SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 16

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 16
Til viðbótar hefur Tómas verið að vinna með listamanni í Berlín sem heitir Clemens von Wedemeyer og sýndi mynd á Documenta-hátíðinni í Kassel. Það er því greinilega mikill þeytingur á Tómasi. „Ég er með mjög mikið sígaunablóð í mér og vil alltaf vera reglulega á ferðalagi og ekki lengi á sama stað,“ segir hann. Leikur á mörgum tungumálum Tómas býr líka yfir óvenjugóðri tungumálakunnáttu eins og verkefnin sem hann hefur tekið að sér bera með sér. Hann ólst upp tvítyngdur en móðir hans er íslensk en faðir hans franskur. Hann er enn fremur útskrifaður frá leiklistarskólanum Cours Florent í París. Til viðbótar dvaldi hann nokkur sumur í Danmörku og síðar um hálfs árs skeið í Ítalíu. Núna hefur hann verið hvað mest að leika á þýsku og hefur tekið námskeið og unnið með tal- þjálfa til að æfa hreiminn. „Tungumálið mótar okkur mikið. Mér fannst ég finna mun á mér þegar ég var yngri, að ég væri ólík persóna á frönsku og íslensku,“ segir hann en áhrifin hafa dvínað með árunum eftir því sem hann hefur skipt meira milli tungumála. Enskan hans er að minnsta kosti orðin það góð að hann fékk hlutverk í Snowpiercer en persóna hans í myndinni heitir Egg-head. Það er mismunandi hversu langur tími líður frá prufum þar til tökur hefjast en í þessu tilfelli var ekki um langan tíma að ræða. Prufurnar fóru fram í febrúar en tökur stóðu yfir í vor og fram á sumar. Með einka-hjólhýsi á tökustað „Ég hef aldrei leikið í bíómynd á svona stórum skala og var með einka-hjólhýsi á tökustað,“ segir hann og út- skýrir að settið hafi verið stærra en hann sé vanur og þarna hafi verið saman komnar allar þessar stórstjörnur. „Þetta var ólíkt því sem ég hafði vanist þar sem allir búa saman á litlu hóteli og hanga saman. Þarna var mér skutlað á fimm stjörnu hótel, látinn fá síma og beið þangað til haft var samband við mig. En um leið og ég byrjaði að vinna kynntist ég fólkinu. Það var mjög skrýt- ið að fara með John Hurt í bíó og út að borða. Ég kynntist honum ágætlega og líka Octaviu Spencer og Tildu Swin- ton. Þetta eru allt frábærir leikarar og fyrir mig er bara svo mikil kennsla fólgin í því að fá að vera í kringum þetta fólk, spjalla og læra af því.“ Hann segir líka hafa verið frábæra reynslu að vinna með leikstjóranum Joon-ho Bong. „Hann er ótrúlega skipulagður, klippir um leið og hann er að taka. Takt- urinn í myndinni er eins og tónlist. Það er áhugavert að vinna með honum. Leikstjórinn gefur alltaf tóninn fyrir myndina. Það er svo mikilvægt að leikstjóri sé góður í því að ná því besta fram úr fólki. Það er yfirleitt með því að gefa algjört frelsi og sýna traust en samt vita hvað þú vilt.“ Eftir að Tómas fékk hlutverkið átti hann Skype-fund með honum. „Ég var mjög spenntur að fara að tala við þennan fræga leikstjóra þegar það kom í ljós að við höfð- um hist áður en ég var bara búinn að gleyma því. Við höfðum hist níu árum fyrr á hátíð í Tórínó vegna Nóa albínóa,“ segir hann en með þessari mynd Dags Kára Péturssonar hófst kvikmyndaferillinn. Hann má samt ekki segja meira um Snowpiercer en mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni og bannað að taka myndir á setti. „Það eru svo miklir peningar í húfi þarna. Því stærri sem myndin er, því meiri leynd hvílir yfir henni.