Morgunblaðið - 21.07.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 21.07.2012, Síða 31
MESSUR 31Á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Al- freð Jónsson. Félagar úr kór Akur- eyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Halla Steinunn Stefánsdóttir og Guðrún Óskars- dóttir leika á fiðlu og sembal. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Kristina Kalló Sklenár. Kaffisopi eftir stund- ina. BESSASTAÐAKIRKJA | Sam- eiginleg messa Bessastaða- og Garðasóknar í Garðakirkju kl. 11. Sjá www.gardasokn.is BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Tónlist í flutningi félaga úr Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Prestur er sr. Pálmi Matthíasson. Kaffi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11 í Kópavogskirkju. Lokað vegna sumarleyfa í Digraneskirkju. Sjá www.digranekirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkju- prestur prédikar, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti er Kári Þormar. Dóttur- dóttir sr. Þóris, Dagbjört Andrés- dóttir syngur einsöng. GARÐAKIRKJA | Sumarmessan kl. 11. Sr. Friðrik J. Hjartar prédik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti er Sólveig Einarsdóttir. Sjá www.gardasokn.is GLERÁRKIRKJA | Gönguguðs- þjónusta kl. 20. Létt ganga um hverfið, sem hefst og endar með stuttri helgistund í Glerárkirkju. Umsjón Arna Ýrr Sigurðardóttir. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Séra Sigurður Grét- ar Helgason prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari: Björg Þórhalls- dóttir. Organisti: Hilmar Örn Agn- arsson. Kaffi eftir messu. GRENSÁSKIRKJA | Lokað til 7. ágúst. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafar- holti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guðmarsdóttir, organ- isti Arnhildur Valgarðsdóttir og Ágústa Dómhildur spilar á fiðlu. Meðhjálpari Aðalsteinn D. Októs- son, kirkjuvörður Lovísa Guðmunds- dóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sumarmessa kl. 11, organisti er Bjartur Logi Guðnason. Sr. Guð- björg Jóhannesdóttir þjónar. HALLGRÍMSKIRKJA | Orgel- tónleikar laugardag kl. 12, Roger Sa- yer frá Englandi leikur. Messa og sögustund fyrir börn kl. 11. Sr. Birg- ir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Rev. Leonard As- hford. Messuþjónar aðstoða. Fé- lagar úr Mótettukórnum syngja org- anisti er Guðný Einarsdóttir. Tónleikar kl. 17, Roger Sayer frá Englandi leikur á Klais-orgelið. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kammerkór Háteigs- kirkju syngja. Organisti Kári Allans- son. Prestur sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykja- vík | Samkoma kl. 17. Umsjón: Margaret Saue Marti. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ólafur Hallgrímsson messar. Organisti Jóhann Bjarnason. Tón- leikar kl. 14. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu, Ármann Helgason á klarinett og Eydís Franzdóttir á óbó. HVALSNESSÓKN | Eiríksreið. Hjólað frá Útskálakirkju kl. 10 milli kirkna á Suðurnesjum. Farið í Hvalsneskirkju, Innri-Njarðvíkur- kirkju og Keflavíkurkirkju. Stutt stopp með andlegri næringu á hverj- um stað. Umsjón hefur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 20 með lofgjörð og fyrir- bænum. Unnar Erlingsson predikar. Kaffi á eftir. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Hjólað á milli kirkna á Suðurnesjum: Út- skála-, Hvalsnes, Kirkjuvogs- og Keflavíkurkirkja heimsóttar. Einn liður guðsþjónustunnar lesinn á hverjum stað. Ferðin er farin til minningar um sr. Eirík Brynjólfsson sem þjónaði þessu svæði á fyrri hluta 20. aldar og notaðist við hjólhest í embættiserindum sínum. Lagt af stað kl. 10 frá Útskálakirkju. Prest- ur er sr. Sigurður Grétar Sigurðs- son. KLYPPSSTAÐARKIRKJA í Loð- mundarfirði | Messa kl. 14. Sr. Lára G. Oddsdóttir, prédikar. