Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 33
auðvitað mjög góðir tímar en engu
að síður kafli sem er liðinn og sem ég
ætlaði mér aldrei að festast í. Plötu-
bransinn var grasrótarstarf og ég
hafði ákveðið, löngu áður en ég
hætti, að hefja nýjan feril í nýrri
grasrót, eða eins og Savanatríóið
orðaði það: „Ég ætla að hefja annað
líf – á annarri stöð“.
Ég held að ég hafi söðlað um á
góðum tíma. Við keyptum jörðina
hérna fyrir ellefu árum, höfum búið
hér í níu ár og verið með ferðaþjón-
ustuna hér í Fossatúni í átta ár. Við
erum ánægð með staðinn og okkur
líður mjög vel hér.“
En þú ert samt ekki hættur að
hlusta á tónlist?
„Nei, nei. Við erum einmitt með
sérstakt kaffihús hér sem heitir
Kaffi Vinyll. Þar er gamla vinyl-
safnið mitt, 3.000 vinylplötur sem
gestir geta flett í og beðið um að láta
spila fyrir sig.
Ég hef nú ennþá gaman af gamla
blúsnum sem við hlustuðum á í
kringum 1970, Fleetwood Mac, John
Mayall og Cream. En ég finn að ég
er að færast nær alþýðlegri tónlist
með aldrinum, svona samblandi af
rokki og sveitatónlist. Svo hlusta ég
auðvitað alltaf á frumkvöðla rokks-
ins, og Bítlana og Stones.“
Steinar er nú kominn hinum meg-
in við borðið í tónlistinni því hann
stofnaði hljómsveitina Grasasnana,
árið 2012 sem nú þegar hafa sent frá
sér stuttplötuna Stutt í brosið og
munu senda frá sér nú í haust tólf
laga LP-plötu, Til í tuskið. Þá er
hann nú meðlimur í Rithöfunda-
sambandi Íslands, skrifar af kappi
og hefur sent frá sér eftirfarandi
bækur: Tryggðatröll, útg. 2007;
Töllagleði, útg. 2009, og Hringaló og
Grýla, f. 2010.
Steinar gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Samband hljóm-
plötuframleiðenda og Samband
flytjenda og hljómplötuframleið-
enda, var formaður beggja sam-
bandanna um árabil, gegndi einnig
trúnaðarstörfum fyrir Samtök
myndabandaútgefenda, þ.á m. for-
mennsku og sat í stjórn Bókabúða
Máls og menningar hf. um skeið.
Fjölskylda
Steinar kvæntist 2.12. 1972 Ingi-
björgu Pálsdóttur, f. 1.2. 1952,
stjórnarformaður Fossatúns. For-
eldrar hennar: Páll H. Pálsson, var
forstjóri
Happdrættis HÍ og Bryndís Guð-
mundsdóttir húsfreyja en þau eru
bæði látin.
Börn Steinars og Ingibjargar:
Páll Arnar, f. 14.6. 1973, MA í As-
íufræðum; Alma, f. 29.8. 1981, skrif-
stofumaður hjá Hringdu, búsett í
Reykjavík; Dagný, f. 25.10. 1987, há-
skólanemi í Kaupmannahöfn.
Systkini Steinars: Ólafur, f. 28.8.
1953, bílamálari í Reykjavík; Alma,
f. 21.11. 1954, skrifstofumaður í
Reykjavík; Guðbergur, f. 11.11.
1960, ritstjóri Myndbanda mánaðar-
ins, búsettur í Guelin í Kína.
Foreldrar Steinars: Ísleifur Run-
ólfsson, f. 24.4. 1927, d. 2.9. 1998,
verslunarmaður og framkvæmda-
stjóri Vöruflutningamiðstöðvarinnar
og Iðnverks hf., og k.h., Ólafía Guð-
bergsdóttir, f. 4.12. 1931, d. 4.5. 2011,
húsfreyja.
Úr frændgarði Steinars Berg Ísleifssonar
Kristinn Ásgrímsson
steinsm. í Rvík, af Húsafellsætt
Ólafía S. Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Kristmundur Guðmundsson
b. í Laugalandi við Djúp
af Ormsætt
Etelríður Pálsdóttir
húsfr.
