Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 26
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 ✝ VölundurBjörnsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1936. Hann lést á heimili sínu 23. júlí 2012. Foreldrar hans voru Helga Bær- ingsdóttir, f. 27.8. 1908, d. 24.4. 2003, og Björn Brimar Sæmundsson, f. 6.11. 1898, d. 24.1. 1979. Maki: Steinunn Svein- bjarnardóttir, f. 2.9 1938. Börn: Lind Völundardóttir, Mímir Völ- undarson, Helga Völund- ardóttir. Barna- börn: Perla Torfadóttir, Ásgeir Einarsson, Fríða Torfadóttir, Kári Timsson, Völundur Logi Mímisson, Þorbjörg Erna Mímisdóttir, Freyja Eilíf Logadóttir, Steinunn Lilja Logadóttir, Sól- björt Vera Ómars- dóttir. Útför Völundar fer fram í Hallgrímskirkju í dag, 2. ágúst 2012, kl. 15. Elsku pabbi minn. Það er ekki heiglum hent að fylla þessa örk af kveðjuorðum til þín pabbi minn. Þú sem fórst á sjóinn til að eiga fyrir nýjum Silvercross- barnavagni svo mamma gæti spókað sig í bænum með ungann mig. Þú sem hélst á mér öskrandi af eyrnaverk um borð í ein- hverjum dalli á leið til Siglu- fjarðar meðan mamma lá sjó- veik í koju. Þú sem lést þig menntun mína til manns mikils varða. Myndlist, tónlist, bókmenntir og lífsgátan. Ungur maður með mig á öxl- unum á 17. júní 1957. Ég kveikti í síðasta vindlinum fyrir þig mánudagsmorguninn 23. júlí. Þú naust á meðan nefinu stóð. Kveinkaðir þér aldrei í þinni sjúkdómsgöngu. Last og skrifaðir fram á síð- asta dag. Hetja og hugverkamaður. Pabbi minn. Lind Völundardóttir. Þá, sem Hades róa og „ófa- heims“ óraleið eygja, seigir í ljósið feta og fjarlægjast líf og dauða, ber styrkurinn á réttar gáttir. Með sönginn í brjóstinu á undan sér rata þeir í réttar víddir, þær opnast vítt við ljósið í söngnum og mjúkt rökkur ljóðsins, sem auðga mun þær með komu sinni. Ljósinu þínu og mýkt, elsku besti pabbi mammbi minn. Sú leið er hvorki löng né stutt, hún er ekki heit eða köld, hún er dregill sálar þess sem förina fer og sálin þín, elsku St. Völundur, var úr svo sterkum silfurþráðum, ofnum með allsnægtum tímaleysisins, að veraldarhylki þitt er óhult á óræðu ferðalagi, á svo marg- slungnu teppi sem vel heldur uppi slíku orginal-sköpunar- verki eins og þú ert. „Taktu þessu með ró,“ sagðir þú oft við mig, rólega með djúpri raust, „taktu þessu með ró, Mósa mín“. Ég tek þig á orðinu og tek þessu með ró, elsku Völundur, og þó söknuðurinn verði mikill mun ég njóta allra minninga um þig og brosa til þín úr fjarsk- anum fallegum. Með ástarspör- fuglinn á öxlinni kveð ég þig með trega, en þó sáttafullu ríki- dæmi alls sem þú skildir eftir hjá mér og kenndir, með enda- lausri von um að sjá þig veifa til mín brosglottandi af þínu einka paradísarskýi. „Öllu angri verðum við að gleyma aðeins þessa einu sum- arnótt.“ Söngurinn í brjósti mínu Söngurinn í brjósti þínu Söngurinn í brjósti allra. Kveðja Helga Völundardóttir. Á sama tíma og ég reyni að sætta mig við dauðann og óvið- ráðanleg völd hans yfir tíman- um og lífinu heldur sú barnslega hugsun sér blýföstu taki í huga mér hve mikið ég hefði viljað að afi minn hefði verið lengur hérna hjá okkur. Af þrásömum vana bíð ég eftir því að hann komi svífandi og raulandi inn Bergstaðastrætið og kasti á mig kveðju og spjalli við mig. Ýmis hljóð í nágrenninu breytast í róminn á honum og ég sé hann fyrir mér sýsla sitthvað í