Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 27
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 ✝ Svanhvít SunnaErlendsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1976. Hún lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 19. júlí 2012. Hún var dóttir Sigurdísar Sveins- dóttur, f. 16.9. 1943, og Erlendar Finn- boga Magnússonar, f. 24.7. 1941. Systk- ini hennar eru Sveinn S., f. 5.5. 1968, María, f. 25.9. 1974, Ágústa Eva, f. 28.7. 1982, og Finnbogi Þór, f. 6.10. 1983, og hálfsystir samfeðra Eva Marie Tittussen, f. 6.4. 1971. Sonur Sunnu er Daníel Bjart- ur Guðmundsson, f. 9.8. 1996. Faðir hans er Guð- mundur Birgir Guðmundsson, f. 5.6. 1971. Sunna útskrif- aðist úr Grunn- skóla Hveragerðis, Viðskipta- og Tölvuskólanum ásamt snyrti- akademíu í Kaup- mannahöfn. Sunna ólst upp í Hvera- gerði, bjó lengi í Reykjavík en fluttist til Kaupmannahafnar ár- ið 2004 og bjó þar til dánardags. Hún vann við ýmis störf, lengst af við skrifstofustörf. Sunna verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 2. ágúst 2012, kl. 13. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Það er með miklum trega sem ég skrifa þessi minningarorð um systurdóttur mína, Sunnu. Henn- ar ævi varð ekki löng, hún fæddist á hvítasunnunni, þann 6. júní árið 1976. Bernskuárunum eyddi hún í Hveragerði, þar ólst hún upp við gott atlæti og ást í stórum systk- inahópi. Sem barn var Sunna frekar alvörugefin en hæfileikarík á mörgum sviðum. Ég var kennari Sunnu einn vetur, Sunna var góð- ur nemandi og man ég sérstak- lega eftir teikningum Sunnu, sem voru bæði formsterkar og skemmtilegar. Sunna var fé- lagslynd og hafði mikið yndi af að annast og gæta yngri barna og leika sér við góða félaga. Þegar hún komst á unglingsárin fór hins vegar að draga ský fyrir sólu hjá Sunnu okkar. Sunna var leitandi og mjög gagnrýnin á sjálfa sig og gekk illa að finna sinn sess í tilver- unni. Svo fór að Sunna flutti ung að heiman, hún hóf að leita fyrir sér og bar víða niður. Hún lærði m.a. tölvu- og viðskiptafræði og snyrtifræði. Í millitíðinni eignaðist Sunna, ung að árum, augasteininn sinn, hann Daníel Bjart. Það var bjart- ur og fallegur dagur er hann var borinn til skírnar í Stórólfshvols- kirkju í Breiðabólsstaðarpresta- kalli, þar sem fjölskylda Sunnu var þá búsett á Hvolsvelli. Stoltið skein úr augum ungu foreldranna og ættingjarnir alsælir með nafnið á unga drengnum, en fjölskyldan hafði búið sig undir að drengurinn fengi nú eitthvert nýmóðins nafn eins og þá var í tísku. Sunna flutti til höfuðborgarinnar, vann ýmis störf og var dugleg við að búa sér og syni sínum framtíð, eignaðist bæði íbúð og bíl. Á þessum árum voru Sunna og Daníel tíðir gestir hjá móðurömmu Sunnu, Ágústu Gamalíelsdóttur. Þeirra samband var ætíð hnökralaust og gott. Amma Ágústa gætti oft Daníels, þó öldruð væri, fannst gott að geta gert gagn, eins og hún sagði. Amma var dugleg við að hrósa Sunnu fyrir dugnað og myndar- skap og þær báru gagnkvæma virðingu fyrir hvor annarri. Amma Ágústa féll frá í desember sl., það var því stutt á milli þeirra. Sunna komst þá ekki til að vera við útförina en sendi kveðju og blómvönd. Sunna flutti til Kaup- mannhafnar til að ljúka námi í snyrtifræði þegar Daníel var 6 ára gamall og hafa þau mæðgin búið þar síðan. Síðustu árin voru henni erfið og leið oft langur tími milli heimsókna til ættingja og vina á Íslandi. Fráfall Sunnu var fjöl- skyldu og vinum hennar mikið áfall sem erfitt er að sætta sig við. Sunna var mörgum kostum búin en sitthvað er gæfa og gjörvileiki. Ég sendi syni Sunnu, Daníel Bjarti, sem hefur sýnt mikinn styrk á þessum erfiðu tímum, samúðarkveðjur, og ósk um bjarta framtíð. Einnig sendi ég systur minni og allri fjölskyldu Sunnu samúðarkveðjur og vona að góðar minningar verði er frá líður sorginni yfirsterkari. Ég kveð Sunnu með vísu eftir forföður okkar Hallgrím Péturs- son, sofðu rótt kæra frænka. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Kristín V. Á. Sveinsdóttir og fjölskylda. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. (Þorsteinn Gíslason) Frænka okkar og vinkona, Svanhvít Sunna Erlendsdóttir, er látin langt um aldur fram. Fallega Sunna, með bjarta brosið sitt og dillandi hláturinn. Þær renna fram hver á fætur annarri minn- ingarnar um samveruna með Sunnu, allar góðar, enda var hún einstaklega hlý og gefandi mann- eskja sem gott var að vera nálægt. Sunna bjó um árabil í Kaup- mannahöfn, og hvort heldur sem var þar eða hér á Íslandi sem Sunna var heimsótt urðu fagnað- arfundir og hún lagði sig fram um að hafa dvölina sem besta, brunaði um allar trissur til að sýna helstu staði og jafnvel til Svíþjóðar ef því var að skipta og var Daníel sonur hennar alltaf með, drengurinn hennar sem hún elskaði mest af öllu í lífi sínu og var henni allt, og hún honum. Elsku Sunna, takk fyrir allt. Minninguna um þig geymum við í hjörtum okkar. Innilegustu samúðarkveðjur til Daníels, foreldra, systkina og annarra aðstandenda. Sigurbjörg Magnúsdóttir, Kolbrún, Alma Lilja, Arn- aría, Alva Kristín, Krist- jánJakob, Magnús Reyr og fjölskyldur. „Er ég hugsa um engla, ég hugsa um þig……“ Þetta fallega lag og texti hefur greypt sig í hug minn og hjarta frá þeirri stundu sem mér var til- kynnt að Sunna, bróðurdóttir mín hafi látist á heimili sínu í Kaup- mannahöfn. Á sorgarstundu sem þessari leita á mann margar áleitnar spurningar; af hverju, hvað ef, af hverju sagði ég ekki það sem mig langaði að segja og gerði það sem ég ætlaði að gera? Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér, við lútum höfði, horfum fram á veginn og drögum fram allar góðu minning- arnar. Sunna var einstaklega hlát- urmild, hafði skemmtilegan húm- or, gat endalaust hlegið að sjálfri sér og öðrum. Hún var alltaf að upplifa eitthvað sem ég stóð gap- andi yfir, hvort sem það var að lenda í miðju bankaráni á Nörre- bro, að brotist var inn í íbúðina hennar eða að upplifa skotbar- daga í bakgarðinum. Öllu þessu sagði hún frá með bros á vör og hló sínum dillandi hlátri af við- brögðunum. Á ferðalögum um Evrópu undanfarin 12 ár hef ég oftar en ekki gist hjá Sunnu og Daníel í Kaupmannahöfn, átt með þeim góðar stundir, stundaði hálf- gerðan útflutning á íslenskum mat og sælgæti þessi ár. Það var spennandi að spyrja hvað ætti að færa þeim og svörin voru alltaf jafn skemmtileg, oft var það Che- erios og Coco puffs fyrir Daníel, stundum SS pylsur og sinnep, einu sinni langaði hana svo svaka- lega í svið og íslenskar rófur og mikið var hlegið þegar það var dregið upp úr töskunni. Svo var það harðfiskur og íslenskt smjör og ekki mátti gleyma uppáhalds sælgætinu hans Daníels, Freyju draumnum. En nóg með sýnis- hornið af matseðlinum. Sunna vildi fá fréttir af fjölskyldunni á Íslandi og ekki þótti henni verra að fá íslensk dagblöð og tímarit. Oft var setið og spjallað um gömlu góðu dagana langt fram á nótt. Hún var einstaklega gestrisin og hafði gaman af að transportera um Köben og skoða merkilega staði. Hvort sem það var Fields eða Fisketorvet, Jónshús, Ný- höfnin, Langalína, Strikið eða Amalíuborg, allt var farið með bros á vör. Ég er ekki viss um að Daníel mínum hafi þótt það jafn skemmtilegt og okkur, en hann lét sig hafa það. Við Daníel getum þessvegna boðið upp á skoðunar- ferðir um Kaupmannahöfn ef ein- hver hefur áhuga. Daníel var ljós- ið í lífi Sunnu. Það kom glampi í augu hennar þegar hún talaði um hann, sagði frá hvernig hann óx og dafnaði, frá íþróttaiðkun hans og öðrum áhugamálum. Hún bar fyrst og fremst hans hag fyrir brjósti þegar þurfti að taka erf- iðar ákvarðanir. Það var gaman að heimsækja Daníel í skólann hans og fylgjast með því sem þar var að gerast, þar er hans annað heimili og heimilisfólkið frábært. Hér á Íslandi á Daníel stórar og góðar fjölskyldur sem munu gera allt til að létta honum þungan móður- missinn. Mig langar að þakka Sunnu frænku minni fyrir góðar samverustundir, hlýju og vænt- umþykju. Elsku Daníel, Sigurdís, Er- lendur, Sveinn, María, Ágústa, Finnbogi og fjölskyldur, okkar dýpstu samúðarkveðjur, Drottinn veiti ykkur styrk. Blessuð sé minning Sunnu okk- ar. Helga og fjölskylda. Elsku Sunna mín. Það er svo erfitt að hugsa til þess að þú skulir vera farin. Ég er búin að hugsa mikið til allra góðu stundanna sem við höfum átt saman, bæði í æsku og svo sérstaklega þegar við fjöl- skyldan komum í heimsókn til ykkar Daníels til Danmerkur. Maður var alltaf svo velkominn til ykkar og þannig vildir þú hafa það, þú tókst ekki annað í mál en að við myndum gista hjá ykkur. Já Sunna ég á eftir að sakna þessara stunda með þér. Hvíl þú í friði. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Þín vinkona, Þórhildur. Í dag kveð ég elsku vinkona mína hana Sunnu. Ég trúi bara ekki að þú sért farin elsku Sunna mín. Við Sunna áttum margar dýrmætar stundir saman. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Þú varst alltaf svo mikill stuðbolti og við nutum lífsins í botn saman. Svo eignaðist þú Daníel sem var ljósið í lífi þínu og þú varst svo glöð þegar hann fæddist þessi fal- legi strákur. Elsku Sunna mín, ég er svo glöð að hafa kynnst þér og átt allar þessar dýmætu stundir með þér. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og veit að þú munt fylgjast með okkur og passa. Elsku Sunna mín ég gæti skrif- að miklu meira um þig, en ég ætla að geyma okkar allar dýrmætu stundir sem við áttum í hjarta mínu. Elsku Daníel, María, Erlendur, Sigurdís, Ágústa, Finnbogi og Sveinn, ég bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari sáru sorg. Elsku Sunna mín, þúsund kossar og þúsund faðmlög elsku vinkona. Frá hjarta mínu berst lítil rós því þig ég þarf að kveðja í sorg og gleði viltu senda mér ljós sem mig mun vernda, hjálpa og gleðja. (Elfa María) Hvíldu í friði elsku Sunna. Þín vinkona, Dagrún. Svanhvít Sunna Erlendsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JAKOBS HELGASONAR frá Patreksfirði, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Innilegustu þakkir til starfsfólks deildar 11 E, líknardeildar í Kópavogi og Karitas. Brynhildur Garðarsdóttir Helgi Einarsson, Guðrún Þórðardóttir, Brynjar Jakobsson, Hafdís Sigurðardóttir, Soffía Jakobsdóttir, Rögnvaldur Jóhannesson, Laura Hildur Jakobsdóttir, Jónas Ragnarsson. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, bróðir, mágur og systursonur, EYVINDUR EBBI DANÍELSSON, Eberhard Dannheim, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Noregi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aud Irja Grande, Júlía Katrín Björke, Helgi Arnar Alfreðsson, Halldór Björke Helgason, Margrét Dannheim, Úrsúla Fahning, Bjarni Birgir Dannheim, Regina Smorra, Ingibjörg Vik-Dannheim, Torstein Vik, Björg Bjarnadóttir, Álfþór B. Jóhannsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN BERENT SIGURÐSSON, fv. flugumferðarstjóri, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 27. júlí. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina eða Karítas. Ingunn Sigurðardóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Jón Ólafur Þorsteinsson, Þorsteinn Ingi Kristjánsson, Kristín Eva Kristjánsdóttir, Arnar Berent Sigrúnarson, Katla Dimmey Þorsteinsdóttir, Daníel Berent Rink. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MAGNÚSDÓTTIR frá Múlakoti í Lundarreykjadal, síðast til heimilis að Blesastöðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi þriðjudaginn 31. júlí. Útför hennar verður gerð frá Hrunakirkju laugardaginn 4. ágúst kl. 11.00. Anna Björk Matthíasdóttir, Guðmundur Magnússon, Steinar Matthíasson, Margrét Jóhannsdóttir, Magnús Matthíasson, Þórdís Elísdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Þorleifur Magnús Magnússon, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HJÖRTUR HJARTARSON, fyrrverandi sóknarprestur, Hlíðarvegi 11, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13.00. Unnur Axelsdóttir, Stefanía Hjartardóttir, Sveinn Hjörtur Hjartarson, Sigurveig H. Sigurðardóttir, Þórunn Ingibjörg Hjartardóttir, Sveinn B. Larsson, Axel Garðar Hjartarson, Rannveig Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, GUÐVEIG BJARNÝ RAGNARSDÓTTIR frá Naustahvammi, síðar til heimilis í Ásgarði 3, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður í Skorrastaðakirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Ragna Sveinsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Ásta Sæbjörg Jóhannsdóttir, Magni Björn Sveinsson, Dagný Petra Gunnarsdóttir og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.