SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 38

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 38
Noel og Liam Gallagher gerðu garðinn frægan meðhljómsveitinni Oasis á tíunda áratug síðustu aldar.Þeir eru þekktir fyrir lifandi lagasmíð, skapofsa ogvilltan lífsstíl. Oasis leið undir lok í ágúst árið 2009 en bræðurnir héldu ótrauðir áfram að vinna í tónlist sinni. Hvert lá leið þeirra eftir Oasis og hver er forsaga skaphundanna Noels og Liams Gallaghers? Ofbeldisfullur faðir Foreldrar bræðranna eru írskir, Thomas og Peggy Gallagher. Noel fæddist árið 1967 en Liam er fimm árum yngri. Þriðji og elsti bróðirinn heitir Paul. Fjölskyldan bjó í Manchester á Englandi. Faðirinn var ofbeldisfullur drykkjusjúklingur og hafði það djúpstæð áhrif á bræðurna. Móðir þeirra sótti um skilnað árið 1976 en yfirgaf ekki eiginmann sinn fyrr en sex árum síðar. Drengirnir flæktust ungir í slæman fé- lagsskap og voru báðir reknir úr skóla á unglingsaldri. Þeir störfuðu við bygging- ariðnað á unglingsárunum og sökktu sér í tónlistargeirann. Liam stofnaði hljómsveitina The Rain árið 1991 og bauð bróður sínum stöðu gítarista. Noel fannst lítið til hljómsveit- arinnar koma en féllst á að ganga til liðs við hana með því skilyrði að hann væri listrænn stjórnandi og aðallagasmiður. Konungar Bretapoppsins Í maí árið 1993 var hljómsveitinni, sem hafði þá skipt um nafn og hét nú Oasis, boðinn plötusamningur. Ári síðar kom út fyrsta platan, sem bar nafnið Definitely Maybe. Platan sló öll sölumet og hreppti fyrsta sæti breska vinsældalistans. Tónleika- ferðalög, áfengis- og fíkniefnaneysla og mikil eyðsla peninga varð hluti af daglegu lífi bræðranna. Samvinna þeirra gekk fljótlega brösuglega. Deilur þeirra væru efni í heila bók en þeir börðust með orðum, kylfum og klóm. Liam Gallagher leikur á ólympíuleikunum en bróðir hans, Noel, er á tónleikaferðalagi í Japan. Bræðurnir blómstra hvor í sínu lagi en samvinnu þeirra lauk skyndilega fyrir þremur árum. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is REU- TERS ’ Faðirinn var ofbeldisfullur drykkjusjúkling- ur og hafði það djúp- stæð áhrif á bræðurna. Móðir þeirra sótti um skilnað árið 1976 en yfirgaf ekki eiginmann sinn fyrr en sex árum síðar. Barátta bresku bræðranna 38 29. júlí 2012 Erlendir gestir sem til landsins koma róma gjarnan sundlaugarlandsins og segja þær einstakar. Víst eru fágæt hlunnindi aðgeta komist í sund; taka sprett í lauginni eða láta vöðva-spennuna líða úr sér í snarpheitum potti og ræða þar við menn um landsins gagn og nauðsynjar. Segja má að í laugunum blómstri sjaldgæf alþýðumenning; þær eru algjör lukkupottur sem allir sækja og fáklæddir á sundfötunum eru allir því sem næst jafnir – hver fyrir öðrum. Það er því ekki að ófyrirsynju að erlendum gestum sem til landsins, tignarfólki sem almúganum, hafi gjarnan verið boðið í laug- arnar. Í safni Morgunblaðsins er að finna svona sundlaugamyndir og má þar til dæmis nefna myndir úr heimsókn Karls Gústafs Svíakon- ungs sem heimsótti Ísland snemma sumars árið 1975 og brá sér þá í Laugardalslaugina með borgarstjóranum í Reykjavík, Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Hittu þeir þar fyrir einn af fastagestum lauganna, Bessa Bjarnason, stórleikann sem svo margir dáðu, ekki síst yngri kynslóðin, fyrir snilldarleik hans á Mikka ref í leikritinu um Dýrin í Hálsaskógi.Konungurinn, borgarstjórinn og Bessi Bjarnason í heita pottinum í Laugardalnum fyrir bráðum 40 árum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið 14. júní 1974 Höfðingjarnir og heita vatnið Frægð og furður Noel og Liam Gallagher eru konungar Bretapoppsins.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.