SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 11
29. júlí 2012 11
Þótt Jónas Jónsson fráHriflu sæist stundumekki fyrir, var hann rit-fær og mikilhæfur
stjórnmálamaður, sem kunni að
velja hugmyndum sínum nöfn.
Hafði hann hér mikil áhrif og
jafnvel stundum víðtæk völd árin
1916-1944.
Frjálslyndir nútímamenn geta
ekki verið samþykkir því, hvern-
ig Jónas dró taum landbúnaðar á
kostnað sjávarútvegs, en útgerð-
armenn kallaði hann „Grimsby-
liðið“, enda var íslenskum fiski
þá oft landað í Grimsby í Norður-
Englandi.
Nokkrar aðrar hugmyndir Jón-
asar eru merkari. Ein er „Leifs-
línan“, en svo kallaði hann nauð-
synina á nánu samstarfi við
Bandaríkin. Hún hét að sjálfsögðu
eftir Leifi heppni, sem fann Vest-
urheim. Jónas var sannfærður
um, að Íslendingum kæmi best að
leita skjóls hjá Bretum og Banda-
ríkjamönnum, enda dáðist hann
að engilsaxneskri menningu.
Jónas áttaði sig einnig snemma
á hættunni, sem stafaði af ítökum
kommúnista í listum og bók-
menntum. Hann blandaði
kommúnismanum þó saman við
ýmsar tilraunir, sem listamenn
gerðu til að brjóta upp lögun, snið
og hrynjandi verka sinna og
heppnuðust misjafnlega. Fræg
urðu ummæli Jónasar um „hvíld-
artíma í listum og bókmennt-
um“, sem hann skrifaði í Tímann
í árslok 1941: „Í bókmenntum og
listum samtíðarinnar má greina
fjórar kvíslir sömu elfu. Í bók-
menntum er það kynóra- eða
klámstefnan, í húsagerðarlist
kassastíllinn, í höggmyndagerð
klossastefnan, en í málaralist
klessugerðin. Hér á landi má sjá
dæmi um kynórastefnuna í ritum
kommúnista og nokkurra ann-
arra viðvaninga, sem tekið hafa
þá til fyrirmyndar.“
Hér er hressilega að orði kom-
ist. Í fagurfræði var Jónas róman-
tískur íhaldsmaður, sem taldi
listina eiga að vera leit að hinu
fagra.
Jónas varaði líka við opinberri
forsjá í atvinnulífinu, þegar at-
vinnurekendur hirða gróðann, en
tapið er þjóðnýtt. Þótt sumir hafi
talið þetta kunna orðalag fengið
frá öðrum ritfærum manni, Vil-
mundi Jónssyni landlækni, er það
úr ræðu, sem Jónas hélt á Alþingi
1946.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Forsjálni Jónasar frá Hriflu
Árið 2000 gerði Miðbaugs-GíneubúinnEric Moussambani garðinn frægan ásumarólympíuleikunum í Sydney. Áll-inn Eric, eins og hann var gjarnan kall-
aður, keppti í 100 metra sundi með frjálsri aðferð og
vakti mikla athygli. Hana fékk hann þó ekki sökum
þess hversu góður sundmaður hann var heldur varð
hann frægur fyrir að vera einhver slakasti keppandi
Ólympíuleikanna frá upphafi.
Eric, sem lá við drukknun í lauginni, lauk
100 metrunum á einni mínútu og 52 sek-
úndum sem er meira en helmingi lengri tími
en heimsmetið var á þeim tíma. Hann vann
þó keppnina sem hann tók þátt í þar sem
þeir tveir sundmenn sem áttu að
keppa við hann voru dæmdir úr
leik sökum þjófstarts. Ekki nóg
með það heldur bætti hann sitt
eigið persónulega met og setti nýtt
landsmet í Miðbaugs-Gíneu.
Eric fór fremur óhefðbundna
leið á Ólympíuleikana en hann
komst í gegnum niðurskurð án
þess að ná tilsettu lágmarki. Hann
komst á leikana sökum átaks sem
lagst var í þetta árið og gekk út á það
að fá fólk í vanþróuðum ríkjum til að
taka þátt í Ólympíuleikunum og
þannig stuðla að uppbyggingu
íþróttastarfs og aukinni alþjóðavæð-
ingu þar í landi. Eric hóf að æfa sund
aðeins átta mánuðum áður en keppnin var haldin
og hafði til að mynda aldrei séð 50 metra ólympíska
sundlaug þar sem hann hafði aðeins æft sig í 20
metra sundlaug í hótelgarði í höfuðborg Miðbaugs-
Gíneu, Malabo. Það er því engin furða þótt Eric hafi
ekki verið háll sem áll þrátt fyrir viðurnefnið.
Aðeins einn annar keppandi frá Miðbaugs-Gíneu
var á leikunum, sundkonan Paula Barila Balopa.
Eftir frammistöðu Erics beindist kastljósið að
henni. Hún keppti í 50 metra sundi með
frjálsri aðferð og átti erfitt með að klára
sundið. Hún komst þó í mark á einni mín-
útu og þremur sekúndum og setti þar met:
hægasta sund allra tíma á leikunum.
Eric var neitað um þátttöku á Ól-
ympíuleikunum árið 2004 þrátt fyrir
stórfellda framför en met hans var þá
komið niður undir 57 sekúndur. Eric
hefur þó ekki sett sundskýluna í þurrk-
arann og syndir enn þann dag í dag.
Hann hefur þjálfað aðra sundmenn í
heimalandi sínu og fyrir skemmstu
var hann skipaður aðalþjálfari sundl-
iðs Miðbaugs-Gíneu fyrir Ólympíu-
leikana sem voru að hefjast í Lund-
únum á dögunum.
davidmar@mbl.is
Hvað varð um …
Methafinn Eric Moussambani er þjálfari landsliðs Miðbaugs-Gíneu í sundi á Ólympíuleikunum í Lundúnum.
AFP
Eric Moussambani?
Hvert mannsbarn er með hug-
ann við Ólympíuleikana þessa
dagana. Michelle Obama for-
setafrú Bandaríkjanna er þar
engin undantekning en hún er
mætt til Lundúna, þar sem hún
brá á leik með börnum í gær í
tengslum við uppákomuna
„Flytjum Lundúnir“ við Win-
field House.
Þótti frúin sýna fádæma fóta-
fimi og gaf til dæmis knattundr-
inu David Beckham, sem einnig
var á svæðinu, lítið eftir.
AFP
Fótafimi frú Obama
Veröld
Kappinn hefur
bætt sig mikið.
Þjónustum allar
gerðir ferðavagna
Bílaraf
www.bilaraf.is
Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is
Opnunartími verslunar í sumar: 8–18 virka daga, 10-14 á lau.
Gott verð, góð þjónusta!
Umboðsaðilar fyrir
Truma & Alde hitakerfi
á Mover undir hjólhýsi
249.900 kr.
Tilboð
Tilboð áTruma
E-2400 Gasmiðstöð
159.900 kr.
Tilboð
Mikið úrval vara- og aukahluta!
Markísur á frábæru verði
Ísskápur: Gas/12 Volt/
220V – Mikið úrval
Sólarsellur á góðu
verði – Fáið tilboð
með ásetningu