Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 www.kemi.is • Sími: 544 5466 • Tunguhálsi 10 , 110 Reykjavík UMHVERFISVÆNT BÆTIEFNI FYRIR ELDSNEYTI ALLT AÐ 20% ELDSNEYTISSPARNAÐUR YFIR 50% MINNI MENGUN BYLTING! Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útlit er fyrir mjög góða uppskeru á korni til fóðurframleiðslu og repju og nepju til olíuframleiðslu. Ef ekki verða áföll vegna veðurs í haust munu bændur sem hafa verið með tilraunaræktun á repju ná töluverðu fræi í hús og þurfa að hugsa ráð til að vinna olíu úr hráefninu. „Þetta er einstakt sumar, ég hef varla upplifað aðra eins gósentíð. Hér hafa ekki verið nein vandræði með þurrka, við höfum fengið fjalla- skúrir annað slagið sem hafa vökvað akrana nánast eftir pöntun,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri og formaður Lands- sambands kornbænda. Hann segir að hagstæð veðrátta gefi vonir um að korn- og repjuuppskera verði með besta móti í haust. Árangur erfiðisins Varðandi kornið segist Ólafur hafa heyrt um þurrkskemmdir á hörðu landi, en útlitið sé gott í heild- ina. „Það er gríðarlega verðmætt, nú þegar verð á korni fer hækkandi á heimsmarkaðsverði,“ segir Ólafur. Haraldur Magnússon, kornbóndi í Belgsholti í Borgarfirði, hefur sömu sögu að segja um byggræktunina og bætir því við að hveitið líti einnig vel út. Ólafur og Haraldur eru í hópi þeirra bænda sem hófu tilraunir með ræktun á repju og nepju til olíu- framleiðslu fyrir hvatningu Jóns Bernódussonar, verkfræðings hjá Siglingastofnun. Á ýmsu hefur gengið í ræktuninni enda verið að gera tilraunir með afbrigði, sáning- artíma og fleira. Nú lítur út fyrir að þessar tilraunir séu að skila árangri. Útlit er fyrir góða uppskeru. „Mér sýnist að þetta ár muni svara ýmsum spurningum um það hvað repjan getur gert hér á landi. Þegar menn verða komnir með fræ- in í hús í haust og sjá hverju þetta skilar er komið að þeim tímapunkti að menn þurfi að koma sér upp ein- hverjum búnaði til að vinna olíuna úr fræjunum. Slíkur búnaður er ekki til hér nema í heimilisútgáfu,“ segir Ólafur um framhaldið. Þessar vélar eru dýrar og þarf samvinnu um kaupin. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Repjuakur Akrar bænda eru fallegir þegar repjan stendur í blóma um mitt sumar og gleðja augu ferðafólks. Útlit fyrir mikla korn- og repjuuppskeru  Þarf að huga að tækjabúnaði til að vinna olíu úr fræinu Afurðir íslensku kornræktarinnar fara aðallega í kjarnfóður fyrir nautgripi. Nokkuð er þó orðið um að bygg og hveiti sé notað í brauð og til bruggunar. Nú hefur bæst við matarolía úr repjuolíu. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor- valdseyri, er með tæki til að pressa olíu úr repjufræjum. Hefur hann notað olíuna á dráttarvélar og ýmsa tilraunastarfsemi. Með því að vinna olíuna til manneldis og tappa á flöskur aukast verðmæti hráefnisins. Matarolían var sett á markað í síðasta mánuði og segir Ólafur að henni hafi verið vel tekið. „Ég sel hana eingöngu í gestastofunni hér á Þorvaldseyri. Þegar ég fæ meira fræ get ég framleitt meira og mun dreifa henni víðar,“ segir Ólafur. Hann segir að repjurækt sé mjög áhugaverð viðbót í íslenskum land- búnaði. Sér hann fyrir sér að hægt verði að stórauka ræktunina og hefja framleiðslu á lífdísil sem elds- neyti. „Það er nóg til af ræktunar- landi á Íslandi sem taka mætti undir repjuræktun. Það takmarkar ekki ræktun á plöntun til matvæla- framleiðslu og hægt að nota repju sem skiptiræktun við korn og gras og bæta þannig jarðveginn,“ segir Ólafur sem hefur tekið þátt í repju- tilrauninni frá upphafi og náð góð- um árangri. Matarolía úr repju seld í gestastofu á Þorvaldseyri  Íslenskt korn og repja í ýmsum vörum á matvælamarkaði Repja Matarolía beint af akrinum á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hækkandi heimsmarkaðsverð