Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
✝ GuðmundurTheodórsson
fæddist að Haf-
urstöðum í Öx-
arfirði 1. október
1927. Guðmundur
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga 22. júlí
2012.
Foreldrar Guð-
mundar voru Guð-
rún Pálsdóttir, f. 3.
mars 1902 á Svínadal í Keldu-
hverfi, d. 19. júlí 1987 og Theo-
dór Gunnlaugsson, f. 27. mars
1901 á Hafurstöðum í Öxarfirði,
d. 12. mars 1985. Systkini Guð-
mundar eru 1) Þorbjörg Theo-
dórsdóttir, f. 13. júlí 1926. 2)
Gunnlaugur Theo-
dórsson, f. 1. des-
ember 1929. 3)
Halldóra Theodórs-
dóttir, f. 23. mars
1933. 4) Guðný
Anna Theodórs-
dóttir, f. 24. ágúst
1947.
Guðmundur var
lengst af bóndi á
Bjarmalandi og
Austara-Landi í
Öxarfirði ásamt Gunnlaugi
bróður sínum. Guðmundur var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Guðmundar fer fram
frá Skinnastaðakirkju í Öx-
arfirði í dag, 30. júlí 2012, og
hefst athöfnin kl. 14.
Ég var skírður 1. október
1977 í Húsavíkurkirkju í höfuðið
á Guðmundi Theodórssyni móð-
urbróður mínum á 50 ára afmæl-
isdegi hans. Þar með hófst ein-
stakt samband okkar Nafna. Ég
var reyndar orðinn töluvert
stálpaður þegar ég áttaði mig á
að hann hét Guðmundur en ekki
Nafni. Þess vegna kölluðu vinir
mínir hann líka alltaf Nafna.
Nafni var einstaklega barn-
góður og áhugasamur lærifaðir.
Kennsluaðferðir hans byggðust
á jákvæðni og hvatningu. Í nám-
inu var lögð áhersla á íþróttir,
náttúrufræði, söng og hesta-
mennsku. Sjálfur var hann fyr-
irmynd á þessum sviðum þar
sem hann t.d. sópaði inn stigum
á héraðsmótum í Ásbyrgi. Hann
hljóp 100 m á 11,7 sek., stökk
5,98 í langstökki og 12,38 m í þrí-
stökki. Á sjónvarpinu á Austara-
Landi stóð bikar sem Nafni
hlaut fyrir hestadóma á Lands-
móti UMFÍ 1971. Í félags- og
trúnaðarstörfum var hann virkur
hreppsnefndarmaður, kirkju-
kórsfélagi og félagsmaður í
hestamannafélaginu Feyki.
Náttúruna las Nafni eins og
opna bók enda alinn upp í stór-
fenglegri náttúru jökulsárgljúfra
auk þess að vera sonur Theodórs
frá Bjarmalandi sem var mikils-
metinn rithöfundur á sviði nátt-
úrufræða. Þekkingu sína notaði
Nafni m.a. í skotveiði. Hann gat
skotið 65 rjúpur á dag og ref á
300 metra færi. Nafni var góður
bóndi og sérstaklega vegna
þeirrar virðingar sem hann
sýndi skepnunum. Í hestaferðum
kenndi hann mér að tala fallega
til hestanna frekar en að rífa í
tauminn af hörku. Hann notaði
vel valin orð og hrynjandi í rödd-
inni til að fá hestana á sitt band
og þá var eftirleikurinn auðveld-
ur. Nafni átti auðvelt með að ná
til fólks en leiðin sem hann oft á
tíðum valdi var að fara með
skemmtilegar vísur. Hugmyndir
hans um heilbrigði og góð sam-
skipti hafa því ávallt verið mér
til fyrirmyndar.
Margar minningar lifa af ferð-
um okkar um sveitina. Á haustin
fórum við í göngur og réttir og í
veiðiferðum var rjúpan stundum
skotmarkið en oftast var það sil-
ungurinn í Landsánni eða Haf-
urstaðavatni sem beið okkar.
