SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Blaðsíða 44
44 29. júlí 2012
John Scalzi - Redshirts:
A Novel with Three Codas bbbbn
John Scalzi skrifar alla jafna harðar vís-
indaskáldsögur þar sem alvara og dramatík
drýpur af hverju strái, nefni sem dæmi þá fram-
úrskarandi bók Old Man’s War, en hann
skemmtir sér líka við að skrifa skelmislegar sög-
ur eins og Android’s Dream og þá bók sem hér er
tekin til kosta. Bókin hefst þar sem ungur mað-
ur, Andrew Dahl, kemur til starfa í geimskipi, en
hann er sérfróður í framandlegum geimveru-
trúarbrögðum. Hann áttar sig snemma á því að
ekki er allt sem sýnist, eða hvernig má skýra það hve margir láta líf-
ið í stórundarlegum átökum við geimófreskjur, en aðrir komast allt-
af af, sama hvað á gengur. Ýmsir aðrir um borð hafa áttað sig á hvað
er á seyði og kunna að forða sér, en Dahl sættir sig ekki við það,
hann vill komast að því hvað veldur og ná þannig að forða sjálfum
sér, og félögum sínum, frá hræðilegum örlögum, eins og til að
mynda því að vera étinn af borgovískum kjötætuormum, andsetinn
geimsníkjudýri, verða fyrir banvænni geislun eða farast í sprengingu
í brúnni svo fátt eitt sé talið. Ég spilli vonandi ekki ánægju tilvon-
andi lesenda þegar ég ljóstra upp um það að Redshirts gerir mikið
grín að Star Trek-sjónvarpsþáttaröðinni, en það grín er góðlátlegt
og sagan að stórum hluta hylling þáttanna. Þeir sem þekkja þá þætti
geta líka skemmt sér við að rekja þá ótal þræði sem liggja um alla
bókina, en í henni eru líka ótal vísanir í vísindaskáldsagnasöguna.
Endir bókarinnar er líka skemmtilega snúinn enda er hann þríeinn
og kannski meira en það. Aðdáendur „harðra“ vísindaskáldsagna
Scalzis hafi á sér vara, en skemmtunin er ósvikin.
Allison Gaylin - And She Was bbmnn
Söguhetja þessarar spennusögu er einkaspæj-
arinn Brenna Spector sem glímir við þá raun að
muna allt og þá meina ég allt; hún getur þannig
rakið hvað hún fékk sér í morgunmat tiltekinn
dag, í hverju hún var, farið með það frá orði til
orðs sem hún las viðkomandi dag og rakið það
sem hún heyrði. Þetta tiltekna heilkenni er
þekkt í sjúkdómafræðunum, en víst sjaldgæft og
skapar iðulega slík vandamál að mannleg sam-
skipti eru þeim ofviða sem þjást af því. Spector er
svo lánsöm að geta alla jafna ráðið við sífelldar endurminningar sín-
ar, búin að þjálfa með sér tækni til að glíma við minnið, og líka svo
lánsöm að minnið kemur að góðum notum við að upplýsa sakamál.
Hún tekur að sér að rannsaka hvarf konu, sem snýst fljótlega upp í
morðmál. Þegar morðmálið tekur að skarast við hvarf stúlkubarns
áratug áður fer líkunum að fjölga og Spector kemst í hann krappan.
Ekki ósnotur saga, fléttan er snúin og spennan helst út söguna. Víst
eru á henni ýmsir gallar, til að mynda eru samskipti Spector og lög-
reglumanns sem liðsinnir henni ósannfærandi.
