Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
að dansa kósakkadansinn aftur
eins og þú gerðir stundum fyrir
okkur, en þá varstu komin á átt-
ræðisaldurinn. Þú varst ótrúlega
kona.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til allra ættingja og vina.
Steinunn Ó. Rasmus.
Elskuleg tengdamóðir mín,
Guðný Sæbjörg, er látin. Ég
kynntist Sæbjörgu fyrst fyrir 25
árum þegar ég kom að Skerðings-
stöðum með Karlottu Jónu dóttur
hennar til að dvelja hjá þeim heið-
urshjónum yfir jól og áramót.
Strax þegar við hittumst fann ég
hlýleika hennar umvefja mig og
hefur sá hlýleiki og væntumþykja
ávallt verið til staðar allar götur
síðan.
Á aðfangadag settum við Kar-
lotta Jóna upp trúlofunarhringana
og skynjaði ég þá að ég hafði eign-
ast aðra móður.
Sæbjörg var hlédræg kona en
fylgdist vel með öllu á sinn hátt.
Víðlesin var hún og fátt sem hún
vissi ekki deili á, hvort sem það
varðaði heimahagann í Húna-
vatnssýslu, sveitina hennar Reyk-
hóla, landsmálin eða það sem var
að gerast erlendis.
Hannyrðir léku í höndum henn-
ar, hvort sem það var að prjóna,
sauma eða skera út klukkur úr
við.
Ávallt mun ég heyra og geyma
kveðjuorðin hennar þegar við
kvöddumst, þá var hún vön að
segja: „Þakka þér fyrir allt, Ás-
geir minn.“
Það kom okkur á óvart er við
heyrðum að hún hefði veikst og
verið væri að flytja hana í sjúkra-
bíl suður til skoðunar en hún var
dáin áður en þangað var komið.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ég vil votta ættingjum Sæ-
bjargar mína innilegustu samúð.
Elsku Sæbjörg mín, hafðu
bestu þakkir fyrir allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Ásgeir Þór Árnason.
Hún var í hjarta prúð,
hreinskilin, viðmótsþýð;
hógværð var hennar skrúð,
hófsemi, stillíng fríð;
háttu og hegðan alla
guðræknis skreytti birta blíð.
Mannástin helg og hrein
hennar í brjósti var,
hún vildi hvers á mein
hönd leggja fróunar,
góðverk hún gjörði eigi
sér til fánýtrar fordildar.
Hún þolgóð þrautir bar,
þá sterk, er reynd var mest;
ástvinum engill var,
af guði sendur bezt
sorgþjáðan sefa’ að hugga
og allan hugar bæta brest.
Guð tók mitt góða víf,
guð þekkir hrelldra tár;
guð, sem er ljós og líf,
ljósgeislum þerrar brár
sinna syrgjandi barna,
þegar upp rennur eilíft ár.
(Jón Thoroddsen.)
Takk fyrir allt.
Þinn tengdasonur,
Pálmi Jónsson.
Elsku amma mín.
Við Saga ætluðum að koma til
þín í sumarfríinu. Ég ætlaði að
prjóna með þér, drekka kaffi með
molasykri og ræða hin ýmsu mál
við þig, svona eins og við gerðum
alltaf þegar við hittumst. Ég ætl-
aði að sýna Sögu sveitina og njóta
þess að vera með þér. Í staðinn
fylgjum við þér til grafar.
Helstu minningarnar mínar,
með þér, eru frá því ég var lítil.
Það var svo gott að vera hjá ykkur
afa, fara í varpið, stelast á hest-
bak, stela hveiti úr hveitiskúffunni
til að nota í bakstur í búinu, taka á
móti folöldum, jarða mýs sem
tóku sér aðsetur í húsinu, hoppa í
heyinu og ýmislegt fleira. Það var
samt mun skemmtilegra að fara
með þér í bíltúr því þú keyrðir svo
hratt en mér fannst afi lúsast
áfram. Þú varst svo mikill töffari á
bílnum.
Ég er leið yfir því að hafa ekki
fengið að kveðja þig eins og maður
vill kveðja þann sem aldrei kemur
aftur. Saga varð líka mjög leið
þegar ég sagði henni að amma
væri farin til guðs. En hún varð
allt í einu mjög glöð því hún sagði
mér að nú værir þú komin til Nan-
gíala og myndir hitta Snúð og Jón-
atan.