Áfangastaðir okkar voru oft þeir
fallegustu á landinu eins og Ás-
byrgi, Hljóðaklettar, Dettifoss,
Hallhöfðaskógur og Forvöð. Á
veturna dró hann mig á skíðum á
vélsleðanum upp brekkurnar og
á sumrin fékk ég að grípa í Lan-
cerinn á fáförnum sveitavegum.
Í Land Rovernum söng svo
Nafni fyrir mig íslensk ættjarð-
arlög um dásemdir sveitalífsins.
Það sem einkenndi þessar ferðir
var hversu vel Nafni gætti ör-
yggis míns og hversu vel hann
útskýrði öll okkar viðfangsefni.
Nafni minntist oft á það þegar
mér tókst að draga hann úr hey-
slætti á besta degi ársins til að
fara ofan í gil að veiða silung.
Svo heppilega vildi til að í þetta
eina skipti komum við heim með
stórlax. Það er því óhætt að
segja að Nafni hafi látið mikið
eftir mér og í verslunarferðum
okkar sagði hann mér alltaf að
versla „duglega“. Hann útskýrði
svo jafn oft að sá sem notaði ekki
áfengi eða tóbak ætti nóg af pen-
ingum.
Lærdómurinn og minningarn-
ar sem Nafni gaf mér hafa mótað
mig og hjálpað mér að skilja
samfélagið og náttúruna. Fyrir
það verð ég alltaf þakklátur,
elsku besti Nafni minn.
Guðmundur Freyr Sveinsson.
Hvaða áhrif hefur það á börn
og unglinga að vera í sveit á
sumrin? Svörin eru eflaust mörg
og misjöfn. Ég er þó sannfærður
um að við, sem nutum þeirra for-
réttinda að vera í sveit á Aust-
ara-Landi í Öxarfirði, erum sam-
mála um að það hafi verið okkur
til mikillar gæfu. Þar fékk ég
menntun sem skólar geta ekki
gefið.
Þessi orð eru rituð í minningu
Guðmundar Theodórssonar eða
Munda eins og hann var kall-
aður. Hann var fyrirmynd í öllu
sem hann sagði og gerði. Frá
átta ára aldri og fram á ung-
lingsár naut ég kennslu hans og
annarra heimilismanna. Mundi
var alveg sérstaklega skilnings-
ríkur og natinn við okkur úr
yngri kynslóðinni og gaf sér allt-
af tíma til að leiðbeina, t.d.
hvernig best er að fara að dýr-
unum, skilja þau og njóta sam-
verunnar við þau. Á unglings-
aldri hafði ég orðið vitni að
nautaati á Spáni og nefndi þá við
hann að e.t.v. mætti selja naut-
kálfinn okkar fyrir góðan pening
í atið á Spáni. Hann spurði mig
þá góðlátlega „mundir þú vilja
láta murka lífið úr kálfinum okk-
ar?“ Það dugði alveg, ekki þurfti
nánari umræður um þetta. Þann-
ig var það svo oft, hið verklega
og hið fræðilega tvinnaðist sam-
an á náttúrulegan hátt og festist
því vel í minni. Það átti m.a. við
um meðferð skotvopna, akstur
ökutækja, meðferð vinnuvéla,
virðingu fyrir landinu, mönnum
og dýrum. Svo mætti lengi telja
en mikilvægast finnst mér þó að
Mundi stóð við orð sín í verki og
var alla tíð góð fyrirmynd. Sem
strákur dáðist ég þó mest af ver-
aldlegri hæfni Munda. Þar var af
nógu að taka en ég vil nefna það
sem stóð mér næst. Hann var
fjölhæfur íþróttamaður og
stundaði spretthlaup, langstökk,
kúluvarp, kringlukast o.fl. við
frumstæðar, heimatilbúnar að-
stæður og náði undraverðum ár-
angri. Hann var afskaplega fær
og öruggur bílstjóri, fór afar vel
með og gerði við farartækin að
mestu sjálfur. Margar ferðir
hljóp maður eftir stjörnulyklum
fyrir hann og aldrei brást að
hann sendi eftir réttri stærð.
