Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 23
2006-2008, hóf þá nám við nýstofn-
aða kirkjutónlistarbraut, í samstarfi
við Tónskóla Þjóðkirkjunnar, og
lauk BA-prófi í kirkjutónlist vorið
2010.
Kári hefur sótt námskeið í orgel-
leik og kórstjórn, m.a. hjá Mattias
Wager, Susan Landale, Hanfried
Lucke, Herði Áskelssyni og Jóni
Þorsteinssyni.
Kári hóf meistaranám í menning-
arstjórnun við Háskólann á Bifröst
2010, lauk burtfararprófi frá Tón-
skóla Þjóðkirkjunnar undir hand-
leiðslu Björns Steinars Sólbergs-
sonar 2011 og hóf um haustið
meistaranám í orgelleik undir hand-
leiðslu Hans-Ola Ericsson í Piteå í
Svíþjóð.
Kirkjutónlist og danstónlist
Kári starfaði sem organisti og
kórstjóri Óháða safnaðarins á
árunum 2007-2009, var organisti og
kórstjóri við Grindavíkurkirkju
2009-2010 en tók við starfi organista
og kórstjóra Háteigskirkju í
desember 2011.
Kári hefur komið fram á ýmsum
tónleikum á vegum Tónskólans og
Listaháskólans og einnig haldið ein-
leikstónleika á orgel auk þess sem
hann hefur leikið í danshljóm-
sveitum um skeið.
Kári lék á hádegistónleikum Al-
þjóðlegs orgelsumars í Hallgríms-
kirkju þann 5. júlí sl. en á efnis-
skránni var Prelúdía í e-moll eftir N.
Bruhns, Tokkata í d-moll eftir J.S.
Bach og þrír kaflar úr verkinu La
Nativité du Seigneur eftir Olivier
Messiaen.
Guðfræði og kvikmyndir
Þegar tónlistinni sleppir segist
Kári fyrst og síðast njóta samver-
unnar með fjölskyldunni. Hann seg-
ist þó lengi hafa haft áhuga á stjórn-
málum, sat í stjórn Heimdallar um
skeið, en segist þó vera svolítið óráð-
in og utanveltu í pólitíkinni sem
stendur, þegar kemur að stjórn-
málaflokkum.
Hann hefur einnig áhuga á trú-
málum og les guðfræði töluvert,
hvoru tveggja að trúarlegum ástæð-
um og fræðilegum áhuga. Þá hefur
hann umtalsverðan áhuga á kvik-
myndum og nýtur þess að elda og
borða góðan mat.
Fjölskylda
Eiginkona Kára er Kristín Þóra
Haraldsdóttir, f. 25.2. 1982, leik-
kona. Hún er dóttir Haralds Sig-
urðssonar, f. 4.8. 1954, augnlæknis,
og Guðleifar Helgadóttur, f. 21.10.
1956, hjúkrunarfræðings.
Sonur Kára og Kristínar Þóru er
Emil Björn Kárason, f. 3.8. 2009.
Albróðir Kára er Ari Allansson, f.
15.1. 1975, kvikmyndagerðarmaður,
búsettur í París.
Hálfsystir Kára, samfeðra, er
Agnes Eir Allansdóttir, f. 16.2. 1963,
háskólakennari, búsett á Ítalíu.
Hálfsystir Kára, sammæðra, er
Ágústa Pétursdóttir Snæland, f. 7.1.
1970, MA í Evrópufræði og hús-
móðir í Amsterdam.
Foreldrar Kára eru Allan Vagn
Magnússon, f. 10.3. 1945, dómstjóri
við Héraðsdóm Vesturlands, og
Margrét Gunnarsdóttir, f. 15.11.
1946, læknafulltrúi.
Úr frændgarði Kára Allanssonar
Kristmann Eyleifsson
sjómaður í Rvík.
Margrét Jónsdóttir
húsfr. í Rvík.
Sæmundur Ólafsson
b. í Litlu-Hlíð á Barðastr.
Ida Maria Gullström
húsfreyja
Guðmundur Grímsson
b. í Sandvík í Norðfjarðarhr.
