Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
✝ Helgi Jónassonfæddist á
Grænavatni 8.
febrúar 1922.
Hann lést 10. júlí
síðastliðinn á dval-
arheimilinu
Kjarnalundi á Ak-
ureyri þar sem
hann hafði búið
ásamt Steingerði
Sólveigu konu
sinni síðan haustið
2010.
Foreldrar Helga voru Jónas
Helgason, bóndi og söngstjóri á
Grænavatni, f. 6.9. 1887 d.
30.10. 1970 og kona hans,
Hólmfríður Þórðardóttir, hús-
freyja á Grænavatni, f. 11.5.
1890, d. 29.5. 1980.
Systkini Helga: 1) Árni Jón-
asson, f. 26.9. 1916, d. 12.3.
1998, kvæntur Jóhönnu Ingv-
arsdóttur, f. 13.4. 1916, d. 16.3.
1998. 2) Þóroddur Jónasson, f.
7.10. 1919, d. 27.8. 1994, kvænt-
ur Guðnýju Pálsdóttur, f. 18.7.
1924, d. 23.2. 2007. 3) Jakobína
Björg Jónasdóttir, f. 26.3. 1927,
gift Trausta Eyjólfssyni, f. 19.2.
bóndi á Grænavatni, kvæntur
Freyju Kristínu Leifsdóttur,
leiðbeinanda í leikskóla. Börn
þeirra eru Einar Már, bifvéla-
virki á Akureyri, sambýliskona
hans er Sigrún Arna Jónsdóttir;
Anna Björk, nemi í ferða-
málafræði í Danmörku, sam-
býlismaður hennar er Peter
Martin Røder, húsasmiður;
Kristinn Björn, nemi í fjölmiðla-
fræði við Háskólann á Ak-
ureyri; Friðrik Páll grunn-
skólanemi. c) Þórður, f. 15.8.
1960, verslunarmaður á Ak-
ureyri, kvæntur Helgu Þyri
Bragadóttur, iðjuþjálfa. Börn
þeirra eru Bjarki, nemi í þýsku
við Háskóla Íslands; Freyr,
stálsmiður á Akureyri; Sólveig
María, menntaskólanemi á Ak-
ureyri; Ari, grunnskólanemi. d)
Árni Hrólfur, f. 27.10. 1962,
kennari á Akureyri, kvæntur
Kristínu List Malmberg, kenn-
ara. Sonur þeirra er Sveinn
Áki, grunnskólanemi. Sonur
Árna er Daníel Örn, landfræð-
ingur í Danmörku, unnusta
hans er Ene Bugge, nemi í
landafræði. Dóttir Kristínar er
Elísabeth, kennari í Reykjavík.
Útför Helga fer fram frá
Skútustaðakirkju í dag, laug-
ardaginn 21. júlí 2012 kl. 14.
1928. 4) Kristín
Þuríður Jón-
asdóttir, f. 26.3.
1927, d. 9.10. 2011.
Hinn 27.12. 1953
kvæntist Helgi
Steingerði Sól-
veigu Jónsdóttur.
Foreldrar hennar
voru Jón Stef-
ánsson, smiður á
Öndólfsstöðum, og
kona hans Þórveig
Kristín Árnadóttir.
Synir Helga og Steingerðar
eru: a) Jónas, f. 15.9. 1954,
kennari á Akureyri, kvæntur
Guðrúnu Bjarnadóttur, banka-
starfsmanni. Synir þeirra eru
Tómas, hugbúnaðarverkfræð-
ingur í Kópvogi, kvæntur Sig-
ríði Antonsdóttur, lyfjatækni og
eiga þau börnin Anton, Patrek
Jónas og Guðnýju Söru; Helgi,
sölu- og markaðsfulltrúi á Ak-
ureyri, kvæntur Þóru Ýri Árna-
dóttur, matvælafræðingi og
eiga þau börnin Kristínu Völu
og Jóhann Óla; Bjarni, nemi í
sagnfræði við Háskóla Íslands.