bláa húsinu hérna beint á móti mér. Stundum hefur ein mann- eskja örlagarík áhrif á líf manns og það á við um þig afi. Ef ég man rétt léðir þú mér doðrant eftir Dostojevskí þegar ég var tólf ára og fimm árum síðar var ég farin í skiptinám til Rúss- lands. Fram að því fórum við tvö saman í Rússabíó á sunnudög- um meðan það var og hét á Vatnsstíg og ég sakna vindla- lyktarinnar í portinu bara við að rifja þetta upp. Ef þú bara vissir hvað mér fundust þessar reglu- legu bíóferðir okkar skemmti- legar. Sama hvaða skrítnu dellu ég fékk á unglingsárunum þá gat ég alltaf diskúterað málin við þig. Þú gerðir heim bók- mennta og málverka spennandi fyrir mér á unga aldri og mér fannst eins og þú hefðir sjálfur þekkt listamennina, rithöfund- ana og söguhetjurnar persónu- lega, svo lifandi varð frásögn þín af öllu sem mér hefði virst óá- hugavert við fyrstu sýn á prenti. Einfaldar staðreyndir urðu áhugaverðari og dulúðugari þegar það varst þú sem sagðir manni frá. Þú skrifaðir manni líka svo skemmtileg bréf, þó það væru ekki nema stuttar kveðjur á vindlapakka, að núna syrgi ég það sérstaklega að fá ekki fleiri slík. Ég hef alltaf ávarpað þig Draumland í rituðu máli og þú hafðir nú talað um að þú myndir ef til vill taka upp Draumlands- nafnið á gamals aldri. Nú er ekki seinna vænna. Það sæmir þér að minnsta kosti vel þar sem ég sé þig fyrir mér, svífandi um á skýi með spekingssvip og vindil. Buxnalaust ský í þetta skiptið, Meistari Draumland. (Er það ekki flott?) Ég sakna rómsins en mynd- irnar og minningarnar lifa. Þú varst alveg merkilega skemmti- legur afi. Þar grotnar fól á gulli skíru, þar geymast Rússlands ljóðin dýru, og þar ég var – á veig óspar, af votri hlein reis eikin græna með keðju úr gulli og köttinn væna sem kenndi mér allar sögurnar. (Púskin. Þýð. Geir Kristjánsson) Þín dótturdóttir, Freyja Eilíf Logadóttir. Afi minn kvaddi þennan heim eftir stutt en erfið veikindi mánudaginn 23. júlí. Hann hafði haldið upp á 76 ára afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar 20. júlí. Undir lokin var hann umkringd- ur sínum nánustu. Afi kom í heiminn 20. júlí árið 1936. Hann ólst upp hjá móður sinni Helgu og systur hennar Fríðu. Æskuárunum eyddi hann á Skólavörðuholtinu og voru þau litrík. Það var hrein unun að hlusta á hann tala um þennan tíma því hann hafði einstakan hæfileika til þess að draga upp ljóslifandi myndir með frásögn- um sínum. Svo vel tókst honum til að þegar ég hlýddi á hann ferðaðist ég oftar en ekki aftur í tíma með honum. Jafnvel hljóð, lykt og áferð komust til skila. Þegar afi minn var 17 ára gamall fór hann í heimsókn til kunningja síns, sú heimsókn var örlagrík, því kunninginn átti gullfallega systur sem hét Steinunn, eða amma Didda, eins og við köllum hana í dag. Þegar afa minn bar að garði var Didda krúnurökuð til þess að forðast lúsasmit. Afi hafði aldrei séð neitt jafnfallegt og hana. Þetta var ást við fyrstu sýn og það varð ekki aftur snúið. Þau eign- uðust saman þrjú börn og fylgd- ust að í gegnum lífið, í gegnum súrt og sætt, heilsu og van- heilsu og spannaði samvera þeirra 60 ár. Afi og amma voru ungir foreldrar og það sama átti við um mína foreldra. Ég upp- lifði því afa minn, Völund, aldrei sem gamlan mann. Þegar ég var ung stúlka var hann maður á besta aldri. Hann var þá sem alltaf stórglæsilegur. Ég minn- ist þess