Sesselja Sveinsdóttir
húsfr. í Sandvík
Kári
Allansson
Allan V. Magnússon
dómstj. Héraðsdóms
Margrét Gunnarsdóttir
læknafulltrúi
Árdís Sæmundsdóttir
f. húsfr. í Rvík.
Gunnar V. Kristmundsson
bólstrari í Rvík.
María Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík.
Magnús Már Lárusson
prófessor og rektor HÍ
Jónas Lárusson
hótelstjóri
Jónas Björn Magnússon
læknaprófessor
Hólmfríður Kristófersd.
húsfr. í Litlu-Hlíð.
Eiríkur Kristófersson
skipherra
Hákon Kristófersson
alþm. í Haga á Barðastr.
Morgunblaðið/Ásdís
Efnilegur leikari Kári , Halla Loga-
dóttir og Halla Vilbjörnsdóttir í leik-
ritinu Kabarett í Kvennaskólanum.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Anna Borg leikkona fæddist íReykjavík 30.7. 1903, dóttirBorgþórs Jósefssonar,
bæjargjaldkera í Reykjavík, og
k.h., Stefaníu Guðmundsdóttur,
sem var fremsta leikkona þjóðar-
innar um árabil.
Anna var af mikilli leikara-
fjölskyldu. Systur hennar tvær
voru lengi landsþekktar leikkonur,
þær Þóra Borg og Emelía Borg, en
bróðir Önnu var Geir Borg, for-
stjóri Kol og salt, faðir Sunnu
Borg, leikkonu á Akureyri. Bróðir
Borgþórs var Jón Bachmann, bóndi
í Steinsholti, faðir Hallgríms ljósa-
meistara, föður Helgu Bachmann
sem var í röð fremstu leikkvenna
þjóðarinnar.
Anna ólst upp í foreldrahúsum,
sögufrægu húsi við Laufásveg þar
sem áður höfðu búið Þorvaldur
Thoroddsen náttúrufræðingur og
Jón Ólafsson, alþm. og ritstjóri.
Anna var kornung er hún kom
fyrst fram á leiksviði enda var hún
snemma talin búa yfir óvenjulegum
leiklistarhæfileikum. Danski leik-
stjórinn og leikarinn Adam Poulsen
lék á móti henni hjá Leikfélagi
Reykjavíkur árið 1925 og í kjölfar
þess og með hans stuðningi fór hún
til leiklistarnáms í Kaupmannahöfn
og lauk prófi úr skóla Konunglega
leikhússins 1927. Eftir það starfaði
hún lengst af við Konunglega leik-
húsið.
Meðal stórhlutverka hennar voru
María í Gálgamanninum, eftir Run-
ar Schildt, 1929 og Margrét í Fást
Goethes, 1932. Í því hlutverki vann
hún einn sinn fræknasta leiksigur.
Hún þótti frábær upplesari, ekki
síst þegar ljóð voru annars vegar.
Þá lék hún fjölda aðalkven-
hlutverka í ýmsum harmleikjum
Oehlenschlägers.
Anna giftist, 1932, Poul Reumert,
einum fremsta og virtasta leikara
Dana á síðustu öld. Þau komu
nokkrum sinnum til Íslands og léku
hér, auk þess sem Anna lék tvö
stórhlutverk í Þjóðleikhúsinu,
fyrsta starfsvetur þess. Auk þess
að leika í Kaupmannahöfn var hún
óperuleikstjóri um árabil.
Anna Borg fórst með flugvélinni
Hrímfaxa við Fornebu-flugvöll í
Ósló 14.4. 1963.
