Helgafell - 01.12.1954, Side 37

Helgafell - 01.12.1954, Side 37
NUTÍMALIST A NORÐURLÖNDUM 35 sama leyti gerast fyrstu tilraunimar til að hressa við höggmyndaiistina. Prá þessum hópi hugrakkra lista- manna var það — eins og átti'sér stað um allan heim, ýmist á undan eða eftir — sem listamenn næstu kyn- slóðar fengu sitt veganesti, svo sem Börje, en eftir hann vil ég benda á verkið M álarinn í garðinum, vel byggt upp og þykkt smurt. Kylberg er meðal hinna merkustu málara á Norðurlöndum, túlkar viðfangsefnin í þokukenndum lofthjúp heitra lita (sjá Bið); Hjerten sýnir Dufy mikla hollustu og tjáir hana hreinskilnis- lega með fjöri og ferskleik. Erikson málar kofaraðir með fjöri og hug- kvæmni, í sterkum litum, og minnir oft um viðfangsefni á Omiccioli okk- ar (en hvers vegna, með svo góðum túlkunarhæfileikum, að koma óvænt með myndir, sem eru jafn mikið út í hött eins og Vindmaðurinn og þrum- an?). Evert Landquist meitlar næst- um því pensildrættina á léreftið, svo þykkt smyr hann á, en þó er allt með ráði gert og glöggu auga. Og Hilding Linnquist sýnir næmleik í Litla garð- inum, endurlífgar hann beð fyrir beð, blóm fyrir blóm, af mikilli ræktar- semi, jafn örugglega og trúgjarn al- múgamað'urinn fer með þjóðsöguna. Nægir að benda á hinn ákaflega dula Norrman og hina björtu túlkunar- tækni hans í skáldlegum sýnum frá ættjörð hans: aspir og pílviðir með grönnum greinaflækjum, plankarnir á uppfyllingunni við sjóinn, töfrar morg- unsársins, allt er dregið fram með fullkominni tækni og tjáningarkrafti í nokicrum gullfallegum litógrafíum. Hér má bæta við nokkrum þun-- stungumyndum eftir Sandelin Börje, atriði úr sirkuslífi, og hinurn fallegu litógrafíum eftir Hörlin. Þeirra á með- al einkum hin ágæta mynd Herbergi með svörtum stól. I fám orðum sagt er þetta yfirgrips- mikil og athyglisverð yfirlitssýning, bæði að því er varðar Svíþjóð og hin Norðurlöndin, eins og að framan er á minnzt. Fjöldi verkanna er ef til vill of mikiJ]. Hefði óneitanlega verið heppilegra að hafa þau færri, en iist- sýningar nú á dögum á nútímalist eru óhjákvæmilega yfirfullar af málverk- um og höggmyndum, af því að ómögu- legt er fyrirfram að fella um þau örugg- an og endanlegan dóm. Það sem mestu skiptir, er að maður finnur alvöru köllunar og starfs hjá Hstamönnun- um frá Norðurlöndum, starfs, sem gengur í sömu átt og helztu straumar listmenningar nútímans. Það' er og þess vegna sem sýningarnefnd Quad- riennale hefur haft sérstaka ánægju af samstarfi við menntamálaráðherra og borgarstjóm Rómar í því skyni að ná sem beztum árangri með sýning- unni, en í kjölfar hennar væntum vér fastlega að komi sýning á nútímalist ítalskri í þeim löndum, sem listamenn hafa nú komið frá og verið hér gestir vorir. Þórh. Þorgilsson þýddi.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.