SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 21
„Er þá tryggt að þitt DNA sé á þeim?“
flýtir Aðalsteinn sér að spyrja.
Kára er skemmt.
Aðalsteinn veltir því upp að listmálarar
virðist halda starfsorku lengur en flestar,
ef ekki allar, aðrar stéttir manna. Margir
máli fram í rauðan dauðann, meðan fing-
urnir virka. Þó fatist geómetrískum mál-
urum flugið fyrr en þeim sem aðhyllast
abstraktlist, af tæknilegum ástæðum.
Lúnum fingrum getur eðli málsins sam-
kvæmt reynst erfitt að halda beinni línu.
Sköpunin situr lengst
Kári segir það heldur engan þröskuld þótt
rökhugsunin sé farin. Innsæið sé henni
hvort eð er æðra. „Rökhugsunin leiðir
sjaldnast til þess að við finnum eitthvað
nýtt,“ segir hann.
„Það er mikið til í þessu,“ bætir Björn
Davíð Kristjánsson, sonur listamannsins,
við. „Sköpunin virðist sitja lengst í okkur.
Í tilviki pabba hefur flæðið verið hindr-
unarlaust.“
Spurður hvort nýju verkin eigi erindi á
sýningu svarar Aðalsteinn stutt og lag-
gott: „Á því leikur enginn vafi.“
Höfundarverkið leynir sér ekki. „Í
þessum verkum er rými, hrynjandi og
músík, eins og Kristján hefur alltaf verið
þekktur fyrir. Hann er mjög næmur á
tónlist enda hljóðfæraleikari sjálfur. Spilar
á fiðlu.“
Þegar Aðalsteinn horfir yfir nýju mál-
verkin veitir hann því athygli að græni
liturinn er áberandi. „Það er merkilegt,“
segir hann. „Ég minnist þess nefnilega að
hafa heyrt Kristján segja að hann hataði
græna litinn. Maður veltir fyrir sér hvort
náttúran sé orðin honum hugleiknari á
síðari árum. Annars ræðir Kristján aldrei
svoleiðis hluti. Færi maður þetta í tal
glottir hann bara og heldur áfram að
mála.“
Strúktúrinn tók völdin
Kári vill ekki blanda sér í þessa umræðu
en bendir á að blái liturinn sé líka fyr-
irferðarmikill sem fyrr hjá Kristjáni enda
hafi hann löngum haft dálæti á fjörunni.
„Annars hættu litirnir að skipta máli hjá
Kristjáni fyrir um tuttugu árum, strúkt-
úrinn tók alfarið völdin.“
Björn segir að faðir sinn myndi eflaust
hleypa brúnum yfir þessum vangaveltum,
hann hafi aldrei látið umræður um list
sína trufla sig. Hann hafi bara haldið sínu
striki – og geri enn. „Meðan geómetrían
gekk yfir dró hann sig bara þegjandi og
hljóðalaust í hlé og byrjaði svo bara þegar
hans tími var kominn aftur. Pabbi eyðir
hvorki tíma né kröftum í nöldur og leið-
indi.“
Já, geómetrían átti aldrei við Kristján
Davíðsson. Og þó?
Aðalsteinn upplýsir að nýverið hafi
fundist geómetrískt verk eftir hann í
heimahúsi í Reykjavík. Björn hefur séð
ljósmyndir af því. „Hann var ekki alveg
saklaus,“ segir Aðalsteinn kíminn.
„Það er rétt en ég held hins vegar að
hann hafi fljótt áttað sig á því að geó-
metrían var ekki hans,“ segir Björn.
„Það held ég líka,“ segir Aðalsteinn.
„Hann vissi alveg hverju hann var að af-
neita.“
Bara klessa á striga
Kristinn Ingvarsson ljósmyndari gerir sig
nú líklegan til að taka myndir af verk-
unum á vinnustofunni og mikil rekistefna
fer fram um það hver þeirra séu best til
þess fallin að koma fyrir augu lesenda
Sunnudagsmoggans. Einhugur ríkir um
stórt verk á trönunum en Kári stígur
skyndilega í veg fyrir annað verk á gólf-
inu. „Kristján er alls ekki nægilega sáttur
við þessa mynd,“ segir hann og kveðst
sjálfur vera sama sinnis. „Þetta er bara
klessa á striga sem meikar engan sens. Ég
veit að Svanhildur er sammála mér,“ segir
hann og gjóar augunum á tengdamóður
sína.
„Nei, nei, nei. Hvaða vitleysa,“ flýtir
hún sér að segja.
„Nú, jæja,“ segir Kári sposkur. „Það
hefði þá verið í fyrsta skipti í 43 ár sem við
erum sammála ...“
Kristján Davíðsson listmálari verð-
ur að heiman á afmælisdaginn.
Myndina tók Kristinn Ingvarsson
við heimili hans fyrir fimm árum.
’
Maður veltir fyrir sér
hvort náttúran sé
orðin honum hug-
leiknari á síðari árum.
Annars ræðir Kristján
aldrei svoleiðis hluti. Færi
maður þetta í tal glottir
hann bara og heldur áfram
að mála.
29. júlí 2012 21