SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 13

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 13
29. júlí 2012 13 Undirtónn Ólympíuleikanna eralltaf pólitískur. Valdahlutföllog viðhorf í heiminum birtastskýrt á þessum vettvangi,“ segir Stefán Jón Hafstein. Í hlutverki fréttamanns Ríkisútvarpsins var hann á vettvangi Ólympíuleikanna í Moskvu árið 1980 og í Los Angeles fjórum árum síðar. Segja má að þessir tvennir leikar hafi verið sem spegilmynd hvor annars. Sovétmenn réðust inn í Afganistan undir árslok 1979 sem skapaði viðsjár um veröld víða. Í mótmælaskyni sniðgengu Bandaríkja- menn leikana í Moskvu og hið sama gerðu margar aðrar vestrænar þjóðir. Rauður belgur var svo goldinn fyrir gráan þegar kom að leikunum í Englaborg. Sovétmenn sátu heima eins og íþróttamenn frá fjöl- mörgum ríkjum Austur-Evrópu. Ógnanir og gagnhernaður „Þetta er dæmigert fyrir kalda stríðið. Ógnanir og gagnhernaður á báða bóga. Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þeirri reynslu að vera á Ólympíuleikum – kynnast menningunni þar og eiga þess kost að flytja þjóðinni þaðan fréttir,“ segir Stefán Jón; fjölmiðlamaður í áratugi, síðar borgarfulltrúi og nú starfandi hjá Þróun- arsamvinnustofnun Íslands. Eitt af helstu álitamálum þjóðfélagsins vorið 1980 var hvort Íslendingar skyldu senda fulltrúa sína til Moskvu. Af hægri væng stjórnmálananna var ráðandi við- horf að réttast væri að sitja heima þó svo að niðurstaðan yrði önnur. „Morg- unblaðið talaði gegn þátttöku og sendi engan blaðamann til Moskvu. Það gerði raunar enginn íslenskur fjölmiðill nema Ríkisútvarpið. Hermann Gunnarsson var á þessum árum íþróttafréttamaður og hefði í réttu lagi átt að fara út. Vildi hins vegar þetta sumarið halda sig við fótboltann og Val og niðurstaðan varð því sú að ég var sendur enda hafði ég oft hlaupið í skarðið fyrir Hemma í íþróttunum,“ segir Stefán. Kaldur hrollur Ólympíuleikarnir í Moskvu 1980 hófust 19. júlí. Sem fyrr segir voru Bandaríkja- menn þar fjarri góðu gamni í mótmæla- skyni rétt eins og til dæmis Japanir, Vest- ur-Þjóðverjar, Kínverjar og fleiri. Nokkur ríki svo sem Bretland stóðu fyrir utan með óbeinum hætti; leyfðu íþróttamönnum að taka þátt á eigin vegum – sem þá kepptu undir ólympíufána í stað þjóðfána. „Aðalritarinn Leoníd Brjesnjev var fremstur í fylkingu við setningarathöfn leikanna í Moskvu. Líklega setti kaldan hroll að einhverjum að sjá þarna manninn sem var í innsta hring kommúnistaflokks- ins og á margan hátt táknmynd alls hins versta sem Sovétríkin stóðu fyrir,“ segir Stefán Jón sem í pistlum af leikunum sagði fréttir af íþróttum, mannlífi og pólitík. Útsendari og eftirför „Sovétmönnum var í mun að sýna styrk sinn; það er að þeim væri þetta risavaxna verkefni ekki um megn. En vissulega var ekki allt sem sýndist. Veruleikinn var settur í sparifötin eins og greina mátti í frásögnum sovéskra andólfsmanna sem ég hafði tal af en ábendingar um nokkra slíka hafði ég fengið hér heima,“ segir Stefán Jón og bætir því við að sovéskir stjórn- endur Ólympíuleikanna hafi lagt mikla áherslu á að erlendir fréttamenn brygðu upp þekkilegri mynd af leikunum og framkvæmd þeirra. „Dagskipunin var sú að ekkert væri fjallað um pólitík í fréttum. Ég kaus hins vegar að fara aðeins yfir strikið, tók þessi viðtöl við andófsfólkið og sendi heim at- hugasemdalaust, enda höfðu tæknimenn og fjölmiðlafulltrúar líklega í önnur horn að líta en fylgjast með útvarpsmanninum frá Íslandi. En einhverjar gætur voru þó hafðar á mér; þegar hlé var gert á keppni einn dag fór ég í bæinn og rölti um Rauða torgið. Allan þann dag fylgdi útsendari mér eftir, þó að hann léti mig afskipta- lausan.“ Undrabörn úr austri Alls níu Íslendingar tóku þátt í Ólympíu- leikunum í Moskvu sem kepptu í lyft- ingum, júdói og frjálsum íþróttum. Ár- angur þeirra var upp og ofan. Hlaupararnir Oddur Sigurðsson og Jón Diðriksson áttu ágæta spretti en best gerðu kúluvarpararnir Hreinn Hall- dórsson og Óskar Jakobsson sem komust í tólf manna úrslit og náðu 10. og 11. sæti – en Hreinn náði að varpa kúlunni 19,55 m og Óskar 19,07 m. Það vakti athygli að Ís- land ætti tvo kappa í tólf manna úrslitum þeirra fremstu í heiminum. „Auðvitað sá þess stað á leikunum í Moskvu hve margar þjóðir höfðu sagt sig frá keppni. Fulltrúar Sovétríkjanna og þjóða Austur-Evrópu urðu í staðinn meira áberandi; t.d. keppendur í fimleikum og frjálsum íþróttum sem stundað höfðu stíf- ar æfingar eftir vísindalegum aðferðum sem orðið hafa viðurkenndar um allan heim. Það var oft gaman að fylgjast með þessum undrabörnum úr austrinu,“ segir Stefán Jón Hafstein. Góðir í handboltanum Íslendingar lögðu mikið undir þegar kom að Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 sem hófust í júlílok. Landsliðið í handbolta fór utan og svo tólf keppendur í frjálsum íþróttum, sundi, siglingum og júdói. Þátt- taka handknattleiksmanna kom til óvænt; þegar nokkrar þjóðir Austur-Evrópu sögðu sig frá keppni var Íslendingum boð- in þátttaka sem þeir þáðu og vegnaði vel. Fyrirfram var búist við ólympíusigri Júgó- slava sem Íslendingar gerðu jafntefli við í æsispennandi leik í A-riðli. Reyndist það vera upptaktur þess er verða vildi því 6. sætið þótti góður árangur þegar upp var staðið. Á þessum tíma var Stefán Jón Hafstein, þá búsettur í Fíladelfíu, fréttaritari Út- varpsins í Bandaríkjunum. Þótti því liggja beint við með tilliti til reynslunnar frá Moskvu að Stefán færi þvert yfir Banda- ríkin og vestur á Kyrrahafsströnd og aflaði þar fregna af vettvangi heimsleikanna. „Eftir að hafa æft handbolta sem ung- lingur þekkti ég leikinn. Dembdi mér beint því beint út í djúpu laugina og lýsti leikjunum þó ég hefði aldrei gert slíkt áð- ur,“ segir Stefán Jón sem sat við hliðarlínu leikvallarins meðal áhorfenda, lýsti leikn- um og tók upp á segulband. Var svo kom- inn í blaðamannamiðstöð þegar klukkan var hálfátta að morgni heima á Íslandi. „Ég tengdi segulbandstækið við símann og þannig var upptökunni útvarpað. Og þetta gekk nákvæmlega upp. Fyrri hálf- leikur var á A-hlið kassettunnar, svo komu morgunfréttir af Skúlagötunni, og á meðan snéri ég snældunni við og á B-hlið var síðari hálfleikur. Allt virkaði þetta sem á rauntíma væri,“ segir Stefán Jón- sem bætir við að hápunktur þessara leika hafði tvímælalaust verið bronssigur jódókapp- ans Bjarna Friðrikssonar. Versti skrekkurinn „Á sama tíma og júdókeppnin var stór- veisla í frjálsum íþróttum og ég einbeitti mér að henni, því í fyrstu glímunni tapaði Bjarni, ég taldi hann úr leik. Það var svo langt liðið á kvöld þegar fréttamaður á vakt heima hringdi út og sagðist hafa óljósar fréttir um að Bjarni hefði verið að slá í gegn. Þetta kom mér alveg að óvörum en þegar ég hringdi í Ólympíuþorpið varð staðfest að Bjarni og bronsið væru stað- reynd. Ég reif mig því upp, tók leigubíl bæjarenda á milli og náði viðtali við bronsmethafann,“ segir Stefán Jón og heldur áfram: „Þetta er dýrasti leigubíll em ég hef tek- ið og ég bað Bjarna að hafa reiðufé tilbúið ef á þyrfti að halda að lána mér. Sem betur fer átti ég nóg en mér fannst ég hafa sloppið með versta fréttamannsskrekk á ferli mínum. Feginn varð ég þegar viðtalið fór á símalínum heim.“ Peningahyggjan var ráðandi Rétt eins og kalda stríðið og næðingur þess markaði Moskvuleikana 1980 voru amer- ísk gildi í forgrunni í Los Angeles. Voru Bandaríkjamenn þarkappsamir um að endurheimta styrk sinn og stöðu. „Forsetaár Jimmy Carters voru enginn uppgangstími í Bandaríkjunum. Ronald Reagan boðaði bjartsýni: It is morning in Amerika, voru kjörorð hans. Og nú var dagur risinn. Ólympíuleikarnir voru hluti af því nema hvað mér þótti of langt geng- ið. Allt var til sölu og útkoman varð vöru- merkjahátíð stórfyrirtækja eins og MacDonalds og Coca-Cola. Satt að segja þótti mér leikana setja niður við þetta – að minnsta kosti var lítt sýnilegur sá al- þjóðlegi ólympíuandi að hér skyldu þjóðir heims sameinast undir einu merki íþróttanna. Eftir þetta hefur pen- ingahyggjan verið ráðandi enda staðreynd að flest verðlaun vinna þær þjóðir sem mestu fé verja til að þjálfa liðsmenn sína og stórfyrirtæki eigna sér dýrð leikanna. Silfur íslenska liðsins í Bejing í handbolt- anum er í raun merkileg undantekning frá þeirri reglu.“ Valdahlutföll birtast skýrt Ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af þeirri reynslu að vera á Ólympíuleikum, segir Stefán Jón Hafstein. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veruleikinn var í sparifötunum, segir Stefán Jón Hafstein um Ólympíu- leikana í Moskvu árið 1980. Hann var eini íslenski fréttamaðurinn sem þá sótti. Þeir lituðust af kalda stríðinu rétt eins og leikarnir í Los Angeles fjórum árum síðar þar sem Bjarni vann bronsið. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Fréttamaður á vakt heima hringdi út og sagðist hafa óljósar fréttir um að Bjarni hefði verið að slá í gegn. Þetta kom mér alveg að óvörum en þegar ég hringdi í Ól- ympíuþorpið var staðfest að Bjarni og bronsið væru staðreynd. Bjarni Friðriksson hreppti brons á ÓL 1984 og náði í hóp bestu júdómanna heims. Morgunblaðið/Þorkell Þorkels

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.