SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 26

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 26
K vískerjabræður eru löngu landskunnir fyriródrepandi áhuga á rannsóknum á náttúru ogsögu Austur-Skaftafellssýslu. Til marks um þaðvar stofnaður Kvískerjasjóður árið 2003 þeim til heiðurs, en styrkirnir renna til rannsókna á náttúru- og menningarminjum í sýslunni. Tveir bræðranna eru á lífi, þeir Helgi og Hálfdán Björnssynir, en báðir eru komnir mitt á ní- ræðisaldur og miklir vísindamenn. Einnig stóðu þeir Flosi og Sigurður að rannsóknarstarfinu, en þeir eru fallnir frá eins og systkini þeirra Ari, Páll, Ingimundur, Guðrún og Guðrún, sem skírðar voru í höfuðið sín á hvorri ömmunni! María Ingimarsdóttir var í sveit á Kvískerjum, eins og kemur fram í viðtalinu við hana hér á næstu opnu. Og þar var Ragnar Ax- elsson áður mörg sumur í sveit, þar af eitt með Björgvini bróður hennar. Hann tók þá meðfylgjandi myndir. Sú nýj- asta var hinsvegar tekin í september árið 2004 af því þegar bræðurnir þrír Hálfdán, Helgi og Sigurður komu í fyrsta skipti að flaki breska togarans Banffshire. Hálfdán og Helgi búa enn að Kvískerjum í Öræfasveit. Helgi skoðar hvernig klettarnir gægjast upp úr jöklinum og hvernig brotnar í kringum þá og myndast nýtt landslag eftir því sem hann þynnist meira.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.