Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 28

Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 ✝ Guðný SæbjörgJónsdóttir eða Sæbjörg eins og hún var alltaf köll- uð fæddist að Sölvabakka í Engi- hlíðarhreppi, Aust- ur-Húnavatnssýslu þann 14. nóvember 1926, látin 12. júlí 2012. Sæbjörg er dótt- ir hjónanna Jóns Guðmundssonar f. 1892, d. 1992 og Magðalenu Karlottu Jóns- dóttur f. 1892, d. 1972. Sæbjörg var þriðja í röð 7 systkina. Þau eru: Jón Árni f. 1921, d. 1935. Guðmundur Jón f. 1925, d. 1983. Ingibjörg Þór- katla f. 1928. Finnbogi Gunnar f. 1930, d. 2004. Sigurður Kristinn f. 1933 og Jón Árni f. 1937, d. 2004. Sæbjörg var í Kvennaskól- anum á Blönduósi árin 1946 til 1947. Bæði fyrir og eftir þann tíma vann hún ýmis störf víðs- vegar um landið og m.a. var hún kokkur á síldarbát. Í maí árið 1955 réð hún sig sem ráðskonu að Skerðings- stöðum í Reykhólasveit og kynntist þá eftirlifandi eigin- dóttur er Hilmar Þór og á hann 4 börn. Börn Jóns Árna og Steinunnar Ólafíu eru Guðný Sæbjörg og Hrefna. Börn Sæbjargar og Finns eru: A) Kristján fæddur 8. maí 1956, giftist Guðnýju Guð- mundsdóttur og eru þau skilin. Börn þeirra eru Sjöfn, hún á eina dóttur, og Finnur Guð- mundur. Núverandi kona Krist- jáns er Margrét Ásdís Bjarna- dóttir, börn hennar eru Helga Sigurrós og á hún eitt barn, María Kristín, hún á eitt barn, og Bjarni sem á eitt barn. B) Finnur Ingi fæddur 20. febrúar 1958, dáinn 8. desember 2005. Sonur hans og Nönnu Jóns- dóttur er Steindór, hann á eina dóttur. Finnur giftist Ásdísi Ár- nýju Sigurdórsdóttur og saman eignuðust þau börnin Ásu Guð- rúnu, hún á tvö börn, Halldór og Bryndísi. Finnur og Ásdís skildu. C) Karlotta Jóna f. 1. maí 1959, hennar maður er Ásgeir Þór Árnason og eiga þau saman dæturnar Guðnýju Sæbjörgu og Ásdísi, fyrir á Ásgeir Þór börnin Ásgeir Bjarna hann á 3 börn, Ágúst, hann á 4 börn, og El- ísabetu Ósk, hún á 2 börn. D) Agnes f. 20. maí 1965, hennar maður er Pálmi Jónsson og eiga þau dæturnar Særúnu Ósk og Hörpu Rán. Útför Sæbjargar verður gerð frá Reykhólakirkju í dag, laug- ardaginn 21. júlí 2012 kl. 13. manni sínum, Finni Kristjánssyni, sem þá var að taka við búi foreldra sinna og gengu þau í hjónaband þann 16. ágúst 1956. Þau bjuggu allan sinn búskap á Skerð- ingsstöðum utan eitt árið sem búfé var skorið niður í sveitinni og voru þau þá í Mosfellsbænum. Sæbjörg vann ýmis störf með- fram húsmóðurstarfinu. Árið 1979 tók hún við útibús- stjórastöðunni í Kaupfélagi Króksfjarðar á Reykhólum og gegndi því starfi í rúm 10 ár en þá hóf hún störf við dvalarheim- ilið Barmahlíð og vann þar til 1996 er hún hætti störfum vegna aldurs. Sæbjörg og Finnur eignuðust saman 4 börn en fyrir átti Sæ- björg soninn Jón Árna sem fæddur er 13. mars 1954, faðir hans er Sigurður Árnason. Kona Jóns Árna er Steinunn Ólafía Rasmus, hennar börn af fyrra hjónabandi eru Björk, hún á 2 börn og Hlynur. Sonur Jóns Árna og Margrétar Sveins- Elsku mamma. Þú kvaddir svo snöggt þennan heim. Hefði viljað fá tækifæri til að kveðja þig, halda í hönd þína og þakka þér fyrir svo ótal margt. Þú varst ávallt kletturinn í lífi mínu og til þín leitaði ég þegar illa gekk og eitthvað bjátaði á. Ég sakna samverustundanna sem við áttum saman vestur á Skerðingsstöðum þegar ég kom þangað einn og við sátum og spjölluðum saman um lífið og tilveruna. Ég sakna símtal- anna sem við áttum saman seinni árin. Samtölin voru mörg en oftast stutt, það