b) Jón Haraldur, f. 4.9. 1956,
„Hverra manna ert þú?“
Þessa spurningu fékk ég frá
Helga þegar ég fór í fyrsta sinn
með Árna mínum heim á
Grænavatn. Eðli málsins sam-
kvæmt var ég talsvert tauga-
óstyrk þegar ég hitti Helga og
Lillu í fyrsta sinn. Eftir að hafa
svarað spurningunni hér að ofan
var ég fljót að jafna mig, enda
var með öllu ástæðulaust að ótt-
ast þau hjónin. Þau hafa frá
fyrstu stundu reynst mér af-
skaplega vel. Við tók léttara hjal
og í þessari heimsókn sýndi
þessi verðandi tengdafaðir minn
allar þær hliðar sem einkenndu
hann. Hann var hinn mesti heið-
ursmaður, einstakur ljúflingur
sem aldrei skipti skapi. Hann
var barngóður og ráðagóður.
Síðast en ekki síst var Helgi
bóndi með stóru bé-i og sinnti
því starfi af alúð.
Þær urðu æði margar stund-
irnar við eldhúsborðið hjá Helga
og Lillu þar sem rætt var um allt
milli himins og jarðar. Þar sát-
um við oft, nutum veitinga Lillu
og áttum notalegar stundir.
Helgi var afskaplega fé-
lagslyndur og fannst gaman
þegar gesti bar að garði.
Mér er minnisstætt hvað
hann ávallt sagði þegar við
kvöddum með orðunum:
„Sjáumst síðar.“ Þá svaraði
hann um hæl: „Það vona ég svo
sannarlega.“
Helgi var af þeirri kynslóð
sem stóð sína plikt og það vel.
Þegar Sveinn Áki okkar var lítill
var hann oft á tíðum veikur sem
varð til þess að við foreldrarnir
þurftum að vera frá vinnu. Helgi
hafði miklar áhyggjur af því og
óttaðist að okkur yrði sagt upp.
Dag einn þegar drengurinn var
veikur enn einu sinni hringdi
Helgi og sagði að þetta gengi
ekki lengur, hann væri á leiðinni
með Lillu og við skyldum bara
hafa hana eins lengi og þyrfti.
Næstu mánuði kom Lilla oft til
Akureyrar og sinnti drengnum í
veikindum og höfðu þau bæði
gaman af.
Helgi fylgdist mjög vel með
sínu fólki og var umhugað um að
öllum farnaðist vel. Hann spurði
ávallt frétta af börnunum okkar
og fylgdist því vel með þeim
stóru sem eru flutt að heiman.
Hann hélt því áfram fram í and-
látið þrátt fyrir að Elli kerling
hefði sett sitt mark á hann.
Síðustu 2 árin bjó Helgi
ásamt Lillu á Dvalarheimilinu
Kjarnalundi og var þar hvers
manns hugljúfi eins og honum
einum var lagið. Flyt ég starfs-
fólki Kjarnalundar þakkir fyrir
góða umönnun.
Blessuð sé minning elskulegs
tengdapabba, ég á eftir að sakna
hans.
Kristín List Malmberg.
Afi var algjör höfðingi sem allt
gott vildi gera fyrir okkur bræð-
urna, hvað sem tautaði og raul-
aði. Það skipti litlu máli hversu
erfiðir við strákarnir vorum í
sveitinni í gamla daga, oftast féll
það í skaut pabba okkar að sjá
um skammirnar og uppeldið. Afi
gamli sagði okkur hins vegar að
fá okkur bleika köku, volga ný-
mjólk úr álkönnu og lungamjúkar
mömmukökur frá ömmu og að
fara út að leika að nýju.
