SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 30
30 29. júlí 2012
Þ
að er áreiðanlega upplifun
margra almennra borgara, sem
eiga samskipti við heilbrigðis-
þjónustuna, að það hafi verið
gengið of nærri henni í niðurskurði út-
gjalda. Þeir sem til hennar leita finna, að
þar er ekkert svigrúm lengur til staðar.
Þeir sem við hana starfa geti ekki veitt
meira en lágmarksþjónustu. Það er
kannski ekki auðvelt að rökstyðja þessa
staðhæfingu en skynjun fólks í tilvikum
sem þessum er oft býsna nálægt veru-
leikanum. Heilbrigðisþjónustan er að
bresta.
Fyrir bráðum fjórum áratugum voru
uppi hugmyndir um það í forystusveit
Sjálfstæðisflokksins að taka upp gjald fyrir
mat, sem sjúklingar fá á spítölum. Rökin
voru mjög einföld. Hvers vegna ætti að
vera í því fólginn sparnaður fyrir fólk að
leggjast inn á spítala? Þessar hugmyndir
urðu ekki að veruleika þá enda mikil and-
staða við þær innan þess flokks. Hitt fer
ekki á milli mála, að heilbrigðisþjónusta
er ekki lengur ókeypis á Íslandi fyrir þá,
sem á henni þurfa að halda. Þegar komið
er inn á spítala þarf að borga nánast við
hvert fótmál. Kannski ekki háar upphæðir
– en samt. Þetta er ekki sagt í gagnrýn-
istón en hins vegar mikilvægt að við átt-
um okkur á að lengra má ekki ganga í
gjaldtöku án þess að eitthvað láti undan.
Lyfjakostnaður þeirra, sem á annað borð
þurfa á lyfjum að halda er orðinn
verulegur.
Þetta þýðir að það kostar orðið tölu-
verða peninga að verða veikur á Íslandi.
Er það ekki umhugsunarefni? Sú var tíðin
að það var markmið okkar að kostnaður
þyrfti ekki að vera áhyggjuefni þeirra,
sem yrðu veikir.
Þegar rætt er við þá, sem bezt þekkja til
í heilbrigðiskerfinu fer ekki á milli mála,
að þeir hafa miklar áhyggjur af því að
tækjakostur sé að verða úreltur, gamall og
bili gjarnan. Nútímatækni er lykilþáttur í
heilbrigðisþjónustunni. Viljum við drag-
ast aftur úr öðrum þjóðum í þeim efnum?
Erum við tilbúin til að sætta okkur við
það? Er það viðunandi fyrir þessa eyþjóð
að þurfa kannski að senda sjúklinga til
annarra landa vegna þess, að við höfum
ekki talið okkur hafa efni á því að
endurnýja tækjabúnað?
Sömu kunnáttumenn telja mikla hættu
fólgna í því að læknastéttin sé að eldast.
Að ungir læknar, sem hafa leitað til út-
landa í sérnám komi ekki aftur vegna
þess, að þeir fái ekki störf hér af því að það
eru ekki til peningar til að borga þeim
laun. Eða annars konar aðstöðu vantar.
Þetta gerist á skömmum tíma en það getur
tekið lengri tíma að snúa þeirri þróun við.
Það eru ný vandamál að koma til sög-
unnar, sem við höfum lítið vitað af fram
að þessu. Einhverfa er vaxandi vandamál.
Það er erfitt að finna skýringar á því en er
engu að síður veruleiki. Íslenzk kona,
Margrét Dagmar Ericsdóttir, hefur unnið
einstakt og nánast ótrúlegt afrek við að
kynna heim hinna einhverfu á heimsvísu.
Ofvirkni og athyglisbrestur eru hugtök,
sem við erum varla byrjuð að skilja en
munum kynnast betur.
Nágrannaþjóðir okkar eru að byrja að
átta sig á að meðferð á geðsýki getur ekki
einungis snúizt um sjúklinginn sjálfan.
Það þarf að huga að fjölskyldum geðsjúkra
með skipulegum hætti. Í Noregi eru að
verða til sjálfshjálparhópar unglinga, sem
hafa alizt upp í fjölskyldum, þar sem geð-
sjúkdómar hafa herjað á. Þeir bera saman
bækur sínar undir leiðsögn fagfólks. Er
nokkur von til þess að hægt sé að þróa
upp slíka sjálfshjálparstarfsemi hér?