var bara svo gott að heyra í þér og vita að þér liði vel. Þú komst sem ráðskona til Skerðingsstaða vorið 1955 og fljótlega eftir það fellduð þið pabbi hugi saman og giftuð ykkur 14. ágúst 1956 (þann sama dag var ég skírður) og hafið lifað saman í gegnum súrt og sætt alla tíð síðan. Þið eignuðust saman fjögur börn og af þeim hópi er ég elstur en þú áttir fyrir Jón Árna. Þú átt nú hóp glæsilegra afkomenda sem ég veit að þú ert mjög stolt af og hefur fylgst með af kostgæfni eins og sannri ættmóður sæmir. Sambúðin með pabba var þér ekki alltaf auðveld (hann örlyndur og ofur viðkvæmur) og tók stund- um á en þú stóðst þig ávallt eins og hetja og ekki síðast nú seinni ár eftir að pabbi fluttist á elliheimilið og þú heimsóttir hann þangað hvern einasta dag, akandi á þínum eigin bíl, 85 ára gömul (geri aðrir betur). Áföllin í lífi þínu urðu mörg. En það þyngsta var fráfall og veikindi bróður okkar Finns Inga sem lést um aldur fram í desember 2005. Sá atburður skildi eftir stór sár í hjörtum okkar allra en ekki síst þínu stóra og sterka móðurhjarta. Þú lagðir ávallt mikið upp úr því að vera sjálfstæð og þinn eigin herra og ekki upp á aðra komin og þú fékkst þá ósk þína uppfyllta að fá að búa á Skerðingsstöðum til síðasta dags. Það hefði ekki verið mögulegt án óeigingjarnar hjálp- ar Jóns Árna bróður míns og hans fjölskyldu. Búskapur pabba síð- ustu árin hefði heldur ekki verið mögulegur ef hans hefði ekki not- ið við. Kæri Jón, hafðu guðs þökk fyrir allar þær stundir sem þú gafst af þínu lífi og til að gera líf mömmu og pabba lífið bærilegt síðustu árin sem mamma lifði. En móðurumhyggjan er sem óvinnanleg borg. Móðirin er alltaf söm við sig; hún gleymir aldrei sínu. (Halldór Laxness.) Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Kærar þakkir fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína, kæra móðir. Kær kveðja frá Möggu. Þinn sonur, Kristján. Elsku mamma mín. Þá ertu farin í síðustu ferðina þína. Sorgin nístir hjarta mitt og ég vil ekki trúa því að þú sért farin en samt er ég líka glöð að þú hefur fengið hvíld. Þú sagðir alltaf að þú værir ekki hrædd við að deyja og við töluðum um það ekki alls fyrir löngu að við tryðum því báðar að dauðinn væri ekki endir heldur upphaf að einhverju nýju. Ég er óendanlega glöð yfir því að Guðný mín fékk að búa hjá þér þessa síðustu mánuði og að Ásdís mín var hjá þér nú í sumar. Fyrir þær eru þetta ómetanlegar stund- ir að fá að kynnast þér. Þegar ég talaði við þig síðast frá Noregi sagðir þú mér að þær væru grein- lega alveg vissar um að þú ann- aðhvort kynnir ekki að elda eða þá að þú værir svo fátæk að þú ættir ekki fyrir mat því að þú mættir ekkert gera fyrir þær. Þú varst líka svo glöð þegar ég sagði þér að börnin hans Finns kæmu í sumar og myndu koma vestur að heim- sækja ykkur pabba. Þegar ég hugsa til þín þá er mér efst í huga hvað þú vildi alltaf að við systkinin stæðum saman, það var þín heitasta ósk að við værum sátt hvort við annað og hjálpuðum hvort öðru ef eitthvað var að og ef við systkinin vorum eitthvað ósátt sem stundum kom fyrir þá varst þú ekki í rónni fyrr en það var lagað. Ég verð líka að minnast á þrjóskuna þína, þú fórst það sem þú ætlaðir þér sama hvað tautaði. Pabbi hafði einu sinni á orði að þú værir svo þrjósk að ef þú dyttir í Heyána þá mundi hann leita að þér fyrir ofan foss því með straumnum færir þú ekki. Þú varst líka snillingur í hönd- unum og peysurnar sem