Skytta var hann með eindæmum
og efast ég ekki um að hann
hefði tekið ólympíusæti í skot-
fimi ef slík keppni hefði komið
til. Það var hrein unun að vera
með honum á fugla- og refaveið-
um. Þar hafði uppeldi og kennsla
afa Theodórs svo sannarlega
borið ávöxt. Enn vil ég nefna
kunnáttu og kærleika Munda til
hesta. Fátt var skemmtilegra en
að fara í útreiðartúra eða ríða
fram í Bjarmaland með hestana
á vorin. Þá lærði maður að sitja
hest og, ekki síður, góðar um-
gengnisreglur við þennan besta
vin mannsins.
Það var auðvitað mikið áfall
fyrir Munda, þetta náttúrubarn,
þegar heilsan sveik hann svo að
hætta þurfti búskap. Það ætti
ekki að vera erfitt að skilja hvílík
straumhvörf það eru að, nánast í
einu vetfangi, þurfa að gefa allt
upp á bátinn sem gefið hefur líf-
inu gildi. En það veit víst bara sá
sem reynir.
Nú leggst Mundi frændi til
hinstu hvílu í sveitinni kæru, Öx-
arfirðinum. Það fer vel á því.
Kæri frændi, ég er þér ævarandi
þakklátur fyrir allt sem þú hefur
gefið mér. Minningin um þig
verður ætíð hluti af lífi mínu.
Hvíl þú í friði.
Theódór Gunnar
Sigurðsson.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Guðmundur
Theodórsson
✝ Halldóra Guð-björg Jóns-
dóttir fæddist í
Hafnarfirði 3.
ágúst 1928. Hún
lést á Landspít-
alanum 23. júlí síð-
astliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Guðna-
son fram-
kvæmdastjóri, f.
26.12. 1903, d. 25.8.
1984, og Kristín Einarsdóttir
húsfreyja, f. 19.5. 1904, d. 5.7.
1987. Systkin Halldóru eru Ein-
ar, f. 31.1. 1930, d. 8.6. 2005,
Guðni, f. 14.6. 1936, Jóhannes, f.
9.9. 1940 og María f. 16.2. 1948.
Halldóra giftist 9.4. 1950 Mar-
teini Guðberg Þorlákssyni
járniðnaðarmanni, f. 24.1. 1923,
d. 18.4. 1984. Foreldrar hans
voru Þorlákur Guðbrandsson
bóndi f. 16.4. 1893, d. 15.2. 1977
og Ólöf Sveinsdóttir húsfreyja f.
20.5. 1892, d. 6.4. 1952. Börn
Halldóru og Marteins eru: 1) Jón
Kristinn Marteinsson f. 20.8.
son f. 2.10. 1970. b) Guðbjörg
Rúna Vilhjálmsdóttir f. 29.2.
1979. Maki Ólafur Pétur Ragn-
arsson f. 30.10. 1979. Börn: Óli
Viðar Sigurbjörnsson f. 1.7.
2005, Ragnar Guðberg Ólafsson
f. 9.9. 2011 c) Ragnar Vilhjálms-
son f. 18.3. 1982. Maki Auður
Inga Ísleifsdóttir 15.8.1985.
Barn þeirra Rakel Kara Ragn-
arsdóttir f. 4.5. 2010. 3) Þorlák-
ur Marteinsson f. 22.9. 1953.
Maki Unnur Sigrún Bjarnþórs-
dóttir f. 28.8. 1954. Börn: a)
Bjarnþór Þorláksson f. 11.10.
1972. Sambýliskona Þóra El-
ísabet Magnúsdóttir f. 14.2.
1982. Börn Agnes Unnur Bjarn-
þórsdóttir f. 9.1. 1996, Elmar
Sölvi Bjarnþórsson f. 11.7. 2002.
Móðir þeirra Sigrún Sif Stef-
ánsdóttir. Sonur Þóru Elísabet-
ar er Ívan Ingi Unnarsson f.
20.9. 2002. b) Margrét Dóra Þor-
láksdóttir f. 3.5. 1978. Maki
Birgir Örn Halldórsson f. 3.2.
1976. Börn þeirra, Arnar Már
Birgisson f. 18.3. 2004, Bjarnþór
Ingi Birgisson f. 12.2. 2008. c)
Marteinn Guðberg Þorláksson f.
