Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 27
ekkert snobbhús. Hérna hefur þjóð- in reist sér félagsheimili, svona eins og í Stuðmannamyndinni, nóg pláss fyrir alla þegar inn er komið. Við sem vinnum hér eigum svo að muna að þótt þetta sé stórt hús er þetta ekkert stórfyrirtæki. Þess vegna er brýnt fyrir mig að nálgast þetta nýja verkefni af hógværð; ég lít reyndar svo á að mér hafi verið sýndur ein- stakur sómi með því að gera mig að húsverði þessa félagsheimilis, án þess ég ætli þó að líkja mér við Flosa Ólafsson í sömu mynd.“ Feikilega lélegur píanóleikari Það hafa staðið miklar deilur um húsið, sumir segja það of stórt og of dýrt og svo sagði Bubbi Morthens að húsið væri einungis hugsað fyrir Sinfóníuhljómsveitina og Óperuna, en hefur nú tekið Hörpu í sátt eftir að þú varst ráðinn forstjóri. Hvað segirðu við þessari gagnrýni? „Eftir á má örugglega segja að byggt hafi verið of stórt hús en við breytum því ekki héðan af og þess vegna leiðir sú umræða ekki neitt. Nú þarf að skoða framtíðarmögu- leika hússins, og stærð þess opnar til dæmis ýmsa möguleika á alþjóð- legum ráðstefnumarkaði. Hér hefur íslenskt tónlistarfólk líka eignast það tónlistarhús sem margt af því barðist fyrir í meira en hálfa öld, og þess vegna er gaman að sjá sem flesta tónlistarmenn spila hér, hvort sem þeir heita Bubbi eða Víkingur Heiðar. Þetta er heimili margs kon- ar tónlistar, og ég vonast til að í því efni getum við kynnt nýja áfanga á næstu mánuðum.“ Þú kemur úr bókmenntageiranum en hefur þú mikinn áhuga á tónlist? „Enn spyrðu vel, eins og góður maður sagði í fyrsta íslenska sjón- varpsviðtalinu sem tekið var um gervihnött. Það er allavega rétt að taka fram að ég er feikilega lélegur píanóleikari! En ef þú spyrð um mína uppáhaldsmúsík þá er því ekki að leyna að frá unglingsárum hef ég haft mestan áhuga á djasstónlist, auðvitað með tengingum yfir í rokk og blús, og ég er afar stoltur af stutt- um textum sem ég hef skrifað aftan á djassplötur. En ég er fyrst og fremst ráðinn sem stjórnandi með bakgrunn í menningarrekstri af því að í Hörpu fer fram menningarleg starfsemi; þannig var starfið auglýst og þess vegna sótti ég um. En hér í húsinu er sem betur fer fólk, eins og Steinunn Birna tónlistarstjóri, sem hefur mun meira vit á tónlist en ég.“ Þú hefur gefið út nokkrar bækur, þar á meðal ævisögu Halldórs Lax- ness og Skáldalíf, um ævi Þórbergs Þórðarsonar og Gunnars Gunnars- sonar. Ertu hættur að skrifa? „Það eru alltaf ákveðin efni sem leita á mig og ég þarf alltaf að vera með verk í gangi. Bækurnar sem leituðu sterkast á mig, sem ég varð að skrifa, voru Skáldalíf og bókin um Laxness. Síðan hef ég reyndar skrif- að tvær litlar bækur á þýsku. En ég er ekki skáldsagnahöfundur og myndi ekki treysta mér til að senda frá mér bók á tveggja ára fresti. Skrifáráttan er hins vegar eins og hæggengur veirusjúkdómur – mað- ur losnar aldrei við hana úr blóðinu þótt einkennin séu missýnileg.“ Morgunblaðið/Kristinn » Þetta á að vera gotthús og klassi yfir því en ekkert snobbhús. Hérna hefur þjóðin reist sér félagsheimili, svona eins og í Stuð- mannamyndinni, nóg pláss fyrir alla þegar inn er komið. líka refaskytta. Þannig að þetta er tengt fjölskyldunni og þess vegna datt mér í hug að hann Gummi, sem er bæði aðal- persóna bókarinnar en í raun líka bróðursonur minn, að hann ætti gælu- dýr og að það væri refur, eða Rebbi,“ segir Dag- björt. Spennandi og lærdómsrík Gummi fer á veiðar með afa, er fyrsta bók Dagbjartar en stefnan er að hinar fjórar sem hún hefur nú þegar skrifað komi út á næstunni. Bækurnar eru sjálf- stætt framhald hver af annarri en engu að síður segir Dagbjört það ekki hafa verið hægt að gefa þær út nema í þeirri röð sem hún skrifaði þær. „Það þýddi ekki að hafa þriðju eða fjórðu söguna á undan fyrstu sögunni. Fyrsta sagan er í raun kynning á persónum og sögusviði og Rebbi kemur lítið við sögu í henni og má segja að hún sé sú raunveru- legasta af þeim öllum. Eftir það byggist spennan upp með hverri sögu. Til að mynda finna þeir Gummi og Rebbi beinagrind