Elsku amma mín, ég elska þig
og sakna þín og segi góða ferð.
Knúsaðu Finn frænda frá mér.
Þín sonardóttir,
Sjöfn.
Elsku amma, ég man þegar þú
komst til Reykjavíkur og ég fékk
alltaf að kúra með þér, fyrst í
svefnsófanum í stofunni og svo
inni í mínu herbergi. Ég man þeg-
ar mamma var að vekja mig í skól-
ann og ég vildi sofa lengur að þá
potaðirðu í mig og sagðir:
„Hlýddu nú mömmu þinni“ og þá
yfirleitt gat ég ekki þrjóskast við
lengur, ekki af því ég vildi hlýða
mömmu heldur þér.
Mikið er ég þakklát fyrir að
hafa átt þig sem ömmu, falleg og
yndisleg í alla staði. Þú máttir
aldrei aumt sjá og er mér það
mjög minnistætt þegar við vorum
á Skerðingsstöðum ein jólin og
jólasveinninn gaf mér kartöflu í
skólinn, ég var svo sár og móðguð
yfir þessu, þú varst ekki lengi að
fara upp í skáp og ná í nammi fyrir
mig í sárabætur.
Elsku amma, ég trúi ekki að þú
sért farin. Ég sakna þín. Það er
tómlegt í kotinu en þó ekki of tóm-
legt, því hér á Skerðingsstöðum er
fullt af minningum, minningum
sem aldrei munu gleymast. Ég
fékk þann heiður að fá að búa hjá
þér síðustu mánuði og er sá tími
mér ómetanlegur. Kvöldin sem
við sátum og horfðum á sjónvarpið
og spjölluðum. Við töluðum um
svo margt, mest fannst mér gam-
an að tala um gamla tíma, þú hafð-
ir frá svo miklu að segja, og
örugglega margar sögur sem ég
hef ennþá ekki heyrt.
Ég vona að þú hafir fengið að
vita hvernig Leiðarljós endaði, ég
mun allavegana aldrei gleyma því
að þegar Leiðarljós var í sjón-
varpinu, það var þinn tími og
mátti lítið sem ekkert trufla þig.
Þetta vissi afi og man ég eitt skipti
þegar hann hringdi á Leiðarljósa-
tíma og sagði eiginlega strax þeg-
ar ég svaraði: „Er amma þín að
horfa á Leiðarljós?“ eða eitthvað í
þá áttina. Ég var meira að segja
dottin inn í þáttinn þinn og sat
með þér og horfði, fannst hann
vera spennandi. Ekki var nú verra
að þú þekktir allar persónur inn
og út og útskýrðir fyrir mér ef ég
var ekki með á nótunum.
Ég gæti skrifað endalaust
meira, því minningarnar eru svo
margar og skemmtilegar. En nú
kveð ég þig og bið Guð að varð-
veita þig. Ég elska þig.
Þín dótturdóttir og nafna,
Guðný Sæbjörg.
Elsku amma mín.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Takk fyrir að leyfa
mér og Bæron að vera hjá þér í
sumar, ég mun aldrei gleyma þér
eða stundunum okkar saman. Ég
veit að þú ert núna hjá Finni
frænda og Hrefnu, mömmu henn-
ar Steinu. Kannski getið þið
Hrefna horft á Leiðarljós saman.
Elsku amma mín, ég skal passa
afa fyrir þig.
Blessuð sé minning þín.
Þín
Ásdís.
Amma gefur alltaf ís. Hún
amma hafði alltaf eitthvað að gefa,
hvort sem það var ís, góð heilræði
eða uppskrift af Góðustukökum.
Það lifir svo sterkt í minningunni
þegar amma leyfði okkur barna-
börnunum að tína rabbabara og
svo fengum við að dýfa honum í
sykurkarið og borða. Við fengum
líka öll að smakka kaffið hennar
því hún dýfði sykurmola ofaní og
laumaði að okkur. Hún var alltaf
svo blíð og góð og aldrei skamm-
aði hún okkur nema kannski ef
upp úr okkur datt blótsyrði.