Verkefnin sem heilbrigðisþjónustan
stendur frammi fyrir eru ekki að minnka.
Þau eru að stóraukast og á nýjum sviðum,
sem heilbrigðiskerfið hefur lítið þurft að
sinna fram til þessa.
En heilbrigðisþjónustan á Ísland er í
spennitreyju. Hún getur varla hreyft sig.
Hún getur ekki tekizt á við ný og aðkall-
andi verkefni með þeim hætti, sem er
bæði æskilegt og nauðsynlegt og flokkast
undir það að geta kallast siðmenntuð
þjóð.
Það er kominn tími til að þjóðin ræði
þessa stöðu, sem heilbrigðisþjónustan er
komin í og geri upp við sig, hvort hún vill
láta þetta danka svona nokkur ár í viðbót
eða snúa sér að því að taka ákvarðanir um
hvað er brýnt að gera nú og hvað má bíða
á öðrum sviðum til þess að það sé hægt.
Það þarf ekki að stafa ofan í mig rökin
um það, sem hér gerðist fyrir fjórum ár-
um. Það þarf heldur ekki að minna mig á,
að forsenda þess að þjóðin geti gert þetta
og hitt sé að auka landsframleiðsluna og
þar með hagvöxt. Þetta vitum við öll.
Það getur hins vegar verið álitamál,
hvort forgangsröðun okkar sem samfélags
sé rétt þessa stundina og hafi verið rétt.
Það hafa ekki farið fram miklar umræð-
ur um stöðu heilbrigðisþjónustunnar á
síðustu árum. Þegar einhverjir talsmenn
hennar hafa hafið upp raust sína eru þeir
ýmist afgreiddir með því að þeir séu að
sinna eigin hagsmunum eða þeim er hótað
öllu illu á bak við tjöldin. (Þannig verkar
„kerfið“ á Íslandi).
Það er tímabært að þessar umræður fari
fram. Það er mikilvægt að stjórnmála-
flokkar, þingmenn og ráðherrar og sveit-
arstjórnarmenn (sumt af félagslegri þjón-
ustu sveitarfélaga getur í raun flokkast
undir heilbrigðisþjónustu) lýsi afstöðu
sinni.
Ég hef stundum velt því fyrir mér og
hreyft því opinberlega, hvort bezt fari á
því að fjármagna opinbera heilbrigðis-
þjónustu með sérstökum eyrnamerktum
skatti. Og að það verði síðan lagt í vald
þjóðarinnar sjálfrar í atkvæðagreiðslum,
hvort hún er tilbúin til að hækka þann
skatt við aðstæður eins og nú eru til stað-
ar, þegar augljóslega þarf að auka fjár-
framlög til heilbrigðiskerfisins umtals-
vert. Segi hún nei er það hennar eigin
ákvörðun.
En ég hef enga trú á að hún mundi segja
nei.
Heilbrigðisþjónustan er að bresta
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Ólympíuleikarnir, þeir fyrstu sem haldnirvoru að sumarlagi, eftir hörmungarnar semseinni heimsstyrjöldin kallaði yfir þjóðir,ekki síst í Evrópu, voru settir í Lundúnum á
þessum degi fyrir 64 árum. Næstu leikar á undan fóru
fram í Berlín sumarið 1936. Ólympíuleikarnir 1940 voru
slegnir af vegna stríðsins en fyrst átti að halda þá í Tókíó
og síðar Helsinki. Lundúnum hafði verið úthlutað leik-
unum 1944 en einnig var hætt við þá.
Þrátt fyrir að vera í sárum eftir hildarleikinn sóttust
Bretar eftir leikunum 1948 og fengu þá. Ekki voru allir á
eitt sáttir um þá ráðstöfun og lögðu einhverjir til að leik-
arnir yrðu framseldir til Bandaríkjanna. Georg konungur
VI tók hins vegar af skarið og sagði leikana tilvalið tæki-
færi til að reisa gamla heimsveldið úr öskustónni.
