Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 44
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2012
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Einkahúmor sem gekk of langt
2. Hélt veislu eftir hjartaaðgerð
3. Ánægður með íslenska vatnið
4. Til fyrirmyndar á Facebook
Hallvarður Ásgeirsson spilar and-
rýmistónlist ásamt kammersveit
sinni á portretttónleikum í Slátur-
húsinu á Egilsstöðum kl. 20 í dag.
Aðgangur er ókeypis.
Andrýmistónlist í
Sláturhúsinu
Í Listagilinu á
Akureyri er opið
gestastúdíó í dag
og á morgun, kl.
14 til 17. Þar geta
gestir skoðað
verk svissnesku
listamannanna
Verenu Lafarguer
myndlistarkonu
og Christins Wildbolz tónlistarmanns
þar sem þau hafa opnar vinnustofur
og „sýna hvað upplifanir þeirra á
Akureyri og nágrenni hafa gert þeim
kleift að skapa“.
Vinnustofur opnar í
Listagilinu
Roger Sayer,
dómorganisti í
Rochester í Bret-
landi kemur fram
á tvennum tón-
leikum á Al-
þjóðlega orgel-
sumrinu í
Hallgrímskirkju, í dag kl. 12 og á
morgun kl. 17. „Sayer er í fremstu röð
breskra organista, og ætlar að leika
skemmtilegt og aðgengilegt pró-
gramm um helgina,“ segir í tilkynn-
ingu. Aðgangseyrir í dag er 1.500 kr.,
og 2.500 kr. á morgun.
Sayer dómorganisti
í Hallgrímskirkju
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austan- og suðaustanátt árla dags með rigningu, 10-15
m/s S- og SV-til á landinu um hádegi, en 15-23 þar með kvöldinu og talsverð rigning.
Á sunnudag Sunnan og suðaustan 8-15 m/s en norðaustan 8-15 um landið norðvestan-
vert. Rigning um allt land, einkum S-til. Hægari og úrkomuminna N-til síðdegis. Hiti 10 til
20 stig, hlýjast nyrðra.
Á mánudag Norðlæg átt, 5-13 m/s, en sums staðar hvassari NV-til.
Bretinn Bradley Wiggins er með góða
forustu í Tour de France en næstsíð-
asti áfanginn verður hjólaður í dag.
Wiggins er mikið hjólreiðanörd og
horfði á myndbandsspólur af hjól-
reiðum í æsku á meðan vinir hans
spiluðu fótbolta.
Áfanginn í dag er sprettur en Wigg-
ins vann hinn sprettáfangann sem
var á níunda keppnisdegi. »1
Nördið að vinna Frakk-
landshjólreiðarnar
Strákarnir okkar í íslenska
landsliðinu í handbolta
mæta Argentínumönnum í
tveimur æfingaleikjum í
Kaplakrika í dag og á
mánudaginn.
Snorri Steinn Guðjóns-
son, leikstjórnandi liðsins,
segir að ekki megi vanmeta
Argentínumenn en þeir
muni þó fá skýr skilaboð
um að íslenska liðið sé
betra. »2
Fá skýr skilaboð
frá strákunum
Nú þegar landsmóti hestamanna er
nýlokið og ólympíuleikar á næstu
grösum er ekki úr vegi að rifja upp
einstakt afrek úr sögu frjáls-
íþróttakeppni Ólympíuleikanna sem
unnið var af manni sem bar við-
urnefnið „hest-
urinn“ eða „El
Caballo“ á máli
landa hans á
Kúbu. Maðurinn
er Alberto Juanto-
rena sem tókst að
verða ólympíu-
meistari í 400 og 800 m
hlaupi á Ólympíu-
leikunum í Montréal í
Kanada 1976 og gera
þar með nokkuð sem ól-
ympíumeistarinn í 800
m hlaupi frá leikunum
1996, Vebjörn Rodal, seg- ir
að muni aldrei verða leik-
ið eftir. »4
Afrek í Montréal sem
aldrei verður endurtekið
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Sigríður Sigurðardóttir bjó á bæn-
um Vaðbrekku ásamt eiginmanni
sínum Aðalsteini Aðalsteinssyni í
um 40 ár. Allar götur síðan hefur
hún gengið með þann draum í mag-
anum að klífa Snæfell, fjallið sem
hún hafði fyrir augunum á hverjum
degi þegar hún bjó á Vaðbrekku.
