SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 31

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 31
29. júlí 2012 31 Stefán Pálsson fimleikamaður fæddist í Reykjavík20. ágúst árið 1989. Hann gekk í Laugarnesskóla ogLaugalækjarskóla og að loknu því námi lá leiðin íFjölbrautaskólann við Ármúla og Borgarholts- skóla. Stefán var þróttmikið barn og var því sendur í fim- leika hjá fimleikafélagi Ármanns. Fimleikahæfileikar hans fengu að blómstra í félaginu en lið hans, sameiginlegt lið Stjörnunnar og Ármanns, hlaut brons á Norðurlanda- mótinu í hópfimleikum árið 2011. Hann keppir enn í fim- leikum en samhliða því er hann fimleikaþjálfari og þjálfari hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Foreldrar Stefáns eru ljósmyndararnir Páll Stefánsson og Áslaug Snorradóttir. Hann erfir ferðafýsn og ævintýra- mennsku foreldra sinna. Hann hefur því ferðast til hinna forvitnilegustu landa á borð við Malasíu, Marakkó og Mexíkó. Einnig hélt fjölskyldan jólin hátíðleg í Indlandi árið 2010. Íþróttaáhugi Stefáns ber hann á vit ævintýranna en á sunnudaginn leggur hann af stað til þess að fylgjast með Ólympíumótinu í Lundúnum. if@mbl.is Stefán í hjólatúr á Hellisheiði í vor. Stefán nýtir fimleikatæknina á skíðunum. Hér er hann staddur í Noregi árið 2009. Á fimleikaæfingu hjá Ármanni árið 1999. Á fimleikaferð í Ungverjalandi rákust strákarnir á fimleikagoðið Marius Urzica. Frá hægri: Stefán, Andri, Marius, Hjalti og Daði. Fjölskylda Stefáns; Páll Stefánsson, Áslaug Snorradóttir og Kolbrún Pálsdóttir. Flikk-flakk og ferðalög Stefán Pálsson leggur land undir fót og fylgist með Ólympíuleik- unum í Lundúnum. Tæplega tveggja ára blómálfur. Stefán er fimleikamaður og þjálfari. Stefán sjö ára í Sardiníu. Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Ármanns hlaut brons á Norðurlandamótinu í hópfimleikum árið 2011. Myndaalbúmið Jóla-Stefán í Indlandi 2010. Í hælaskóm á 3 ára afmælinu. Sjö ára lopapeysumódel.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.