Helgafell - 01.12.1954, Blaðsíða 14
12
HELGAFELL
leiða a. m. k. 1000 smálestir af kaffi, myndi þurfa að hafa 3000 manns í
vinnu allt árið. Robusta-kaffið er allt af að vaxa, svo að þegar blómin eru
að springa út efst á trénu, eru berin neðst á því orðin þroskuð, og síðan
þroskast ávöxturinn grein af grein, svo að fólkið hefir ávallt nóg að gera,
við að tína ber, hreinsa illgresi, klippa trén og hreinsa og þurrka kaffibaun-
irnar.
Með því að reikna hverjum manni hæstu laun, sem til mála kemur að
greiða, má gera ráð fyrir 5000 sucres í árskaup handa hverjum manni. Fisch-
back sagði að 2000 sucres væri miklu nær sanni. En með því að reikna með
5000 sucres á mann yrðu árleg vinnulaun 15 milj. sucres. Sennilega yrðu
þau einhvers staðar á milli 6 og 10 milj. sucres.
Tekjur yrðu hinsvegar aldrei minni en 16000 sucres per hektar, eða
16 milj. sucres af 1000 hektörum. Hins vegar geta þær orðið 30—50 milj.
sucres, sem er miklu sennilegra.
♦
Vélar.
Ef stöð þessi á að rekast sem nýtízku fyrirtæki þarf að kaupa amerískar
vélar, sem kosta $150.000 eða 2.5 milj. sucres og er þá innifalin rafmagns-
stöðin til rekstursins. I þessum lið eru einnig innifalin" nauðsynleg hús fyrir
forstöðumann og vélastöð.
Heildarkostnaður mundi því verða:
Kostnaður við að rækta 1000 hektara, 2450 sucres
per ha., með landruðningi, hreinsun í 2 ár etc. sucres 2.450.000
Vélar og hús — 2.500.000
AIls sucres 4.950.000
Þótt reiknað sé með 10% vöxtum af þessum höfuðstól, ætti fyrirtækið
að geta borið sig vel, því að Fischback sagði að það gengi illa, ef nettótekj-
urnar yrðu minni en 3—4 milj. sucres á ári, en gætu eins vel orðið 10—20
miljónir.
Skilyrði og skattar.
I þessum útreikningi hefi ég ekki gert ráð fyrir neinu fé til landkaupa, því
að Fischback sagði að maður fengi landið hjá stjórninni fyrir ekki neitt, gegn
því að greiða aðeins gjald fyrir plöggin til eignarheimildarinnar, sem væri