SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Síða 42
42 29. júlí 2012
Þ
að var árið 1837, í 3. árgangi
tímaritsins Fjölnis að lista-
skáldið okkar góða, Jónas Hall-
grímsson, sagði rímunum stríð
á hendur í þeim grimmasta ritdómi sem
enn hefur birst um íslenskt skáldverk.
Þar beindi hann sjónum að Sigurði Breið-
fjörð og rímum hans um Tristran og Ís-
önd sem út komu í Kaupmannahöfn árið
1831. Ritdómur þessi varð til þess að óorð
komst á allan rímnakveðskapinn, að
minnsta kosti í hugum ungra manna,
einkum þeirra sem menntast höfðu í
skólum.
Jónasi þótti efni rímnanna fánýtt með
öllu enda væri sýnt að það ætti lítið erindi
til nútímafólks, gamlar lygisögur, sagðar
í bundnu máli til afþreyingar alþýðunni.
Verri útreið en efnið fékk hins vegar
formið á rímunum og nefnir Jónas þrjár
gerðir stílgalla; málleysur, hortitti og
kenningar. Flestir kannast við hugtökin
málleysur og kenningar – en hvað með
hortitti, hvað skyldi vera átt við með því
hugtaki? Um þá ritar Jónas: „Hortittirnir
eru óþrjótandi; þeir úa og grúa svo eng-
inn maður getur talið þá. Leirskáldin hafa
nokkurs konar sérlegt lag á að troða þeim
inn í hverja smugu á öllu sem þeir kveða
og einkum eru þeir hnaskari en frá verði
sagt að ná mátulega löngum lýsing-
arorðum (adjectives) og keyra þau inn í
götin á erindunum en hirða aldregi hvað
þau þýða.“
Hér kemur það fram hjá Jónasi að þau
lýsingarorð séu hortittir sem eru merk-
ingarlítil, veikburða og slöpp og lýsa
nánast engu. Þau eru eingöngu tæki til að
fylla upp í línurnar svo að þær teljist rétt
kveðnar; rím og ljóðstafir falli í réttar
skorður. Í ritdómnum um rímur Sigurðar
finnur Jónas einungis eitt lýsingarorð
sem hann getur fellt sig við og ritar: „Í 24.
erindinu er eina lýsingarorðið sem ég hefi
getað fundið að gagni í öllum rímunum;
það er tárafríð – „Gyðjan tára fríd“…“
Hér birtist ein þeirra krafna sem Jónas
gerir til skálda hins nýja tíma: Forðist hin
almennu orð (lýsingarorð) sem glatað
hafa merkingu sinni og merkja nánast
ekki neitt – verið skapandi, myndið ný
lýsingarorð sem eru ykkar eign og mála
mynd sem eftir stendur fyrir hugskots-
sjónum lesandans, eða notið hin gömlu í
nýju samhengi.
Skáldskapur Jónasar leiðir í ljós að fyrir
honum voru einmitt lýsingarorðin gulls
ígildi; hvað eftir annað myndar hann sín
eigin lýsingarorð, oft samsett, svo að les-
andanum birtist óvænt sýn. Í Alþing hið
nýja eru til dæmis þessi: „siglir særokinn
/ sólbitinn slær / stjörnuskininn stritar.“
Hér eru lýsingarorðin svo sláandi að eng-
in þörf er á nafnorðum með þeim. Í sama
ljóði: „Bera bý / bagga skoplítinn“.
Skoplítill er nýtt lýsingarorð úr smiðju
Jónasar og bregður skemmtilegu ljósi á
byrði býjanna. Í erfiljóði eftir Bjarna
Thorarensen, skáldið sem Jónas dáði og
lærði af, er þetta: „grátþögull harma-
fugl“. Og í Grátittlingnum talar Jónas um
„lófalága þúfu“ og „óttabljúg augu“,
hvorttveggja ný og vel heppnuð lýsing-
arorð í því samhengi sem þau birtast.
Allir veiðimenn geta og dáðst að lýsing-
arorðunum „veiðitækir“ og „sporða-
sprækir“ um silungana í Vorvísu Jónasar.
