfur ákveðið hvernig hann kýs að tryggja þennan upplýsinga- rétt gagnvart sjóðsfélaganum. Fjár- málaeftirlitið fylgist svo með að stjórnirnar fari að lögum og leggur þannig blessun sína yfir pukur og ógegnsæið gagnvart sjóðafélögum. Í þessu sambandi það skal tekið fram að í ágreiningsmálum milli lífeyr- issjóðs og sjóðsfélaga eru sérstök ákvæði um gerðardóm. Hann hefur ekki verið skipaður frá því lögin voru sett og aldrei í fjölmörgum bréfum til fjármálaráðuneytis hefur leiðbeiningaskyldu stjórnvaldsins gagnvart mér verið sinnt. Umboðs- maður Alþingis þyrfti að eigin frum- kvæði að skoða framkvæmd laganna nr. 129/1997. Lögin girða sem sé fyrir að sjóðs- félaginn geti sinnt eftirliti sínu og það er alfarið háð samþykktum sjóð- anna hvernig upplýsingar eru veitt- ar. Framkvæmdastjóri og stjórn, t.d. Gildis, eru bundin þagnarskyldu um allt sem viðkemur rekstri og innra eftirliti sjóðsins. Stjórn lífeyr- issjóðanna er heimilt að gera breyt- ingar á samþykktum sjóðanna án þess að bera slíkt undir ársfundi þeirra. Stjórn lífeyrissjóðanna hefur sem sé öll völd um það hvernig rekstri og innra eftirliti lífeyrissjóð- anna er háttað. Hér bítur vitleysan í skottið á sér, og hinn almenni sjóðs- félagi fær aldrei og mun aldrei vita um stöðu mála meðan lög og reglur eru með þeim hætti eins og þau eru í dag. Mínus á mínus ofan Af hálfu Fjármálaeftirlitsins hef- ur komið fram að meðalraunávöxtun Gildis lífeyrissjóðs var fyrir skemmstu mínus 5,1% síðustu fimm árin. Þetta kann í framhaldi að hafa þau áhrif á lífeyrissjóðinn að Gildi þurfi enn á ný að skerða réttindi sjóðsfélaga því enn er ekki allt kom- ið fram í tapi sjóðsins sl. fjögur ár. Rekstrarkostnaðurinn hækkar stöð- ugt hjá Gildi, er um það bil 520 millj- ónir á árinu 2011 og nemur á því ári 4,05% af iðgjöldum sjóðsfélaga, það er meira en kostar að reka sambæri- lega sjóði. Af þessum rekstrarkostn- aði renna 17 milljónir til Fjármála- eftirlitsins í eftirlitstörf! Það er svo einkar athyglisvert að svo skuli búið um hnútana hjá lífeyrissjóðunum að það þurfi ekki endilega að afhenda sjóðsfélögum fundargerð síðasta ársfundar, eða að bjóða sjóðs- félögum að hlýða á fundargerðir, eða láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar. Okkur kemur þetta ekki við. Í okkar heimshluta var grunn- stefið í nútímasamfélagi ekki það að hinir fáu ættu að hafa vit fyrir okkur hinum. Grunnstefið ætti að vera að við, almenningur, gætum og hefðum greiða leið að upplýsingum sem myndu upplýsa okkur og væri þess utan liður í eftirlitinu sem bætt sam- skipti milli sjóðsfélaga og stjórn líf- eyrissjóðs verður að hafa. Þetta kall- ast lýðræðislegir stjórnarhættir. Það er svo til marks um lýðræðis- ást stjórnvalda að engri ríkisstjórn, engum fjármálaráðherra frá 1997 hefur einu sinni dottið í hug að breyta lögunum, sem um sjóðina gilda til að tryggja rétt minn og hafa þannig eftirlit með peningunum sem ég greiði í lífeyrissjóðinn minn. Hvað ætli svona stjórnarfar kallist? Innréttingarnar minna á grafhýsi Leníns. Gegnsæið í lífeyrissjóðum