Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 21
Jónasar til okkar að fækka. Við skildum hvorki upp né niður. Hvað hafði gerst? Það upplýstist þó fljótt. Hann var búinn að finna hana Billy sína. Og hún var ekki ein. Hún átti tvær dætur sem voru fimm og tíu ára. Jónas var fljótur að vinna hug og hjarta þeirra. Jónas og Billy rugluðu saman reytum sínum og voru mjög ham- ingjusöm. En nú dró til tíðinda á heimilinu. Jónas hringdi til okkar fyrri part árs 2006 og tilkynnti okkur að hann ætti von á erfingja. Þá var Jónas klökkur. Hann hafði alla tíð þráð að eignast barn þótt hann bæri það ekki á torg. Ég mun aldrei gleyma þegar við kom- um í heimsókn eftir að litli Egill fæddist og Jónas sat með þennan litla gullmola í fanginu. Það var fullkomin hamingja sem skein úr andliti Jónasar. Hann hugsaði svo vel um þennan litla engil. Alltaf þegar hann var í landi sá hann al- farið um að annast hann. Billy bara afhenti drenginn þegar pabbi kom heim. Það fannst mér svo fal- legt og í dag svo dýrmætt. Það var mikið reiðarslag þegar Jónas greindist með krabbamein fyrir tæpum þremur árum. Hvað það er óréttlátt loksins þegar hann á konu og börn. Já systurnar höfðu eignast pabba í Jónasi, góð- an pabba sem þær syrgja mjög. Ekki er harmur móður hans minni er hún horfir á eftir syni sínum í blóma lífsins aðeins sjö árum á eft- ir eiginmanni sínum sem fór allt of snemma. Við kveðjum drenginn okkar og þökkum honum allar góðu stund- irnar sem hann gaf okkur. Elsku Billy, Egill, Silvía, Sig- rún, Alla, Hannes, Borgþór og amma Hulda á Húsavík. Við send- um ykkur öllum innilegar samúð- arkveðjur. Munið að minning um góðan dreng lifir. Guðrún og Baldvin. Það er svo margt í þessu lífi sem er svo erfitt að sætta sig við og skilja. Sérstaklega ef maður hefur verulega slæma tilfinningu fyrir því sem orðið er. Hvernig má það vera að bróðir okkar sem aldr- ei kenndi sér meins var allt í einu farinn að berjast fyrir lífi sínu. Hann tókst á við þá raun af miklu æðruleysi, staðráðinn í að sigrast á erfiðleikunum. Þegar upp var staðið varð hann þó að játa sig sigraðan. Stundum eru verkefnin sem lífið felur okkur, okkur ofviða og gildir þá einu hversu ákaft við berjumst. Mikill er söknuður okk- ar bræðra þegar Jónas er horfinn á braut í blóma lífsins. Það er margs að minnast frá yngri árum. Það ríkti mikil sam- kennd á meðal okkar bræðra og vina okkar í nágrenninu. Það eru forréttindi að fá að alast upp í slíku umhverfi. Við bjuggum að því sem ungir drengir að hafa ömmu og afa í næsta húsi. Þar áttum við ómet- anlegar stundir sem lifa í minning- unni og gleymast aldrei. Fjölmargar ferðir fór fjölskyld- an til Húsavíkur að heimsækja ömmu, afa, frændur og frænkur. Það var ávallt sérstök tilhlökkun að fara þangað. Eftir því sem árin liðu og tími var kominn til að feta menntaveginn kom ekkert annað til greina en að fjárfesta sameig- inlega í okkar fyrstu íbúð. Þar átt- um við góðar stundir við leik og lærdóm. Jónas bróðir okkar varð jarð- bundinn maður. Honum var ekki auðveldlega haggað ef hann hafði tekið ákvörðun um eitthvað. Hann vissi hvað hann vildi og stóð fastur á sínu. Hann var óhræddur við að segja skoðanir sínar þó þær ættu ekki endilega upp á pallborðið hjá þeim sem talað var við. Þeir sem þekktu Jónas vissu hvaða mann hafði að geyma. Hann var traustur og tryggur vinur og góður bróðir. Hann var frábær faðir og eigin- maður sem unni fjölskyldunni um- fram allt. Hann naut þess að verja tíma með syni sínum og fóstur- dætrum þegar hann var ekki í sigl- ingum. Jónas og Billie náðu mjög vel saman þann tíma sem þau fengu. Jónasi leið vel með Billie og fjölskyldulífið átti vel við hann. Það er sárt að finna söknuð þeirra. Megi Billie, börnin, Sigrún amma þeirra og mamma finna styrk til að takast á við þann missi sem þau hafi orðið fyrir. Við bræð- ur munum veita ykkur þann styrk sem í okkar valdi er. Hannes og Borgþór. Látinn er langt um aldur fram Jónas Egilsson skipstjóri. Jónas lést eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Við sem störfum fyrir Félag skipstjórnarmanna, stéttarfélag Jónasar, fylgdumst með baráttu hans við meinið og dáðumst að hvernig hann tók þá glímu. Jónas kom reglulega við á skrif- stofu