Afi lét sig heimsbókmenntirn-
ar mikið varða og þýddi heilu
bunkana af dönskum Andrésar
Andar-blöðum. Það var alveg
sama hversu mikið var suðað um
að fá að heyra þýðingarnar aftur
og aftur, alltaf var karlinn vel
upplagður til að setjast á harða
bekkinn inni í stofu til að rifja
upp ævintýr Andabæjar.
Afi sá til þess að við vorum, er-
um og verðum. Hann var upp-
spretta óendanlegrar visku, lind
lífs okkar líkt og lindin fyrir neð-
an Grænavatn. Hefði afa gamla
ekki notið við í lífi okkar bræðra,
hefði það ekki verið jafn ríkt að
leikjum, spilum, hamingju og
gleði.
Kveðja,
Bjarni Jónasson, Helgi Jón-
asson og Tómas Jónasson.
Það er svo margs að minnast
þegar ég læt hugann reika í
gegnum árin sem ég var svo lán-
samur að njóta með Helga föð-
urbróður mínum, sem við kveðj-
um í dag. Að ganga með honum
til verka sumar eftir sumar frá
fimm ára aldri og fram á ung-
lingsár og eiga athvarf á Græna-
vatni um helgar þegar ég var síð-
ar í vinnu í Mývatnssveit, var sem
draumur, því betri fyrirmynd var
ekki hægt að hugsa sér. Stein-
gerður hafði einhver tíma á orði
að það væri ekki furða að ég hefði
göngulagið hans eftir öll þessi ár.
Helgi var einstakur maður, ég
man t.d. ekki eftir að hafa heyrt
hann reiðast eða tala hastarlega
til nokkurs manns. Sjálfsagt
þyngdist eitthvað tónninn þegar
ég í kappi við rigningu lenti með
eitt hjól rakstrarvélarinnar í
gjótu svo hún varð ónothæf en
það var bara drifið í að fá gert við.
Helgi var maður sátta og sann-
girni og frekar gaf eftir en standa
í þrefi um hlutina en Steingerður
hafði stundum á orði að hann
hefði mátt halda sínum sjónar-
miðum sterkar fram. En ég held
að hann hafi einmitt unnið mörg-
um málstað fylgi með rósemi og
góðum og gildum rökum.
Eitt sunnudagssíðdegi á slætt-
inum ætlaði fjölskyldan að
skreppa niður á bæi en ég varð að
vera heima til að snúa og var ekki
alveg sáttur við það, lagðist inn á
bekk og snéri mér til veggjar.
Helgi kom og spurði: „Ertu í fýlu,
Doddi minn?“ Já, var svarið,
„Vertu það bara, en það er leið-
inlegast fyrir þig.“ Ég fór út að
snúa og hef ekki farið í fýlu síðan.
Helgi naut trausts og virðing-
ar og tók þátt í málefnum síns
samfélags með margháttuðum
störfum, sem hreppstjóri, sveit-
arstjórnarmaður og fulltrúi í ótal
nefndum og ráðum. Ég minnist
fundar sveitarstjórnar Skútu-
staðahrepps og Náttúruverndar-
ráðs í Mývatnssveit þar sem
Helgi var fundarritari og í lok
nokkurra klukkustunda fundar
þar sem all hart var tekist á og
skoðanaskipti ekki öll fallin til
þess að aðilar næðu saman um
málefni, las hann fundargerðina
úr fundargerðarbókinni. Ég dáð-
ist að því hvernig honum tókst að
koma því til skila sem megin máli
skipti, en hann sagði undir lokin
að hann væri síðan með á blöðum
mun ítarlegri texta með tilvísun-
um í orð fundarmanna og bauð að
þetta yrði hluti fundargerðarinn-
ar. Það var samdóma álit allra að
aðeins það sem hann hafði fært til
bókar skyldi skráð.
