SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 28
28 29. júlí 2012 Ég rek áhuga minn á líffræðibeint á Kvísker, en þar var ég ísveit í tíu sumur frá 6 áraaldri,“ segir María Ingimars- dóttir nýútskrifaður doktor í líffræði. „Þar vann ég þessi hefðbundnu sveita- störf en alltaf þegar færi gafst fórum við í leiðangra til að skoða og rannsaka. Kvís- kerjabræður sýndu okkur krökkunum allt mögulegt, bentu m.a. á breytingar í umhverfinu og ég lærði að þekkja margar tegundir blóma og fugla.“ María ólst upp í Kópavogi, lauk MS- prófi í líffræði árið 2004 og starfaði í kjöl- farið hjá Náttúrufræðistofnun auk þess að sinna stundakennslu við Háskóla Ís- lands. Landnemar á jökulskerjum Doktorsverkefni Maríu fólst í að rann- saka landnám í jökulskerjum en það eru fjallstoppar sem standa upp úr jökli. Fjöldi jökulskerja hefur farið vaxandi síðustu áratugi þar sem jöklar hafa minnkað vegna hlýnandi lofslags. Jök- ulskerin stækka svo smám saman eftir því sem jökullinn umhverfis þau lækkar. Eyþór Einarsson, grasafræðingur á Náttúrufræðistofnun, hóf að fylgjast með landnámi gróðurs á jökulskerjum Breiða- merkurjökuls árið 1961 með leiðsögn og aðstoð bræðranna á Kvískerjum. Starri Heiðmarsson á Náttúrufræðistofnun og Bjarni Diðrik Sigurðsson hjá Landbún- aðarháskólanum hafa haldið áfram með þær rannsóknir. Tilgangur rannsóknar Maríu var að bæta við þekkingu á smá- dýrum og framvindu þeirra í jök- ulskerjum. Sáralítið var vitað um smá- dýralíf í jökulskerjum í heiminum áður en rannsóknir Maríu hófust. „Til þess að dýr og plöntur geti numið land í jökulskerjum þurfa þau að komast nokkurra kílómetra leið yfir jökulinn. Við rannsökuðum hve langan tíma það tekur fyrir lífverur að berast í jökulskerin auk þess að skoða í hvaða röð þær nema land. Í rannsókninni kom í ljós að smá- dýr t.d. köngulær, stökkmor og mítlar nema land í jökulskerjunum mjög fljótt eða innan þriggja ára.“ Hinsvegar kom á óvart að smádýrin nema land á undan gróðrinum andstætt því sem áður var talið því gróður myndar fæðu fyrir smádýrin. Jafnframt leiddi rannsóknin í ljós að fyrstu landnemarnir, smádýrin, lifa hvert á öðru. „Niðurstöður sýndu fram á að gróður fer ekki að þrífast fyrr en aðeins seinna. Auðvitað er það misjafnt eftir stöðum en allajafna hefur einhver gróðurþekja myndast innan tíu ára. Fyrst vaxa háplöntur en mosar og fléttur koma seinna,“ segir María. Krefjandi og erfiðar aðstæður Samtals voru til rannsóknar sex jök- ulsker, fjögur sker í Breiðamerkurjökli sumarið 2008 og tvö sker í Suðvestur- Vatnajökli sumarið 2009. „Þetta var mjög krefjandi ferli. Samtals vorum við meira eða minna upp á jöklinum við rannsóknir í sex vikur sumarið 2008,“ segir María. „Til að rannsaka smádýrin tókum við jarðvegssýni og settum upp gildrur. Við rannsökuðum líka gróðurþekjuna og tegundasamsetningu gróðurs ásamt því að taka sýni til að rannsaka magn líf- rænna efna í jarðvegi. Vinnudagurinn gat verið allt að 17 tímar, þetta var mikið púl og maður var í góðu formi eftir þessar tarnir.“ Eins og nærri má geta voru veður oft válynd á jöklinum og þeir ansi erfiðir yf- irferðar þó að leiðangrarnir hafi verið farnir yfir hásumarið, frá lokum júní fram í ágústbyrjun. María segir aðstæður hafi stundum verið erfiðar, ískuldi í María Ingimarsdóttir léttklædd í sumarveðri á Breiðamerkurjökli í mikilfenglegu landslagi. Ljósmynd/Ólöf Birna Magnúsdóttir Áhuginn kviknaði á Kvískerjum Í æsku eyddi María Ingimarsdóttir sumr- um á Kvískerjum þar sem hún fékk áhuga á líffræði. Nú hefur hún nýlokið doktorsverk- efni sínu frá Háskól- anum í Lundi sem fjallar um landnám í jökulskerjum. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Veður voru oft válynd á jöklunum og þeir mjög erfiðir yfirferðar í ofanálag. Ljósmynd/Grétar Pálsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.