félagsins þegar hann var í fríum. Eftir að hann veiktist og varð frá vinnu af þeim sökum leit hann oftar við á skrifstofunni. Þá voru málefni stéttarinnar, pólitík og hvað annað rætt og krufið. Jón- as hafði gaman af að kasta fram ýmsum fullyrðingum til þess að fá viðbrögð og þá kom stríðnis- glampi í augun ásamt glotti þegar vel tókst til. Jónas var virkur fé- lagsmaður og sat í samninganefnd félagsins í kjaraviðræðum far- manna. Var fastur fyrir þegar við átti en tilbúinn til sátta þegar sá tími var kominn. Í för með Jónasi var stundum ungur sonur hans sem nú sér á eftir föður sínum. Greinilegt var að afar kært var með þeim feðgum og augljóst að Jónas nýtti vel tíma sinn í landi með syninum. Það var aldrei bilbug að finna á Jónasi og aldrei annað í boði en að ná bata. Síðasta orrustan var snörp. Að leiðarlokum minnumst við Jónasar ekki síst fyrir það bar- áttuþrek sem hann ávallt sýndi. Hann mætti örlögum sínum af sannri karlmennsku. Jónas var sannur félagsmaður sem bar hag stéttarinnar fyrir brjósti. Heimsókna hans á skrif- stofu félagsins verður sárt saknað. Vottum eiginkonu Jónasar, börnum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Árni, Guðjón Ármann, Ægir. Kom huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Vald. Briem.) Við skólasystkin Jónasar vilj- um votta minningu skólabróður okkar virðingu með þakklæti fyrir líf hans. Brynhildi eftirlifandi konu Jónasar, syni, stjúpdætrum, móður, bræðrum og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Við biðjum þess að minningar um góðan dreng megi færa fjölskyld- unni allri huggun og von. F.h. árgangs 1969, Hornafirði, Guðbjörg Jóhannesdóttir. HINSTA KVEÐJA Nú ertu, frændi, föðurörmum vafinn í friðarins landi sem veitir skjól og yl, og þó þú sért farinn og til himna hafinn, í hjörtum okkar þú verður alltaf til. (B.J.) Hinsta kveðja, frá ömmu í Árholti, föðursystkinum og fjölskyldum þeirra. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 Atvinnuauglýsingar Umboðsmann vantar á Reyðarfjörð Upplýsngar ve Ólöf Englbertsdótt í síma 569 1376 eða 669 1376 Raðauglýsingar Tilkynningar Leyfi til veiða á sæbjúgum fiskveiðiárið 2012/2013 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum fiskveiðiárið 2012/2013, sbr. reglugerð nr. 1051, 28. desember 2009, um veiðar á sæbjúgum, með síðari breytingum. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar, og skulu þeim fylgja upplýsingar um veiðar umsækjenda á sæbjúgum þrjú síðustu fiskveiðiár. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2012. Fiskistofa, 30. júlí 2012. Félagsstarf eldri borgara                                  !"   # $  % &'%    (      ) *   + ,   +   -      .                Smáauglýsingar 569 1100 Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar, verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauðri götu, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald N.P. þjónusta. Sé um bókhalds-, eftirlits- og gæslustörf. Uppl. í s. 861 6164. Ýmislegt TLBOÐ TILBOÐ TILBOÐ FÆST í B, C skálum á AÐEINS KR. 2.750. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, Lokað laugardaga í sumar. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur TVEIR ALGJÖRLEGA FRÁBÆRIR !! Teg. 42027 - glæsilegur nýr litur í C,D,E skálum á kr. 5.800, buxur í stíl á kr. 1.995. Teg. 11001 - sömuleiðis frábær nýr litur í C,D,E,F skálum á kr. 5.800, buxur í stíl á kr. 1.995. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-föst. 10-18, Lokað laugardaga í sumar. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Herraskór í úrvali ! Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Teg. 204202 23. Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.975 kr. Teg. 310203 26. Stærðir: 40 - 46. Verð: 17.375 kr. Teg. 406201 44. Stærðir: 41 - 46. Verð: 15.475 kr. Teg. 308302 17.Stærðir: 40 - 47. Verð: 15.885 kr. Teg. 455201 340. Stærðir: 41 - 47. Verð: 17.975 kr. Teg. 403405 354. Stærðir: 40 - 47. Verð: 19.675 kr. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið: mán. - föst. 10 - 18. Lokað laugardaga í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru XV 4WD - árg. 2012. Þægileg og háþróuð kennslubifreið. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.