SunnudagsMogginn - 29.07.2012, Qupperneq 45
29. júlí 2012 45
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
Listasafn Reykjanesbæjar
MILLILANDAMYNDIR
45 verk eftir ýmsa listamenn
2. júní – 19. ágúst
Bátasafn Gríms Karlssonar
100 bátalíkön og ýmsar sjóminjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
VERTÍÐIN - Ný sýning
um sögu svæðisins til 1940
Opið virka daga 12.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Kvikmyndasýning sunnudaginn 29. júlí kl. 15:
Björgunarafrekið við Látrabjarg
Fjölbreyttar sýningar:
TÍZKA - kjólar og korselett
Björgunarafrekið við Látrabjarg - ljósmyndir Óskars Gíslasonar
Aðventa á Fjöllum - ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar
Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur
Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár
Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky - 40 ár
Damaskushnífar og dálkar
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga kl. 10-17.
Síðasta abstraktsjónin
Eiríkur Smith 1964 - 1968
Hús
Hreinn Friðfinnsson
Sýningarnar standa til 19. ágúst
Opið 12-17
fimmtudaga 12-21
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
- Aðgangur ókeypis
Húsið á Eyrarbakka í borðstofu:
Sunnlendingar á Ólympíuleikum
sumarsýning Byggðasafns
Árnesinga
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Draumur um bát
sýning í forsal
Opið alla daga kl. 11-18
Sími 483 1504
www.husid.com
SAGA TIL NÆSTA BÆJAR
Úrval íslenskrar vöruhönnunar
Opið alla daga
nema mán. kl. 12-17.
Verslunin KRAUM í anddyri.
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
NAUTN OG
NOTAGILDI
myndlist og hönnun
á Íslandi
Kaffistofa – Leskró – Barnakró
Opið alla daga kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012
DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012
HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012
„SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. - 2.9. 2012
HÁDEGISLEIÐSÖGN ÞRIÐJUDAGA OG FÖSTUDAGA KL. 12:10-12:40
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
BERGSTAÐASTRÆTI 74
FORNMENN
UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM
OPIÐ 10-14 ALLA VIRKA DAGA TIL 1. SEPTEMBER
SAFNBÚÐ, listaverkabækur og gjafavara.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600,
OPIÐ daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! www.listasafn.is
Meðalbókin er um 350 síður, en svo hefur þaðverið undanfarin ár og áratugi. Þegar skoski rit-höfundurinn Denise Mina tók við Old Theak-stone-verðlaununum um daginn fyrir reyfara
ársins, The End of the Wasp Season, hafði hún orð á því að
þessi hefðbundna bókarlengd væri brátt úr sögunni, því þó
lesandi rafbókar viti hvað bók er löng, svona nokkurn veg-
inn, þá hefur hann glatað þeirri tilfinningu að vega bókina í
hendi sér, meta það hversu lesefnið er mikið og jafnvel hvað
hann sé að fá mikið, þ.e. margar síður,
fyrir peningana.
Nú er það svo að sumar af bestu bók-
um sem ég minnist að hafa lesið um dag-
ana eru stuttar, jafnvel örstuttar, og að
sama skapi eru aðrar frábærar bækur
langar, hnausþykkar mætti jafnvel segja.
Síðufjöldinn segir nefnilega lítið sem
ekkert um það hversu góð viðkomandi
bók er, hversu heimurinn sem felst inni í
henni er ríkulega skapaður, persónurnar
lifandi eða atburðarásin heillandi. Þrátt
fyrir það er okkur eðlilegt að þreifa á
hlutum, snerta þá og vega í hendinni og þó við eigum að vita
betur hefur það örugglega áhrif á okkur í bókavali hvernig
bókin fer í hendi, hversu þung hún er eða létt.
Rafbækur eru allar jafn léttar og á skjánum fær maður litla
tilfinningu fyrir því hve löng hún er þó það megi í sjálfu sér
sjá það á hlutföllunum á stöðulínunum á upphafsskjánum.
Sumir sjá því margt til foráttu, en rétt að spyrja hvort það sé
nokkur ástæða til að sjá eftir því að geta metið með hönd-
unum hve löng bók er. Verður það ekki bara til þess að bækur
verða betri, knappari? Kannski hætta höfundar þá að teygja
lopann vegna þess að bókin er „bara“ 200 síður þegar þeim
finnst þeir vera búnir að segja söguna alla og útgefendur að
pína menn til að skrifa meira svo hægara sé að selja viðkom-
andi bók. Hin hliðin á peningnum er að kannski ættum við
frekar að hafa áhyggjur af því að höfundar hirði ekkert um að
sníða bækur í hæfilega lengd til útgáfu, hætti að skrifa sím-
skeyti til Falklandseyja.
Hve löng er
löng bók?
’
Kannski
hætta höf-
undar þá
að teygja lopann
þegar þeim
finnst þeir vera
búnir að segja
söguna alla.
Orðanna
hljóðan
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Flestir eru sammála um að bókmenntir hafi mikil
áhrif á samfélag okkar. Þær geta breytt sýn fólks á
lífið og er ég engin undantekning frá þessum áhrifa-
mætti þeirra. Þegar ég var 15 ára og í uppreisn gerðist
ég svo kræfur að stela Kommúnistaávarpinu af hér-
aðsbókasafninu (ég vona að forstöðumaðurinn sé ekki
áskrifandi Morgunblaðsins). Rit þeirra Marx og Eng-
els hafði gríðarleg áhrif á mig, eftir orðin „öreigar
allra landa, sameinist!“ var ég orðinn kommúnisti í
húð og hár. Arðrán auðvaldsins varð mér þyrnir í
augum og þurfti að stöðva, jöfnuður manna ætti að
vera sjálfsagður hlutur. Framlag mitt til bylting-
arinnar miklu var þó ekki mikið, tíma mínum var að-
allega varið í að leggja mig og horfa á sjónvarpið, og
varð ég fljótlega afhuga hugsjón þessari. Hin ýmsu rit
um Sovétríkin studdu þessa ákvörðun, þá helst skrif
Alexanders Solzhenitsyn um Gúlag-eyjarnar. Skáld-
sögurnar Animal Farm og 1984 eftir George Orwell
settu svo punktinn yfir i-ið enda sígild varnarrit
gagnvart alræðistilburðum stjórnvalda.
Þá var ekkert í stöðunni nema að halda lengra á vit
byltingakenndra hugmynda. Pönkið átti stóran þátt í
því að ég fór kynna mér hugmyndir anarkista. Skrif
Bakunins, Kropotkíns, Goldmans og félaga um sam-
félag án yfirvalds voru svo heillandi að ég gerðist an-
arkisti. Eitthvað hefur slaknað á pólitískum hug-
sjónum mínum yfir árin, enda farinn að verja enn
meiri tíma í að leggja mig og horfa á sjónvarpið. Uppi
í hillu fann ég þó nýlega Um anarkisma eftir Nicolas
Walter sem ég keypti á einhverjum bókamark-
aðinum. Hef ég verið að glugga í hana af og til og
verð að segja að það hljómar ennþá ágætlega að vera
laus við tilgerðarlega stjórnmálamenn, tilgangslausa
vinnu og ofuráhersluna á peninga. Gallharðir anark-
istar myndu þó líklega hrista hausinn yfir þessari af-
stöðu minni enda er hún lítið annað en orðin tóm.
Það mætti segja að ég sé anarkisti í orði en stjórn-
málaleiður letingi á borði.
Lesarinn Brynjólfur Þorsteinsson
Áhrifamáttur
bókmenntanna
Karl Marx, faðir Kommúnistaávarpsins.