Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Lést í umferðarslysi 2. Lagerfeld hneykslar: Andlit … 3. Þórunn Erna Clausen selur húsið 4. Cuba Gooding Jr. eftirlýstur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Estonian Drama Theatre, leikhús í Tallinn í Eistlandi, frumsýnir Íslands- klukkuna í leikgerð leikstjórans og leikarans Benedikts Erlingssonar í stærsta sal leikhússins 10. ágúst nk. Íslandsklukkan í leikgerð og leik- stjórn Benedikts var frumsýnd í Þjóð- leikhúsinu vorið 2010. Morgunblaðið/Kristinn Íslandsklukka Bene- dikts sýnd í Eistlandi  Söngkonan Jussanam da Silva og píanó- leikarinn Agnar Már Magnússon hefja á laugardag- inn, 4. ágúst, tón- leikaferð sína um Norðurlönd með tónleikum í Ný- heimum á Höfn. Jussanam og Agnar halda fyrstu tónleika ferðarinnar ut- an landsteinanna hinn 30. ágúst, í Gautaborg í Svíþjóð. Jussanam og Agnar í Norðurlandaferð  Mikil leynd hvílir yfir tökum á kvikmynd leikstjórans Darrens Aronofskys, Noah, sem staðið hafa yfir í hálfa aðra viku hér á landi. Aronofsky segist þó hafa komist að því, á sam- skiptavefnum Twitter, að til lítils sé að berjast við veðrið og er hann ekki fyrstur leik- stjóra til að átta sig á þeirri stað- reynd. Til lítils að berjast við veðrið á Íslandi Á föstudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt bjart- viðri, en skýjað með köflum á Vesturlandi. Hiti víða 10 til 15 stig. Á laugardag Hæg breytileg átt, yfirleitt bjartviðri og hlýtt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðlæg átt eða hafgola. Skýjað með köflum eða léttskýjað, en sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna, einkum norðan- og austantil. Hiti víða 13 til 20 stig. VEÐUR Garðbæingar halda upp á sannkallað bikarsumar því bæði karla- og kvennalið þeirra í fótboltanum eru kom- in í úrslit í bikarkeppninni. Stjarnan vann Þrótt, 3:0, í gærkvöld og leikur til úrslita í karlaflokki í fyrsta skipti, en mótherjarnir á Laugardals- velli 18. ágúst verða annað- hvort Grindavík eða KR. Viku síðar leikur kvennalið Stjörn- unnar til úrslita gegn Val á sama stað. »3 Bikarsumar í Garðabænum Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, virðist vera búinn að þrengja hópinn áður en undankeppni heimsmeistaramótsins hefst í haust. Hann valdi í gær hóp fyrir vináttu- landsleik gegn Fær- eyjum sem er síðasta verkefnið fyrir undan- keppnina. Liðið virðist í góð- um málum hvað sókn- arleik varðar en varnar- leikurinn er meiri spurn- ing. »4 Lagerbäck er búinn að þrengja hópinn Hrafnhildur Lúthersdóttir er sátt við frammistöðu sína í 200 metra bringusundinu á Ólympíuleikunum í gær en hún náði einum af sínum bestu tímum í greininni þrátt fyrir að meiðsli trufluðu undirbúninginn. Árni Már Árnason keppir í dag og kveðst hafa lagt allt í sölurnar í sumar og stefnir á góðan árangur í 50 metra skriðsundinu. »2 Hrafnhildur sátt við frammistöðuna ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján Jónsson kris@mbl.is Óhætt er að kalla fjölskyldu Eyglóar Óskar Gústafsdóttur ólympíufara mikla sundfjölskyldu. Systir hennar, Jóhanna Gerða, er einnig Íslands- methafi og keppir í háskólasundinu í Bandaríkjunum. Önnur systir henn- ar, Kristrún, æfði einnig sund í nokk- ur ár og hefur nú þjálfað lengi hjá Sundfélaginu Ægi. Foreldrarnir, Gústaf Adólf Hjaltason og Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir, komu sjálf ekkert nálægt sundi áður en þau tóku að sér lykilstörf hjá félaginu eftir að dæturnar hófu æfingar. Gústaf, Guð- rún og Kristrún eru nú mætt til London til að hvetja Eygló og aðra ís- lenska keppendur á leikunum og von er á Jóhönnu frá Bandaríkjunum. „Nei, það var aldrei spurning um að fara til London eftir að Eygló komst inn á leikana. Við vorum nátt- úrlega ekki með miða til að byrja með en svo dúkkuðu þeir upp. Við fáum ekki öll miða á boðsundið en getum öll séð hana í einstaklingsgreinunum þremur. Það er bara æðislegt að sjá barnið sitt keppa á Ólympíuleikunum. Ég veit ekki hvernig ég get orðað það öðruvísi,“ sagði Guðrún þegar Morg- unblaðið tók þau tali á ólympíu- svæðinu en Eygló keppir í dag í sinni bestu grein, 200 metra baksundi. Sundið valið eftir flutninga Guðrún er fyrrverandi landsliðs- kona í handbolta en vildi ekki að dæt- urnar færu í þá íþrótt og sendi þær í sundið ef svo má segja. Ástæðuna segir hún vera að meiðsli séu sjald- gæf í sundinu. „Sundáhuginn kvikn- aði upphaflega þegar við fluttum í Breiðholtið fyrir átján árum. Þá var nærtækast að fara með þær í Breið- holtslaugina í sund,“ sagði Gústaf en hlutirnir þróuðust þannig með tíman- um að hann varð formaður Ægis og er nýhættur eftir átta ára for- mennsku. „Eitt leiddi af öðru og sundið virtist falla vel að þeirra líkamsbyggingu og áhuga. Sundið hefur fylgt þeim allar götur síðan. Fljótlega sá maður að það þurfti að vinna líka með þessu. Ég byrjaði að vinna á klukkunni niðri í gömlu sundhöll. Í dag er ég er al- þjóðlegur ræsir og hef ræst á Smá- þjóðaleikum. Guðrún starfar ennþá fyrir félagið og heldur utan um allar skráningar og rukkanir. Hún er hjartað í félaginu,“ sagði Gústaf en Guðrún var auk þess dómari í meira en áratug. „Nú er nýlokið 18 ára keyrsluprógrammi hjá mér, keyra og sækja,“ skaut Guð- rún inn í og vísaði til þess að Eygló er komin með bílpróf. Traust bakland Ólympíufara  Eygló Ósk tilheyrir mikilli sundfjölskyldu Morgunblaðið/Golli Stuðningsmenn Foreldrar og systir Eyglóar Óskar eru nú stödd í London til að hvetja hana og aðra íslenska kepp- endur á leikunum til dáða. „Það er bara æðislegt að sjá barnið sitt keppa á Ólympíuleikunum,“ segir móðir hennar. Morgunblaðið spurði þjálfarann Kristrúnu hvers vegna Eygló hefði náð jafn langt og raun ber vitni aðeins 18 ára gömul. „Hún er ótrúlega dugleg að æfa. Hún mætir á allar æfingar og hlustar á þjálfarann út í eitt. Hún er einnig með líkamlegu bygginguna og er mjög hávaxin. Hún er með keppnisskap en er einnig já- kvæð, það skiptir mjög miklu máli,“ sagði Kristrún um systur sína. ÓTRÚLEGA DUGLEG AÐ ÆFA Eygló Ósk Gústafsdóttir Keppnisskap og jákvæðni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.