Mörg skáld hafa nýtt sér áhrifamátt vel
heppnaðra lýsingarorða. Nægir þar að
minnast á Stein Steinar sem kallar fákana
„stigháa“ í Haust í Þjórsárdal og ákveðin
augu „horngul“ í The national bank of
Iceland. Steinn er líka snillingur í því að
finna ný og óvænt afbrigði hvíta litarins.
Ég nefni þessi dæmi: „sólhvítur“, „brim-
hvítur“, „mjólkurhvítur“ og „perluhvít-
ur“. Í þessi spor Steins hafa fleiri farið.
Í Sunnudagsmogganum síðustu helgi
ritar Kristín Heiða grein um þá upplifun
nokkurra starfsmanna Morgunblaðsins
að verða vitni að samförum elskenda úti í
frjálsri (næstum því) náttúrunni og
„nutu þess í hvívetna að láta sólina
verma beru bossana sem höfðu komið
svona líka skyrhvítir undan vetri“.
Skyrhvítur er frábært lýsingarorð. Það
að tengja hvíta litinn við skyr bregður
óvæntu ljósi á litinn. Skyr er góður heim-
ilismatur, gamall og þjóðlegur. Hinir
hvítu rassar verða því fremur viðkunn-
anlegir þegar skyrið kemur með í för.
Jónas Hallgrímsson hefði þegar í stað
fallið fyrir Kristínu Heiðu!
Af hortittum
’
Hér birtist ein þeirra
krafna sem Jónas
gerir til skálda hins
nýja tíma: Forðist hin al-
mennu orð (lýsingarorð)
sem glatað hafa merkingu
sinni og merkja nánast
ekki neitt – verið skapandi,
myndið ný lýsingarorð
sem eru ykkar eign.
Steinn Steinarr, sem situr hér með félögum á Hótel Borg, fann ný afbrigði hvíta litarins;
sólhvítur, brimhvítur, mjólkurhvítur og perluhvítur, en hugkvæmdist ekki skyrhvítur.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Tungutak
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Undanfari Tónlistarfélagsins varHljómsveit Reykjavíkur semvar stofnuð árið 1925. Til aðbyrja með var hljómsveitin
aðallega skipuð sjálfmenntuðum áhuga-
mönnum og talsvert vantaði af hljóð-
færum til að fullskipa hana. Vegna þessa
starfaði hún óreglulega fyrstu árin.
Síðla hausts árið 1929 var fenginn
hingað til lands austurríski stjórnandinn
Franz Mixa. Nú dugðu engin vettlingatök
því hljómsveitin átti að koma fram á Al-
þingishátíðinni ári síðar en hátíðina opn-
aði enginn annar en Kristján tíundi Dana-
konungur. Fengnir voru
lánshljóðfæraleikarar frá Konunglegu
hljómsveitinni í Kaupmannahöfn og flutt
var Hátíðarkantata eftir Pál Ísólfsson.
Franz Mixa var lofaður í hástert fyrir
frammistöðu hljómsveitarinnar. Eftir há-
tíðarhöldin bauð hljómsveitin honum starf
í tónlistarskóla, Tónlistarskólanum í
Reykjavík, sem stóð til að stofna þá um
haustið. Upphaflega var markmið tónlist-
arskólans að ala upp hljóðfæraleikara fyrir
hljómsveitina. Mixa féllst á að gerast tón-
listarkennari í skólanum en Páll Ísólfsson
tók við stöðu skólastjóra. Til að byrja með
voru aðeins fjórir kennarar við skólann.
Hljómsveit Reykjavíkur rak Tónlistarskól-
ann í Reykjavík í tvö ár. Verkefnið var
þungt í vöfum og því gafst hljómsveitinn
upp á rekstrinum.
Þá réðust í verkefnið tólf ungir at-
hafnamenn og tónlistarunnendur. Í broddi
fylkingar var menningarfrömuðurinn
Ragnar Jónsson í Smára og skólastjóri tón-
listarskólans Páll Ísólfsson. Áhugamenn-
irnir tólf voru kallaðir Postularnir tólf. Þeir
voru margir hverjir þjóðkunnir menn.
