SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 4
4 29. júlí 2012 Bruce Springsteen ólst sjálfur upp við kröpp kjör og hefur oftar en ekki gert aðstæður fólks sem á erfitt uppdráttar í lífinu að yrk- isefni, sannkölluð alþýðuhetja. Hann þótti hlédrægur í æsku og kunni best við sig með gítar í hendi. Átrúnaðargoð hans á þeim tíma var Elvis nokkur Presley. Eftir að Springsteen sló í gegn flutti hann til Los Angeles en fann sig aldrei almennilega þar um slóðir. Eftir að hann tók saman við seinni eiginkonu sína, Patti Sci- alfa, fyrir rúmum tveimur áratug- um flutti hann aftur búferlum til New Jersey til að stofna fjöl- skyldu. Þau eiga þrjú börn saman, fædd 1990, 1991 og 1994. Fjöl- skyldan lifir rólegu lífi á hestabú- garði, fjarri „papparössum“ þessa heims. Springsteen hefur aldrei verið elskur að fjölmiðlum og blaða- mannafundurinn sem hann hélt til að kynna hálfleikssýninguna á Su- per Bowl 2009 mun hafa verið sá fyrsti sinnar tegundar í aldarfjórð- ung. Heldur hefur hann þó fjölgað viðtölum á allra seinustu árum og þar með veitt betri innsýn í sitt líf. Hlédrægt alþýðuskáld Bruce Springsteen gleymir gjarnan stund og stað á tónleikum. Reuters Í áratugi hefur hann verið holdgervingurheilbrigðis, hreysti og almenns hressleikaí rokkheimum. Selt ógrynni platna, mal-að gull og fyllt íþróttaleikvanga oftar en flestir aðrir. Úthaldið er raunar með ólík- indum, hann hefur sjaldan verið vinsælli en einmitt nú, orðinn 62 ára. Í því ljósi brá mörg- um í vikunni þegar bandaríski tónlistarmað- urinn Bruce Springsteen upplýsti að hann hefði glímt við þunglyndi undanfarin þrjátíu ár og sætt meðferð hjá sérfræðingum af þeim sökum. Hann fer sannarlega ekki í manngreinarálit, svarti hundurinn. Springsteen ræddi í fyrsta skipti opinberlega um veikindi sín í tímaritinu The New Yorker í vikunni. Spurður hvers vegna honum hefði tekist að halda þessu leyndu fyrir heiminum svo lengi sagði hann skýringuna að hluta liggja í því að hann hefði aldrei neytt fíkniefna. „Mín vandamál voru aldrei eins augljós og fíkniefni,“ trúði Springsteen David Remnick ritstjóra The New Yorker fyrir. „Það bar minna á þeim. Vandamál þessi voru eigi að síður alveg jafnsnúin, fóru bara ekki eins hátt.“ En hvernig fer maður sem glímt hefur svona lengi við depurð og þunglyndi að því að rífa sig upp til að standa á sviði í þrjá tíma í senn, frammi fyrir þúsundum og tugum þúsunda, kvöld eftir kvöld? „Það er eins með alla listamenn, vegna þyngsla sögunnar og sjálfsfyrirlitningarinnar er enginn staður betri en sviðið til að má sjálfan sig út ... Þar er maður laus við sjálfan sig í þessa klukkutíma sem tónleikarnir standa yfir og raddirnar í höfðinu á manni þagna, einfald- lega þagna. Það er ekkert pláss fyrir þær. Það er bara ein rödd, sú sem þú syngur með,“ upp- lýsir Springsteen. Fleira þarf til, alltént sagði samstarfsmaður Springsteens til fjölda ára, Steve van Zandt, nýlega við rokktímaritið Rolling Stone að lyk- illinn að velgengni og úthaldi vinar síns væri öðru fremur heilbrigt líferni. „Hann notar ekki fíkniefni, hugsar um mataræðið og stundar lík- amsrækt. Þess vegna rokkar hann ennþá, 62 ára gamall.“ Einmitt það, hægt er að finna verri meðul við þunglyndi en hreyfingu og reglusemi. Í umfjöllun The New Yorker kemur fram að Springsteen hafi verið svo illa haldinn af þung- lyndinu meðan hann vann að breiðskífu sinni Nebraska árið 1982 að hann hafi verið í sjálfs- vígshugleiðingum. „Þunglyndið vakti ekki óhug, út af fyrir sig,“ segir vinur og ævi- söguritari Springsteens, Dave Marsh. „Hann var í geimflaugarferð, úr engu í eitthvað, og nú var verið að taka hann í gegn dag sem nótt. Við þær aðstæður fyllast menn efasemdum um eig- ið ágæti.“ Springsteen viðurkennir einmitt að hafa ver- ið grátt leikinn af sjálfsfyrirlitningu og sjálfs- hatri. „Greiningin hefur staðið yfir í þrjátíu ár og ég hugsa stöðugt, ég kann ekki að meta það sem ég sé og kann ekki að meta neitt sem ég geri. Ég verð að breyta sjálfum mér, gerbreyta sjálfum mér.“ En í því ástandi er líka fólginn styrkur. „Ég þekki engan listamann sem gengur ekki fyrir því eldsneyti. Ef maður er yfir sig ánægður með það sem maður er að gera endist maður ekki lengi. Brando hefði ekki leikið. Dylan hefði aldrei samið Like a Rolling Stone og James Brown hefði aldrei brostið í „unh“. Þar er hvatinn, ég verð að endurnýja mig, bæinn minn, hlustendahópinn minn.“ Svei þér, svarti hundur! Springsteen hefur lengi glímt við þunglyndi Bruce Springsteen á tónleikum í Noregi um liðna helgi til minningar um fórnarlömb ódæðanna í Ósló og Útey. AFPVikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bruce Springsteen fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum 23. september 1949. Hann sló í gegn snemma á áttunda áratugnum og hefur haldið vinsældum sínum allar götur síð- an. Springsteen hef- ur komið tíu plötum á topp bandaríska vin- sældalistans, þeirra á meðal The River (1980), Born in the USA (1984), The Ris- ing (2002), Working on a Dream (2009) og Wrecking Ball (2012). Ótrúlegar vinsældir Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Bíllyklar Smíðum og forritum flestar gerðir bíllykla. Komdu við í verslun okkar á Laugavegi 168 og kynntu þér hvað við höfum að bjóða. Betra verð Mikið úrval

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.