á korni mun hafa áhrif hér á landi á næstu vikum og mánuðum. Hráefni í fóður til framleiðslu á mjólk, eggjum og ýmsum kjöttegundum mun hækka. Það mun væntanlega leiða til verðhækkana á kjöti og öðrum af- urðum eða erfiðleika í rekstri búa. Hækkun heimsmarkaðsverðs á maís, sojabaunum og fleiri hráefnum er rakin til mikilla þurrka og upp- skerubrests í miðríkjum Bandaríkj- anna. Við það bætist að nú er útlit fyrir lélega uppskeru í Rússlandi af sömu sökum. Rússar framleiða mik- ið af hveiti og má því búast við hækk- unum á hveiti og fleiri korntegund- um þegar nær líður uppskeru. „Þetta mun leiða til hækkunar á framleiðslukostnaði ýmissa bús- afurða,“ segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Ís- lands, um áhrifin hér á landi. Hann segir að fóðurverð muni væntanlega stórhækka en það komi fram með mismunandi hætti hjá búgreinunum. Tóm svínahús Áhrifanna er þegar byrjað að gæta hjá framleiðendum í nágranna- löndunum. Þannig sjá danskir svína- bændur afrakstur erfiðis síns hverfa eins og dögg fyrir sólu og eru farnir að gera ráðstafanir til að verja sig. Dæmi eru um að framleiðendur slátri bústofninum og láti húsin standa tóm, vegna þess að þeir hafa ekki efni á að kaupa dýrt fóður. Það hefur keðjuverkandi áhrif í greininni. „Það segir sig sjálft að þetta mun leiða til aukins kostnaðar við fram- leiðslu á mjólkurafurðum, eggjum og kjötafurðum. Ef markaðurinn getur ekki borið aukinn framleiðslukostn- að stendur framleiðslan ekki undir sér og menn verða að hætta,“ segir Hörður um áhrifin á markaði hér. Eigin kornrækt er ljósið í myrkr- inu hjá norrænum svínaræktendum. Verðmæti kornsins aukist með hækkandi heimsmarkaðsverði og þeir geta haldið sjó. Hörður nefnir að svínaræktin í Noregi sé stærsti not- andi korns sem þar er ræktað. „Auð- velt er að koma upp svipuðu fyrir- komulagi hér og auka ræktun á korni til framleiðslu á íslensku svínakjöti. Þetta er augljóst sóknarfæri sem því miður hefur ekki verið sam- staða um að nýta,“ segir Hörður. Hér er styrkjakerfið miðað við þarfir meðal kúabús og því lítill hvati til að framleiða korn í stærri stíl, eins og í nágrannalöndunum. Hörður telur ekki raunhæft að reikna með að hægt sé að stunda kornrækt án opinberra styrkja. „Við erum í öllum tilvikum að keppa við innflutta framleiðslu sem hefur notið styrkja,“ segir Hörður. Skilar sér í verðlag hér  Hækkun heimsmarkaðsverðs á fóðurhráefnum leiðir til aukins framleiðslu- kostnaðar íslenskra matvæla  Búast má við hækkun á mjólkur- og kjötafurðum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bóndi Hörður Harðarson vill stór- auka ræktun á fóðurkorni hér. „Mér sýnist þetta ætla að verða með bestu árum hjá mér. Ég skrifa það svolítið á þá aðferð við sáningu sem ég tók upp í vor,“ segir Haraldur Magnússon í Belgsholti. Hann vísar til þess að hann hafi sáð nánast beint í plógförin og valtað fljótt yfir. „Þetta er mjög mikilvægt í þurru vori. Fræin ná strax í jarðrakann og byrja að spíra,“ segir Haraldur. Hann segist hafa áþreifanlegan saman- burð á sínu landi. Hann hafi sáð sömu afbrigðum í stykki sem voru orðin skraufþurr og þaðan sé ekki von um mikla uppskeru, öfugt við plönturnar sem fengu rakann. Sáð beint í plógförin MEÐ BESTU KORNRÆKTARÁRUM Í BELGSHOLTI „Ég vona að það fari meira í bjórinn,“ segir Har- aldur Magnússon í Belgsholti um aukna kornuppskeru. Ölið Snorri sem Borg brugghús bruggar er eingöngu úr íslensku byggi, ættuðu frá Belgsholti og krydd- aður með alíslensku, lífrænu blóðbergi. Snorri er eingöngu seldur í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli til að byrja með. „Mér finnst hann góður,“ segir Haraldur og vonast til að hægt verði að fá hann víð- ar á næstu mán- uðum. ÞJÓÐLEGUR BJÓR Eingöngu úr íslensku byggi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.