Postularnir voru, ásamt Ragnari Jónssyni,
Björn Jónsson kaupmaður, Haukur B.
Gröndal verslunarmaður, Hálfdán Eiríks-
son kaupmaður, Helgi Lárusson fram-
kvæmdastjóri, Kristján Sigurðsson póst-
fulltrúi, Óskar Jónsson prentari, Ólafur
Þorgrímsson lögfræðingur, Sigurður E.
Markan verslunarmaður, Stefán Krist-
insson bókari, Tómas Albertsson prentari
og Þórarinn Björnsson póstfulltrúi.
Tónlistarhöll er takmarkið!
Postularnir tólf stofnuðu Tónlistarfélag
Reykjavíkur árið 1932. Markmið félagsins
var að efla tónlist hér á landi og vinna að
viðgangi hennar. Félagið vann ötult starf í
uppbyggingu tónlistar, rak tónlistarskóla,
hljómsveit, annaðist tónleikahald og
glæddi þannig áhuga almennings á tónlist.
Lengi vel sá félagið um innflutning allra
erlendra tónlistarmanna til landsins. Flutti
félagið inn frægustu tónlistarmenn heims
þess tíma en þar má til dæmis nefna
Busch-strengjakvartettinn og píanóleik-
arann Rudolf Serkin.
Tónlistarfélagið gerði sér grein fyrir
bráðri þörf landsins á tónleikahöll. Í grein
sem birtist í Vikunni árið 1944, „Tónlist-
arhöll er takmarkið!“, er skrifað: „Tónlist-
arfélagið berst nú fyrir því af miklu kappi,
að Tónlistarhöll rísi í Reykjavík. Um þörf
hennar dettur varla nokkrum manni í hug
að deila. Auðvitað verður ekki hafist
handa um bygginguna fyrr en skyn-
samlegt er að ráðast í slíkar framkvæmdir.
En þangað til að því kemur þarf að safna fé
til hennar og hafa í því augnamiði mörg
járn í eldinum. Þetta er meðlimum Tón-
listarfélagsins fullkomlega ljóst enda láta
þeir hendur standa fram úr ermum og
hvatningarlúðra gjalla, svo að landsmenn
megi heyra og geti tekið almennan þátt í
þessari menningarstarfsemi. Hvergi er
nauðsyn á góðum vilja og samtökum jafn-
brýn eins og meðal smárra þjóða, þegar
þær þurfa að lyfta menningarlegum Grett-
istökum.“ Tónlistarfélagið og styrktarað-
ilar réðust í söfnun í sjóð sem átti að renna
til byggingar tónleikahallarinnar. Þeir gáfu
út skrautlega útgáfu Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar, héldu styrktartónleika
og stofnuðu meira að segja fimmtíu manna
styrktarkór undir stjórn hljómsveit-
arstjórans Urbantschitsch. Einnig rann
allur ágóði af miðasölu fyrstu íslensku
óperettunnar, „Í álögum“ eftir Sigurð
Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson, til
verkefnisins. Draumur félagsins varð að
veruleika þegar Harpan reis rúmum sjötíu
árum eftir að Tónlistarfélagið birti greinina
Tónlistarfélag
í 80 ár!
Tónlistarfélagið í Reykjavík er eitt sögufrægasta
félag á sviði menningar á Íslandi. Í ár eru áttatíu ár
frá stofnun þess. Saga Tónlistarfélagsins er nátengd
þróun íslenskrar tónlistarsögu. Í tilefni afmælisins
minnumst við ötuls menningarstarfs félagsins.
Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is
’
Hvergi er nauðsyn
á góðum vilja og
samtökum jafn-
brýn eins og meðal smárra
þjóða, þegar þær þurfa
að lyfta menningarlegum
Grettistökum …
Tónlistarfélagið skrifaði baráttugrein í
Vikuna fyrir byggingu tónlistarhallar.
Lesbók