Lundúnir urðu þar með önnur borgin í sögunni á eftir
París til að halda Ólympíuleikana tvisvar, fyrst fóru þeir
þar fram árið 1908. Fyrir helgi urðu Lundúnir síðan
fyrsta borgin til að setja þriðju leikana.
Bretland, eins og álfan öll, var að byggja sig upp eftir
stríðið og synd væri að segja að íburður hafi verið mikill á
Ólympíuleikunum í Lundúnum 1948. Þvert á móti ganga
þeir jafnan undir nafninu „meinlætaleikarnir“ vegna
efnahagsástandsins og skömmtunarinnar sem var við
lýði. Venjulegu fólki í Bretlandi voru skammtaðar 2.600
kaloríur á dag á þessum tíma en keppendur á leikunum
voru settir í sérflokk, ásamt námamönnum og hafn-
arverkamönnum, og fengu fyrir vikið 5.467 kaloríur í
sinn hlut.
Ekkert ólympíuþorp var reist árið 1948, þess í stað
gistu keppendur í húsnæði sem þegar var til staðar. Karl-
arnir fengu inni hjá konunglega flughernum á Uxa-
bryggju en konurnar á stúdentagörðum í Lundúnum.
Engir vellir voru heldur byggðir sérstaklega fyrir leikana,
aðeins notast við eldri velli.
Þetta mótlæti kom ekki í veg fyrir metþátttöku á leik-
unum, 59 þjóðir sendu samtals 4.104 keppendur til leiks,
3.714 karla og 390 konur.
Vegna framgöngu sinnar í stríðinu var hvorki Þjóð-
verjum né Japönum boðið að vera með og Sovétmenn
ákváðu, þrátt fyrir boð um þátttöku, að senda enga
íþróttamenn til Lundúna. Bandaríkjamenn báru, eins og
svo oft, höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir á leikunum,
unnu alls til 84 verðlauna, þar af 38 gull. Heimamenn
unnu til 23 verðlauna, þar af voru þrjú gull.
Georg konungur setti leikana í björtu og fallegu veðri á
Wembley-leikvanginum að viðstöddum 85 þúsund gest-
um. Burghley lávarður flutti ávarp og sagði þar meðal
annars að leikarnir væru vonarglæta fyrir heim sem hefði
orðið illa úti. Opnunarhátíðin var sýnd í beinni sjón-
varpsútsendingu í breska ríkissjónvarpinu, BBC, og jafn-
framt sextíu klukkutímar frá keppninni sjálfri.
Mörg frækin afrek voru unnin í Lundúnum sumarið
1948 en stjarna leikanna var „húsmóðirin fljúgandi“,
Fanny Blankers-Koen frá Hollandi sem vann fern gull-
verðlaun í frjálsum íþróttum. Blankers-Koen, sem var
þrítug tveggja barna móðir, sigraði í 100 og 200 metra
hlaupi, 80 metra grindahlaupi og 4 x 100 metra boð-
hlaupi. Reglur komu hins vegar í veg fyrir að hún ynni til
fleiri verðlauna en Blankers-Koen, sem var heims-
methafi í bæði langstökki og hástökki, var meinað að
taka þátt í þeim greinum þar sem hver keppandi mátti
aðeins keppa í þremur einstaklingsgreinum.
Medalíukóngur leikanna varð finnski fimleikamað-
urinn Veikko Huhtanen sem vann þrjú gull, eitt silfur og
eitt brons og Bandaríkjamaðurinn Bob Mathias varð
yngsti gullverðlaunahafinn á Ólympíuleikum þegar hann
bar sigur úr býtum í tugþraut aðeins sautján ára gamall.
Þegar Mathias var spurður hvernig hann hygðist halda
upp á áfangann varð honum að orði: „Ætli ég byrji ekki
bara að raka mig!“
orri@mbl.is
Ólympíu-
leikarnir
settir í
Lundúnum
„Húsmóðirin fljúgandi“, Fanny Blankers-Koen frá Hollandi.
’
Þvert á móti ganga þeir undir
nafninu „meinlætaleikarnir“
vegna efnahagsástandsins og
skömmtunarinnar sem var við lýði.
Frá setningarathöfn Ólympíuleikanna í Lundúnum 1948.
Á þessum degi
29. júlí 1948