Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012
Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
•
Bodrum
í Tyrklandi
Frá kr. 124.900 24. ágúst í 11 nætur með allt innifalið
Heimsferðir bjóða ferðir til Tyrklands í allt sumar og
fram á haust. Núna erum við með sérstakt tilboð á
Bitez Garden Life Hotel & Suites 24. ágúst í 11 nætur.
Frá kr. 124.900 - allt innifalið í 11 nætur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu
herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 139.900 á mann.
Sértilboð 24. ágúst í 11 nætur.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Margir kaupmenn og fasteignaeig-
endur við Laugaveginn í Reykjavík
eru mjög óánægðir með hækkun
bílastæðagjalda í miðborginni, en
hækkunin tekur gildi í dag.
Frank Michel-
sen, úrsmiður og
kaupmaður á
Laugaveginum,
telur að hækk-
unin eigi eftir að
valda kaup-
mönnum í miðbæ
Reykjavíkur
miklum skaða.
„Stæðunum fer
stöðugt fækkandi
í miðborg
Reykjavíkur. Borgaryfirvöld eru
alltaf að gera aðgengið að búðunum
erfiðari. Áður fyrr var t.d. mikil um-
ferð fram hjá minni búð á morgnana.
Nú er þetta algjörlega horfið,“ segir
Frank, en hann telur að þetta megi
m.a. rekja til erfiðs aðgangs bíla í
miðbæ Reykjavíkur.
Frank segir borgaryfirvöld vera
full af hroka, en hann telur að með
þessum aðgerðum sé verið að vega
að eldri borgurum og hreyfihöml-
uðum. „Hvert á fólkið sem á erfitt
með gang að fara? Á það bara að fara
eitthvert annað?“ segir Frank, en
hann telur að viðhorf borgar-
yfirvalda eigi einnig eftir að bitna á
þeim sem búa í úthverfum og á
landsbyggðinni.
Frank gefur lítið fyrir þau rök
borgaryfirvalda að hækkunin eigi
eftir að styrkja miðbæinn, en hann
telur að mál kaupmanna í mið-
bænum eigi bara eftir að versna.
„Á hvaða plánetu lifa þessir menn?
Ég get ekki ímyndað mér það að 50%
hækkun bílastæðagjalda um leið og
stæðum fer fækkandi eigi eftir að
styrkja miðbæinn,“ segir Frank.
Aðspurður hvort borgaryfirvöld
hafi haft eitthvert samráð við kaup-
menn á Laugaveginum, segir Frank
að það sé lítið sem ekkert. „Þeir hafa
ekkert samráð við okkur. Samráð í
þeirra huga eru einhliða ákvarðanir
og tilkynningar,“ segir Frank.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laugavegurinn Dressmann tók nýlega þá ákvörðun að loka búðinni á Laugaveginum í haust vegna tapreksturs.
Telur hækkun gjalda
valda miklum skaða
Sakar borgaryfirvöld um hroka Hækkun tekur gildi í dag
Frank
Michelsen
Alþjóðlegi meistarinn Hjörvar
Steinn Grétarsson gerði jafntefli
við þýska stórmeistarann og lands-
liðsmanninn Rainer Buhmann í 9.
og síðustu umferð Czech Open sem
lauk um helgina.
Hjörvar var grátlega nálægt því
að ná lokaáfanga að stórmeistara-
titli. Árangur hans samsvaraði 2598
skákstigum en til að ná áfanga þarf
árangur upp á 2600 skákstig. Sigur
í síðustu skákinni hefði fært honum
stórmeistaratitilinn.
Fram kemur á heimasíðu Skák-
sambands Íslands að Hjörvar hækki
um 11 stig fyrir frammistöðu sína
og fór upp hann þar með upp fyrir
Hannes Hlífar Stefánsson og Hen-
rik Danielsen skv. stigalista ís-
lenskra afreksmanna. Er þar í
fjórða sæti á eftir Jóhanni Hjartar-
syni, Héðni Steingrímssyni og
Helga Ólafssyni með 2517 skákstig.
Hjörvar hlaut 6,5 vinning og end-
aði í 5.-19. sæti. Sigurvegari móts-
ins var ísraelski stórmeistarinn
Tamir Nabity en hann hlaut 7,5
vinning.
Hannes Hlífar Stefánsson gerði
jafntefli við hvít-rússneska stór-
meistarann Sergey Kasparov í
lokaumferðinni. Hannes hlaut 6
vinning og endaði í 20.-37. sæti. Ár-
angur Hannesar samsvaraði 2516
skákstigum og stendur hann í stað
á stigum eftir mótið. sisi@mbl.is
Hjörvar Steinn
hársbreidd frá titli
Morgunblaðið/Ómar
Hjörvar Titill innan seilingar.
Árlega flýgur Félag íslenskra
einkaflugmanna með krabbameins-
veik börn og var að þessu sinni flog-
ið frá Múlakoti í Fljótshlíð en þar
voru börnin ásamt fjölskyldum sín-
um í útilegu. Samkvæmt hefðinni er
flogið með litlum einkaflugvélum
en að þessu sinni barst verkefninu
heldur betur liðsauki þegar stærsta
þyrla Norðurflugs og TF-SYN,
þyrla Landhelgisgæslunnar, mættu
á svæðið til að fljúga útsýnishring
með börnin. „Við mættum með
stærstu þyrluna okkar hjá Norður-
flugi sem er átta farþega þyrla af
gerðinni Daulph,“ segir Jón Kjart-
an Björnsson, yfirflugstjóri hjá
Norðurflugi.
Norðurflug tók þátt í því að
fljúga með krabbameinsveiku börn-
in í ár að sögn Jóns til þess að létta
álagið á einkavélarnar sem taka
færri farþega og til að tryggja að
engin börn verði skilin útundan.
„Þetta var í sjálfu sér ekki langur
túr sem við tókum því við vildum
leyfa sem flestum að prófa að fara í
þyrluna en það þótti öllum voðalega
gaman og börnin brostu allan
hringinn.“ Kostnaðurinn við
útsýnisflugið segir Jón vera óveru-
legan og að félagið sjái ekki eftir
einni einustu krónu. „Brosið á börn-
unum borgaði alla ferðina fyrir
okkur.“
Jón segir að verði þyrlur félags-
ins lausar að ári komi vel til greina
að endurtaka leikinn.
Brosið á börnun-
um borgaði ferðina
Norðurflug og Gæslan flugu útsýnis-
flug með krabbameinsveik börn
Ljósmynd/Valur Stefánsson
Flug Börnunum þótti mjög skemmtilegt að fá að koma um borð í þyrlu og fljúga með henni.
Forsvarsmenn Dressmann tóku nýlega þá ákvörðun að loka búð þeirra á
Laugaveginum, en búðin hefur verið rekin með tapi síðastliðin ár.
„Salan hefur dregist saman seinustu ár og það hefur ekkert upp á sig
fyrir okkur að hafa búð á Laugaveginum. Leigan er rándýr og eigendur
Dressmann erlendis hafa lengi velt þessu fyrir sér. Þetta er mjög leiðin-
legt. Þetta er fyrsta Dressmann búðin sem er opnuð á Íslandi,“ segir
Jóhann Ingi Davíðsson framkvæmdastjóri.
Dressmann hefur einnig rekið búðir í Smáralind, Kringlunni og á
Akureyri, en að sögn Jóhanns verða þær búðir áfram opnar.
Loka Dressmann á Laugavegi
HEFUR VERIÐ REKIN MEÐ TAPI UNDANFARIN ÁR