Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 33
Sýning á einþrykki, málverkum og
grafíkbaukum eftir listakonuna Að-
alheiði Ólöfu Skarphéðinsdóttur
verður opnuð í dag, 2. ágúst, og
stendur til 13. ágúst í sýningarsal
Kirsuberjatrésins við Vesturgötu.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 10 til 18 og á laugardögum frá
11 til 15.
Einþrykk, málverk
og grafíkbaukar
Sýning Eitt af eldri verkum Aðalheiðar.
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012
Sýning á verkum ljósmyndarans
Ágústs Atlasonar verður opnuð í
dag, fimmtudaginn 2. ágúst, kl. 12 í
Hamraborg á Ísafirði. Þar verða til
sýnis tólf ljósmyndir sem Ágúst tók í
sumar á Galtarvita. Tónlistarmenn-
irnir Snorri Helgason og Sigurlaug
Gísladóttir, einnig þekkt sem Mr.
Silla, leika við opnun sýningarinnar.
Sýningin stendur fram í ágústlok.
Ljósmyndasýning
Ágústs Atlasonar
Í dag kl. 17 verða sýnd brot úr ýms-
um verkum Kling & Bang á sýning-
unni Sjálfstætt fólk í Listasafni
Reykjavíkur við Hafnarhúsið.
Sýningin er hluti af breytilegri
innsetningu The Demented Dia-
mond of Kling & Bang’s Confected
Video Archive og er hluti af dag-
skrá Listahátíðar í Reykjavík.
Sýnishorn verka
King & Bang
Consort-tónlist
og kammertónlist
frá endurreisn að
snemmbarokki
verður flutt á
sumartónleiknum
í Skálholtskirkju í
kvöld kl. 20 en
þeir bera yfir-
skriftina Trans-
evrópskur
kontrapunktur.
Leikin verður consort-tónlist og
kammertónlist frá endurreisn að
snemmbarokki, frá Spáni, Ítalíu,
Englandi, Þýskalandi og Frakk-
landi. Stjórnandi á tónleikunum er
Bruno Cocset og leikur hann jafn-
fram á alt-, tenór- og bassafiðlur;
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir,
Mathurin Matharel og Sigurður
Halldórsson leika á tenór- og bassaf-
iðlur og Bertrand Cuiller á sembal
og orgel. Leikið er á hljóðfæri Char-
les Riché en hann er eins konar stað-
ar-hljóðfærasmiður hópsins, eins og
segir í tilkynningu. Frekari upplýs-
ingar má finna á sumartonleikar.is.
Trans-evrópskur kontra-
punktur í Skálholtskirkju
Bruno
Cocset
Hljómsveitin Of Monsters And Men
fór með sigur af hólmi í 88. umferð
lagakeppninnar World Song Contest
en lag hljómsveitarinnar, „Little
Talks“, landaði 1. sæti í henni á dög-
unum. Lög frá 37 löndum voru í
keppninni og kemur fram á vef
hennar að ekki hafi komið á óvart að
lag Of Monsters And Men yrði valið
það besta. Lagakeppni þessi og at-
kvæðagreiðsla í henni fer fram á
netinu og fer ný umferð fram mán-
aðarlega. Vefsíðu keppninnar má
finna á slóðinni world-song-
contest.com.
„Little Talks“ í fyrsta sæti
World Song Contest
Morgunblaðið/Golli
Vinsæl Of Monsters And Men hefur
notið ævintýralegrar velgengni.
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
Alþjóðlegu ljósmynda- og heimildar-
kvikmyndanámskeiði Mary Ellen
Mark, Martins Bells og Einars Fals
Ingólfssonar í Myndlistaskólanum í
Reykjavík lýkur nú á morgun, föstu-
daginn 3. ágúst. Í tilefni af því sýna
erlendir og íslenskir þátttakendur
námskeiðsins afrakstur sinn í Þjóð-
minjasafninu milli kl. 15 og 17.