Alvilda Thomsen
af Knudsenætt
Björn Sigfússon
alþm. á Kornsá af Blöndalsætt
Ingunn Jónsdóttir
rith. frá Melum í Hrútafirði
Steinar Berg
Ísleifsson
Ísleifur Runólfsson
framkvæmstj. í Rvík.
Ólafía Guðbergsdóttir
húsfr.
Steinunn Kristmundsdóttir
húsfr. í Rvík.
Guðbergur Kristinsson
sjómaður í Rvík.
Runólfur Björnsson
b. á Kornsá í Vatnsdal
Anna A. Möller
húsfr. á Kornsá
Jóhann G. Möller
kaupm. á Blönduósi
Tómas Möller
símstöðvarstj. í Stykkish.
Agnar Möller
fulltr. í Rvík.
Ásta Möller
fyrrv. alþm.
Jóhann Möller
skrifstofustj.
Helga Möller
söngkona
Guðrún Möller
húsfr.
Berti Möller
söngvari
Steinn Steinarr
skáld
Hjörtur Kristmundsson
skólastj.
Afmælisbarnið, aldrei brattari.
ÍSLENDINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Jón Helgi Guðmundsson, rit-stjóri Vikunnar, fæddist íReykjavík 21.7. 1906. For-
eldar hans voru Guðmundur Jóns-
son, trésmiður í Reykjavík, og k.h.,
Margrét Ásmundsdóttir húsmóðir.
Jón stundaði prentnám í prent-
smiðjunni Gutenberg 1923-28. Að
námi loknu vann hann um hríð í
Gutenberg, var síðan vélsetjari í
Herbertsprenti í fimm ár og starf-
rækti eigin prentsmiðju í eitt ár.
Hann vann síðan í Steindórsprenti í
stuttan tíma.
Jón hætti prentstörfum er hann
tók við ritstjórn Vikunnar vorið
1940. Hann var síðan ritstjóri blaðs-
ins meðan hann lifði, eða næstu tólf
árin.
Vikan kom fyrst út á sumardaginn
fyrsta, árið 1912, og var þá viku-
útgáfa dagblaðsins Vísis. Var
blaðinu ætlað í upphafi að vera
nokkurs konar vikusamantekt á
helstu fréttum og greinum Vísis frá
undangenginni viku og einkum ætl-
að landsbyggðarfólki, enda dýrt á
þeim árum að senda dagblað um allt
land á hverjum degi.
Á ritstjórnarárum Jóns var Vikan
mjög vinsælt vikurit fyrir alla fjöl-
skylduna og líklega útbreiddasta
tímarit sinnar tegundar hér á landi
fram til 1970 eða lengur. Annað
þekkt vikurit frá þessum árum sem
lengi stóð í harðri samkeppni við
Vikuna var Fálkinn sem þó seldist
ekki í eins stóru upplagi og Vikan.
Jón sendi frá sér ritin Frá liðnum
kvöldum, 1937, og Vildi ég um Vest-
urland, kvæði og ferðasögur, 1943.
Jón sinnti ýmsum félagsmálum,
var ritari Hins íslenska prentara-
félags, sat í ritstjórn Prentarans,
málgagns prentara,og var ritstjóri
blaðsins 1930 og aftur 1936-38, sat í
fyrstu stjórn Prentnemafélagsins,
sat í skólanefnd Laugarnesskóla
1936-42 og í stjórn Menningar- og
fræðslusambands alþýðu.
Fyrri kona Jóns var Guðný Magn-
úsdóttir en seinni kona hans var
Guðrún Halldórsdóttir.
Jón lést fyrir aldur fram, 12.6.
1952.