í göml- um helli í þriðju sögunni, þeir detta svo niður í hól og eru allt í einu komnir inn á heimili dverga, Gummi kemst í kast við tröllskessu, hann lendir óboðinn inn í hulduheimi, en við því eru ströng viður- lög, og hann mætir álfum, tröllum, huldu- fólki og sjávardísum, svo eitthvað sé nefnt. Rebbi er hetja bók- arinnar en hann kemur Gumma ávallt til bjargar. Bókin hentar því vel fyrir foreldra og leikskólakenn- ara sem efni í vangaveltur um orsök og afleiðingu, að sögn Dagbjartar. Aftur, aftur! „Það skemmtilegasta við ferlið var í raun að skrifa söguna sjálfa,“ segir Dagbjört og bætir við að í raun hafi fáar sem engar hindranir verið á vegi hennar. „Það erfiðasta er kannski bara biðin eftir að fá bókina loksins í hendurnar, því það tekur alltaf sinn tíma að prenta bók- ina, senda hana með skipi og allt sem fylgir því. Maður vill helst að hinar bækurnar hefðu komið út í gær.“ Mesta hrósið segir hún þegar börnin séu spennt fyrir sögunni. „Ég hef fengið viðbrögð frá for- eldrum sem hafa lesið bókina fyrir börnin sín. Það er ofsalega gaman að heyra af fjögurra eða fimm ára strák sem spyr foreldra sína hvort þau geti ekki lesið bókina aftur.“ Eflir orðaforða og málskilning Rithöfundurinn hélt einnig út- gáfuteiti á bókasafni Dalvíkur- byggðar þar sem rúmlega 30 börn mættu ásamt foreldrum og öfum og ömmum og hlustuðu á höfundinn lesa bókina. „Ég var ánægð með það hvað þau sátu spennt og hlustuðu. Það vöknuðu ýmsar vangaveltur um hvort sæskrímslið væri í raun til, og hvort það væri ef til vill Lagarfljóts- ormurinn. Sá sem var mest að pæla í þessu gat ekki útilokað að skrímsl- ið væri ekki til.“ En svörin héngu í loftinu og það er það sem gerir sög- una spennandi að sögn Dagbjartar. Höfundurinn segist taka eftir því í bókabúðum að úrvalið af barna- bókum eftir íslenska rithöfunda mætti vera fjölbreyttara, þó það sé að sjálfsögðu til margar góðar bæk- ur. „Öll viðbót er kærkomin,“ segir Dagbjört. Hún leggur áherslu á að bókin komi foreldrum að góðu gagni við að efla orðaforða og málskilning barna, hvort sem það er leik- skólalæsi eða byrjendalæsi. skra barnabóka MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 „Í raun og veru þá fjalla ljóðin um sjálfan mig á einhvern hátt. Ég skrifa ljóð í stað þess að halda dag- bók. Ég ímynda mér að aðrir lista- menn geri það líka, til dæmis tónlist- armenn. Þeir skrifa og syngja um sjálfan sig og sitt líf. Myndlistar- menn eru að túlka eitthvað úr sínu innra lífi,“ segir Kristian Guttesen um nýútkomna ljóðabók sína, Veg- urinn um Dimmuheiði. Ljóðin eru tuttugu og tvö talsins auk einnar ljóðaþýðingar. Þau eru misgömul og nýjustu ljóðin eru frá því í sumar en önnur hafa verið til frá því hann gaf út síðustu ljóðabók, Glæpaljóð, 2007. „Það sem gerist þegar maður hefur verið lengi með bók: þá er til fullt af ljóðum og meiri tími gefst til að skera þau nið- ur og slípa til,“ segir Guttesen sem hefur undanfarin ár setið á skólabekk að nema heimspeki, kennslu- fræði og ritlist. Hann segir að það hafi verið góður skóli og mörg ljóðanna hafi litið dagsins ljós í ritlistarkúrs- unum. Ljóðabókin skiptist í þrjá hluta, „ákveðin hugsun liggur að baki þeirri skiptingu: Í fyrri hlutanum sé ég fyrir mér ákveðna ringulreið, í öðrum hluta er ákveðið uppgjör að finna og í þeim þriðja liggja ákveðnir þræðir um tímann og stöðu mannsins gagnvart honum.“ Spurður um þema ljóðanna segist hann hafa lesið bókina aftur eftir að hún kom út og þá hafði hann fengið ákveðna fjarlægð á hana. „Það fyrsta sem mér datt í hug var þemað, tíminn og kannski staða manns gagn- vart honum. Ég hef heyrt af fólki sem les hana og ber upp aðra tilgátu við mig að hún sé mjög myrk. Aðrir staðhæfa að hún sé uppgjör við alkóhólisma. Ég held að eitthvað sé til í þessu öllu saman því maður les aldrei ljóðabók á einn hátt.“ thorunn@mbl.is Ljósmyndari/Gunnar Gunnarsson Ljóðskáld Kristian Guttesen. Skrifar ljóð í stað dagbókar Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Sumarið er tíminn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.