SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 6
6 29. júlí 2012 Bradley Wiggins er mikill tónlist- aráhugamaður, hlustar á The Who, The Jam og Oasis. Franska blaðið L’Equipe segir hann skarta frægustu börtum sögunnar síðan Elvis Presley var og hét. „Ég tek alltaf gítar með mér þegar ég er á ferðalögum. Gítararnir mínir veita mér slökun.“ Auk þess þykir hann mikill bó- hem bæði í hugsunarhætti og út- liti. Í ævisögu sinni viðurkenndi Wiggins að hafa háð sínar við- ureignir við Bakkus. Í bókinni greinir hann frá því að hafa verið drukkinn í eigin brúðkaupi. „Ég mætti hífaður í brúðkaupið eftir að hafa fengið mér nokkra afrétt- ara, eftir að hafa verið úti á lífinu kvöldið áður. Ég var í engu ástandi til að bera Cath (eigin- konu sína) yfir þröskuldinn um brúðkaupsnóttina. Mig grunar frekar að það hafi verið ég sem var borinn inn á hótelherbergi.“ Hann hætti hins vegar að drekka fyrir tveimur árum og breytti æfingaáætlunum sínum í kjölfarið. „Ég æfi stöðugt yfir árið, sem er ekki dæmigert fyrir hjól- reiðamenn. Ég reyni að vera að minnsta kosti 97% allt árið og þarf því sífellt að vera að æfa. Gallinn er sá að það tekur virki- lega á andlegu hliðina.“ Í samtali við breska fjölmiðla fyrir utan heimili sitt daginn eftir sigurinn í Frakklandi sagðist Wiggins að- eins þurfa að teygja úr sér. „Ég fer út og hjóla 30 km, ætli ég verði ekki svona klukkutíma.“ Gítarspilandi hjólreiðamaður sem hætti að drekka Wiggins fagnar með konu sinni og tveimur börnum við endamarkið. AFP Jæja, núna munum viðdraga í lottóinu,“ sagðihúmoristinn BradleyWiggins í hljóðnemann í byrjun þakkarræðunnar á miðju Champs-Élysées í kjölfar sig- ursins í Tour de France. Wigg- ins varð um liðna helgi fyrsti Bretinn til að vinna sigur í einni þekktustu hjólreiðakeppni heims. Breskir blaðamenn hlupu upp til handa og fóta og hófu að líkja afreki Wiggins við önnur afrek breskra íþróttamanna. Margir þeirra vilja setja afrekið í sama flokk og þrennu Geoffs Hurst í úrslitaleik HM 1966, sigra Len- nox Lewis á Holyfield og Tyson og heimsmet Paulu Radcliffe í maraþonhlaupi. Ólst upp hjá einstæðri móður Bradley Wiggins fæddist í Ghent í Belgíu. Faðir hans, Garry Wiggins, hafði atvinnu af hjólreiðum og átti farsælan feril á þeirri braut sem sonur hans síðan fetaði. Hins vegar varð hann áfengi að bráð og yfirgaf fjölskylduna þegar Bradley var aðeins tveggja ára að aldri. Samskipti þeirra feðga voru frekar stopul einkum vegna drykkju og óreglu föð- urins. Garry fannst látinn á gangstétt í Ástralíu árið 2008. Alltaf lá grunur um að Garry hefði verið myrtur en málið var aldrei upplýst. Wiggo eins og hann er kallaður af bresku press- unni ólst upp í London hjá móður sinni Lindu. Hann fékk snemma áhuga á hjólreiðum og þegar hann var 12 ára fékk hann sitt fyrsta alvöru keppnishjól. Það kom ekki til af góðu, hann not- aði tryggingafé til að kaupa hjól- ið eftir að hafa lent í reið- hjólaslysi. Hann fékk 1.700 pund út úr tryggingum, keypti sér keppnishjól fyrir 1.000 pund og gaf móður sinni afganginn. Drengurinn hefur ekki litið til baka síðan. Á fyrri hluta ferilsins einbeitti hann sér að brautar- hjólreiðum og á þrjú ólympíu- gull auk fjölda heimsmeist- aratitla í þeirri grein. Hin seinni ár hefur Wiggo frekar einbeitt sér að götuhjólreiðum en í þeirri grein hefur hann ekki hlotið verðlaun á Ólympíuleikum. Kirsuberið vantar Margir hugsa eflaust með sér að erfitt sé að keppa á Ólympíuleikum aðeins níu dögum eftir að hafa keppt í Tour de France en Bradley Wiggins er á öðru máli. „Við erum atvinnumenn í hjólreiðum, við tökum þátt í svo mörgum keppnum á ári að níu daga frí fyrir okkur hljómar eins og orlof.“ Blaðamenn hafa hundelt Wiggins eftir sigurinn í Frakklandi og hann brá á það ráð að koma sér í felur í byrjun vikunnar þar sem hann hyggst æfa í friði frá blaðamönnum. Sjálfur hefur hann viðurkennt að ekki sé frá neinu að hverfa og hann setji stefnuna ótrauður á gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Sjálf- ur orðaði hann markmið sín skemmtilega: „Kremið er komið á kökuna, það vantar bara kirsuberið.“ Bóhem kom, sá, hjólaði og sigraði Fyrstur Breta til að vinna Frakklandshjólreiðarnar Bartarnir hans Bradley Wiggins skörtuðu sínu fegursta á verðlaunapall- inum á Champs-Élysées þar sem hjólreiðakapparnir koma í mark ár hvert. AFP Wiggins og félagar hans í Sky liðinu sigurreifir við Sigurbogann. Vikuspegill Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is AFP Ólögleg lyfjanotkun hefur sett svip sinn á hjólreiðaheiminn und- anfarin ár. Bradley Wiggins er hluti af hreyfingu sem berst gegn ólöglegri lyfjanotkun í íþróttum. „Það sem ég elska er að gera mitt besta og leggja hart að mér. Ef mér fyndist ég þurfa að taka ólögleg lyf þá myndi ég hætta,“ segir Wiggins. „Með neyslu ólöglegra lyfja væri ég að hætta á að missa allt, orð- sporið, lifibrauðið, hjónabandið og fjölskylduna.“ Á móti ólöglegum lyfjum TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.