Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 30
nokkur ár og stundaði nám í uppeld- is- og menntunarfræði við HÍ. Andrea var síðan verkefnastjóri við frístundaheimili hjá Reykjavík- urborg 2008-2012. Andrea hefur sinnt ýmsum sjálf- boða- og grasrótarstörfum, m.a. unnið mikið með Rauða krossinum, Amnesty International, Íslands- vinum og Náttúruvaktinni. Hún sat í stjórn Náttúruvaktarinnar og verk- efnastjórn Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Andrea var einn af stofnendum Hagsmunasamtaka heimilanna í árs- byrjun 2009, sat þar í stjórn og var formaður samtakanna 2011-2012. Hvers vegna forsetaframboð? En í hverju var sérstaða forseta- framboðs Andreu fólgin? „Það er fyrst og fremst þessi sýn á lýðræðið, að leitast við að auka beint lýðræði og virkara lýðræði. Ég lít svo á að forseti lýðveldisins geti hæglega – og reyndar eigi að gegna veigamiklu hlutverki í slíkri þróun. Ég lít einnig svo á að forsetinn eigi að veita þinginu aðhald, ekki síst með því að veita mikilvægum málum brautargengi og þoka þeim áfram – málum sem þingi og stundum íhalds- sömu flokkakerfi hefur augljóslega verið um megn að greiða úr, jafnvel um árabil. Um slík mikilvæg mál má nefna mörg dæmi í gegnum tíðina, eins og t.d. skýr lög um þjóðar- atkvæðagreiðslur, lögfestingu lág- markslauna, framtíðarskipan gjald- miðilsmála og það sem enn brennur á okkur eftir hrun: úrlausnir í lána- málum heimilanna. Að þessu leyti held ég að baráttu- mál mín hafi verið róttæk en um leið raunsæ – því þetta tvennt verður að fara saman. Ég held líka að ég hafi komið þessu sæmilega skilmerkilga frá mér.“ Ánægð eftir kosningatörn En hvernig líður manni eftir törn af þessu tagi: Að hafa staðið frammi fyrir þjóðinni í forsetaframboði? „Mér líður bara ákaflega vel, takk fyrir. Mér finnst að á mig hafi verið hlustað, mér hafi tekist að vekja at- hygli á góðum málefnum og ég held líka að mér hafi tekist að slaka vel á eftir þessa törn. Við svona aðstæður skiptir miklu máli að vera meðvit- aður um jákvætt hugarfar og hafa bara gaman af þessu öllu. Ég hef kynnst fjölda góðs fólks í gegnum þessa baráttu og held að hún hafi verið til góðs fyrir mig og mína.“ Fjölskylda Sambýlismaður Andreu er Hrafn Malmquist, f. 14.9. 1982, stjórnmála- fræðingur í MA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði. Hann er sonur Hilmars Malmquist, forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs, og Helgu Bogadóttur, sjúkraþjálfara við barnaspítala. Börn Andreu eru Atli Finnsson, f. 28.8. 2000; Bogi Malmquist, f. 27.3. 2009; Lísa Bríet Malmquist, f. 15.12. 2010. Systir Andreu er Sandra Kristín Ólafsdóttir, f. 30.7. 1971, starfs- maður hjá Öryggismiðstöðinni. Foreldrar Andreu: Ólafur Ár- mann Sigurðsson, f. 16.7. 1949, út- gerðarmaður á Húsavík, og Þórunn Ástrós Sigurðardóttir, f. 3.12. 1951, d. 25.11. 2011, en hún starfrækti lengi blómabúð á Húsavík. Úr frændgarði Andreu J. Ólafsdóttur Karl Friðriksson brúarverkstj. á Akureyri Þórunn Sveinsdóttir saumakona í Rvík. Helgi Björnsson b. á Staðarhöfða í Innri-Akraneshr. Ágústína Þórarinsdóttir húsfr. á Staðarhöfða Guðrún Eggertsdóttir húsfr. á Húsavík Jensína Margrét Magnúsdóttir húsfr. Sigfús Aðalsteinsson b. í Hvammi í Þistilf., bróður- sonur Ragnheiðar, langömmu Steingríms J. Sigfússonar ráðherra Andrea J. Ólafsdóttir Ólafur Ármann Sigurðsson útgerðarm. á Húsavík Þórunn Ástrós Sigurðardóttir kaupkona á Húsavík Aðalheiður K. Helgadóttir húsfr. í Rvík. Sigurður Sverrir Karlsson bókagerðarm. í Rvík. Jóhanna Sigfúsdóttir húsfr. á Húsavík Sigurður Jónsson sjóm. á Húsavík Jón Aðalgeir Jónsson vélstj. á Húsavík Helga Jónsdóttir húsfr. á Húsavík Jón Ármann Héðinsson fyrrv. alþm. og útgerðarm. Sigurður Þórir Sigurðsson listmálari Í Skerjafirðinum Atli, Bogi og Lísa. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2012 Baldvin Einarsson, lögfræð-ingur, ritstjóri og nátt-úrufræðinemi, fæddist á Molastöðum í Fljótum 2.8. 