Helgafell - 01.12.1954, Page 19

Helgafell - 01.12.1954, Page 19
EIGUM VIÐ AÐ RÆKTA KAFFI I ECUADOR ? 17 nokkurra þjóða, og sýnir meðalneyzlu á mann yfir árið í kílógrömmum, mið' að við árið 1951 : kg- kg- ísland 8.7 Frakkland 3.6 Danmörk 3.8 Holland 1.5 Noregur 4.7 Ítalía 1.0 Svíþjóð 4.8 Sviss 4.2 Finnland 3.7 Stóra Bretland 0.9 Belgía 5.7 Bandaríkin 8.0 Bandaríkjamenn hafa orð á sér fyrir að vera miklir kaffimenn, en við gerum betur en þeir. Við þessu er ekkert að segja, því að kaffi er hressandi drykkur, sem ekki er kunnugt að hafi yfirleitt nem skaðleg áhrif á heilsu manna. En kaffi er tiltölulega dýr neyzluvara, sem kostar mikinn erlendan gjaldeyri. Og þegar skortur er á gjaldeyri, eins og verið hefir lengst af á undanförnum árum, væri gott að geta sparað eitthvað af þeim gjaldeyri, sem fer í þennan munað. Lítið þýðir þó að segja fólkinu að spara við sig kaffið, því að það ger- ir það ekki, nema því aðeins að það geti ekki keypt það. Ef við gæium séð fyrir kaffiþörf okkar með því að rækta það sjálfir í öðru landi, gæti það orð- ið mikill búhnykkur. Við eigum skipin sjálfir til þess að flytja það til landsins. Við eigum nóg af duglegum mönnum til þess að standa fyrir ræktuninni. Og við eigurr. nóg af peningamönnum, sem gætu lagt fram það fé sem þarf til þess að koma slíku fyrirtæki af stað og reka það. Þeir þyrftu ekki að vera hræddir um að koma ekki vörunni út, því að þótt framleitt yrði miklu meira en Islendingar þyrftu að nota, er kaffið vara sem ávallt er unnt að selja á heimsmarkaðinum. Auk þess hefir kaffið þann kost fram yfir flestalla ávexti, að það þolir langa geymslu eftir að það hefir verið þurrkað, án þess að skemm- ast, í mótsetningu við banana og ýmsa aðra ávexti, sem verða að komast til neytandans innan skamms tíma, ef þeir eiga ekki að verða ónýtir. Ef einhverjir góðir menn skyldu fyrir alvöru hafa hug á að stofna til kaffiræktai, myndi ég með ánægju koma þeim í samband við menn, sem hafa bæði vit og reynslu í kaffirækt í Suður-Ameríku. Niels Dungal.

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.