Hún amma hafði ekki misst
sjónar á barnatrúnni og hjá henni
lærði ég ýmis kvæði og bænir og
stundum fékk ég að heyra dæmi-
sögur. Það var alltaf svo gott að
vera í pössun á Skerðingsstöðum,
horfa á gömul áramótaskaup og
kúra hjá ömmu. Þá lásum við Pipp
og alltaf fórum við með kvöldbæn
og morgunbænina sem hún
kenndi mér:
Nú er ég klæddur og komin á ról,
Kristur Jesús veri mitt skjól,
í guðsóttanum gefðu mér,
að ganga í dag, svo líki þér.
(Höf. ók.)
Elsku amma mín. Ég veit að þú
óttaðist ekki, þú vissir að þín biði
ekkert nema gott. Þú færð nú að
hitta elsku Finn, son þinn, sem fór
allt of fljótt. Ég veit að á móti þér
tekur fjöldinn allur af fólki sem
passar uppá þig alveg eins og þú
passaðir alltaf upp á okkur. Ég
gat alltaf leitað til þín og þú hlust-
aðir alltaf. Það var svo gott að sitja
hjá þér og skoða fallegu peysurn-
ar, sem þú prjónaðir svo listavel
fyrir barnabarnabörnin, og spjalla
um allt milli himins og jarðar. Þú
varst svo sterk og sjálfstæð. Ég
vona að ég fái þó ekki sé nema vott
af styrk þínum og ákveðni. Elsku
amma, þín verður sárt saknað og
minning þín mun alltaf lifa í huga
mér.
Guð geymi þig.
Hrefna Jónsdóttir.
Ég man þegar hún amma var
að prjóna peysur á okkur barna-
börnin. Ég man þegar hún amma
var að stinga sykurmolum í kaffið
sitt og gefa mér. Ég man þegar
hún var að passa mig og hún gaf
mér alltaf ís þegar ég kom í heim-
sókn. Ég man líka þegar hún var
að spila við mig og kenna mér fullt
af köplum. Ég man þegar hún var
að gefa okkur rabarbara og leyfði
okkur að stinga honum í sykur-
karið.
Elsku amma mín, mér þykir
rosalega vænt um þig og ég er
alltaf með þig í hjartanu.
Guðný Sæbjörg Jónsdóttir.
Elsku besta amma mín, það er
erfitt að hugsa til þess að maður
fái ekki að sjá þig aftur. Þú varst
langbesta amma í heimi. Þú varst
svo hlý og góð og vildir allt fyrir
alla gera. Ég man sérstaklega eft-
ir því þegar ég var að fylgjast með
ömmu hekla í stólnum sínum og
ég bað hana um að kenna mér.
Þetta gekk ekki alveg nógu vel hjá
mér en þú varst svo þolinmóð og
góð við mig.
Hádegismaturinn hjá ömmu
var sá besti. Þegar við fjölskyldan
fórum vestur til ömmu og afa þá
gat maður alltaf treyst á það að
amma myndi elda besta lamba-
læri í heimi. Eftir matinn var allt-
af borinn fram ís og ávextir. Öll
barna- og barnabarnabörnin vissu
það að amma Sæbjörg átti alltaf
nóg af ís í frystikistunni.
Ég á frekar erfitt með að trúa
því að þú sért farin, en mér hlýnar
við tilhugsunina um að núna eruð
þið Finnur frændi saman að fylgj-
ast með okkur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Góða ferð, elsku amma mín.
Sjáumst seinna.
Harpa Rán.
Elsku amma mín.
Mér finnst enn svo skrýtið að
þú sért farin frá okkur. Að ég fái
aldrei aftur að heimsækja þig á
Skerðingsstaði. Ég var þó svo
heppin að fá að vera hjá þér og afa
í nokkra daga yfir sumartímann
þegar ég var lítil. Fara með afa í
fjárhúsin og fylgjast með þér gera
vöfflur í eldhúsinu. Ég man þó
sérstaklega eftir því þegar ég ætl-
aði í göngutúr upp að húsinu hans
Halla en kem hlaupandi og
öskrandi til baka. Það var geit á
túninu sem ætlaði að stanga mig!
