SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 8
8 29. júlí 2012 Sú leikkona sem situr á toppi listans er kólumbíska leikkonan Sofía Vergara. Hin fertuga Vergara byrjaði ekki sinn leiklistarferil fyrr en árið 2002, þá þrítug að aldri. Hún hafði hinsvegar áður meðal annars unnið sem fyrirsæta og sjónvarpskona. Vergara hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Modern Fa- mily þar sem hún fer með hlutverk Gloriu Pritchett. Ásamt því að fá tekjur þaðan hefur hún miklar aug- lýsingatekjur en hún hefur meðal annars komið fram í auglýsingum fyrir Diet Pepsi og K-Mart. Á síð- asta ári þénaði hún meira en tvo milljarða íslenskra króna og færði það henni titillinn tekjuhæsta sjón- varpskona Bandaríkjanna. Sofia Vergara á toppi listans Leikkonan hefur þénað mikið. AFP Það er líklegast orðiðeitt elsta sport lands-manna að hrauna yf-ir það hversu vinsæl- ar Kim Kardashian og stöllur hennar eru; samt sem áður njóta þær gríðarlega vinsælda. Það vill nefnilega svo til að öll sú umfjöllun, og einnig sú sem hér er skrifuð, eykur athygli loftsteinanna sem brátt munu brenna upp í miður fallegu stjörnuhrapi þar sem enginn endanlegur hæfileiki er til staðar. Hvað sem því líður þá birti tímaritið Forbes á dögunum lista yfir tekjuhæstu konur sjónvarpsiðnaðarins vestanhafs. Athygli vekur að bæði Kim Kardashian og systir hennar Khloe eru meðal fimm hæstu með samanlagt meira en þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna í árslaun. Aftar á listanum kemur síðan einhver hæfileikaríkasti einstaklingur skemmtanabransans, Tina Fey. Það þarf engan snilling til að benda á hversu fjar- stæðukennt það er að Kardashian-systur fái meira borgað fyrir sinn miður þokkafulla lífsstíl en Tina Fey fyrir sitt framlag til skemmtanaiðnaðarins. Fey hefur meðal annars verið einn aðalhöfundur eins vinsælasta sjónvarpsþátts í heimi, Saturday Night Live, í níu ár. Hún skapaði einnig, skrifaði og lék aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðustu ára, 30 Rock, auk þess sem hún hefur skrifað handrit að kvikmynd- um og gefið út vinsæla bók. Kynlífsmyndband af Kim Kardashian skaut henni upp á stjörnuhimininn árið 2007. Síðan þá hefur hún komið fram í raunveruleikaþáttum og sýnt umheiminum hversu grunnhyggin, einföld og til- gerðarleg hún er. Þegar saman fer kostulegur vöxtur, skortur á siðferði, fé- græðgi, hégómagirnd og ágætis viðskiptavit þá getur útkoman orðið ansi svæsin. Það væri áhugavert að sjá, með þá staðreynd í huga að Tina Fey býr yfir meiri hæfi- leikum í litla putta sínum en þær systur til sam- ans, hversu mikið hún myndi þéna ef hún læki kynlífsmyndbandi af sér á netið. Fey býr þó sem betur fer yfir sómakennd og sjálfsvirðingu og því tel ég að engar líkur séu á því að hún muni leggjast svo lágt. Þetta er hinsvegar mjög einfalt. Því meira áhorf sem þáttur fær, því meiri verða tekjurnar fyrir þá sem standa að honum. Það má spyrja sig að því hvort það sé einungis þessi skortur á sæmd sem valdi vinsældum Kardashians. Mögulega er það breyskleiki mannsins sem færir honum hugarfró af því að fylgjast með jafn lítt þroskandi sjón- varpsefni; allt veltur þetta á því sem neytandinn vill. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian þénaði meira en tvo milljarða íslenskra króna á síðasta ári. Systir hennar þénaði álíka mikið. AFP Lágmenningin malar gull Forbes birti lista yfir tekju- hæstu sjónvarpskonurnar Vikuspegill Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Handritshöfundurinn og leikkonan Tina Fey var ofarlega á listanum. Reuters Þess má til gamans geta að launahæsti leikari Hollywood á síðasta ári var Íslands- vinurinn Tom Cruise sem gerði lands- mönnum það til geðs fyrir nokkru að skilja við eiginkonu sína hér á landi. Hann þén- aði meira en níu milljarða íslenskra króna frá maí 2011 til maí 2012. Tom Cruise þénar dágóða summu. Tom Cruise þénar mikið Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst NÁÐU ÓLYMPÍULEIKUNUM Í HÁSKERPU MEÐ GERVIHNATTABÚNAÐI FRÁ OKKUR VERÐ Á BÚNAÐI FRÁ 44.300,-

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.