21.3. 1990. Unnusta Sigurbjörg
Telma Sveinsdóttir f. 29.4. 1992.
Útför Halldóru verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
mánudaginn 30. júlí 2012, og
hefst athöfnin kl. 13.
1950. Maki María
Sólveig Hjart-
ardóttir f. 26.3.
1946 Börn: a) Hall-
dóra Guðbjörg
Jónsdóttir f. 7.6.
1971. Börn Hall-
dóru eru Sigmar
Rafn Jóhannesson
f. 9.5. 1990, Jón
Ísak Jóhannesson f.
17.1. 1994, Kolbrún
Jónsdóttir 11.11.
2006. b) Sólveig Kristjana Jóns-
dóttir f. 11.3. 1979. Maki Róbert
Viðar Rúnarsson f. 17.12. 1977.
Börn þeirra eru: Rúnar Ingi
Freyr Róbertsson f. 13.8. 2002
og María Elísabet Kristín Ró-
bertsdóttir f. 18.8. 2004. c) Jón
Kristinn Jónsson f. 27.6. 1983.
Sambýliskona Guðný Pála
Rögnvaldsdóttir f. 6.8. 1982.
Dóttir Guðnýjar, Ísabella Lind
Baldvinsdóttir f. 3.8. 2003. 2)
Ólöf Marteinsdóttir f. 27.4. 1952.
Maki Vilhjálmur Viðar Ragn-
arsson f. 28.10. 1952. Börn: a)
Marteinn Guðberg Valdimars-
Elsku mamma mín, með mjög
stuttum fyrirvara kvaddir þú
okkur og eftir sitjum við og rifj-
um upp minningarnar. Þær eru
fjarsjóðurinn sem við geymum.
Þið pabbi veittuð okkur systk-
inum og fjölskyldum okkar ör-
yggi og skjól alla tíð. Þú lifðir
fyrir börnin þín, barnabörn, og
hjálpaðir í hvívetna. Alltaf gastu
fundið tíma fyrir okkur þrátt
fyrir miklar annir. Þú kenndir
mér að sníða, sauma, hekla og
prjóna, það lék allt í höndunum
á þér.
Minnisstætt er þegar þú sett-
ist við píanóið og spilaðir og
söngst til dæmis Söng villiand-
arinnar. Mér þótti það svo sorg-
legt að ég táraðist.
Mesta áfallið sem þú varðst
fyrir var að missa pabba árið
1984, þú aðeins 56 ára gömul.
Missirinn var svo mikill að sárin
gréru aldrei en þú lærðir að lifa
með sorginni. Dugleg varst þú
að drífa þig í bílprófið eftir að
pabbi lést og kaupa þér nýjan
bíl til að komast leiðar þinnar.
Minnisstæð eru ferðalögin
innanlands, til dæmis þegar far-
ið var norður á Strandir á sumr-
in til afa í Djúpuvík. Ýmist var
farið með skipi eða bíl. Mikið
var gaman að ferðast með þér,
þú varst svo fróð um landið og
náttúruna. Einnig voru frábær-
ar árlegu laxveiðiferðirnar sem
við fórum með stórfjölskyldunni.
Þú undirbjóst ferðirnar svo vel
og bakaðir lagkökur, snúða og
vínarbrauð. Ég man hve spennt
börnin biðu eftir að nestið væri
borið á borð. Þú hafðir líka svo
gott lag á því að setja saman
stökur og þegar komið var að
heimferð þá lumaðir þú alltaf á
einni slíkri sem rataði í gestabók
veiðiskálans.
Elsku mamma, mikið eigum
við margt að þakka þér. Nú ert
þú komin til pabba en minning
þín lifir með okkur.
Ólöf Marteinsdóttir.
Í dag kveð ég hinstu kveðju
Hædý tengdamóður mína, og
langar mig að minnast hennar í
fáeinum orðum.
Ég er búin að þekkja Hædý
mestan hluta lífs míns eða síðan
ég kynntist syni hennar Þorláki
16 ára gömul og hófum við bú-
skap okkar inni á heimilinu hjá
þeim Malla.