Þú varst heldur betur ekki að
kaupa það enda voru engar geitur
á svæðinu. Þú labbaðir með mig
upp á tún og sýndir mér að þetta
var bara venjulegur hrútur. Eftir
það gat ég andað léttar en var þó
alltaf smeyk við þennan sama
hrút.
Árin liðu og ég byrjaði að æfa á
franskt horn í tónlistarskóla. Þeg-
ar þú varðst sjötug langaði mig
svo að spila handa þér afmælislag-
ið í veislunni sem var haldin heima
í Hafnarfirðinum. Ég var 10 ára,
nýbyrjuð að æfa og var því ansi
feimin að spila fyrir svona mörg
andlit sem ég þekkti. Við fyrsta
tón byrjaði ég að flissa og út kom
ansi skrýtið hljóð. Ég reyndi aftur
og aftur en fór alltaf að flissa.
Þetta fannst þér hin mesta
skemmtun og hlóst dátt með mér.
Mig minnir að ég hafi aldrei kom-
ist í gegnum lagið en fyrir þér
skipti hugurinn mestu máli.
Elsku besta amma, takk fyrir
allar góðu stundirnar sem við höf-
um átt saman. Ég veit að Finnur
frændi tók vel á móti þér og að þið
hafið það gott saman á ný.
Særún Ósk.
Sendum
frítt
hvert á land sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTRÚN GUÐNADÓTTIR,
lengst af til heimilis á Fornhaga 11,
Reykjavík,
sem lést 16. júlí á Droplaugarstöðum,
verður jarðsungin frá Neskirkju
þriðjudaginn 24. júlí kl. 15.
Guðni Harðarson, Helga Harðarson,
Grétar Hrafn Harðarson, Sigurlína Magnúsdóttir,
Sverrir Harðarson,
Sólrún Harðardóttir, Skúli Skúlason,
Elva Harðarson,
Lilja Harðarson,
Styrmir Grétarsson, Berglind Elíasdóttir,
Björk Grétarsdóttir,
Arnheiður Gróa Björnsdóttir,
Kristrún Sverrisdóttir,
Salka Sif Styrmisdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐLAUG PÁLSDÓTTIR
frá Refstað í Vopnafirði,
Stigahlíð 36,
lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands
miðvikudaginn 11. júlí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júlí
kl. 13.00.
Margrét Steinarsdóttir, Sigurður Sigurðsson,
Steingerður Steinarsdóttir, Guðmundur Bárðarson,
Helen Sjöfn Steinarsdóttir,
Svanhildur Steinarsdóttir, Ragnar Ólafsson,
Svava Svanborg Steinarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, mágkonu, ömmu og
langömmu,
INGIGERÐAR ÞÓRÖNNU
MELSTEÐ BORG
hjúkrunarfræðings,
Freyjugötu 42,
Reykjavík,
sem lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn
22. júní.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn Grundar fyrir framúrskarandi
umönnun og hjúkrun Ingu.
Anna Elísabet Borg, Rein Norberg,
Elín Borg, Benedikt Hjartarson,
Óskar Borg, Berglind Hilmarsdóttir,
Páll Borg, Ingunn Ingimarsdóttir,
Anna Borg,
Eva Dögg, Rakel Björk, Thelma Hrund,
Inga, Hildur Emma og Elín Ósk.
✝
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR PÉTUR ÞORLEIFSSON,
kaupmaður,
Egilsgötu 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 19. júlí.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 26. júlí kl. 15.00.
Valgerður Auður Elíasdóttir,
Þorleifur Sigurðsson, Brynja Dagbjartsdóttir,
Hjalti Sigurðsson, Þórey Dögg Pálmadóttir,
Margrét Sigurðardóttir, Þórður Jónsson,
Sigurður Sigurðsson, Guðrún Björk Reykdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Faxatúni 14,
Garðabæ,
andaðist þriðjudaginn 17. júlí í Holtsbúð,
Vífilsstöðum.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 25. júlí
kl. 13.00.
Kjartan Friðriksson,
Ingibjörg Kjartansdóttir, Salomon Kristjánsson,
Kristín Kjartansdóttir, Sigurður Þ. Sigurðsson,
Anna Kjartansdóttir,
Brynja Kjartansdóttir, Albert B. Hjálmarsson,
barnabörn og langömmubörn.