liggja eft- ir þig eru óteljandi. Þú skarst líka út klukkur fyrir okkur öll börnin þín og gafst okkur nokkrum dög- um áður en þú varst skorin við heilaæxli. Þú varst ekki pólitísk en hafðir nú samt þínar skoðanir þó þú værir ekki endilega að flíka þeim. Eitt var þó sem þú hafðir sterkar skoðanir á og það var að ganga ekki í Evrópubandalagið því þá myndum við missa sjálf- stæði okkar sem við hefðum barist svo fyrir. Þú varst búin að biðja Guðnýju mína að koma þér á kjör- stað þegar kosið yrði hvernig sem þú værir og þó hún þyrfti að bera þig því þú ætlaðir að segja nei. Ég get ekki notað atkvæðið þitt en mitt færðu sama hvað tautar. Síðustu árin hafa ekki verið þér létt elsku mamma mín og getur enginn sett sig í þau spor. Þegar Finnur bróðir dó þá fór stór hluti af þér með honum og eftir voruð þið pabbi sem var farinn að heilsu og flutti stuttu seinna á Barma- hlíð. Á næstum hverjum einasta degi fórstu til hans sama hvernig þér leið, kannski örfáir dagar sem þú komst ekki vegna eigin veik- inda. Ég spurði þig oft hvort þér leiddist að vera ein á Skerðings- stöðum en þú sagðir svo ekki vera. Samt held ég nú að þér hafi ekki þótt það verra að hafa nöfnu þína hjá þér í vor og sumar. Þú varst búin að panta þér vist í Barmahlíð. Ég er ekki alveg viss um að þú hafir virkilega viljað þetta en ákvörðunin var tekin. Þangað ferðu ekki nema þú laumist inn að handan og kyssir kallinn þinn á kvöldin. Hver veit? Guð blessi þig. Þín dóttir, Karlotta Jóna. Elsku hjartans mamma mín. Það er harla ótrúlegt að þú sért farin frá okkur. Alltaf kemur það manni jafn mikið á óvart þegar kallið kemur. Þú varst ofurhetja í mínum augum, þú gast allt, þegar ég var lítil gastu lagað dúkkurnar mínar þegar þær löskuðust, þú kenndir mér að lesa og prjóna og bara allt sem lítið barn þurfti að læra. Þið pabbi gáfuð okkur börnun- um fallegt og gott heimili. Þú vild- ir alltaf hafa fínt í kringum þig. Hafðir yndi af pottablómum og öllu sem var fallegt og skrautlegt. Gestagangur var mikill á sumr- in og stundum var sofið á öllum auðum blettum sem fundust í hús- inu. Þú bakaðir líka bestu smá- kökur í heimi. Þegar ég fór að búa og ætlaði að baka eftir uppskrift- unum hennar mömmu, urðu mín- ar nú aldeilis ekki eins góðar og þínar voru alltaf. Það vantaði allt- af mömmubragðið. Þú varst mikil handavinnu- kona, þú varst eiginlega alger listamaður í höndunum. Allar peysurnar sem þú prjónaðir um dagana og fötin sem þú saumaðir á okkur systkinin, oft upp úr gömlum fötum. Fórst einnig á út- skurðarnámskeið og gerðir klukk- ur sem prýða veggi allra barna þinna. Það sem stytti þér stundir núna síðustu ár var prjónaskapurinn. Þú hafðir það markmið að prjóna peysur á öll langömmubörnin sem nú eru orðin tíu og gefa þeim í jólagjöf. Þær flíkur eru alltaf hver annarri fallegri og mikil natni lögð í. Ég var alltaf mikil mömmu- stelpa. Þú sagðir mér oft söguna af því þegar ég hafði sagt að ég ætlaði að deyja þegar mamma dæi. Eftir smátíma hugsaði ég mig um og sá að það væri nú kannski of mikið og sagði þá að ég ætlaði allavega ekki að gifta mig fyrr en mamma dæi. Hvorugt stóð ég nú við sem betur fer. Þú hafðir alltaf sterkar taugar til æskuheimilis þíns, Sölvabakka. Ég man að í hvert skipti sem þú fórst með mig norður fórum við niður í fjöru og þú sýndir mér meyjardoppurnar sem voru á Bóndakletti. Steininum fyrir neð- an bæinn. Elsku mamma mín, takk fyrir að koma mér í þennan heim og veita