Merkir Íslendingar
Anna Borg
90 ára
Þórhildur Kristín
Bachmann
80 ára
Bragi Haraldsson
Guðfinnur Erlendsson
Magnús Guðbrandsson
Páll Dagbjartsson
Svala Sigurðardóttir
75 ára
Arndís Styrkársdóttir
Eiríkur Óskarsson
Guðjón Ragnar Sigurðsson
Gunnar Guðmundsson
Hulda Jakobsdóttir
Jóhann Einarsson
Sigrún Erla Sigurðardóttir
70 ára
Anna G. Thorarensen
Guðrún Sigurjónsdóttir
Ingibjörn Sigurjónsson
Kolbrún Heygum
60 ára
Atli Jóhann Hauksson
Birna Jóhannesdóttir
Einar Logi Einarsson
Friðrik Jóhannsson
Rafn Sverrisson
Valgerður Stefánsdóttir
50 ára
Áslaug Hrönn Helgadóttir
Bergsteinn Hjörleifsson
Birgir Hólmgeir Ágústsson
Erna Hrönn Ásgeirsdóttir
Eyþór Ragnar Jósepsson
Friðrik Hansson
Friðrik Stefánsson
Geir Baldursson
Gréta Baldursdóttir
Guðný Ólafsdóttir
Henný Bára Gestsdóttir
Hulda Hjartardóttir
Júlía Óladóttir
Kristín Björk Marísdóttir
Margrét Sigrún Grímsdóttir
Sigurjón Karlsson
Steinþór Pétursson
Valgerður Guðrún
Skúladóttir
Vilhjálmur Leó Agnarsson
40 ára
Atli Brusmark Kárason
Axel R. Överby
Björg Melsted
Bryndís Fanney
Guðmundsdóttir
Bryndís Guðmundsdóttir
Einar Eiríkur Hjálmarsson
Hafdís Sigurjónsdóttir
Hafsteinn Alexandersson
Joanna Maria Dziadkowiec
Margrét Birna
Garðarsdóttir
Natasa Sorgic
Ólafur Viðarsson
Óskar Þór Óskarsson
Ragnhildur Hanna
Finnbogadóttir
Þórunn Björg
Halldórsdóttir
30 ára
Alexander S. ÓDonovan
Jones
Anita Knezevic
Arnþór Jón Egilsson
Auður Kamma Einarsdóttir
Einar Freyr Sigurðsson
Guðlaugur Kjartansson
Heiða Björk Jónsdóttir
Helgi Már Bjarnason
Jitka Stará
Olga Rún Sævarsdóttir
Roman Jakub Pajor
Sigrún Anna Pálsdóttir
Valdís Hrund Hauksdóttir
Vilhjálmur Breki Ingólfsson
Til hamingju með daginn
30 ára Rafn ólst upp í
Sandgerði og stundar
nám í húsgagnasmíði,
járnsmíði og hönnun við
Iðnskólann í Hafnarfirði.
Maki: Sigríður Maggý
Árnadóttir, f. 1983, leik-
skólakennari.
Börn: Ragnheiður Júlía, f.
2008; ónefndur, f. 2012.
Foreldrar: Rafn Magn-
ússon, f. 1959, starfs-
maður hjá Skinnfiski, og
Hrönn Hilmarsdóttir, f.
1964, fiskvinnslukona.
Rafn
Rafnsson
30 ára Guðmundur
fæddist í Reykjavík, ólst
upp í Bolungarvík en býr í
Reykjavík frá 1999 og
starfar hjá Símanum.
Maki: Ragnheiður Gísla-
dóttir, f. 1989.
Stjúpdóttir: Eva Marín, f.
2010.
Foreldrar: Bryndís Kon-
ráðsdóttir, f. 1948, hús-
móðir í Kópavogi, og
Kristján Ágústsson, f.
1948, leigubílstjóri í Kópa-
vogi.
Guðmundur Már
Kristjánsson
30 ára Magnús ólst upp í
Reykjavík. Hann lauk prófi
í myndlist frá Lista-
háskóla Íslands 2008,
stundar myndlist, er í
hjómsveitinni Quadruplos
og er tæknimaður hjá
Epli.is.
Maki: Valgerður Halldórs-
dóttir, f. 1986, nemi.
Foreldrar: Skarphéðinn
Magnússon, f. 1952, d.
1998, verktaki, og Íris
Hólmarsdóttir, f. 1956,
þjónn í Noregi.
Magnús Birkir
Skarphéðinsson
th
or
ri@
12
og
3.
is
/3
1.
31
3
...sem þola álagið!
TRAUSTAR VÖRUR...
VIFTUR
Í MIKLU ÚRVALI
Það borgar sig að nota það besta!
www.falkinn.is
• Bor›viftur
• Gluggaviftur
• I›na›arviftur
• Loftviftur
• Rörablásarar
• Ba›viftur
• Veggviftur