Eftir Jóhann Pál Símonarson »Rekstrarkostnaður hækkar stöðugt hjá Gildi og er um það bil 520 miljónir króna á árinu 2011 og nemur á því ári 4,05% af iðgjöld- um sjóðsfélaga. Jóhann Páll Símonarson Höfundur er sjómaður og áhugamað- ur um lýðræði. Enn einu sinni á að kúga okkur Íslendinga og nú á að hafa af okk- ur markríllinn. Sá makríll sem veiðist við Ísland, er ekki eign eins né neins. Þessi fiskur á sig sjálfur þar til hann veiðist en þá verður aflinn eign út- gerðarinnar og er seld- ur fyrir fjármuni sem er skipt á milli áhafnar og útgerðar. Sjómennirnir greiða skatta til samfélagsins og auk skatta greiðir útgerðin kostnað við veiðar og fjárfestingu í skipum, veið- arfærum, olíu og öðru því sem til fellur. Meðfylgjandi mynd sýnir, svo ekki er um villst, að makrílinn veiðist í lögsögu ESB ríkjanna og Noregs einnig í lögsögu Kanada, Bandaríkjanna, Íslands og Grænlands. Þess á milli er líklegt að mak- rílinn syndi um í miðju Atlantshafinu. Hluta úr ári er makrílinn í leit að æti og svangur makríll étur alla átu, sandsíli og fleira sem verður á vegi hans, t.d. þegar makrílinn kemur inni í efnahagslögsögu okkar Íslendinga. Nú reynir Evrópu- sambandið og Norð- menn að kúga Íslend- inga. Rökin eru þau að við Íslendingar séum að veiða þeirra makríl. Þetta er alger fásinna. Ís- lendingar og íslensk stjórnvöld eiga að mótmæla þessum málflutningi ESB og Norðmanna kröftuglega. Engar sannanir eru fyrir því að makríllinn sem veiðist t.d. vestan Ís- lands og í Grænlenskri lögsögu sé eign ESB og Noregs. Fiskveiðilögsaga Íslands er t.d. mun stærri að flatamáli en fiskveiði- lögsaga ESB ríkjanna. Við Íslend- ingar eigum hins vegar ekki mikið af stórum og fullkomnum skipum sem geta veitt makríl við Grænland eða djúpt vestur af Íslandi. ESB löndin og Noregur eru með mun nýrri, dýr- ari og betur útbúin makrílveiðiskip en Íslendingar. Ríkisstjórnir bæði ESB og Noregs hafa greitt hluta kaupverðs á nýjum makríl- veiðiskipum sem eru gerð út frá þessum löndum. Aldrei hefur komið til niðurgreiðslna frá opinberum að- ilum við nýsmíði til íslenskra út- gerða. Núna ætlar ESB og Noregur að banna okkur Íslendum að nýta fiski- stofn sem lifir góðu lífi á því að éta milljónir tonna af æti í lögsögu okk- ar. Makríllinn er hér í gríðarlegu mæli og hefur hugsanlega verið í lögsögu okkar í áratugi eða árhundr- uði án þess að við höfum vitað af því þar sem okkur hefur vantað nægj- anlega stór og öflug skip til þess að veiða makrílinn í úthafinu á arðbær- an hátt. Núna er mikilvægt að við Ís- lendingar stöndum í lappirnar, verj- um hagsmuni okkar og segjum nei við Noreg og Evrópusambandið í þessu mikilvæga máli. Makríllinn á sig sjálfur Eftir Guðmund Kristjánsson »Engar sannanir eru fyrir því að makríll- inn sem veiðist t.d. vest- an Íslands og í Græn- lenskri lögsögu sé eign ESB og Noregs. Guðmundur Kristjánsson Höfundur er útgerðarmaður. Mynd frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sem sýnir útbreiðslu At- landshafsmakríls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.