1801. Hann var sonur Einars Guðmunds- sonar, umboðsmanns á Hraunum i Fljótum, og k.h., Guðrúnar Péturs- dóttur frá Skeiði í Svarfaðardal. Frá þeim er kominn fjöldi þekktra verk- fræðinga. Baldvin þótti býsna vinnusamur unglingur, gekk í öll störf á búi for- eldra sinna er hann hafði aldur til og var orðinn formaður á hákarlaskipi föður síns er hann var 17 ára. Hann lærði undir skóla hjá séra Jóni Kon- ráðssyni, var í Bessastaðaskóla 1822-25, var skrifari hjá Grími Jóns- syndi amtmanni, lauk lagaprófi frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1831 og stundaði nám í náttúrufræði við Fjöllistaháskólann í Höfn. Baldvin var ritstjóri tímaritsins Ármanns á Alþingi, ásamt Þorgeiri Guðmundssyni, en Baldvin samdi mestan hluta efnisins og komu út fjórir árgangar ritsins. Sú útgáfa er gjarnan talin marka upphaf sjálf- stæðisbaráttunnar á 19. öld. Eftir Baldvin liggja m.a. Ritgerð um birkiskóga viðurhald sem kom út í Kaupmannahöfn 1827 og í íslenskri þýðingu í Reykjavík árið 1848 og Be- mærkninger om den gamle is- landske Lov Graagaasen en sú rit- gerð kom ekki út fyrr en eftir andlát Baldvins, árið 1834. Baldvin háði ritdeilu við Rasmus Kristian Rask sem spannst af þýð- ingum C.C. Rafns á Jómsvíkinga og Knytlinga sögum. Baldvin giftist danskri konu en af- komendur þeirra búa í Þýskalandi. Baldvin lést 9.2. 1833, af völdum sára er hann hlaut er kviknaði í rekkjuvoðum í Kaupmannahöfn. Var hans sárt saknað eins og kem- ur fram í erindi Bjarna Thorarensen um Baldvin: Ísalands óhamingju verður allt að vopni, eldur úr iðrum þess ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða. Merkir Íslendingar Baldvin Einarsson 90 ára Jóna G. Árnadóttir Svanur Karlsson 85 ára Emilía Sigurjónsdóttir Gunnar Jónsson Jóna Gunnarsdóttir 80 ára Erla Sigurjónsdóttir Guðrún Freysteinsdóttir Jón Kr. Magnússon Margeir Pétur Jóhannsson Vilborg Jónsdóttir 75 ára Gunnar Már Hauksson Haraldur Gunnarsson Helga Snæbjörnsdóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Jónína G. Sigurgeirsdóttir Rúnar Jónsson 70 ára Anna H. Óskarsdóttir Guðmundur Ingi Sigurðsson Lárus Helgason Sævar Þorsteinsson 60 ára Jónína María Sveinbjarnardóttir Pétur Jakob Jóhannsson Ragnheiður H. Þórarinsdóttir Sigfús Hlíðar Dýrfjörð Sigurbjörg Eiríksdóttir Valur Magnús Valtýsson Þórdís Þórunn Harðardóttir 50 ára Edda Þórsdóttir Heiðdís Nanny Hansdóttir Helga Bjarnadóttir Huld Sigurðardóttir Ringsted Rósa Emilía Óladóttir Sigrún Hinriksdóttir Sigrún Lára Hauksdóttir Sigurbjörn Þorsteinsson Sigurður Jónsson Sigurður Rögnvaldsson Sölvi Konráðsson Þórkatla Ólafsdóttir Þuríður Jóna Ágústsdóttir 40 ára Eggert Sigurjón Birgisson Erla B. Skagfjörð Bergsdóttir Jóhann Aron Traustason Jóhann Trausti Bergsson Margrét Linda Arnarsdóttir Sigríður Ólöf Hafsteinsdóttir Sigurbjörg Inga Arnarsdóttir Þórður Sigfússon Þröstur Árnason Þuríður Edda Skúladóttir 30 ára Aðalbjörg Guðbrandsdóttir Ágústa Rakel Davíðsdóttir Bryndís Bjarnadóttir Erna María Jensdóttir Gang Zeng Gréta Bergrún Jóhannesdóttir Húni Jóhannesson Inga Rún Grétarsdóttir Marta Ewa Dubrowska Sigrún Ásgeirsdóttir Sigrún Líndal Pétursdóttir Stefán Már Kjartansson Til hamingju með daginn 30 ára Pálmi ólst upp á Stokkseyri og starfar nú hjá Eimskip. Systkini: Júlíana Krist- jánsdóttir, f. 1970, starfar á hjúkrunarheimili; Hjör- leifur Kristjánsson, f. 1975, leiðsögumaður; Smári Þorvaldsson, f. 1979, smiður; Örvar Jóns- son, f. 1990, gröfumaður. Foreldrar: Þorvaldur Elís- son, f. 1948, d. 1989, verkam., og Edda Hjör- leifsd., f. 1951, matsveinn. Pálmi Þór Þorvaldsson 30 ára Gunnar ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal, lauk sveinsprófi í rafvirkj- un frá FVA og starfar nú hjá Rafmiðlun í Reykjavík. Maki: María Sigríður Kjartansdóttir, f. 1982. Synir: Kjartan Breki, f. 1999; Alvar Brandur, f. 2009; Grétar Ingi, f. 2011. Foreldrar: Þóroddur Sveinsson, f. 1956, jarð- ræktarfræðingur, og Jón- ína Björg Grétarsdóttir, f. 1957, blómaskreytir. Gunnar Þóroddsson 30 ára Inga Rún ólst upp í Garðabænum, lauk próf- um í skartgripahönnum og í tískumarkaðsfræði í Flórens á Ítalíu og starfar hjá Iceland Express. Maki: Sigurður Valur Sig- urðsson, f. 1978, vöru- merkjastjóri hjá Ölgerð- inni. Foreldrar: Margrét Borg- þórsdóttir, f. 1953, flug- freyja hjá Icelandair, og Grétar Magnússon, f. 1945, rafvirkjameistari. Inga Rún Grétarsdóttir Umhverfisvottuð hreinsiefni sem virka Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 raestivorur.is Hágæða BUZIL hreinsiefni fyrir allar aðstæður. Virka án þess að hafa áhrif á umhverfið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.