En nú er Helgi farinn og án efa
alltof margt sem við áttum eftir
að spyrja hann um til að fræðast
um fyrri tíma. Þó skammtíma-
minnið hafi verið búið að gefa sig
undir lokin, voru minningar um
atburði og ekki sé minnst á vísur,
ljóslifandi í huga hans. Ég ræddi
við hann síðast fyrir rúmum
tveimur vikum og þakkaði hann
mér fyrir að vera kominn til að
hjálpa við smalamennskuna, það
væri honum og Haraldi mikils
virði. Ég get ekki hugsað mér
betri kveðju frá manni sem ég á
svo miklu, miklu meira að þakka.
Steingerður, þið strákar og
fjölskyldur ykkar, ég, Hulda,
Harpa og fjölskyldur vottum
ykkur innilega samúðar. Um leið
þakka ég sérstaklega fyrir að ég
fékk að deila Helga svo mikið
með ykkur, allar þær stundir
hafa verið mér mikilvægari en
orð fá lýst.
Þóroddur F. Þóroddsson.
Helgi á Grænavatni hefur lagt
yfir móðuna miklu. Hann er far-
inn, ekki horfinn.
Menn eins og hann hverfa
ekki.
Leiðir lágu saman í Mývatns-
sveit um 30 ára skeið. Okkur sem
komum í gamalgróið sveitarsam-
félag, og fórum að vinna verk-
smiðjustörf, var yfirleitt vel tek-
ið. Mörgum var að kynnast. Víða
á bæjum bjuggu sveitarhöfðingj-
ar sem vissu hverjum var hvað.
Á Grænavatni hjá Helga og
Steingerði áttum við vísar höfð-
inglegar móttökur.
Kynni mín af Helga, réttsýn-
um og sanngjörnum góðum
dreng, urðu til þess að sjá mann-
leg samskipti í stærra samhengi
en ég ungur hafði íhugað. Hann
leit ávallt til hins jákvæða í fari
fólks. Eiginleikar hans urðu til að
honum var treyst. Vart var sá
fundur haldinn í Mývatnssveit, að
ekki sé talað um fund sem búast
mátti við ágreiningi á, sem oft
var, að ekki væri leitað til Helga
að stjórna honum.
Í huga mínum lifir mynd af
manni, glaðlegum, hispurslaus-
um og jafnvel sposkum, í ægi-
fögru umhverfi á Grænavatni,
manni sem hafði bætandi áhrif á
aðra, manni sem allir óskuðu að
eiga að vini, manni sem mátti
treysta. Minningin er mér kær.
Gæfa mín var að hafa kynnst
honum.
Með fátæklegum eftirmælum
votta ég Helga Jónassyni virð-
ingu mína og fjölskyldu hans
samúð.
Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Á Grænavatni hefur í 120 ár
þróast á helmingum jarðarinnar
talsvert merkilegt sambýli fjöl-
skyldna sem þangað komu árin
1890 og 1892. Fyrstu 70 árin
bjuggu allar fjölskyldurnar í ein-
um samhverfum stórbæ, oftast
30-40 manns í allt.
Árin 1939-1945 færðu Mývetn-
ingum heimstyrjöld, hernám og
mæðiveiki – eins og öðrum Ís-
lendingum – en Grænvetningum
færðu þessi ár sérstaklega erfiða
tíma. Á fáum árum féllu frá
gömlu landnemarnir og auk þess
fluttu Páll Jónsson og hans fólk í
burtu og bræður, Kristján og
Helgi Jónssynir, eiginmenn Dísu
og Jönu dóu – löngu fyrir aldur
fram. Árni bróðir Helga hvarf frá
búskapnum. Auk þess herjaði
uppblástur og sandfok á Suður-
afréttinn og Sellöndin alveg sér-
staklega. Inn í þessa gríðarlegu
breytingu var Helgi kvaddur af
foreldrum sínum – og faðir minn
flutti að Grænavatni um svipað
leyti og foreldrar mínir bjuggu
þar samhliða Helga og Steingerði
allan sinn búskap.
