Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.07.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2012 Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Setningarathöfn Ólympíuleikanna vekur ávallt mikla athygli og er mikil eftirvænting eftir henni og reyna gestgjafar leikanna að toppa þá sem á undan voru. Að þessu sinni stýrði leikstjórinn Danny Boyle opnunarhátíðinni og gerði hann það með glæsibrag og kom hver stórstjarnan á fætur annarri fram í stórkostlegu sjón- arspili ljósa og lista. Hugmynd Boyles var að sýna sögu og sér- kenni Englands og fékk hann til m.a. til liðs við sig starfsfólk breska heilbrigðiskerfisins en dansandi hjúkrunarfræðingar og læknar voru raunverulegir læknar og hjúkrunarfræðingar. Í höndum leikstjórans Valið á Boyle til að setja upp og stýra opnunaratriði leikanna kom mörgum á óvart þrátt fyrir glæsi- lega feril hans sem leikstjóra en hann hefur gert myndir á borð við Slumdog Millionaire, sem vann til átta óskarsverðlauna, 127 Hour, 28 Days Later... og Trainspotting. Það sýndi sig á opnunarhátíðinni að réttur maður var valinn til verksins. Sjálfur segist Boyle hafa tekið að sér verkefnið fyrir föður sinn sem var mikill áhugamaður um Ólympíuleikanna. Faðir Danny Boyles dó fyrir 18 mánuðum en hann hefði átt afmæli daginn fyrir setningarathöfnina. Boyle sagði eftir setningarathöfnina að hún væri í hans huga til heiðurs föður sínum sem elskaði og dáði Ólymp- íuleikana og andann og upplif- unina í kringum þá. Setningarathöfn Ólym- píuleikanna slær í gegn  Leikstjórinn Danny Boyle þykir hafa unnið stórvirki með uppsetningu setningarathafnar leikanna AFP Ólympíuleikar Opnunarhátíð leikanna var hin glæsilegasta og hefur hún vakið mikla athygli um allan heim. Komi til þess að Ísrael geri loftárásir eða á einhvern annan hátt ráðist gegn kjarnorkuráætlun Írans mun Mitt Romney, forsetaefni Repúblik- anaflokksins, veita Ísrael fullan stuðning verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. „Ísrael verður að hafa þann möguleika að geta stöðvað Íran í þeirri viðleitni sinni að eignast kjarnorkuvopn,“ sagði Mitt Romney á ferð sinni um Ísrael. Dan Senor, einn helsti ráðgjafi Romney í utan- ríkismálum, lét hafa eftir sér við fjöl- miðla í Ísrael að ekki mætti útiloka aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna sjálfra, m.a. hernaðarlegar aðgerðir gegn Íran. Viðbrögð frá framboði Obama við mögulegri kjarnorkuógn Írans er öllu hófstilltari en þar á bæ segja menn að Ísrael hafi fullan rétt á því að verja sig og hagsmuni sína en um leið hefur Obama sjálfur hvatt Ísrael að beita ekki hernaði gegn Íran held- ur leita fyrst allra annarra leiða. Þrátt fyrir það hefur Obama ekki viljað útiloka að Bandaríkin beiti hervaldi gegn Íran. Verði Mitt Romney forseti Banda- ríkjanna er víst að það mun styrkja til muna samband Ísraels og Banda- ríkjanna enda persónulegt samband Benjamins Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, og Mitt Romney mjög gott. Þeir hafa þekkst lengi og vin- átta þeirra verið góð að sögn Ben- jamins Netanyahu. vilhjalmur@mbl.is AFP Stuðningur Mitt Romney vill bæta samskipti Bandaríkjanna og Ísraels. Romney styður Ísraela gegn Íran  Hernaðaraðgerðir ekki útilokaðar Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa gefið skýra yfirlýsingu þess efnis til stjórn- valda í Suður- Kóreu að þau ættu ekki að bú- ast við breyttum áherslum í sam- skiptum ríkjanna undir forustu Kim Jong- un. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa bundið vonir við að Kim Jong-un muni í stjórnartíð sinni draga úr spennu milli ríkjanna tveggja á Kóreuskaganum. Þá binda Vest- urlönd vonir við breytingar í Norður-Kóreu sjálfri í frjálsræð- isátt. Engu breytt í Norður-Kóreu Kim Jong-un Angela Merkel, kanslari þýska- lands, og Mario Monti, forsætis- ráðherra Ítalíu, ræddu saman um vandamál evru- svæðisins á laug- ardaginn. Þau eru bæði sam- mála um að ríkin verði að beita öllum tiltækum ráð- um til að bjarga evrunni og evru- svæðinu. Lántökukostnaður Ítalíu og Spánar hefur verið allt of hár og fá ráð hafa dugað til að lækka hann. Evrusvæðinu verði bjargað Angela Merkel Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, ásakaði um helgina Sádi-Arabíu, Katar og Tyrkland um óeðlileg af- skipti af innanríkismálum Sýr- lands. Ásakanirnar koma í kjölfar- ið á hörðum bardögum í borginni Aleppo en skriðdrekar og fall- byssur stjórnarhersins létu skotin dynja á borginni um helgina. Walid al-Moallem, utanríkis- ráðherra Sýrlands, tók undir orð forsetans í heimsókn sinni í Íran. Þar lét hann sjálfur þau orð falla að um samsæri væri að ræða af hálfu súnni-múslimaríkja og beindi þá spjótum sínum sérstaklega að Sádi-Arabíu, Katar og Tyrklandi. Hann sakaði þessi ríki um að vinna með Ísr- aelum að falli og eyðileggingu Sýrlands. Mikil átök hafa staðið um Aleppo um helgina og sagði al-Moallem að stjórnarherinn væri í mikilli sókn í borginni og að uppreisn- armenn yrðu hraktir frá henni. Frá því að átök hófust í landinu er talið að meira en 30 þúsund manns hafi týnt lífi. Kennir Ísrael og Sádi-Arabíu um Bashars al-Assads Ebólu-vírusinn hefur dregið 14 manns til dauða í vesturhluta Úg- anda það sem af er þessum mán- uði. Sjúkdómur- inn hefur valdið töluverðum ótta meðal íbúa á svæðum og fjöldi fólks hefur flúið heimili sín vegna ótta um smit. Að sögn Alþjóða heilbrigðis- málastofnunarinnar (AHS) er um faraldur að ræða. Stjórnvöld í Úg- anda vinna nú með starfsmönnum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar að því að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. Vírusinn er mjög smit- andi og hættulegur en flestir sem smitast af honum deyja. National Microbiology Laboratory í Winnipeg hefur verið að þróa lækningu við vírusnum sem lofa góðu en prófanir eru skammt komnar á henni. Ebólu-faraldur staðfestur í Vestur-Úganda af AHS Ebólu-faraldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.