mér þá hlýju sem þú gafst mér. Þú varst líka frábær amma, spurðir alltaf eftir stelpunum mín- um og honum Pálma þegar við töl- uðum saman. Pabbi á eftir að sakna þín mik- ið, en við börnin þín og fjölskyldur reynum að gera allt sem við get- um fyrir hann þar til þið pabbi hittist aftur. Elsku mamma, ég sakna þín óendanlega mikið en ég veit að þú ert hjá mér. Þú varst besta mamma í heimi. Nú ertu líka kom- in til elsku Finns Inga bróður. Megir þú hvíla í friði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín dóttir, Agnes. Það er skammt stórra högga á milli. Fyrir tveimur mánuðum kvaddi móðir mín þetta tilveru- stig. Nú kveður elsku tengdamóð- ir mín einnig. Kall hennar bar mjög brátt að. Daginn áður fór hún að venju inn í Barmahlíð til Finns eins og hún var vön að gera, nánast upp á hvern dag síðastliðin ár. Þetta fór hún allt sjálf á litla, sæta, rauða bílnum sínum sem hún sagði að brosti alltaf við sér þegar hún kæmi út. Já, hún vildi helst gera allt sjálf og ekki vera upp á aðra komin. Hún var ekki að kvarta frekar en móðir mín, það var svo fjarri henni. Fyrir 27 árum flutti ég til Reykhóla með börnin mín tvö, Björk og Hlyn, og urðum við fljót- lega hluti af hennar fjölskyldu. Okkur var tekið opnum örmum og Björk og Hlynur eignuðust sko ömmu og afa á Skerðingsstöðum. Elsku Sæbjörg mín, þín er sárt saknað en núna ertu eflaust farin Guðný Sæbjörg Jónsdóttir MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð Sími 892 4650 Gísli Gunnar Guðmundsson Guðmundur Þór Gíslason Elfar Freyr Sigurjónsson Netfang: foldehf@simnet.is - Vefsíða: foldehf.is Vistvænar íslenskar kistur Þjónusta allan sólarhringinn. Komum heim til aðstandenda ef óskað er. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, vinkona, amma og langamma, JÓNÍNA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 15. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. júlí kl. 11.00. Hörður Halldórsson, Þórgunnur Skúladóttir, Gunnlaugur Halldórsson, Bryndís Halldórsdóttir, Hany Hadaya, Matthías Bjarnason, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN ÞORKELL HÁKONARSON, Kristnibraut 49, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 15. júlí verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 24. júlí kl. 15.00. Helga Ívarsdóttir, Ívar Guðjónsson, Urður Njarðvík, Sævar Guðjónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðný Svandís Guðjónsdóttir, Halldór Guðfinnsson, Viðar Guðjónsson, Ástríður Viðarsdóttir og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HREINS SNÆLANDS HALLDÓRSSONAR bifvélavirkjameistara, Lautasmára 1. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Drafnarhúss í Hafnarfirði og hjúkrunarheimilisins Markar fyrir alúð og umhyggju í veikindum hans. Elín Kristinsdóttir, Anna Kristín og Halldóra Hreinsdætur. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HAFDÍS BJÖRK HERMANNSDÓTTIR, Einilundi 2f, Akureyri, er látin. Stefán Böðvar Þórðarson, Þórður Stefánsson, Margrét Hildur Kristinsdóttir, Hermann Stefánsson, Ragnheiður María Harðardóttir, Böðvar Stefánsson, Karólína Dóra Þorsteinsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, síðast til heimilis að Sólvangi, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 19. júlí. Útför hennar verður auglýst síðar. Hilmar Karlsson, Kristín Ingvadóttir, Þorleikur Karlsson, Áslaug Hringsdóttir, Kristján Karlsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.