arnim@mbl.is
Erlendar bækur
New York Times
1. Fifty Shades of Grey - E.L.
James
2. Fifty Shades Darker - E.L.
James
3. Fifty Shades Freed - E.L.
James
4. Shadow Of Night - Deborah
Harkness
5. Gone Girl - Gillian Flynn
6. I, Michael Bennett - James
Patterson
7. Backfire - Catherine Coulter
8. Bared to You - Sylvia Day
9. Fifty Shades Trilogy - E.L.
James
10. The Great Escape - Susan
Elizabeth Phillips
Waterstone’s
1. Fifty Shades of Grey - E.L.
James
2. Fifty Shades Darker - E.L.
James
3. Fifty Shades Freed - E.L.
James
4. Death Comes to Pemberley -
P. D. James
5. Flash and Bones - Kathy
Reichs
6. The Thread - Victoria Hislop
7. The Promise - Lesley Pearse
8. A Walk in the Park - Jill Man-
sell
9. The Hunger Games Classic -
Suzanne Collins
10. The Stranger’s Child - Alan
Hollinghurst
Amazon
1. Fifty Shades of Grey - E.L.
James
2. Fifty Shades Darker - E.L.
James
3. Fifty Shades Trilogy - E.L.
James
4. Fifty Shades Freed - E.L.
James
5. Gone Girl - Gillian Flynn
6. Wheat Belly - William Davis
7. Where We Belong - Emily Giff-
in
8. To Heaven and Back - Mary C.
Neal
9. Publication Manual of the
American Psychological
Association
10. Bared to You - Sylvia Day
Bóksölulisti
Lesbók bækur
T he Secret Life of Walter Mitty er einfrægasta smásaga bandaríska rithöfund-arins James Thurber og birtist fyrst ítímaritinu The New Yorker í marsmánuði
árið 1939. Sagan var kvikmynduð árið 1947 með
Danny Kaye í aðalhlutverki en þar var einungis
lauslega byggt á sögunni. Thurber mun hafa gert
athugasemdir við handritið sem honum fannst ekki
minna mikið á sögu sína og var lítt hrifinn af
myndinni. Leikarinn Ben Stiller vinnur nú að nýrri
kvikmynd eftir sögunni þar sem hann fer sjálfur
með aðalhlutverkið og eins og margoft hefur komið
fram mun hluti myndarinnar verða tekinn upp hér
á landi.
Í hinni meistaralegu og bráðskemmtilegu
smásögu Thurbers eru Walter Mitty og eiginkona
hans í bæjarleiðangri, hún á leið í hárgreiðslu og
hann á að sjá um innkaup. Eiginkonan er, eins og
konur eru svo oft í verkum Thurbers, yfirþyrmandi
og hávær og kemur með aðfinnslur og kvartanir
sem byggjast á því að eiginmaðurinn sé ómögu-
legur. Meðan eiginkonan kvartar gleymir hinn
hversdagslegi Mitty sér í ýmiskonar dagdraumum
um ímyndaðar hetjudáðir en verður stöðugt fyrir
óþægilegum truflunum frá konu sinni og öðrum
persónum. Í lok sögunnar hallar hann sér upp að
búðarvegg og fær sér sígarettu meðan hann ímynd-
ar sér að hann standi hughraustur frammi fyrir af-
tökusveit þar sem hann neitar að láta binda fyrir
augun, fær sér síðustu sígarettuna og mætir síðan
dauða sínum af sönnum hetjuskap.
Allt frá því að sagan kom fyrst á prent árið
1939 hefur hún notið gríðarlegra vinsælda og hefur
margoft verið endurprentuð og ratað í fjölmargar
sýnisbækur um bandarískar bókmenntir.
Höfundurinn James Thurber fæddist árið 1894
og lést árið 1961, 66 ára gamall. Þegar hann var
barn að aldri var hann ásamt bróður að leika með
borg og örvar og fyrir slysni skaut bróðirinn ör í
annað auga Thurbers með þeim afleiðingum að
fjarlægja varð það. Á seinni árum varð Thurber nær
alblindur.
Thurber sendi frá sér fjölda smásagna og sá
sjálfur um myndskreytingar. Hann var einkar
flinkur skopmyndahöfundur og naut ekki síður
vinsælda sem teiknari en rithöfundur. Flestar sögur
hans eru í gamansömum stíl og barátta kynjanna
kemur þar mjög við sögu og þar eru konurnar
sterkari aðilinn og karlarnir undirokaðir og bældir.
Í verkum Thurbers má stundum finna myrka
tóna, eins og til dæmis í stríðsádeilunni Síðasta
blómið, smásögu sem hann tileinkaði einkadóttur
sinni Rosemary. Heimsbyggðinni hefur verið eytt í
stríði og ung stúlka finnur síðasta blómið á jörðinni
sem er við það að deyja. Ásamt ungum pilti lífga
þau blómið við og heimsbyggðin rís að nýju þar til
nýtt alheimsstríð brýst út þar sem öllu er eytt. Það
eina sem er eftir er einn piltur, ein stúlka og eitt
blóm.
Þessi saga er þekkt hér á landi en Magnús Ás-
geirsson þýddi hana á sinn einstaka hátt yfir á
bundið mál og hún kom út hér á landi árið 1946 í
fallegri útgáfu, prýdd myndum Thurbers. Utan-
garðsmenn gerðu svo seinna lag við textann.
Síðasta blómið er það verk Thurbers sem hann
sjálfur og seinni eiginkona hans, Helen, höfðu mest
dálæti á.
Sagt er að málarinn Henri Matisse hafi eitt sinn
sagt: „Eini góði listamaðurinn í New York er maður
að nafni James Thurber.“
Smásaga James Thurber um Walter Mitty verður senn að kvikmynd sem að hluta til er tekin upp hér á landi.
Hver er Walter Mitty?
Leikarinn Ben Stiller gerir kvikmynd eftir frægri
smásögu James Thurbers um Walter Mitty. Hluti
myndarinnar verður tekinn upp hér á landi.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is