“ Eyðimerkur og snævi þakin jörð Önnur myndanna sem Tómas lék í í fyrra er komin inn á nokkrar hátíðir. Hún heitir Errors of the Human Body og var tekin upp í Dresden, þetta er þýsk framleiðsla en myndin er á ensku. „Hún er í anda hryllingsmynda, í Cronenbergískum anda en þetta er vísindaspennutryllir,“ segir hann en ákveðinn heimsendahryllingur einkennir mörg hlutverk sem Tómas hefur farið með að undanförnu. Myndin í Marokkó var framtíðarmynd þar sem ástandið á jörðinni er slæmt, Snowpiercer er líka fram- tíðarmynd þar sem þeir einu sem geta lifað af eru inni í lest sem ferðast um heiminn. Í fyrri myndinni er sögu- sviðið eyðimörk en í Snowpiercer er jörðin snævi þakin. Í nóvember leikur hann síðan í kvikmynd fransks leik- stjóra í mynd sem tekin verður á ensku í Úkraínu og ber nafnið Hope. Þar er jörðin orðin að eyðimörk og erfitt að nálgast hreint vatn. Það er því greinilegt að heimsenda- spár eru leikstjórum dagsins í dag hugleiknar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að heyra núna, segir Tómas sem sjálfur er meðvitaður um neysluvenjur sínar, sneiðir hjá kjöti, reynir að borða lífrænan mat og leggur sitt af mörkum til endurvinnslu. Hann lék í myndinni Mushrooms í fyrra sem tekin var upp á Indlandi og segir það hafa verið mikið áfall að „ganga um í einum stórum ruslahaugi í mannhafi, ekki síst þegar maður er frá Íslandi þar sem það eru svona fáir á ferkílómetrann og allt svo hreint. Það er ekki í boði að allir sjö milljarðar jarðarbúa borði kjöt og mér finnst það líka skylda mín að gera það ekki.“ Til viðbótar er hann að fara að leika í haust í hryllings- mynd sem heitir Paris I Kill You, ef allt gengur upp varð- andi fjármögnun. Myndin er í raun röð styttri mynda sem verður leikstýrt af þekktum leikstjórum í hryllings- myndageiranum, en formið og nafnið er sótt í brunn myndarinnar Paris, je’taime. Einnig hafa margir af þeim karakterum sem Tómas hefur verið að leika undanfarið verið „vondir kallar“. „Ég tek þann pól í hæðina þegar þú ert að leika ein- hvern vondan, að þá er hann auðvitað staðráðinn í því að hann sé ekki vondur sjálfur. Vondum köllum finnst þeir ekkert endilega vera vondir. Þeir gera gott fyrir einhvern ákveðinn málstað sem er síðan kannski ekki góður fyrir einhvern annan. Þeir sem eru vondir eru oftar en ekki blindir á það að þeir séu vondir. Maður verður að geta samsvarað sig karakternum, þykja vænt um hann og vera tilbúinn að standa fyrir hann. Ef hann er bara vondur verður útkoman einhliða skopmynd.“ Erum alltaf að leika í lífinu Löngunin í að verða sviðsleikari blundar ekki í Tómasi, kvikmyndaleikurinn hefur alltaf haft vinninginn. „Ég hef aðeins verið í leikhúsi en það á ekki jafn vel við mig. Mér finnst svo stressandi að vera á sviði. Það er öðruvísi að vera fyrir framan myndavélina með fólki sem þú treystir. Mér finnst jafnvel erfitt að vera áhorfandi að leiksýningu því ég verð stressaður fyrir hönd leikaranna! Ég er líka hrifnari af kvikmyndaforminu þó leikhús geti verið stórkostlegt ef það er vel heppnað.“ Hann minnir þó á að í lífinu séum við öll alltaf að leika eitthvert hlutverk, hvort sem maður sé til dæmis móðir, nemandi eða kennari. „Partur af því að vera leikari er að geta aðlagast hratt nýjum aðstæðum og geta smogið eins og fiskur inn í hlutverkið. Mér fannst það áhugavert þeg- ar ég hitti John Hurt hvað hann gat komist í mikið návígi strax, án þess að fara yfir persónuleg mörk. Þetta er ákveðinn eiginleiki sem leikarar þurfa að hafa. Þú mætir kannski á tökustað og þarft að leika kærasta einhvers og láta eins og þið hafið alltaf þekkst. Það eru auðvitað til leikarar sem eru fúlir og leiðinlegir en ég held að það sé mikil synd að fara í gegnum þetta starf með þeim hugs- unarhætti því þá fer maður á mis við allt þetta góða. Mér fannst spennandi í Snowpiercer að kynnast öllu þessu stórkostlega fólki. Vonandi kemur flott mynd úr þessu. En maður er ekki alltaf að hugsa um útkomuna heldur líka veginn á leiðinni, að hann sé gefandi.