Sigríður lét svo drauminn rætast
síðasta mánudag þegar hún fór
ásamt hluta fjölskyldu sinnar upp á
topp Snæfells.
„Ég flutti í nágrenni Snæfells
þegar ég var tvítug og hef haft þann
draum að ganga upp á fjallið en ekki
haft tök á því fyrr að láta hann ræt-
ast,“ segir Sigríður, sem er 75 ára
gömul.
Tildrög ferðarinnar voru þau að
Ragnhildur, yngsta dóttir þeirra
Sigríðar og Aðalsteins, stakk upp á
því að farið yrði í fjölskylduferð upp
á Snæfell og að allir mættu koma
með sem vildu. „Þá náttúrlega rétti
ég strax upp höndina.“
70 ár milli elsta og yngsta
Fjölmenni var í ferðinni en alls
voru 22 í hópnum að leiðsögumanni
meðtöldum. „Þetta vorum við hjón-
in, börn, barnabörn, tengdabörn og
svo gestir, sem voru að koma úr ný-
afstöðnu afmæli og ákváðu að koma
með okkur,“ segir Sigríður. Hún
segir að hópurinn hafi verið þægi-
legur og vel samstiga um að fara
frekar hægt. Fjölskyldan var rúm-
lega fimm klukkustundir á leiðinni
upp og í heildina tók ferðin upp og
niður níu tíma.
Sá elsti í hópnum var Aðalsteinn
maður hennar, sem er áttræður, en
sá yngsti var Brynjar Leó Hreiðars-
son, barnabarn þeirra Sigríðar og
Aðalsteins en hann er 10 ára gamall.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Aðal-
steinn fer á Snæfell en Sigríði telst
svo til að þetta hafi verið níunda
ferðin hans upp á tind fjallsins.
Sigríður segir að ferðalagið upp á
toppinn hafi verið óskaplega
skemmtileg upplifun fyrir fjölskyld-
una, en upphafspunktur ferðarinnar
var skammt innan Snæfellsskála.
„Þetta var draumaferð. Veðrið var
eins og best verður á kosið, sól og
logn, en þó smáandvari þannig að
fólki varð ekki of heitt við gönguna.“
Hún segir gönguna erfiða en að hóp-
urinn hafi verið mjög vel búinn.
„Bóndinn minn fór þó bara á vað-
stígvélunum, honum finnst þægileg-
ast að ganga í þeim,“ segir Sigríður
og hlær.
Að endingu vill Sigríður þakka
leiðsögumanninum, Skúla Júlíus-
syni, alveg kærlega fyrir frábæra
leiðsögn.
Draumurinn rættist að lokum
Komst á topp
Snæfells eftir
rúmlega hálfa öld
Ljósmynd/Lilja Vigfúsdóttir
Fjölskylduferð Hér sjást Sigríður og Aðalsteinn ásamt fimm af sex börnum sínum. Frá vinstri: Sigurður, Snorri,
Ingibjörg, Sigríður og Aðalsteinn, Ragnhildur og Aðalsteinn yngri. Yngstur í ferðinni var Brynjar Leó, 10 ára.
Snæfell er 1.833 metrar á hæð, og er því hæsta fjall landsins sem er
ekki innan jökla. Fjallið er nokkuð keilulaga, úr líparíti og móbergi og
var áður virk eldstöð, en það myndaðist seint á síðustu ísöld. Síðasta
gos í Snæfelli var fyrir um 10.000 árum. Efsti hluti fjallsins er fyrir ofan
snælínu og hverfur því aldrei alveg fönn úr fjallinu. Frá toppi Snæfells
er víðfeðmt útsýni á góðviðrisdögum.
Hæsta fjall Íslands utan jökla