Á Grænavatni reyndi mikið á
samvinnu milli búanna við fjár-
geymslu og smalamennsku í Sel-
löndum einkum og stífluverk á
engjum og fleira. Ég naut þess
ungur að fá að vinna á móti Helga
og býsna snemma sem jafningi til
verka. Helgi alltaf reifur og tilbú-
inn til að spana strákana – og
brýna – með stökur á hraðbergi –
eða sögur frá fyrri dögum – af öf-
um og frændum – eða þá hann
skellti saman vísu sem hæfði efni
dagsins. Helgi var oft hraður í til-
svörum og notaði knappan stíl
sem einkenndi Þórð afa hans og
fleiri afkomendur. Stundum var
hann kannski næstum fljótfær og
vildi stytta sér leið.
Helgi var ekki fyrir hangs og
ekki var tekinn neitt alltof langur
tími í að borða nesti þegar verið
við sameiginleg verk – þá var
bóndi búinn að grípa upp sína
rauðu KEA-tösku – skella í sig
brauðsneið og súpa kaffið – og
ganga frá aftur – albúinn að
leggja af stað að nýju – áður en
Hjörleifur eða við hinir bræður
höfðum gert það upp við okkur
hvenær réttast væri að borða.
Helgi sagði það beint og óbeint
að hvergi mundi betra að bera
beinin eða ganga sína hinstu
göngu en í Sellöndum eða við
Suðurá og þá væri best við hæfi
að hola honum þar niður. Ég er
viss um að eilífðarvist Helga
verður einmitt í Sellöndum – þar
verður sálin í sólskini – hvar svo
sem líkaminn verður lagður –
þannig er átrúnaður Grænvetn-
inga – án þess að slíku viðhorfi
fylgi á nokkurn handa máta guð-
leysi eða trúleysi.
Steingerður og Helgi áttu sitt
hús á vatnsbakkanum á Græna-
vatni. Hvergi eru kvöldin fegurri
og þessi dásamlega útsýni út á
vatnið sumar sem vetur – þegar
birta er í himni eða sól á lofti – yf-
ir Birgisker – og þetta lifandi
vatn sem engin illviðri leggja
undir ís.
Það er bara birta yfir minn-
ingu Helga á Grænavatni – og ég
trúi því að við munum öll sjá hann
kvikan og röskan á efsta degi – á
leiðinni í sinn hádegismat og vita
að þá er klukkan að líkindum ná-
kvæmlega 12.
Benedikt Sigurðarson.
„Hann fór vel,“ sagði Helgi um
sveitunga sinn, sem fór fyrirvara-
laust af þessum heimi í skammri
elli. „Hann hefði aldrei haft skap
til að vera á stofnunum, þar sem
menn verða að hanga yfir engu
og vita tæpast lengur hverjir þeir
eru.“ Sjálfum var honum hins
vegar orðin lífsnauðsyn að fá að
deyja, nú þegar kallið barst
nokkrum mánuðum eftir níræð-
isafmælið, hafandi farið oft með
þessa vísu sína og hina síðustu:
Eitt er að vera ungur og frár
annað hrumur, gamall.
Yfir lífsins gjótur og gjár
geng ég hægt, einsamall.
Grænavatn er stór jörð og bú-
skapur fyrirhafnarsamur. Jörðin
liggur næst öræfum er ekki hent-
ug til einbýlis, enda fleirbýlt til
langs tíma. Í slíku nábýli skiptir
samvinna og gott samkomulag
mestu máli. „Við vorum mótbýlis-
menn hér í meira en hálfa öld og
aldrei kom það fyrir að við rif-
umst, hvað þá flygjumst á, “ sagði
Helgi við mig við jarðarför föður
míns fyrir 11 árum. Báðir voru þó
langt í frá skoðanalausir og ekki
alltaf sammála. En þegar niður-
staða var fengin um hvernig
standa skyldi að verki unnu báðir
heilshugar og samtaka að því og
höfðu ekki fleiri orð um.