að hafa horft á hann og ömmu saman og hugsað hvað þau væru nú falleg, hann svona hávaxinn, myndarlegur og ljós yfirlitum og hún smávaxin, fín- gerð og dökk yfirlitum. Afi minn var listamaður og hann lifði fyrir listina. Á sínum yngri árum tilheyrði hann hópi ungra listamanna sem höfðu róttækar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég man svo vel eftir því eitt sinn þegar ég gisti hjá ömmu og afa að við amma vöknuðum snemma til þess að smyrja nesti fyrir afa því að hann var að fara í Keflavíkur- gönguna. Seinna fékk ég ásamt mömmu að fara með afa í göng- una og þeirri upplifun gleymi ég seint. Þar þrammaði ég með afa og söng Ísland úr Nató og her- inn á brott. Það er skrítið að hugsa til þess að ég þegar ég skrifa þessi orð er ég stödd uppi á gamla varnarliðssvæðinu sem heitir nú Ásbrú, en þar bý ég. Herinn er löngu farinn og nú er hann afi minn farinn líka. Það er alltaf erfitt að kveðja ástvin. Sérstaklega þegar til- finningin er sú að hans tími hafi ekki verið kominn. Ég hafði reiknað með því að hafa hann afa minn hérna hjá okkur miklu lengur. Fram að þeim tíma sem okkur varð ljóst hversu veikur hann var hafði ég ekki einu sinni hugsað til þess að ég þyrfti einhvern tímann að kveðja hann. En nú er komið að hinstu kveðjustund og ég á eftir að sakna hans, ég á eftir að sakna þess hvernig hann sagði frá, hann hafði ótrúlega frá- sagnargáfu og mikið innsæi. Ég á eftir að sakna kaldhæðninnar og kímnigáfunnar sem var ein- stök og síðast en ekki síst á ég eftir að sakna nærveru hans. Afi minn, Völundur Drauml- and Björnsson, var einstakur maður og hann skilur eftir sig tómarúm. Perla Torfadóttir. Minnist þín, afi minn, á með- an þú svífur í annan heim. Daginn sem þú kvaddir þenn- an heim gekk ég niður stigann heima hjá þér og skoðaði mig um, þar sem allar mínar bestu minningar um þig eiga heima. Ég mundi eftir því þegar ég stóð á ganginum fyrir framan spegilinn hjá klósettinu, að tala við sjálfa mig sem þáttastjórn- andi og þú varst að elda, raula og hlæja að mér til skiptis, þeg- ar þú sagðir mér hlæjandi að ég yrði ávallt sjálfri mér nóg og lagðir hönd þína á höfuð mitt, eiginlega eins og þú værir að blessa mig með einhverju móti. Ég heyrði þig raula þegar ég gekk innar og fann sömu lykt og forðum, vindla- eða píputóbaks- lykt til skiptis. Ég hugsaði með mér þegar ég var komin í stofuna gömlu hvernig Bestastræti yrði án þín, ég veit það ekki enn, því ég virð- ist enn halda að þú komir fljót- lega inn um litlu appelsínugulu dyrnar raulandi sem þú gerðir svo fallega. Ég mundi að þegar amma Helga bjó uppi gaf hún mér pening til að kaupa mér stílabók undir ljóðin mín og svo settist ég niður í sófanum á jarðhæð- inni og skrifaði, ég heyri þig raulandi bara ef ég hugsa um það. Ég geymdi bókina þar fyrir ofan myndaalbúmin í hillunni beint fyrir framan sófann því hvar annars staðar var inn- blásturinn jafnmikill? Þú sagðir mig hafa fegurra tungutak en gengur og gerist hjá jafnöldrum mínum í einu af mörgum Lond- on Docks-kortum frá þér, það hrós geymi ég ævilangt. Þú sýndir mér bækur Halldórs Laxness þegar ég hafði áhyggj- ur af málfars/stafsetningarvill- um í ljóðum mínum og útskýrðir fyrir mér að það sem ég vildi skrifa skipti öllu máli, sem sagt minn boðskapur, það var ómet- anlegt. Þegar þú gekkst um götur miðborgarinnar var eins og þú værir