Merkir Íslendingar
Jón Helgi
Guðmundsson
80 ára
Guðrún G. Sæmundsdóttir
Gunnar A. Þormar
Karólína Kristinsdóttir
75 ára
Kristján Richter
Stefán A. Magnússon
Ulrich Falkner
70 ára
Alfreð Óskar Alfreðsson
Gíslína Gunnarsdóttir
Gunnar Hjaltason
Hilmar Ágústsson
50 ára
Hallfríður Sveinsdóttir
Lilja Björk Högnadóttir
Matthildur Halla Jónsdóttir
Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir
Steingrímur Steingrímsson
Þröstur Már Björgvinsson
40 ára
Arnheiður Hjálmarsdóttir
Eygló Inga Bergsdóttir
Guðbjarni Karlsson
Hjalti Jónsson
Hrefna Guðmundsdóttir
Linda Björk Vilhelmsdóttir
Stefán Árni Auðólfsson
30 ára
Arnar Víðir Jónsson
Ásta Kristín Árnadóttir
Benjamín Magnússon
Friðrik Guðmundsson
Helena Arnardóttir
Hildur Viðarsdóttir
Kristín M. Kristjánsdóttir
Sóley Ósk Óttarsdóttir
90 ára
Jens Albert Pétursson
80 ára
Björn B. Birnir
Guðný Kristjánsdóttir
Kristín Jónsdóttir
Pétur Valdimarsson
Sigurjón Guðnason
75 ára
Árni Ólafsson
Helgi Björn Einarsson
Helgi Helgason
Páll Ólason
Sigurjón Valdimarsson
70 ára
Jónína Björgvinsdóttir
Kristján Sigurðsson
Sigrún Margrét
Ragnarsdóttir
60 ára
Aldís Jónsdóttir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Sigurbjörg Karlsdóttir
50 ára
Andrea Maria Henk
Ásdís Ásgeirsdóttir
Jóna Diego
Jón Árni Halldórsson
Svanhildur Skúladóttir
40 ára
Anna Mjöll Líndal
Arnhildur Pálmadóttir
Árni Árnason
Hrefna Björnsdóttir
Jón Axelsson
Perla Rúnarsdóttir
Sigrún Eiríksdóttir
30 ára
Andri Guðmundsson
Anna Katrín Jónsdóttir
Fríða Jóhannesdóttir
Gestur Þ Þórhallsson
Viðar Kristinsson
Til hamingju með daginn
30 ára Fjalarr ólst upp í
Svíþjóð og á Höfn, lauk
MSc-prófi í fjármálaverk-
fræði 2012 og starfar hjá
Landsvirkjun.
Systkini: Guðrún Beta
Mánadóttir, f. 1978, bóka-
safnsfræðingur; Gunnar
Steinn Mánason, f. 1980,
læknir í Svíþjóð.
Foreldrar: Máni Fjal-
arsson, f. 1954, læknir í
Reykjavík, og Gunnþóra
Gunnarsdóttir, f. 1948,
blaðam. við Fréttablaðið.
Fjalarr Páll
Mánason
30 ára Helga fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp.
Hún lauk embættisprófi í
læknisfræði frá Háskóla
Íslands 2010 og er nú
læknir við LSH.
Maki: Jón Þór Pétursson,
f. 1979, þjóðfræðingur.
Foreldrar: Steinunn Stef-
ánsdóttir, f. 1961, aðstoð-
arritstjóri við Fréttablaðið,
búsett í Reykjavík, og
Tryggvi Þórhallsson, f.
1962, lögfræðingur í
Reykjavík.
Helga
Tryggvadóttir
30 ára Sigríður fæddist á
Egilsstöðum, ólst þar
upp, lauk stúdentsprófum
frá ME, hússtjórnarprófi
frá Hallormsstað, og er
deildarstjóri við leikskóla.
Maki: Ingþór Guðmunds-
son, f. 1978, starfsmaður
hjá Optima.
Sonur: Egill Hrafn Ing-
þórsson, f. 2010.
Foreldrar: Jóna Ósk-
arsdóttir, f. 1956, sjúkra-
liði og Benedikt Þórð-
arson, f. 1949 rafvirki.
Sigríður Harpa
Benediktsdóttir
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
ALVÖRU
MÓTTAKARAR
MEÐ LINUX
ÍSLENSK VALMYND
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is