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir þjónar fyrir altari. Kaffi eftir messu í Ferðafélags- skálanum. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Org- anisti er Zbigniew Zuchowich. LANGHOLTSKIRKJA | Bent er á messu í Bústaðakirkju kl. 11. LÁGAFELLSKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjón- ar fyrir altari og fer með hugvekju. Organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir söng- kona leiðir söng. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Útileikir ef veður leyfir. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kaffisopi eftir messu á Torginu. SALT kristið samfélag | Sam- koman fellur inn í kristniboðsmót SÍK að Löngumýri Skagafirði helgina 20.-22. júlí. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór Selfoss leiðir söng undir stjórn Jörgs Sondermann. Súpa, brauð og kaffi í umsjón kvenfélags- kvenna eftir messuna. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórs- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Eggerts- son. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Toshiki Toma leið- ir stundina. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hátíðar- messa á Skálholtshátíð, kl. 14. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, Skál- holtsbiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Agli Hallgrímssyni sóknarpresti. Skálholtskórinn syng- ur. Margrét Bóasdóttir syngur ein- söng. Organisti Jón Bjarnason. Kaffiveitingar í Skálholtsskóla eftir messuna. Hátíðarsamkoma kl. 16. Biskup Íslands sr. Agnes Sigurðar- dóttir flytur ávarp. ÚTSKÁLAKIRKJA | Eiríksreið. Hjólað frá Útskálakirkju kl. 10 milli kirkna á Suðurnesjum. Farið í Hvalsneskirkju, Innri-Njarðvíkur- kirkju og Keflavíkurkirkju. Stutt stopp með andlegri næringu á hverj- um stað. Umsjón hefur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. VÍDALÍNSKIRKJA | Sameigin- leg messa Garða- og Bessastaða- sóknar í Garðakirkju kl. 11. Sjá www.gardasokn.is ÞINGEYRAKLAUSTUR- SKIRKJA | Helgistund kl. 14 í umsjá Kristínar Árnadóttur djákna Húnavatns- og Skagafjarðarpró- fastsdæmis. Orgelleikari Elinborg Sigurgeirsdóttir. Kaffi og kleinur í boði að helgistund lokinni. ORÐ DAGSINS: Jesús mettar 4 þús. manna. (Mark. 8) ljósmynd/Magnús R. Jónsson Klyppsstaðarkirkja í Loðmundarfirði Hún er látin hún Sigrún, tengda- mamma, og með henni er genginn einn besti vin- ur minn. Sigrún var Thoraren- sen og gift Auðuns, og þar með rækilega vígð inn í íslenskan landsbyggðaraðal, þann hluta samfélagsins sem fer ört þverr- andi en stóð sterkum fótum þegar sú sem fallin er frá var upp á sitt besta. Og í hverju skyldi aðalsmerki þessarar ynd- islegu konu hafa verið falið? Sigrún var svo hæglát og geðgóð að ég sá hana aldrei skipta skapi. Þótt tengda- Sigrún Thorarensen ✝ Sigrún Thor-arensen fædd- ist á Flateyri 9. des- ember 1927. Hún andaðist á Drop- laugarstöðum 15. júní 2012. Útför Sigrúnar fór fram í kyrrþey. mömmubrandar- arnir skiptu þús- undum átti enginn þeirra við um hana. Okkur Sigrúnu varð aldrei sundur- orða öll þau fjöru- tíu ár, sem við þekktumst. Það segir ekkert um skaplyndi mitt en allt um geðprýði hennar, sem ég held að allir geti samsinnt, sem hana þekktu að hafi átti drjúg- an þátt í hve heillandi hún var og aðlaðandi. Í heimi sem telur á áttunda milljarð fullum af tjóni út af til- gangslausum átökum er hróp- legur skortur á aðli eins og Sig- rúnu. Ekki var það vegna þess að lífið væri henni svo hliðhollt, öðru nær. Hún missti elskuleg- an eiginmann sinn, Árna, áður en einkadóttir þeirra, eiginkona mín Margrét, fæddist. Í staðinn fyrir að binda trúss við annan mann flutti hún suður og vann hörðum höndum fyrir örfjöl- skyldu sinni meðan hún glímdi við alvarlegan sjúkdóm, sem á endanum rændi hana öðru lung- anu. Sigrún kaus fremur að fara halloka fyrir vonsku heimsins