Hædý var ótrúlega sterk og
dugleg kona og alla sína ævi
vann hún mjög mikið. Hún
hugsaði um heimili sitt og börn,
vann í fiski ásamt því að hjálpa
foreldrum sínum.
Alltaf var nóg til með kaffinu
og ekki var um það að ræða að
þiggja ekki kaffi ef komið var í
heimsókn. Á sunnudögum var
hlaðborð með rjómatertum og
öllu mögulegu þegar börn og
barnabörn litu við. Þegar kom
að afmælisveislum og öðrum
veislum hjá okkur var Hædý
alltaf búin að baka púðursykurs-
og kornflextertur. Það hefur
verið föst venja í ansi mörg ár
að fara í kaffi til „mömmu/
ömmu“ á sunnudögum og er ég
hrædd um að mikið vanti þegar
hennar nýtur ekki lengur við.
Hædý og Malli voru einstak-
lega samrýmd og höfðu mjög
gaman af því að ferðast um land-
ið okkar ásamt börnunum og
barnabörnunum og var þá yf-
irleitt alltaf farið í leiðinni í lax
eða silungsveiði en Malli hafði
mjög gaman af því að veiða. Allt-
af var líka farið í Veiðileysu á
Ströndum þar sem Malli var
fæddur og uppalinn.
Hædý hafði einstaklega gam-
an af börnum og vann sem dag-
mamma í 30 ár. Öll börnin mín
þrjú áttu athvarf hjá henni og
get ég ekki nógsamlega þakkað
henni fyrir allt.
Guð geymi þig, elsku Hædý.
Unnur Bjarnþórsdóttir.
Í dag kveð ég tengdamóður
mína, Halldóru Guðbjörgu eða
Hædý eins og hún var alltaf köll-
uð. Ég kom fyrst inn á heimili
hennar fyrir 43 árum og okkar
fyrstu átta búskaparár vorum
við svo lánsöm að fá að búa á
neðri hæðinni hjá henni og
Malla.
Hædý var góð og hjartahlý
kona sem jafnframt vinnu og
heimilishaldi aðstoðaði foreldra
sína á þeirra heimili og síðar á
sínu eigin heimili. Hún var mikil
hannyrðakona og báru barna-
börn hennar ósjaldan flíkur sem
hún hafði annað hvort saumað
eða prjónað.
Þegar stórfjölskyldan fór í
veiðitúra, sem var ósjaldan, er
óhætt að segja að bílarnir slig-
uðust undan bakkelsinu hennar
Hædýjar. Veiðileysa var staður í
miklu uppáhaldi hjá Hædý og
var farið þangað á hverju sumri.
Árið 1984 verður Hædý fyrir
miklu áfalli þegar hún missti ást-
ina sína, hann Malla, og má
kannski segja að hún hafi aldrei
jafnað sig alveg á því. Hún sakn-
aði hans í raun alla daga.
Nær alla mína starfsævi hef
ég unnið við hlið Hædýjar. Fyrst
í fiskvinnslu og svo í um 30 ár
sem dagmæður á heimili hennar
að Köldukinn 16 og er óhætt að
segja að það eru mörg börn í
Hafnarfirði sem hafa á einhverj-
um tíma kallað Hædý ömmu.
Síðasta árið hefur sjálfsagt
reynst Hædý erfitt vegna veik-
inda, sem hún þó leyndi, því hún
vildi aldrei láta hafa neitt fyrir
sér.
Hædý mín, þakka þér fyrir
allar samverustundirnar og að
vera mér og mínum börnum allt-
af svo góð.
Guð geymi þig,
þín tengdadóttir,
María.
Elsku amma mín.
Mikið er erfitt að horfa á eftir
þér og kveðja, en núna ertu
loksins komin til hans afa sem
er búinn að undirbúa komu þína
svo vel og lengi. Það sem eftir
situr er endalaust af góðum
minningum um stundir sem við
áttum saman. Það er ekki hægt
að hugsa sér betri ömmu en þig.
