SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 32

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Side 32
„Ég hafði mikla ánægju af útiveru en aldrei hvarflaði að mér að taka myndir af náttúrunni. Mér fannst það fyrir neðan mína virðingu – eins og það hefur nú reynst yndislegt!“ hljómsveitum. Ég hef alltaf haft áhuga á fólki og á þessum tíma snerist allt um að mynda fólk. Eftir ljósmyndanám á Íslandi fór ég í nám við ljósmyndaraskóla Christers Strömholms í Stokkhólmi sem var mjög virtur skóli í þá daga. Áður vann ég á Vikunni sem blaðaljósmyndari. Þegar ég kom heim frá námi fór ég að vinna í auglýs- ingabransanum. Besti ljósmyndaskóli sem hægt er að ganga í gegnum er að taka auglýsingamyndir en oft fannst mér það sem ég var að gera nauðaómerkilegt. Ég vann sem auglýsingaljósmyndari í nær 20 ár. Ég hafði mikla ánægju af útiveru en aldrei hvarflaði að mér að taka myndir af náttúrunni. Mér fannst það fyrir neðan mína virðingu – eins og það hefur nú reynst yndislegt! Það er dálítið skrýtið hvað ég fór seint að einbeita mér að mynda náttúruna því hún var allt í kringum mig þegar ég var krakki. Á sumrin var ég í sveit í Landeyjunum hjá afa og ömmu og hafði fjallahringinn í kringum mig. Ég spekúleraði alltaf mikið í því hvað væri á bak við fjöllin og hef nú aldeilis komist að því! Faðir minn var mjög nat- inn garðyrkjumaður og sýndi hverri plöntu alúð. Þær voru eins og börnin hans. Það má eiginlega segja að ég hafi alist upp í mold. En það var ekki fyrr en ég fékk skyndilega verkefni hjá Eimskip við að gera dagatal að ég fór að mynda náttúruna í miklum mæli. Sú vinna vatt upp á sig og ég gerði dagatöl fyrir fyrirtækið í níu ár. Á þeim tíma sá ég að það gat verið ákveðinn lífsstíll að blanda saman fríi úti í náttúrunni og vinnu. Síðan hef ég hagað starfi mínu þannig og veit aldrei hvort ég er í vinnunni eða í fríi. Út úr þessu hefur komið atvinnu- rekstur sem hefur plummað sig ágætlega. Ég rek eigið fyrirtæki í kringum ljósmyndagerð mína og er með fólk í vinnu.“ Þrjátíu ár eru síðan fyrsta bók Sigurgeirs Sig-urjónssonar ljósmyndara kom út. Á þessumáratugum hefur Sigurgeir sent frá sér fjölmarg-ar ljósmyndabækur um Ísland og af þeim hafa selst á þriðja hundrað þúsund eintök. Hann er því einn af söluhæstu höfundum landsins. Nýjasta bók hans er ljós- myndabókin Iceland Small World sem nú er í efsta sæti á metsölulista Félags bókaútgefenda. Það eru 30 ár síðan fyrsta bókin þín, Svip-myndir, kom út. Segðu mér aðeins frá henni. „Svip-myndir var ljósmyndabók með svart/hvítum portrettmyndum. Jóhann Páll Valdimarsson gaf bókina út í 500 eintökum. Þar sem Jói sá enga sölumöguleika í bókinni ákváðum við að skipta upplaginu bróðurlega á milli okkar og gefa vinum og kunningjum. Fyrir þremur árum fann ég 20 eintök af þessari bók á bókamarkaði í Perlunni á nokkur hundruð krónur stykkið og keypti upplagið. Árið 1992 gerði ég svo bókina Íslandslag, sem segja má að sé fyrsta bókin mín með íslenskum lands- lagsmyndum. Hún er eiginlega uppháhaldsbókin mín. Jóhann Páll gaf hana út. Við hittumst fyrir tilviljun á Laugaveginum, fórum að tala um útgáfu og hand- söluðum samning fyrir utan Landsbankann. Jói er fyrir- myndarútgefandi og það var brotið blað með gerð þess- arar bókar því hún var stór og vegleg og mikil landkynningarbók. Vigdís Finnbogadóttir skrifaði for- málann og Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur textann. Bókin seldist mjög vel og síðan fóru hlutirnir að rúlla.“ Ákvaðstu snemma að verða ljósmyndari? „Já, ég er haldinn einhvers konar skráningarbakteríu. Ljósmyndaáhuginn hófst um þrettán ára aldur en þá byrjaði ég að mynda skólafélaga og félaga mína í popp- Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Aldrei sama myndin Sigurgeir Sigurjónsson ljós- myndari hefur einbeitt sér að því að mynda íslenskt landslag og hefur sent frá sér fjölda ljós- myndabóka sem hafa orðið metsölubækur. Sigurgeir ræðir um ljósmyndun, náttúru og fólskulega árás sem hann varð fyrir á Seychelles-eyjum. 32 29. júlí 2012

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.