Sem barn var ég fylgisamur
Helga, enda gaf hann sér tíma til
að sinna mér. Nokkrar myndir
birtast í minningunni:
- Ég er þriggja ára í heyskap.
Nota hrífuna fyrir hest, ríð greitt
og hneggja. Á næsta túni ríður
Helgi til móts við mig á sinni
hrífu. Hesturinn er óstilltur og
prjónar ákaflega svo Helgi dettur
af baki hrífunni. Viðbeinsbrot
léttir honum ekki heyskapinn það
sumarið.
- Í suðurfjósi: Ég sit á skemli á
tröðinni, en Helgi mjólkar
Dimmu og heldur um leið uppi
spurningaleiknum „Jurta-, dýra-
og steina-“. Til marks um hug-
kvæmnina þarf ég að finna lík-
þorn á litlu tá á vinstra færi á Ei-
senhower Bandaríkjaforseta. Í
verðlaunaskyni fæ ég upp í mig
mjólkurgusu, senda í boga beint
úr kúnni.
- 12 ára, í fyrsta sinn fullgildur
gangnamaður, geng ég með
Helga upp Bláfjallshala á hrím-
köldum morgni. Engar kindur,
en gangan á fótinn. Léttist þegar
Helgi setur á mig fyrri parta og
lætur mig botna. Eftir stendur
bragur um atburði gærdagsins
þegar „Snarlegur snjómaður/
sneri á Frambrunamenn.“
Helgi var allra manna röskast-
ur til verka og óvílinn. Hélst það
þótt hann fengi ekki annan með í
verk en mig strákinn. Aldrei var
fárast, þótt allt gengi ekki sem
skyldi, heldur var ég alltaf hvatt-
ur áfram og reyndi þá að gera
betur. Og ég reyndi líka að tyggja
jafnhratt og hann, þegar við tók-
um upp nestisbitann. Þannig
varð hann mér í flestu fyrirmynd
sem átti drjúgan hlut að uppeldi
mínu.
Gömlu Grænavatnsbændur,
Helgi og Siggi, höfðu göngur sem
fag. Þar hófust smalamennskur
snemma hausts og stóðu fram á
jólaföstu að viðbættri fjárgæslu í
Sellöndum. Síðustu árin sem báð-
ir lifðu varð þeim tíðfarið í afrétt
á jeppum sínum með hund og
kerru, og komu þá oftar en ekki
með kindur til baka. Jafnvel þótt
báðir hafi skilið hjartatöflurnar
eftir heima.
Lengi hélt Helgi vinnuþreki og
vinnulöngun. En eins og hann
sagði oft: Við skulum hætta,
þetta er orðið kappnóg.
Erlingur Sigurðarson
frá Grænavatni.
Helgi Jónasson
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA G. HALLSDÓTTIR
frá Gríshóli,
Efstasundi 94,
Reykjavík,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli laugar-
daginn 14. júlí, verður jarðsungin frá Áskirkju í
Reykjavík miðvikudaginn 25. júlí kl. 13.00.
Þorbjörg Kristvinsdóttir, Bjarni B. Sveinsson,
Höskuldur Kristvinsson, Barbara J. Kristvinsson,
Hallur Kristvinsson, Sigrún Einarsdóttir,
Katla Kristvinsdóttir, Jóhann Thoroddsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
HALLVARÐUR SIGURÐUR
GUÐLAUGSSON
húsasmíðameistari,
frá Búðum, Hlöðuvík,
til heimilis Furugrund 12,
lést miðvikudaginn 18. júlí.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 31. júlí
kl. 11.00.
Guðmundur Hallvarðsson, Anna Margrét Jónsdóttir,
Lilja Dögg Guðmundsdóttir, Elvar Már Ólafsson,
Hallvarður Jón Guðmundsson,
Elfa Rún Guðmundsdóttir.