Mary Ellen Mark er heimskunnur
ljósmyndari og kvikmyndagerða-
maðurinn Martin Bell hefur verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna fyrir
heimildarmyndina Streetwise. Bæði
hafa þau komið að viðamiklum verk-
efnum hér á landi í ljósmyndun og
kvikmyndagerð. Námskeiðin í ljós-
myndun og heimildarmyndagerð
hafa staðið yfir í um það bil tvær vik-
ur en þetta mun vera í annað skipti
sem námskeiðið er haldið hérlendis.
Aðeins þremur nemendum gafst
tækifæri á að sækja námskeið Bells í
kvikmyndagerð en meðal þeirra
voru tveir íslenskir nemendur, þær
Erla Stefánsdóttir og Guðbjörg Sig-
urðardóttir. Á námskeiði Mary Ellen
og Einars Fals voru fjórtán nem-
endur samtals en meðal þeirra var
ljósmyndarinn Sigurjón Pétursson.
Glæða vinnuna lífi
„Martin er bara með þrjá nem-
endur þannig að við höfum ótak-
markaðan aðgang að honum og hans
sérþekkingu. Það er stórkostlegt
tækifæri,“ segir Erla. „Hann hvetur
mann mikið áfram. Saman ræðum
við söguna sem við eigum að reyna
að koma til skila, og hvernig væri
hægt að gera hlutina betur. Ég er
búin að læra mikið á því að hann
horfi á tökurnar mínar og leiðbeini
mér út frá því,“ bætir Erla við. Hún
fæst við gerð heimildarmyndar um
líf og reynslu tveggja ungra heyrn-
ar- og sjónskertra stúlkna og fjöl-
skyldur þeirra. Guðbjörg, sem er á
námskeiðinu ásamt Erlu, segir Bell
glæða vinnuna við kvikmyndagerð-
ina miklu lífi. „Hann er frábær í til-
sögn og leiðbeiningum, og mjög gjaf-
mildur á leiðbeiningar. Hann hikar
ekki við að deila innsýni, þekkingu
og reynslu sinni,“ segir Guðbjörg.
„Ýtt út úr þægindahringnum“
Sigurjón, Erla og Guðbjörg taka
öll undir það að námskeiðið sé ein-
stakt tækifæri. En jafnframt því er
það einnig áskorun og mikið lær-
dómsferli. „Mörgum sem eru að taka
myndir finnst óþægilegt að fara of
nálægt fólki. Þá er sagt „nær“.
Þannig er okkur ýtt út úr þæginda-
hringnum og ýtt nær viðfangsefninu,
ekki bara í sentimetrum, heldur líka
í tilfinningum. Við eigum að spyrja
okkur hvort við séum einungis að
skrásetja hvernig fólk lítur út eða er-
um við að reyna að sjá eitthvað í sál-
inni? Þannig látum við augun tala við
ljósmyndavélina,“ segir Sigurjón
sem er nemi hjá Mark og Einari Fal.
„Það sem mér fannst áhugaverð
skilaboð frá Martin Bell er að maður
getur aldrei tekið nóg af efni, aldrei
halda að þú sért búinn. Þegar maður
kemur aftur heim og byrjar klippi-
vinnuna, þá bætir maður við alls
kyns bútum og kemst að ótrúlegum
augnablikum sem passa svo vel inn í
heildarmyndina,“ segir Guðbjörg.
„Þó að námskeiðið sé aðeins tvær
vikur þá lærum við jafnmikið eins og
maður myndi gera á heilli önn í
háskólanum,“ segir Sigurjón.
„Ýtt út úr þægindahringn-
um og nær viðfangsefninu“
Afrakstur námskeiða Mary Ellen Mark og Martins Bells í Þjóðminjasafninu
Ljósmynd/Hugrún Egla Einarsdóttir
Mary Ellen Mark Ýtir nemum nær viðfangsefninu, ekki bara í sentimetrum heldur einnig í tilfinningum.
Martin Bell „Aldrei halda að þú sért búinn,“ voru skilaboð hans.