“ Er opnari fyrir verkefnum en áður Hefurðu áhuga á því að vera meira í Hollywood-tengdum myndum? „Ég er miklu opnari en áður fyrir því sem getur komið upp. Ég myndi ekki taka öllu en finnst áhugavert að leika í stærri verkefnum sem borga auðvitað vel og þá er líka hægt að koma að öðrum minni og listrænni verkefnum sem borga minna. Ég hef líka verið að gera myndir sem borga lítið, upp á von og óvon, maður fær kannski eitt- hvað fyrir þær seinna ef vel gengur.“ Hann hefði áhuga á því að starfa meira á Íslandi. „Ég hef því miður ekki verið að vinna mikið á Íslandi að und- anförnu en ég er opinn fyrir því. Mér finnst alltaf gaman að koma til Íslands og geri það reglulega. Ég fylgist með úr fjarska. Það eru miklir möguleikar í gangi hvað varðar kvikmyndagerð á Íslandi, mikið af hæfileikaríku fólki og flottir tökustaðir,“ segir hann en síðasta myndin sem hann gerði á Íslandi var Desember. „Svo eru ekki það margar bíómyndir gerðar á ári á Ís- landi þannig að það er miklu meira fyrir mig að gera í þessum bransa hérna úti. Ég er líka með sérstakt útlit sem getur unnið með mér en líka á móti. Þá eru mögu- leikarnir meiri úti í hinum stóra heimi.“ Er kannski hægt að segja að það sé betra að finna sína sérstöðu og láta hana vinna með sér og láta vera að breyta sér? „Maður verður að skilja hvað maður getur og hvað maður getur ekki. Ég veit að það er ólíklegt að ég fái hlut- verk sem einhver meðaljón en það eru heldur ekki þau hlutverk sem mig langar til að leika. En ég fæ oft að leika einhverja skrýtna og öðruvísi karaktera. Maður vill samt sem leikari fá að þroska og þjálfa sem breiðasta pallettu.“ Eftir að Tómas kláraði leiklistarnámið í París hélt hann að hann myndi aldrei vilja vera leikari. „Samkeppnin er svo hörð. Ég fór heim í myndlist en svo gripu örlögin í taumana og ég fór að leika aftur.“ Langur vegur frá Nóa albínóa Nói albínói kom út árið 2003. „Þetta er búinn að vera langur og flókinn vegur síðan þá. Ég var tilnefndur til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og gekk eftir rauðum dregli og hugsaði: Núna er þetta komið, og hélt að hlut- irnir myndu gerast meira af sjálfu sér. En svo gerðist ekk- ert í langan tíma þarna á eftir. Ég þurfti að vinna aftur frá núlli í Evrópu. En það hefur auðvitað hjálpað að hafa Nóa, ég get sýnt hana og sumir hafa líka séð hana. Upp á síð- kastið hafa líka orðið breytingar hjá mér, með nýja, þýska umboðsmanninum og líka með breyttum hugs- unarhætti hjá sjálfum mér varðandi hvaða skilaboð mað- ur sendir umheiminum og hvað maður fær til baka. Ég hef verið að vinna í sjálfum mér. Allt umhverfi manns er spegill manns sjálfs. Ef maður vill breyta um greiðslu – þó ég geri það ekki! – þýðir ekki að gera það í speglinum. Þú verður að breyta greiðslunni á sjálfum þér. Eins með um- hverfið, maður getur ekki breytt því heldur aðeins við- horfinu til umhverfisins,“ segir þetta næma náttúrubarn að lokum. Með bænaveifur í baksýn í fjallgöngu í Nepal. Á slóðum Inkanna í Perú. Tómas hefur ferðast heilmikið á fjarlægar slóðir. 16 29. júlí 2012

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.