að dansa frekar en ganga, fallegur, langur, mjór og tign- arlegur. Þú talaðir svo fallega að allt varð áhugavert, ljóðrænt og svo fallega myndrænt. Þú faðmaðir mann þannig að innri rafhlöður fylltust hlýju og vilja til að takast á við nýjar hindranir og í leiðinni lagðirðu höndina á höfuð mitt, þar til þú faðmaðir mig í hinsta sinn á af- mælisdegi þínum, þremur dög- um áður en þú fórst inn í annan heim, á vit ævintýranna þar. Ég veit að ég mun bíða eftir þér koma inn um dyrnar í lang- an tíma og ég vildi svo óska þess að þú kæmir þar inn aftur, ég mun sakna þín meir en orð fá lýst elsku besti afi minn. Bless á meðan kæri Völundur afi minn. „Engu gleymt sem gerir manneskju að því sem hún er.“ Völundur Björnsson Drauml- and á Bestastræti (ljóð til afa skrifað 20. júlí 2002): Langur og mjór, svartir skór. Segir ei meir en segja þarf. Hugmyndirnar streyma, á strigana breiða, myndirnar sem afi einn skilur, afi er líka smiður. Út á pall með lítinn bolla, oftast er það kolla. Í göngutúr oft hann fer, afi minn hinn besti er. Lokaerindi ljóðsins skrifað 23. júlí 2012: Ég kveð þig með trega, elsku afi minn. Takk fyrir mig að umbera, alltaf sem lítið krakkaskinn. Kvöldljósið leiðir afi minn, elsku hetjan okkar. við kveðjumst hér um sinn þar til ljósið okkur lokkar. Dótturdóttir þín, Steinunn Lilja Logadóttir. Völundur Björnsson  Fleiri minningargreinar um Völund Björnsson bíða birtingar og munu birtast á næstu dögum ✝ Gunnar JóhannKristjánsson fæddist að Vindási í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi 6. ágúst 1930. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27. júlí 2012. Foreldrar Gunn- ars voru Kristján Hjaltason, f. 27. júlí 1899, d. 4. júlí 1959, og Guðrún Jónsdóttir, f. 30. nóv- ember 1898, d. 17. janúar 1986. Systkini Gunnars eru: Óskírt sveinbarn, f. 10. ágúst 1926, dáið sama dag, Valgerður Þórunn, f. 22. október 1927, Erla, f. 11. maí 1932, d. 1. október 2007, Jóhanna, f. 16. mars 1934, d. 15. maí 2006 og fóstursystirin Sigrún Kristjáns- dóttir, f. 6. september 1945. Gunnar kvæntist 24. apríl 1953 eftirlifandi eiginkonu sinni Birnu Ólafsdóttur, f. 7. janúar 1932 í Litladal í Svínavatnshreppi í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Þau hjónin voru meðal frumbyggja í Kópa- vogi og bjuggu meira en 50 ár á Kársnesbraut 139. Börn þeirra eru Guðrún Halla, f. 1. september 1952 og Gunnar Ólafur, f. 15. júlí 1955. Eiginmaður Guðrúnar Höllu var Árni Þorvaldur Jónsson, f. 3. júlí 1953 og eiga þau þrjú börn: Hall Örn, f. 27. september 1982, Erlu Maríu, f. 9. maí 1984 og Ið- unni Svölu, f. 7. maí 1992. Sam- býlismaður Guðrúnar Höllu er Ólafur Héðinsson, f. 9. ágúst 1952. Sambýliskona Halls Arnar er Est- er Rós Björnsdóttir, f. 23. júní 1988. Erla María er gift Jónasi Valtýssyni, f. 29. nóvember 1982 og á hann soninn Gabríel Mána, f. 5. desember 2004. Kærasti Iðunn- ar Svölu er Sigurður Arnór Sigurðsson, f. 18. júní 1992. Eig- inkona Gunnars Ólafs er Ingibjörg Elísabet Jak- obsdóttir, f. 3. des. 1957, þau eiga þrjú börn: Hörð Hólm, f. 26. febrúar 1982, Sæ- dísi Hólm, f. 8. febr- úar 1983 og Sverri Grétar Hólm, f. 17. febrúar 1988. Sædís á dótturina Elísabetu Guðnýju Guðnadóttur, f. 6. apríl 2003. Unnusta Sverris er Bergþóra Guðmundsdóttir. Gunnar lærði húsasmíði í Iðn- skólanum í Reykjavík 1946-50 og tók þar sveinspróf og