SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 12

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 12
12 29. júlí 2012 Mánudagur Aron Pálmarsson Jæja... öll neikvæðni og meiðslavesen sett til hliðar, búinn að fá grænt ljós á ÓL!!! eins og einn góður maður sagði "I VÆK" Þriðjudagur Sölvi Tryggvason Tvö- faldur espresso að morgni dags er ekkert minna en trúarathöfn. Heilög stund! Sigurður Hlöðversson Hangi á Heathrow að bíða eftir flugi heim. Ferleg traffík hérna. Ætli það sé eitthvað að gerast í borginni? Fimmtudagur Hörður Hilmarsson Fyrsti dagur Færeyja- ferðar að baki. Tón- leikar Karlakórsins Lóuþræla í Vesturkirkj- unni í Þórshöfn í gær- kvöldi voru vel heppnaðir. Um 100 manns hlýddu á söng þrælanna hennar Lóu og létu vel af. Í dag er á dagskránni ferð til Götu, með heim- sókn í Byggðasafnið, tónleikum í Götukirkju og „komsammen med middag aftaná“. Fésbók vikunnar flett Lenovo ThinkPad vélin sem getið er hér til hliðar notar Intel Core i7-3612QM sem styðst við svonefnda Ivy Bridge hönnun en Ivy Bridge leysir af hólmi Sandy Bridge-örgjörva, sem hverfa smám saman af markaði. Það getur verið snúið að átta sig á muninum, en í sem skemmstu máli má segja að Sandy Bridge hafi verið stórt skref í ör- gjörvahönnun, en Ivy Bridge lítið þó það sé vissulega framfaraskref, enda eru þeir smækkuð og uppfærð útgáfa af Sandy Bridge. Í Ivy Bridge örgjörvum er ýmisleg ný tækni sem tryggir meðal annars að þeir eru sparneytnari en fyrri gerðir, nota jafnvel allt að 20% minni orku sem er talsvert betra. Hvað hraðann varðar þá er framförin minni, af mælingum má ráða að hann er um 10% miðað við sama klukkuhraða. Grafíkvinnsla er líka hraðari og meira að segja talsvert hraðari, en það fer þó vitanlega eftir því hvort menn eru að nota grafíkina á móðurborði eða með sérstök graf- íkkort í vélinni. Þeir sem sýsla mikið með myndir eða liggja í leikjum kjósa væntanlega frekar sérstök skjákort og þá skiptir grafíkhraðinn í örgjörvasett- inu ekki svo miklu máli. Lenovo ThinkPad Edge E530 er aðallega ætl- uð fyrirtækjum og heimanotkun, en hentar vitanlega prýðilega í hvaða tölvutösku sem er. Hún er stílhrein, en frekar stór um sig, enda skjárinn 15,6"; 37,7 × 3,5 × 24,5 sm og hálft þriðja kíló. Öll tengi eru á hlið- unum; HDMI, heyrn- artól og hljóðnemi, VGA tengi og 1 USB 2.0 tengi og þrjú USB 3.0. Minniskortales- ari er á framhlið. Upplausn á skjánum er 1600x900 og hann er mattur sem eykur notagildi hans sem um munar, ekki síst þegar maður er ekki í rökkri. Rafhlaðan er gefin upp fyrir tæpa sex tíma, en ég náði ekki að treina hana svo lengi. Allskyns aukaforrit fylgja, þar á meðal Rapid Boot, sem gerir kleift að ræsa vélina á nokkrum sekúndum og virkar vel, þó það skerði notagildi vélarinnar fyrstu andartökin. Hún er vel spræk, reyndar verulega spræk með Intel Core i7 Ivy Bridge örgjörva, 2,10 GHz. Það er GeForce GT 630M grafíkkort í henni sem er meira en nóg fannst mér. Það er líka grafíkvinnsla í örgjörvanum sem vélin notar þegar hún keyrir á rafhlöðu og sparar þannig tals- verða orku. Minni í vélinni er 4 GB DDR3, harði diskurinn 750 GB. Inn- byggt er DVD RW-drif. Hljóm- ur er Dolby Advanced Audio og hún hljómar býsna vel nema maður ætli að keyra kerfið mjög hátt. Myndavél í lokinu er 720p. Er tímabært að skipta? Á þessum árstíma eru býsna margir að velta fyrir sér fartölvum, hvort sem það er fyrir skóla eða vinnu eða bara til gamans, og nýjum vélum snjóar inn á markaðinn; nefni sem dæmi Lenovo ThinkPad Edge E530. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Brú til framtíðar Ivy Bridge leysir af hólmi Sandy Bridge örgjörva

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.