en tapa skapfestu sinni og hóg- værð. Hún sneri erfiðleikum æskunnar í sigur með dyggum stuðningi foreldra sinna, Ingi- bjargar og Ragnars, sem eins og hún voru hógværðin og elju- semin uppmáluð. Hún gerði ekki mikið úr erfiðleikum bú- skaparáranna og örvæntingu ekkjukostsins í mín eyru heldur bar sig höfðinglega og tók mót- lætinu með aðdáanlegri reisn. Þannig skein í aðalskonuna undir hæglátu æðruleysinu, prúðbúna, sposka, fordómalausa og hugljúfa. Þegar ég hugsa til hennar minnist ég síðustu samveru- stundanna á Droplaugarstöðum, þar sem hún dvaldi undir lokin. Hún rifjaði upp brot úr barn- æsku sem staðfesta kjarnann í henni. Þegar móðurafi hennar, Markús Gissurarson, bóndi og sjómaður úr Álftafirðinum, neyddist til að bregða búi vegna blindu og flytjast þvert yfir landið til Vestfjarða varð hann aufúsugestur á æskuheimili Sig- rúnar heitinnar á Flateyri þótt þar væri rúmmetrafjöld ekki fyrir að fara. Barnung annaðist Sigrún hann með því að ljá hon- um sjón sína þegar hann þurfti að ferðast um heimili og þorp. Hafi eitthvað komið íslenskri þjóð gegnum aldalangar þreng- ingar er það ekki fólk sem slær um sig með digurbarka og hamagangi. Það eru hvorki hetjur fornritanna né höfðingja- lýður sá sem gekk að þjóðveld- inu dauðu heldur venjulegt, hæglátt fólk sem líkt og Sigrún var tilbúið að ljá sínum nánustu augu sín þegar þeir þurftu á annarra skilningarvitum að halda til að komast fetið. Það er nefnilega fetið sem hefur komið okkur áfram í aldanna rás en ekki langstökkið eða hástökkið. Þetta fékkstu mig til að skilja Sigrún mín, með fordæmi þínu og óendanlegri hugprýði. Og söknuðurinn er þeim mun meiri eftir því sem svo fáir standa eftir sem farið geta í föt- in af þér. Halldór Björn Runólfsson. Þann 15. júní síðastliðinn kvaddi elsku amma mín, Sigrún Thorarensen, þennan heim. Frá því að ég var kornungur hefur amma verið stór þáttur í mínu lífi og sjálfsagt aldrei eins mikið og á uppvaxtarárum okkar systkinanna þar sem hún var til staðar fyrir okkur sem þriðja foreldri. Ég minnist ófárra skipta sem hún passaði okkur þegar við vorum lítil og hvað við hlökkuðum mikið til að vera hjá henni þar sem hún vildi allt fyrir okkur gera. Örlæti hennar átti sér engin mörk og þurftum við sjaldnast að biðja um nokk- uð þar sem hún varð alltaf fyrri til að bjóðast til þess að gera hluti fyrir okkur, hvort sem það var að segja okkur sögur, laga pönnukökur eða kaupa handa okkur hvað sem hugurinn girnt- ist. Jafnvel þegar við fjölskyldan fluttum til Finnlands í þrjú ár gat ég ávallt treyst á að amma mín á Íslandi myndi leggja leið sína í hverri viku á pósthús og senda mér eitt stykki Andrés- blað svo ég myndi örugglega ekki missa af nýjustu fréttum úr Andabæ. Í raun skipti engu máli hvað það var sem okkur vantaði, amma okkar fór alltaf úr vegi sínum til að ég og systir mín hefðum það sem best því svo lengi sem við vorum ánægð þá var hún það líka. Jafnvel þegar hún var ekki upp á sitt besta var henni ávallt meira umhugað um okkur en sjálfa sig. Þessi eiginleiki hennar var án efa sá sem einkenndi hana hvað mest og ég er henni æv- inlega þakklátur fyrir. Í mínum huga er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu. Eftir að við systkinin uxum úr grasi héldum við alltaf sterku sambandi við ömmu okk- ar og síðustu árin heimsóttum við hana vikulega sem ég veit að gladdi hana mikið. Þessar stundir með henni voru mér ómetanlega kærar og finnst mér mikilvægt að hafa getað endurgoldið henni smábrot af þeim tíma, þeirri orku og þeim óteljandi hlutum sem hún gaf okkur á okkar yngri árum. Ég mun sakna hennar mikið en líð- ur vel vitandi að hún hvílir nú í faðmi afa míns og þrátt fyrir að hún sé farin munu þær ljúfu minningar sem ég á um hana fylgja mér til æviloka. Árni Halldórsson. MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.