öðlaðist meistararéttindi 1953. Hann sótti einnig nokkur námskeið FMR og Yfirfasteignamatsnefndar og lauk Matsmannaskóla Íslands. Hann starfaði við húsasmíðar ýmist sem sveinn eða meistari frá 1953-68. Hann var formaður fast- eignamatsnefndar Kópavogs 1968-71 og millimatsmaður fast- eigna í Kópavogi 1972-76 og jafn- framt starfsmaður bygging- arfulltrúans í Kópavogi og aðstoðarbyggingarfulltrúi 1974- 83. Árið 1983 hóf hann störf hjá Fasteignamati ríkisins og vann þar út starfsævina. Jafnframt var hann úttektarmaður leiguhús- næðis í Kópavogi frá 1982 og brunabótamatsmaður þar frá 1987. Gunnar var félagslyndur og var m.a. í Sjálfstæðisfélagi Kópa- vogs og Rótarýklúbbi Kópavogs auk þess sem þau hjónin dönsuðu mikið og voru í nokkrum dans- klúbbum árum saman. Gunnar verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, 2. ágúst 2012, kl. 15. Aldrei þessu vant var ég ekki heima þegar kallið kom enda voru þetta ekki fréttir sem ég átti von á núna, þó þú hafir vissulega verið veikur en það er svo stutt síðan ég sá þig glaðlegan og brosandi. En svona er lífið, maður veit aldrei hve- nær maður sér einhvern í síðasta sinn. Eftir að símtalið um andlát þitt kom hafa minningarnar um góðan bróður hrannast upp og stundirnar sem við höfum átt saman hafa íklæðst ævintýraljóma. Það er mikill aldursmunur á okk- ur systkinunum og því eru fyrstu minningarnar mínar um þig þegar þú varst um tvítugt og kominn með kærustu. Það var ákveðinn ævin- týrablómi yfir þér og Binnu, ég man eins og það hafi gerst í gær þegar Halla var að fæðast, ég man eftir glampanum í augunum, spenningn- um og ég sé ennþá hvernig annar fóturinn dillaði fram og til baka á meðan beðið var eftir símtalinu frá fæðingardeildinni, montið skein svo eftirminnilega úr andliti þínu. Þú varst alla tíð mikill klettur í fjölskyldunni enda eini bróðurinn, þú varst alltaf boðinn og búinn að veita þá aðstoð sem þú gast og í því fólst mikil hjálp sem veitt var fús- lega öllum sem til þín leituðu og ekki var beðið um neitt til baka. Ég á þér mikið að þakka fyrir alla þá aðstoð sem þú hefur veitt mér og fyrir það er ég mjög þakklát. Þú varst svo sannarlega fastur fyrir og ró þinni var ekki svo auð- veldlega haggað. Það var sama hvað á gekk, þú varst alltaf í góðu skapi. Ég er mjög þakklát fyrir síðustu stundina okkar saman þegar við Gunna vorum að skrifa í gestabók- ina og sáum hvað Binna var dugleg að heimsækja þig, þá leist þú á okk- ur og sagðir: „já, hún Binna mín er traust.“ Þetta voru svo sannarlega falleg og sönn orð því hún hefur alla tíð staðið eins og klettur við hlið þér. Ég kveð þig með mikilli virðingu og þakklæti fyrir allt. Þín systir, Sigrún Kristjánsdóttir. Elsku afi. Það er svo sárt að missa þig þótt þetta hefði átt sér langan aðdraganda. Þú varst alltaf svo ljúfur og góð- ur, hvergi fann ég skilningsríkari faðm til að skríða í en hjá þér. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og fékk að standa á tán- um þínum á meðan við dönsuðum Óla Skans á ganginum heima hjá ykkur ömmu í Kópavogi. Mér fannst ég svífa og vera heppnasta afastelpan í öllum heiminum. Þú sem varst afalegasti afinn af öllum öfum sem ég hafði hitt, afinn sem ég hefði sjálf valið ef ég hefði fengið að ráða. Ég sakna þín, elsku besti afi minn. Þín Erla María. Gunnar J. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.