SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 23
29. júlí 2012 23
Ég man Allan Wells. Hvíti maðurinn sigraði – af því það voru engir svartir.Ég man neglurnar á Florence Griffith-Joyner.Ég man þegar Kiprotich frá Kenýu sigraði í 800 metrunum. Nema hvað hann sigraðiekki, heldur landi hans Paul Ereng.
Ég man þegar Greg Louganis rak höfuðið í stökkbrettið svo blæddi úr hvirflinum.
Ég man Nadiu Comaneci.
Ég man þegar nafn eins keppandans í undanrásum í spretthlaupi náði þvert yfir sjónvarpsskjáinn.
Bjarni Fel. leysti það snilldarlega að vanda, sagði alltof langt mál að nefna nafn keppandans.
Ég man dýrslega ásýnd Bens Johnsons. Hann var stútfullur af sterum.
Ég man Pieter van den Hoogenband. Þvílíkt nafn!
Ég man flugið á Völu Flosa. Þá var þjóðin stolt – og Samúel Örn æstur.
Ég man þegar ég sá keppni í göngu í fyrsta sinn. Fékk klums.
Ég man þegar Daley Thompson mölvaði stöngina í miðju stökki. Til allrar hamingju fór það vel.
Ég man skeggið á Jóni Arnari Magnússyni.
Ég man Sergey Bubka. Hann hóf jafnan keppni þegar allir hinir voru hættir.
Ég man Strákana okkar og dansinn hjá Óla Stef. við móttökuathöfnina hér heima.
Ég man fyrsta „Draumaliðið“, Jordan, Bird, Magic. Svalt!
Ég man þegar Rósa Ingólfs færði Jóni Óskari Sólnes kaffi í þularstofu seint um nótt. Hann þakkaði
pent fyrir enda þótt hann drykki ekki kaffi.
Ég man Merlene Ottey. Hún fékk alltaf silfur eða brons. Er hún hætt keppni?
Ég man þegar Carl Lewis jafnaði afrek Jesse Owens, fjögur gull í frjálsum.
Ég man þegar afríski sundkappinn Eric Moussambani Malonga var hér um bil drukknaður.
Ég man yfirburði Michaels Johnsons. Furðulegur stíll.
Ég man Albatrossinn.
Ég man eftir að hafa verið vakinn árla morguns við stórfréttir: Íslendingur fékk brons, Íslend-
ingur fékk brons! Bjarni Friðriksson var ekkert blávatn.
Ég man þegar hin berfætta Zola Budd rakst á Mary Decker. Þeirri síðarnefndu var ekki skemmt.
Ég man þegar írskur prestur réðst á Vanderlei Cordeiro de Lima í miðju maraþonhlaupi. Hann
slapp úr prísundinni en missti af gullinu.
Ég man að Michael Phelps vann átta gull á einum og sömu leikunum og skaut þar með sjálfum
Mark Spitz ref fyrir rass. Síðan fékk hann sér í haus.
Ég man þegar Usain Bolt hljóp inn í framtíðina.
Hvað gerist nú?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Hraðar, hærra, sterkar
Rabb
„Þetta er orðið heilmikið af fólki.“
Guðrún Jónsdóttir, 101 árs, spurð hvað niðjar hennar
séu orðnir margir.
„Maður þarf oft að velja hvor er í meiri
hættu, þá hleypur maður þangað.“
Sigríður Beinteinsdóttir en tvíburarnir hennar, fimmtán
mánaða, eru frekar fyrirferðarmiklir.
„Mér finnst alltaf gaman að setja mig í
spor annarra þó svo að ég kannist ekkert
við skóbúnaðinn.“
Skáldkonan Didda spurð hvernig hún kunni við
leiklistina.
„Hvað varð eiginlega um
hljómsveitina ykkar?“
Starfsmaður Ólympíuleikanna í Lundúnum
við útsendara Morgunblaðsins. Hann átti við
Sigur Rós.
„Bjarki er nátt-
úrlega líkamlegt
undur.“
Heimir Guðjónsson
þjálfari FH um hinn 39
ára gamla Bjarka Gunn-
laugsson sem lék þrjá leiki
á einni viku.
„Hver í fjandanum er Árni Johnsen?“
Lundi Pysjuson í samtali við Monitor.
„Ákvörðun þjálfarans er hreinn kjána-
skapur.“
Bítillinn Sir Paul McCartney um þá ákvörðun Stuarts Pe-
arce, þjálfara breska knattspyrnuliðsins á ÓL, að velja
David Beckham ekki í lið sitt.
„Vogue og allt þetta lið var þarna.“
Aníta Hirlekar fatahönnuður sem vakti athygli á sýningu
í Lundúnum.
„Það urðu oft og tíðum ánægjuleg slys.“
Sigtryggur Baldursson um þátt sinn Hljómskálann á
RÚV.
„Ég horfði þá á það sem var að gerast
í raun og veru og komst að
því mér til mikillar undr-
unar að um mína daga
hafa rauntekjur með-
almanneskju þrefald-
ast, barnadauði minnk-
að um tvo þriðju og
meðallífslíkur aukist
um einn þriðja.“
Breski rithöfundurinn Matt Ridley.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
Samningar sem Ísland er aðili að eru skýrir.
Þeir segja að senda eigi slíka „flóttamenn“ án
ástæðulausrar tafar til þess staðar sem þeir
komu síðast frá. En það gengur gegn tískunni
og pólitíska rétttrúnaðinum að fylgja umsömd-
um reglum.
Flóttamennirnrir koma sumir á fölskum
skírteinum og það þykir siðferðislegur glæpur
að mati háttsettra embættismanna að neita að
trúa því að þeir séu börn! Öll þessi mál eru
komin í miklar ógöngur og Útlendingastofnun
er að bresta undan þeim.
Nýlega brutu tveir „flóttamenn“ sér leið inn
í íslenska þotu í Keflavík með miklum kostnaði
og álitshnekki fyrir alla sem urðu fyrir því.“
Fróðlegur samanburður
Það er fróðlegt að bera þennan texta saman við
oflátungs-útúrsnúningatextann að ofan. Aug-
ljóst verður þá öllum að sá sem telur sig eiga
vera gæslumann rétttrúnaðarins, hvað sem öllu
líður, nær ekki að halda þræði í þessari um-
ræðu frekar en svo margri annarri sem hann
tekur þó þátt í. Það var þó ótrúlega langt seilst
að líkja umræddum „flóttamönnum“ sem
hingað koma undantekningarlaust eða lítið frá
löndum ESB, sem margoft hefur verið undir-
strikað að sambandið hafi tryggt frið og vel-
sæld í síðustu áratugi, við gyðinga á flótta
undan böðlum og gasklefum Hitlers, þegar
meginland Evrópu nánast allt var undir hæl
hans eða ógnaráhrifum. Þannig vill til að þessir
flóttamenn hafa, að eigin sögn, haldið til í fjöl-
mörgum löndum Evrópu áður en þeir komu
hingað, löndum sem hafa sambærilegar skyldur
gagnvart flóttamönnum og Ísland. Að auki eru
þeir margoft staðnir að því að „flýja“ hið frið-
sama íslenska draumaríki og skaða fjölmarga
hagsmunaaðila við það, um leið og þeim þykir
lítið koma til þeirra framlaga sem veitt eru til
uppihalds þeirra hér. En það kemur hins vegar
ekki á óvart þótt góðkunningjar hlaupi til og
afhjúpi, rétt einu sinni, að þeir séu með öllu
ófærir um að taka þátt í málefnalegri umræðu í
landinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skýjahjálmur Esjunnar.
á