SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 39
Eitt sinn gengu þeir svo langt að þeir tættu í sundur
gítara hvor annars. Noel hótaði ítrekað að yfirgefa
hljómsveitina en það gerði hann endanlega í ágúst
árið 2009. Ástæðu þess sagði hann vera að ómögu-
legt væri að vinna með Liam. Hljómsveitin er enn í
dag ein þekktasta hljómsveit Bretlands og hafa
bræðurnir verið nefndir konungar Bretapoppsins.
Andi Noels á ólympíuleikum
Bræðurnir hafa aldrei sæst. Þeir vinna nú hvor í
sínu lagi að glæstum ferli. Noel hefur vegnað vel
á einleiksferli en plata hans, Noel Gallagher’s
High Flying Birds, sat í fyrsta sæti breska vin-
sældalistans. Í sumar er hann á tónleikaferðalagi
með hljómsveitinni Snow Patrol.
Um helgina spilar Noel á Fuji-tónlistarhátíð-
inni í Japan á meðan litli bróðir hans leikur í
höfuðborg heimalandsins, Lundúnum. Liam
kemur fram með hljómsveit sinni, Beady Eye,
á ólympíuleikunum. Upphaflega vonuðust
stjórnendur íþróttaleikanna til þess að geta
sameinað bræðurna en Noel þvertók fyrir að
spila með hljómsveitinni. Hann verður þó
með í anda því Beady Eye mun flytja tónsmíð
hans, Oasis-slagarann Wonderwall.
Fyrri eiginkona Noel Gallagher var Meg Matthews.
Myndin er tekin árið sem að þau giftu sig, 1997.
Reuters
29. júlí 2012 39
„Gekk konungur um og skoðaði mannvirkin, en fékk síðan léða
sundskýlu og brá sér í gufubað og síðan í laugina ásamt þeim Birgi
borgarstjóra, Bertil Daggfeldt kommendörkapten og dr. Sigurði Þór-
arinssyni, sem er sérstakur fylgdarmaður konungs í heimsókninni.
Tóku þeir sér sundsprett, en settust síðan í einn heita pottinn um
stund. Síðan smelltu þeir sér aftur í laugina, en fóru svo og klæddu sig.
Á meðan drukku forseti Íslands og aðrir í fylgdarliðinu kaffi og horfðu
svo á sundkappana,“ segir í hnyttinni frétt Morgunblaðsins um kon-
ungskomuna.
Í heimsóknum erlendra gesta hingað til lands er þeim gjarnan sýnt
það besta sem landið hefur uppá að bjóða. Heita vatnið er eitt af því.
Þegar Winston Churchill kom í skyndiheimsókn til Íslands árið 1941, í
kjölfar fundar síns við Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta, var
brunað með hann upp í Mosfellssveit og að Reykjum „ ... og skoðaði
þar hverina og gróðurhúsin og fannst mikið til um að sjá þarna full-
þroskuð vínber og suðræn aldini,“ eins og segir í hinu gagnmerka ann-
álariti, Öldinni okkar.
Og þetta hefur ekki breyst ýkja mikið. Eitt af því sem vekur mestan
áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi er enn í dag og einmitt hvernig
við nýtum jarðhitann. Nesjavallavirkjun hefur verið fjölsóttur staður
og sama má segja um Hellisheiðarvirkjun, þar sem framleitt er raf-
magn og heitt vatn – sem flýtur þaðan til Reykjavíkur og fyllir hana af
birtu og yl. Hafa vísir menn komist svo að orði að heita vatnið eigi
stóran þátt í velmegun Íslendinga – aukinheldur sem veiturnar víða
um land séu í raun félagslegt framtak fólksins sem með samtakamætt-
inum hefur gert landið bláa að grænum reit.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Gekk konungur
um og skoðaði
mannvirkin,
en fékk síðan léða
sundskýlu.
Winston Churchill
Glæpakvendið Aishana Clay-
ton kann að koma sér úr
klípu. Síðastliðinn laugardag
var Clayton gripin við þjófnað
í búðinni Pathmark í borginni
Fíladelfíu, stærstu borg
Pennsylvaníuríkis í Banda-
ríkjunum. Vörðurinn leiddi
Clayton inn á lager búð-
arinnar en þar kýldi, klóraði
og beit glæpakvendið frá
sér. Þegar hún gerði sig lík-
lega til að flýja greip vörð-
urinn í skyrtu hennar. Hún
var fljót að sjá við því og reif sig úr toppnum. Ber-
brjósta flúði hún af vettvangi og er enn eftirlýst.
Aishana Cayton er á skilorði þar til í nóvember en
hún var dæmd fyrir þjófnað og tilraun til manndráps.
Berbrjósta þjófur
Aishana Clayton er
enn eftirlýst.
Ársgamall björn kom gest-
um verslunarmiðstöðv-
arinnar Mill Mall í Pitt-
sburgh í Bandaríkjunum
að óvörum um liðna helgi.
Vegfarendur urðu varir við
húninn á bílastæði versl-
unarmiðstöðvarinnar um
áttaleytið á laugardags-
kvöldið. Forvitnir versl-
unarfarar reyndu að keyra
í átt að húninum með
þeim afleiðingum að dýrið
flúði inn í verslunarmiðstöðina. Gestum hennar var
lítt skemmt að mæta birni. Hún var því tæmd á auga-
bragði og dýraeftirlitið kallað á svæðið. Húnninn var
króaður af milli tveggja hurða, skotinn með svefnlyfi
og fluttur á brott. Hann gerði engum mein en rann-
sakað er hvaðan hann kom.
Húnn í heimsókn
Húnninn var króaður af
milli tveggja hurða.
Ungur maður að nafni Kevin Beaudette féll niður í 12
metra djúpa gjótu er hann reyndi að laumast óséður
inná Nickelback-tónleika í Bandaríkjunum á dög-
unum.
Að sögn tónleikahaldaranna var hinn 22 ára gamli
Kevin undir áhrifum vímuefna og alfarið á eigin
ábyrgð. Menn virðast ekki á einu máli um það hvort
sé í raun undarlegra, að maðurinn hafi farið svo
ógætilega nálægt sprungu eða að hann hafi yfirhöfuð
viljað fara á Nickelback-tónleika. Glöggir menn hafa
bent á það að þarna hafi náttúruval Darwins mögu-
lega haft sitt að segja. Maðurinn hlaut einungis
skrámur og mar og má því teljast heppinn.
Áhangandi féll í gjótu
Sveitin Nickelback er vinsæl á meðal sumra.
Maður í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum var handtek-
inn fyrir fremur furðulegar
sakir. Hinn 37 ára gamli Rod-
ney Dwayne Valentine losn-
aði úr fangelsi á dögunum en
var handtekinn aftur eftir að
hann neitaði að fara úr fanga-
klefanum. Valentine bað lög-
reglumenn um að skutla sér
á vegahótel í grenndinni og
þegar ekki var brugðist við bón hans neitaði hann að
hreyfa legg né lið. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyr-
ir að vera á landareign annarra í leyfisleysi og verður
réttað yfir honum 9. ágúst næstkomandi.
Vill ekki fara úr fangelsi
Valentine sættir sig
við rimlalífið.