SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 43
29. júlí 2012 43
í Vikunni.
Fimmtíu embættismenn
leika fyrir þjóðina
Tónlistarfélagið í Reykjavík er einkarekið.
Á upphafsárum sínum nýtti það fjöl-
breyttar og frumlegar leiðir til þess að afla
tekna en ríkið og einkafyrirtæki stóðu
einnig á bak við það. Áhugi Reykvíkinga
fyrir starfsemi félagsins varð fljótt mikill
en þegar félagið var stofnað voru styrkt-
araðilar átta hundruð. Þrjátíu árum síðar
hafði fjöldi þeirra tvöfaldast en það voru
þá rúmlega tvö prósent borgarbúa
Reykjavíkur. Jafnframt rak félagið kvik-
myndahús, fyrst Trípólí-bíó, sem var í
bragga á Melunum þar sem áður stóð leik-
hús hersins, og síðar Tónabíó í Skipholti.
Ágóði miðasölu rann til Tónlistarfélagsins.
Samband Ragnars í Smára við aðrar list-
greinar styrkti stöðu félagsins en hann var
einn helsti velunnari myndlistamanna og
rithöfunda á þessum tíma. Málverkaup-
pboð var því hluti af fjáröflun Tónlistar-
félagsins. Einstakt var þetta samstarf list-
greinanna.
Mikið hjartans mál fyrir Tónlistarfélagið
og Hljómsveit Reykjavíkur var að stofnuð
yrði sinfóníuhljómsveit á Íslandi. Félagið
reiknaði út viðskiptaáætlun fyrir sinfón-
íuhljómsveit og fyrir tilstilli kapps og
þrautseigju félagsins varð Sinfón-
íuhljómsveit Íslands til árið 1950. Íslenska
ríkið tók við rekstri sinfóníuhljómsveit-
arinnar en um reksturinn var mikið deilt
af ráðamönnum þjóðarinnar. Til að mynda
leit Jónas frá Hriflu svo á að undarlegt væri
að fimmtíu embættismenn lékju fyrir
þjóðina, en hann kallaði hljómsveit-
armeðlimi embættismenn þar sem þeir
hlutu laun frá ríkinu.
80 ára afmælisár
Ný stjórn Tónlistarfélags Reykjavíkur var
kosin fyrir ári en í henni sitja Guðrún Nor-
dal, formaður, Andri Árnason, Elín Hirst,
Friðrik Már Baldursson og Runólfur Ólafs-
son.
Síðastliðin ár hefur helsta verkefni Tón-
listarfélags Reykjavíkur verið að vera bak-
hjarl Tónlistarskólans í Reykjavík. Tón-
listarskólinn í Reykjavík er elsti
tónlistarskóli landsins en hann er einnig
talinn með bestu tónlistarskólunum.
Skólinn hefur alið af sér marga af helstu
tónlistarsnillingum Íslendinga. Þar má til
dæmis nefna Guðnýju Guðmundsdóttur,
fyrrum konsertmeistara Sinfóníunnar,
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu, Jór-
unni Viðar tónskáld, Bergþór Pálsson
söngvara og síðast en ekki síst Grétu Sal-
óme Evróvisionfara en svo mætti lengi
telja. Á áttatíu ára afmælisárinu hyggst
Tónlistarfélagið efla stuðning við skólann,
bæta húsnæðiskost og afla tekna til að
fjárfesta í hljóðfærum. Jafnframt mun fé-
lagið tengja sig við tvo tónleika í haust.
Páll Ísólfsson, organisti og tónskáld, var brautryðjandi í tónlistarlífi Íslendinga. Hann var fyrsti skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík.
Ragnar í Smára stofnaði bókaútgáfuna Helgafell sem gaf m.a. út Hall-
dór Laxness. Tenging Ragnars við listgreinar styrkti stöðu félagsins.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnú
Tónlistarfélagsins setti saman kostnaðaráætlun fyrir resktur
sinfoníuhljómsveitar í eitt ár.
Í álögum, fyrsta íslenska óperettan, var frumsýnd árið 1944 í Iðnó. Söguþráður óperettunnar fjallar á táknræn-
an hátt um viðreisnarbaráttu þjóðarinnar og álög þess að vera undir erlendri kúgun.
Dietrich Fischer-Dieskau og Gerald Moore voru meðal erlendra tónlistar-
manna sem komu til landsins á vegum Tónlistarfélagsins.