SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 2

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 2
2 29. júlí 2012 Við mælum með … Nú um helgina fagnar skemmti- staðurinn Faktorý tveggja ára afmæli sínu með pomp og prakt. Í kvöld, 28. júlí, verður reggí- kvöld og afmælisgrill klukkan 20:00. Sveitirnar Ojba Rasta og Amaba Dama munu spila fyrir dansi og hefst sú gleði klukkan 23:00. 29. júlí verður síðan jazz- kvöld. Frítt er inn á alla viðburði um helgina sökum afmæl- isalgleymis. Afmælishelgi á Faktorý 13 Valdahlutföll birtast skýrt Veruleikinn var í sparifötunum, segir Stefán Jón Hafstein um Ólympíu- leikana í Moskvu árið 1980. Þeir lituðust af kalda stríðinu rétt eins og leikarnir í Los Angeles fjórum árum síðar þar sem Bjarni vann bronsið. 14 Ekki einhliða skopmynd Tómas Lemarquis nýtur velgengni sem leikari í Evrópu og eru þau hlut- verk sem hann tekur að sér sífellt að stækka. 24 Lesið í náttúruna Bræðurnir á Kvískerjum hafa löngum lesið landslagið í Öræfasveit eins og opna bók. 28 Áhuginn kviknaði á Kvískerjum Í æsku eyddi María Ingimarsdóttir sumrum á Kvískerjum þar sem hún fékk áhuga á líf- fræði. Nú hefur hún nýlokið doktorsverkefni sínu frá Háskólanum í Lundi sem fjallar um landnám í jökulskerjum. 32 Aldrei sama myndin Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari hefur ein- beitt sér að því að mynda íslenskt landslag og hefur sent frá sér fjölda ljósmyndabóka sem hafa orðið metsölubækur. Lesbók 42 Tónlistarfélag í 80 ár Tónlistarfélagið í Reykjavík er eitt sögufrægasta félag á sviði menn- ingar á Íslandi. Í ár eru áttatíu ár frá stofnun þess. 44 Hver er Walter Mitty? Leikarinn Ben Stiller gerir kvikmynd eftir frægri smásögu James Thur- bers um Walter Mitty. Hluti myndarinnar verður tekinn upp hér á landi. 34 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Kristjáni Davíðssyni listmálara. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Árni Matthíasson, arnim@mbl.is, Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Krist- insdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Skapti Hallgrímsson 8 Augnablikið Ert þú bara ein á ferð, væna?“ spurðimaðurinn í vegabréfseftirlitinu á Stan-sted-flugvelli í Englandi sextán áragamla dóttur mína. „Nei, mamma og pabbi eru þarna fremst í röð- inni,“ svaraði hún. „Komið þá öll saman,“ sagði hann. Því næst tók hann vegabréf okkar í sína vörslu og æðisgengin rannsókn hófst. Eftirlitsmaðurinn rýndi og skannaði, rýndi og skannaði. Leit upp á okkur þess á milli, íbygginn á svip. Rýndi og skannaði. Ætli hann sé nýbyrjaður, hugsaði ég með mér. Þetta getur ekki verið svona mikið mál. Eftirlitsmaðurinn virkaði eitthvað ósáttur og að því kom að hann lét vaða: „Eru þetta örugglega mamma þín og pabbi?“ spurði hann dóttur mína. „Já,“ svaraði hún og skellti lítið eitt upp úr. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega, hugsaði ég með mér, sér maðurinn ekki svipinn? Enn leit hann af okkur og niður í vegabréfin. „Hvernig stendur þá á því að ekkert ykkar er með sama eftirnafnið? Bingó! Þar lá hundurinn grafinn. Í augum venjulegs Breta er það vitaskuld meira en lítið loðið að þrjár manneskjur, sem bera hver sitt föðurnafnið, séu að ferðast milli landa undir því yfirskini að þær séu fjölskylda. Sjáðu nú til, útskýrði ég fyrir eftirlitsmann- inum. Nafnakerfið er svolítið öðruvísi á Íslandi en hér í Bretlandi. Fyrir það fyrsta tekur eiginkonan ekki upp nafn manns síns við giftingu nema í und- antekningartilvikum, þegar um ættarnafn er að ræða – og sennilega sjaldnast þá. Síðan kenna börn sig við foreldri, oftast föðurinn en stundum móð- urina. Sjáðu, ég heiti Orri og dóttir mín er Orra- dóttir. Þegar hér er komið sögu var aumingja maðurinn alveg týndur. Af augnaráðinu að dæma var hann ekki að kaupa þessa útskýringu. Enn spurði hann: „Eru þetta mamma þín og pabbi?“ „Já,“ svaraði dóttirin ákveðin. „Jæja, velkomin til Bretlands!“ Ég varpaði öndinni léttar enda farinn að sjá fyrir mér ítarlega yfirheyrslu í dimmu afdrepi. „Hvað hefði gerst hefði ég í gríni sagt nei?“ spurði dóttir mín þegar við vorum komin á þurrt. Það vil ég ekki hugsa til enda, svaraði ég, og brýndi fyrir henni að slá aldrei á létta strengi við vegabréfseftirlitsmenn. Það gæti kostað dýr- mætan tíma og mikil leiðindi. Það góða sem hlaust af þessari uppákomu er hins vegar það að eftirlitsmaðurinn verður von- andi betur upplýstur næst þegar hann fær Íslendinga upp að borðinu til sín. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Grunsemdir geta vaknað við vegabréfseftirlit, t.d. þegar enginn fjölskyldumeðlimur hefur sama eftirnafnið. Morgunblaðið/Kristinn Eru þetta virkilega foreldrar þínir? Mikið hefur verið rætt og ritað um öryggi keppenda og gesta á Ól- ympíuleikunum í Lundúnum, sem settir voru í gærkvöldi. Þúsundir hermanna verða á vettvangi og í viðbragðsstöðu og umsjónarmenn leikanna segja ekkert að óttast. Danska tennisdrottningin Caroline Wozniacki hefur varla fundið til ótta þegar hún áritaði bolta í gær. Veröld AFP Wozniacki áritar Akureyri Versl- unarmanna- helgin er næstu helgi og hátíðin hefst sumsstaðar í næstu viku. Til að mynda hefst Ein með öllu á Akureyri á fimmtudaginn. Þar verður glatt á hjalla og margt í boði; tívolí, tónleikar og skemmtikvöld. Artíma Sýningin Suðvestan sex og myrkur á annesjum verður opnuð í dag, 28. júlí, klukkan 20:00 í Artíma galleríi að Skúlagötu 28. Þær Hildur Jörundsdóttir og Stefanía R. Ragnarsdóttir munu þar sýna verk sín og mun Gígja Jóns- dóttir sinna starfi sýning- arstjóra.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.