Þegar ég var lítill þótti mér svo
gaman að fá að gista hjá þér. Ég
vildi helst vera hjá þér allar
nætur. Þú gerðir svo skemmti-
lega hluti með mér. Fórst með
mig upp í sjoppu, labbaðir með
mér upp á Hamar og svo fórum
við stundum upp í kirkjugarð.
Svo fannst mér alltaf svo gaman
þegar við hlustuðum á kvöldsög-
ur áður en við fórum að sofa. Þú
varst líka svo dugleg að segja
mér sögur úr stríðinu og
skammarstrikum af pabba þeg-
ar hann var lítill sem ég átti svo
til að apa eftir, mömmu til mik-
illar óánægju.
Þú eyddir líka miklum tíma í
að fara með bænir áður en við
fórum að sofa og þú kenndir
mér margar. Þú hugsaðir alltaf
svo vel um mig og gerðir allt
sem þú gast til að dekra við mig.
Ég gleymi ekki sumrinu 1998
þegar ég fékk að vera hjá þér
næstum allt sumarið á meðan
mamma og pabbi voru að inn-
rétta húsið. Þetta sumar þurfti
ég ekki að hafa mikið fyrir hlut-
unum. Vinnufötin mín voru þrif-
in daglega og alltaf var veislu-
matur á borðum ásamt eftirrétti
og öllu. Það var aldrei hætta á
því að ég yrði svangur þetta
sumar né of þreyttur á húsverk-
um. Alltaf gat ég leitað til þín
þegar ég var í vanda staddur.
Eftirminnilegt er þegar ég var 8
ára gamall og átti von á miklum
skömmum frá pabba þegar hann
kæmi heim úr vinnu. Ég var
ekki lengi að hringja í þig og
spyrja hvort ég mætti ekki bara
koma og gista hjá þér. Þú sagðir
að sjálfsögðu já eins og alltaf
þegar ég bað þig um eitthvað og
þá var ég sloppinn við skamm-
irnar – í bili hið minnsta.
Þú hjálpaðir mér með svo
margt og ég hefði aldrei getað
sýnt þér nægilega mikið þakk-
læti fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig í gegnum tíðina. Þú
leyfðir mér að búa hjá þér í rúm
8 ár, hvattir mig til að klára
námið mitt, studdir alltaf við
bakið á mér og gerðir mig að
betri persónu. Ég mun aldrei
gleyma þér, elsku amma mín, og
hversu góðhjörtuð, gjafmild og
yndisleg kona þú varst.
Núna ertu komin á betri stað
í hvíldina og getur notið eilífð-
arinnar með afa á himnum. Guð
blessi þig, elsku amma mín. Við
hittumst aftur síðar.
Ég læt fylgja með kvöldbæn
sem þú kenndir mér þegar ég
var lítill.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Jón Kristinn Jónsson.
Elsku amma mín.
Mikið var gaman að koma í
stóra húsið þitt, þar var svo
mikið af leikföngum og
skemmtilegum bókum. Ég man
þegar við vorum lítil þá hlakkaði
maður alltaf til að koma í heim-
sókn, því hjá ömmu fékk maður
púðursykurstertu, kókómalt og
pönnukökur. Þú bakaðir alltaf
bestu kökur í heimi og hafðir
svo gaman af því að gefa okkur
kaffi.
Við eigum svo margar
skemmtilegar minningar frá
heimsóknunum hjá þér. Ég man
þegar við vorum búin að sækja
bækur úr hillunum hjá þér og
höfðum opnað þær á stofugólf-
inu. Það var svo gaman að koma
til þín og lesa og skoða allar
flottu bækurnar.
Stundum fengum við að vera í
næturpössun hjá þér. Það þótti
okkur mikið ævintýri. Ég man
sérstaklega eftir því hve gaman
mér fannst að heyra draugasög-
urnar þínar. Ég suðaði í þér að
segja mér fleiri og varð síðan
svo hræddur að ég varð að sofa
uppí hjá þér.
Þú varst alltaf svo vel að þér í
ættfræði og þekktir sögu ætt-
arinnar svo vel. Þú hafðir ein-
stakt lag á því að rekja saman
Halldóra Guðbjörg
Jónsdóttir