SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 40

SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Page 40
Vegahandbókina greip ég með mér í ferða- lagið um daginn. Er hún góður ferðafélagi til að taka með sér í fríið enda þar að finna ógrynni upplýsinga um landið eins og það leggur sig. Í bókinni má lesa fróðleik um hina ýmsu staði á þjóðveginum en einnig nálgast ýmsar upplýsingar um þjónustu innan bæjarfélaga. En kort af bæjunum reynast vel fyrir ferðalanga og þar er t.d. merkt inn á matarverslanir, sundlaugar og tjaldstæði. Aftast í viðaukum má svo lesa um hraunhella á Íslandi, heitar laugar og fleira forvitnilegt. Vegir eru vel merktir á kortum bókarinnar og hægt að sjá í bókinni hæð fjallvega á Íslandi. Afar ítarleg bók sem hiklaust má mæla með að taka með sér í ferðalagið. Góður ferðafélagi 40 29. júlí 2012 Lífsstíll Mikið sem það er skemmti-legt að búa á landi sem sí-fellt er hægt að sjá nýjarhliðar á. Líkt og fram kom í síðasta pistli mínum hélt ég fyrir tveimur vikum síðan á Vestfirði í fyrsta sinn á ævi minni. Verður að segjast að ég heillaðist algjörlega af þessu landsvæði. Firðirnir eru endalausir, fjöllin ótrúleg, náttúran almennt stórbrotin og þorpin falleg. Strikar þetta allt saman út fjallvegina sem mér þóttu á köflum einum of brattir. Að öllu öðru ólöstuðu fannst mér standa upp úr að keyra út í Selárdal og skoða þar listaverk Samúels Jónssonar. Listamannsins með barnshjartað eins og hann er gjarnan kallaður. Samúel var bóndi í þessum afskekkta dal þar sem í næsta nágrenni bjó Gísli nokkur á Upp- sölum. Skálavík, í grennd við Bolung- arvík, stendur einnig upp úr. Friðsæll staður og kjörinn til að á og fá sér göngu- túr um fjöruna. Af tjaldstæðum má helst nefna tjaldstæðið við Dynjanda sem er einmitt það sem maður vill á Vest- fjörðum. Dálítið afskekkt, lítið og ekki fjölfarið. Kvöldsólin skartaði sínu feg- ursta og rammaði inn fossinn ægifagra sem rennur ótrúlega formfagur eftir bjarginu. Svo verð ég nú að skjóta inn línu um vöfflurnar á Simbakaffi á Þing- eyri. Bústnar með einhverju leynibragði sem var afar gómsætt og góður bolli af heitu súkkulaði með. Á ferðum okkar skemmdi veðrið held- ur ekki fyrir. Sólin skein í heiði og hita- mælirinn sýndi vel upp undir 20 stig. Svona á þetta að vera á sumrin og um að gera að njóta frísins til að skoða landið sitt og kynnast því enn betur. Sem áður sagði þóttu mér vegirnir á Vestfjörðum á köflum fremur brattir og beinlínis glæfralegir með augum Reykja- víkurbarns. Keyrsla um þá er þó al- gjörlega þess virði og margt að sjá fyrir vegfarendur. Þó vissulega skuli ökumað- ur ekkert gera annað en að horfa fram á veginn. Enda veitir ekki af. Á leiðinni til Skálavíkur, útsýnið af veginum er víða fallegt á Vestfjörðum og náttúran nýtur sín vel í góðu sumarveðrinu. Um fjöll og fagra bæi Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Loks kom að því að pistlahöfundur hélt til Vestfjarða í sumarfrí- inu og varð síður en svo fyrir vonbrigðum með það sem fyrir augu bar. ’ Kvöldsólin skartaði sínu fegursta og rammaði inn fossinn ægifagra sem rennur ótrú- lega formfagur eftir bjarginu. Sundfatnaðurinn úr smiðju Reds Carters sem sýndur var á Mercedes-Benz Fashion-tískuvikunni á Miami Beach í Flórída var skemmtilega litríkur eins og sést hér á þessum myndum. Carter er þekktur fyrir að hanna í fáguðum stíl en um leið vera duttlunga- fullur og því aldrei að vita hvaða beygju hann tekur á tískuhraðbrautinni. Sundfötin sem sýnd voru í Miami eru samkvæmt þessu. Sniðin eru einföld og látlaus en mynstrið nokkuð exótískt og jafnvel dálítið í anda nútíma-amasóna, en þær voru þekktar í grískri goðafræði fyrir að vera mjög færar bardagakonur. Amasónur á strönd AFP

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.